Morgunblaðið - 19.08.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.08.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ TEKIN var ákvörðun strax í upp- hafi að blaðamenn fengju ekki að vera um borð í hvalveiðiskipunum en öryggissjónarmið ráða því að hrefna er ekki skotin þegar aðrir bátar eru nálægt hvalveiðibátun- um. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að þar hafi ýmislegt komið til. s.s. plássleysi og svo eins hitt að menn séu einfaldlega að feta sig áfram með veiðarnar eftir margra ára hlé. „Það er ekki þægilegt fyrir menn sem eru að vinna vandasöm störf við frekar erfiðar aðstæður að vera með fréttamenn í kringum sig á meðan þeir eru að ná upp færni og góðu verklagi. Það réð úrslitum, “ segir Jóhann. Vissulega spurning um öryggi Spurður um myndatökur af veið- unum segir Jóhann það vera hreint og klárt öryggisatriði og þess vegna hafi verið óskað eftir því að menn kæmu ekki inn fyrir einnar sjómílna fjarlægð frá bátunum. Aðspurður segir Jóhann menn nota skutulbyssu með mjög öflugri sprengihleðslu þótt skutlinum sé skotið tiltölulega stutt. „Ef allt gengur eftir drepst dýrið nær sam- stundis af því skoti en ef það verð- ur ekki hafa menn svokallaða fíla- riffla, en það eru gríðarlega öflugar byssur og af þeim getur líka stafað hætta. Það er á hendi Hafrann- sóknastofnunarinnar sem ber ábyrgð á framkvæmd þessa verk- efnis að meta öryggisþætti og það höfum við vitaskuld gert með að- stoð bestu sérfræðinga. “ Jóhann segir hrefnuveiðibát sem elti hrefnu geta þurft að beygja í allar áttir „og það gengur einfaldlega ekki að annar bátur sé að þvælast fyrir, hvað þá ef búið er að setja skotlínu út eða ef skutull springur illa. Það kemur ekki til greina af okkar hálfu að tefla mannslífum eða öryggi viðstaddra í hættu.“ Aðspurður segir Jóhann að þótt öryggissjónarmið sé úrslitaatriði sé það ljóst að íslenskum hagsmunum sé lítill greiði gerður með myndefni sem hugsanlega gefi ranga mynd af eðli þessara mikilægu rann- sókna. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar um myndatökur af hrefnuveiðunum Öryggissjónarmiðin vega langþyngst Morgunblaðið/Alfons Áhöfnin á Nirði KÓ á leið til lands með hrefnuna sem veiddist út frá Snæfellsnesi í gærdag. Gengur ekki að aðrir bátar séu að þvælast fyrir SENDIRÁÐI Íslands í Washington hefur borist á annað þúsund tölvu- skeyta þar sem hvalveiðum Íslend- inga er mótmælt, þar af barst á fimmta hundrað bréfa í gær. Að sögn Guðna Bragasonar sendifull- trúa hefur fjöldi skeyta stigmagnast undanfarna daga og má jafnvel bú- ast við að efnt verði til mótmæla gegn hvalveiðum í Washington í dag en símtal þess efnis barst sendi- ráðinu í gær. Að sögn Guðna hafa tveir ritarar sendiráðsins ekki gert annað síð- ustu daga en að svara tölvuskeyt- um. Flestar sendinganna eru bréf frá ýmsum umhverfis- og dýraverndun- arsamtökum sem senda út staðlað- an texta til sinna fylgismanna sem síðan senda hann áfram til sendi- ráðsins. Leitast er við að svara öll- um bréfum sem berast sendiráðinu. Boðuð mótmæli í dag Að sögn Guðna voru engin mót- mæli við sendiráðið í gær en ekki er útilokað að til tíðinda gæti dregið í dag, að hans sögn. Í gær var hringt í sendiráðið og mótmæli boðuð í dag án þess að til- greint væri nákvæmlega hvar eða klukkan hvað. Að sögn Guðna kenndi sá sem hringdi sig ekki við nein hagsmunasamtök. Tveir ritarar í fullu starfi við að svara tölvupósti BAKKAVÍK hf. í Bolungarvík hefur undanfarið auglýst eftir starfsfólki. Að sögn Agnars Ebeneserssonar, forstjóra Bakkavíkur, er um tuttugu til þrjátíu laus störf að ræða, bæði í rækjuvinnslu og almennri fisk- vinnslu. Þegar hefur verið ráðið í nokkur störf og útilokar hann ekki að Bakka- vík þurfi að bæta við sig enn fleira fólki á næstunni. Ástæðuna segir hann vera aukningu í framleiðslunni. Agnar segir að eingöngu Íslend- ingar hafi sótt um störfin, enda hafi fyrirtækið aðeins auglýst hér á landi en ekki erlendis. Hann segist greina mun á atvinnu- ástandinu nú og frá því á sama tíma í fyrra. Nú sé erfiðara að fá fólk til starfa og það sé ef til vill merki þess að atvinnuástandið á landsbyggðinni hafi batnað. Vantar fólk í vinnu í Bolungarvík LANDSFUNDUR Samfylk- ingarinnar verður haldinn á Ás- völlum í Hafnarfirði helgina 31. október til 2. nóvember nk., en það var ákveðið á fundi fram- kvæmdastjórnar flokksins í gær. Karl Th. Birgisson, fram- kvæmdastjóri flokksins, segir að um 700 manns hafi verið við setningu landsfundarins í fyrra og að í ár sé búist við fleirum. Framboðsfrestur til embætt- is formanns og varaformanns Samfylkingarinnar verður ákveðinn á fundi framkvæmda- stjórnar í næstu viku, en allir flokksmenn kjósa um þessi tvö embætti í allsherjarkosningu. Landsfund- ur Samfylk- ingar í lok október GREINT var frá því í fjölmiðlum víðs vegar um heim í gær að Ís- lendingar hefðu hafið hvalveiðar á þremur hvalveiðibátum úti fyrir ströndum Íslands. AFP- og Reuters-fréttastofurnar sögðu frá því síðdegis að stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu ítrekað von- brigði sín með þá ákvörðun Íslend- inga að hefja hvalveiðar og að Ís- lendingar gætu átt á hættu að sæta viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjamanna á grundvelli svo- nefndra Pelly-lagaviðbóta. Í vefútgáfu The Washington Post sagði m.a. að Íslendingar hefðu neitað að gefa upplýsingar um stað- setningu hvalveiðibátanna og hefðu „reynt að koma í veg fyrir umfjöll- un fjölmiðla“ um málið. Haft var eftir Chris Carter, nátt- úruverndarmálaráðherra Nýja-Sjá- lands, í nýsjálenskum fjölmiðlum í gær að Íslendingar græddu engar upplýsingar á því að rannsaka magainnihald hvala umfram þá vitneskju sem þegar væri fyrir hendi. „Það er hægt að rannsaka hvali án þess að drepa þá,“ sagði ráðherrann. „Reynt að koma í veg fyrir um- fjöllun fjöl- miðla“ ♦ ♦ ♦ BÆNDUR á Mælivöllum á Jök- uldal eru byrjaðir að smala. Þeir hyggjast senda lömb í sumarlógun hjá Norðlenska, sem hefur lofað að borga vel fyrir þrátt fyrir greiðslu- erfiðleika og tap á síðasta ári. Fyr- irtækið býður 245 kr. á kílóið af útflutningskjöti, sem er með því hæsta sem þekkist, eða milli 45 og 50 krónum yfir markaðsverði. Jón Helgi Björnsson hjá Norð- lenska segir í bréfi til kjötinnleggj- enda að mikil óvissa ríki nú á kjöt- markaði og um hvaða verð muni greitt fyrir afurðir í haust. Þó sé ekki hjá því komist að gefa bænd- um upp verð í ágústslátrun og for- slátrun í september. Greitt verði sem nemur 90% af verði síðasta árs og álag ofan á það. Ef end- anlegt verð hækki í sláturtíð muni verða greidd uppbót til þeirra sem slátra í ágúst. Vantar kjöt á Bandaríkjamarkað Ástæða þess að Norðlenska ætl- ar að greiða verulega hærra verð fyrir útflutning en aðrir, segir Jón Helgi vera að félaginu sé lífs- nauðsynlegt að fá inn fé til slátr- unar á þessu tímabili til útflutn- ings á Bandaríkin. Þar sé fyrirtækið í sókn með aukinni markaðssetningu og innkomu í fleiri verslanir en verið hefur. Stefnt sé að því að senda kjötið gaspakkað með skipum til Banda- ríkjanna og verði það grunnurinn að því að hægt sé að greiða hærra verð og verulegan hluta útflutn- ings fyrir áramót. Norðlenska borgar vel fyrir útflutningskjöt Jökuldælingar byrjaðir að smala í sumarlógun Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Feðgarnir Sigurður Jónsson og Jón Hallgrímsson ásamt aðstoðarmönnum taka sláturlömb í réttinni á Mælivöllum á Jökuldal. Jökuldal. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.