Morgunblaðið - 19.08.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FYRSTA HREFNAN
Njörður Kó veiddi fyrsta hvalinn
við Íslandsstrendur í fjórtán ár, lítið
dýr, á Breiðafirði um fimmleytið í
gærdag, um fimm klukkustundum
eftir að hvalaskoðunarbátnum Eld-
ingu II var snúið til lands en hann
hafði fylgt Nirði með erlenda blaða-
og myndatökumenn innanborðs.
Þrjú hvalveiðiskip voru á mið-
unum í gær í þeim tilgangi að veiða
hrefnur í vísindaskyni.
Friðarsamkomulag í Líberíu
Fulltrúar stjórnar og uppreisnar-
manna í Líberíu undirrituðu í gær
friðarsamkomulag, sem vonast er til
að bindi enda á langvarandi átök þar
í landi. Verður mynduð þjóðstjórn,
sem ætlað er að undirbúa kosningar
eftir tvö og hálft ár.
Gíslar fá frelsi
14 Evrópumenn, sem alsírskir
uppreisnarmenn tóku í gíslingu í Sa-
hara-eyðimörkinni fyrir um fimm
mánuðum, voru látnir lausir í Malí í
gær. Fullyrt var að gíslarnir væru
við góða heilsu, þótt þeir væru upp-
gefnir eftir þessa þrekraun.
Sýndi ekki ógnina af Írak
Í vitnaleiðslum í gær fyrir hinni
svokölluðu Hutton-nefnd, sem rann-
sakar andlát dr. Davids Kellys, kom
fram að Jonathan Powell, starfs-
mannastjóri Tonys Blairs, sagði yf-
irmönnum bresku leyniþjónust-
unnar að hann teldi að uppkast af
skýrslu þeirra sýndi ekki að bráð
ógn stafaði af Írak. Skýrslan sýndi
ekki að Saddam Hussein hefði tilefni
til að ráðast á granna sína, hvað þá
Vesturlönd.
Útgáfa húsbréfa eykst
Mikil aukning var í samþykktri
útgáfu húsbréfa í júlímánuði og nam
útgáfan alls 5,5 milljörðum króna,
samanborið við 3,2 milljarða í júlí-
mánuði 2002. Aukningin er því um
71% í útgáfunni, en um skeið hafa yf-
ir 30% nýrra útlána í húsbréfakerf-
inu verið með viðbótarlánum.
Offramboð á heyi
Mjög góð spretta hefur verið á
túnum í flestum landshlutum í sum-
ar og mörg dæmi þess að bændur
séu nú í þriðja slætti. Offramboð er
því á heyi og líkur á að bændur verði
að losa sig við þúsundir tonna.
Neyðarástand í flugvél
Mikill viðbúnaður var á Keflavík-
urflugvelli þegar Boeing 747-400-
breiðþota Air Canada með 282 menn
innanborðs lenti þar heilu og höldnu
tuttugu mínútum fyrir fimm í gær.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 28
Viðskipti 14 Minningar 28/32
Erlent 15/16 Kirkjustarf 33
Höfuðborgin 18 Bréf 34
Akureyri 18 Dagbók 36/37
Suðurnes 19 Kvikmyndir 42
Landið 21 Fólk 42/45
Neytendur 22 Bíó 43/45
Listir 22/23 Ljósvakar 46
Forystugrein 24 Veður 47
* * *
NORÐURLJÓS hafa hætt endur-
varpi útvarps heimsþjónustu breska
ríkisútvarpsins BBC (BBC World
Service). Að sögn Kristjáns Jónsson-
ar, forstöðumanns og markaðsstjóra
dagskrárdeildar útvarpssviðs Norð-
urljósa, var nauðsynlegt að hætta
endurvarpinu vegna hagræðingar og
breytinga á dagskrá útvarpssviðs.
„Við urðum að taka þessa ákvörð-
un í ljósi hagræðingar, enda hefur
þetta einungis verið kostnaður fyrir
okkur. Hins vegar vildum við veita
hlustendum útvarpssviðs Norður-
ljósa þessa þjónustu eins lengi og við
gátum,“ segir Kristján. Að hans
sögn hefur nokkuð borið á athuga-
semdum hlustenda vegna þessa, en
við það verði að sitja um óákveðinn
tíma, að minnsta kosti meðan önnur
útsendingartíðni liggi ekki á lausu.
Rokkstöðin Skonrokk til starfa
Á tíðninni 90,9, þar sem BBC
World var áður send út, verður opn-
uð ný útvarpsstöð á morgun, Skon-
rokk. Að sögn Kristjáns verður það
klassísk rokkstöð. „Þar verður spil-
uð rokktónlist alveg frá um 1963 til
um 1993,“ segir hann. Sigurjón
Kjartansson og Dr. Gunni verða
helstu umsjónarmenn stöðvarinnar.
Breytingar á útvarps-
sviði Norðurljósa
BBC world
ekki send
út lengur
FJÖLMARGAR fyrirspurnir og
töluvert af bókunum bárust á borð
söluskrifstofu Flugleiða í Frankfurt
í Þýskalandi eftir að ákveðið var að
hefja stutta markaðssókn vegna
hitabylgjunnar þar í landi. Að sögn
Guðjóns Arngrímssonar, upplýs-
ingafulltrúa Flugleiða, var efnt til
getraunaleiks á útvarpsstöð á svæð-
inu og sömuleiðis birtar auglýsingar.
Guðjón segir Flugleiðir áður hafa
nýtt sér mikla hita í Evrópu til mark-
aðssóknar, og eru nú þýskir ferða-
langar komnir eða við það að koma
til landsins í kjölfar auglýsinganna.
Þjóðverjar
leita hingað
í svalann
VERÐ á ólöglegum vímuefnum á
götunni var kannað hjá SÁÁ við lok
júlímánaðar og segir Þórarinn Tyrf-
ingsson, framkvæmdastjóri með-
ferðarsviðs SÁÁ, þar mega sjá ár-
lega hækkun sumra efna vegna
verslunarmannahelgarinnar. Að
öðru leyti sé verð mjög stöðugt, að
undanskildu verði E-taflna, sem
lækkað hefur töluvert.
Segist Þórarinn eiga von á fleiri
sjúklingum til innlagnar nú þegar
líður að haustdögum. Bæði sé um að
ræða einstaklinga sem átt hafi í erf-
iðleikum í sumar og síðar sé von á
ungu fólki sem ekki takist að halda
sér í námi eftir að skólar hefjast.
Verð á E-töfl-
um lækkar
VIÐ uppgröft í Bankastræti í sumar kom í ljós
göngubrú yfir Lækjargötu, sem rekja má til fyrstu
ára steinsteypuframkvæmda á Íslandi, líklegast frá
öðrum áratug síðustu aldar. Fyrirfram var vitað að
þar kynnu að leynast leifar af gamalli hlaðinni brú
sem lá yfir lækinn milli Austurstrætis og Banka-
strætis en ekki fannst tangur né tetur af henni.
Í staðinn, og öllum að óvörum, rákust menn á
steinsteypta brú sem var bæði gleymd og grafin.
Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur hjá Forn-
leifastofnun Íslands, segir að sennilega sé einhvers
staðar að finna ljósmyndir af brúnni og heimildir
um hana. Brúin, sem er steinsteypt bogabrú, er illa
farin og aðeins annar boginn eftir. Hún mun líkleg-
ast hafa verið notuð sem göngubrú yfir lækinn á ár-
unum áður en Lækjargata var lögð. Eftir að forn-
leifafræðingar höfðu rannsakað brúna og myndað
var ákveðið að moka yfir hana aftur þar sem hún
mun hvíla áfram óhreyfð á gatnamótum Banka-
strætis og Lækjargötu.
Óvæntur fundur við framkvæmdir í Bankastræti
Göngubrú frá fyrstu árum
steinsteypuframkvæmda
Ljósmynd/Sigurður Skarphéðinsson
ELLEFU árekstrar urðu víðsvegar
um höfuðborgina í gær frá klukkan
þrjú eftir hádegi og fram á kvöld-
matarleytið. Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík er það óvenju mikið.
Allir voru árekstrarnir minni hátt-
ar og engum sögum fer af meiðslum
á fólki. Lögreglan kann enga skýr-
ingu á þessum fjölda og segir að
þrátt fyrir smábleytu á götunum hafi
ekkert verið að færð.
Óvenju margir
árekstrar
í borginni
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
FIMM þotur Flugleiða eru nú í
leiguflugsverkefnum víða um heim á
vegum dótturfélagsins Loftleiða Ice-
landic. Fyrir félagið starfa nú um
150 Íslendingar; flugmenn, flugliðar
og tæknimenn. Meðal verkefna er
flug með ferðamenn milli Portúgals
og Kúbu, farþegaflug í Afríku, Evr-
ópu og milli Suður- og Norður-Am-
eríku. Að sögn Sigþórs Einarssonar,
framkvæmdastjóra Loftleiða Ice-
landic, er verkefnastaðan góð og
útlitið sömuleiðis gott fyrir veturinn.
Leiguflugið frá Portúgal er fyrir
þarlent flugfélag. Í sumar og fram á
haust eru farnar allt að 15 ferðir til
Varadero á Kúbu, skammt frá höf-
uðborginni Havana. Íslenskir flug-
menn sinna þessu flugi ásamt portú-
gölskum flugfreyjum. Sigþór segir
að í haust verði svo flogið til Kúbu
fyrir ferðaskrifstofuna Úrval-Útsýn
með íslenska ferðamenn, líkt og gert
hafi verið í fyrra.
Af fleiri áfangastöðum Loftleiða
Icelandic um þessar mundir má
nefna Brasilíu, Dóminíska lýðveldið,
Boston og New York í Bandaríkjun-
um, Grænhöfðaeyjar, Kaupmanna-
höfn, London, Sierra Leone og
Gambíu. Fjórar vélar af gerðinni Bo-
eing 757-200 eru í þessum verkefn-
um ásamt einni Boeing 767-breið-
þotu. Að sögn Sigþórs er líklegt að
fleiri vélar Flugleiða fari í verkefni
fyrir Loftleiðir Icelandic.
Um 150 Íslendingar í verkefn-
um fyrir Loftleiðir Icelandic
MIKIL aukning var í samþykktri út-
gáfu húsbréfa í júlímánuði og nam
útgáfan alls 5,5 milljörðum króna,
samanborið við 3,2 milljarða í júlí-
mánuði 2002. Aukningin er því um
71% í útgáfunni, en um skeið hafa yf-
ir 30% nýrra útlána í húsbréfakerf-
inu verið með viðbótarlánum. Þetta
kemur fram í mánaðarskýrslu
Íbúðalánasjóðs, sem kom út í gær.
Guðmundur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir
að mikil gróska einkenni fasteigna-
markaðinn um þessar mundir. Síðan
síðasta haust hafi verið brögð að því
að lánþegar færi sig úr félagslega
kerfinu og yfir í almenna kerfið. „Á
milli 30 og 40% af öllum lánum sem
við veitum eru með viðbótarlánum,
sennilega nær 40%. Þá er eitthvað
um að menn séu að greiða upp eldri
lán, nú þegar yfirverð er á bréfum.
Ég segi ekki að það sé mikið um það,
en eitthvað verðum við vör við það,“
segir hann.
Meirihluti með 80–90% lán
„Við vitum sem fyrr segir að yfir
þriðjungur af lánþegum okkar er
með viðbótarlán og þannig 90% fjár-
mögnun. Svo vitum við að annar
þriðjungur er með 80–90% fjár-
mögnun með lífeyrissjóðsláni. Þá er
væntanlega eftir um þriðjungur og
sumir þeirra lánþega þurfa e.t.v.
ekki lán. Við höldum því að þessi um-
ræða, um þensluáhrif og peninga-
flóð, sé dálítið ofgerð. En þetta verð-
ur auðvitað allt saman skoðað mjög
gaumgæfilega og það er á borði
stjórnmálamannanna,“ segir Guð-
mundur.
Björn Þorri Viktorsson, formaður
Félags fasteignasala, segir að mjög
líflegt hafi verið á fasteignamarkað-
inum að undanförnu. „Þá höfum við
orðið varir við gríðarlega aukningu á
viðbótarlánum. Við óttumst það ekki
jafn mikið og sumir aðrir að það
verði kollsteypur á markaðinum þótt
boðið verði upp á 90% lán í íbúða-
lánakerfinu,“ segir hann.
Hann segist vera sammála því,
sem kemur fram í mánaðarskýrslu
Íbúðalánasjóðs, að í mörgum tilvik-
um fasteignaviðskipta sé í raun um
að ræða 80–90% lánsfjármögnun, að
teknu tilliti til beinna útlána lífeyr-
issjóða. Fyrirhugaðar breytingar
muni því hafa minni efnahagsleg
áhrif en margir telji.
Áhrif á lánshæfi
Í Hálffimm fréttum Búnaðarbank-
ans er sagt að fara verði varlega í
sakirnar. „Aukin útgáfa ríkis-
tryggðra skuldabréfa, auk aukinnar
skuldsetningar heimilanna, getur
haft áhrif á lánshæfiseinkunn lands-
ins og haft áhrif á fjármagnsstöðug-
leika. Einnig er hætta á því að ef ný-
bygging húsnæðis eykst ekki
samfara aukinni útgáfu verði meira
fjármagn að eltast við jafnmargar
íbúðir sem mun leiða til hækkunar
húsnæðisverðs og verðbólgu sem
getur eytt ávinninginum fyrir al-
menning af hærra lánshlutfalli.“
Mikil aukning
í útgáfu húsbréfa
Metmánuður/14
Yfir 30% útlána
Íbúðalánasjóðs
með viðbótarlán