Morgunblaðið - 19.08.2003, Síða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GEYSIMIKILL viðbúnaður var á
Keflavíkurflugvelli þegar Boeing
747-400-breiðþota Air Canada með
282 menn innanborðs lenti þar
heilu og höldnu tuttugu mínútur
fyrir fimm í gær. Um klukkutíma
áður hafði flugstjórninni í Reykja-
vík borist skeyti frá vélinni þar
sem lýst var neyðarástandi vegna
reyks í farþegarými. Breiðþotan,
sem var á leið frá Frankfurt í
Þýskalandi til Toronto í Kanada,
var þá stödd um 570 sjómílur suð-
vestur af Keflavíkurflugvelli.
Skömmu eftir kl. 16 tilkynntu flug-
menn að enginn reykur sæist leng-
ur í farþegarými. Var breiðþotunni
ekið að landgangi tiltölulega fljótt
eftir lendingu og fóru farþegar
þegar frá borði.
Farþegar rólegir við komuna
Farþegar vélarinnar virtust
mjög rólegir við komuna í Leifsstöð
og þeir sem Morgunblaðið ræddi
við sögðu að engin skelfing hefði
gripið um sig við atvikið og menn
hefðu haldið ró sinni. Þeir sögðu
mjög sterka reykjarlykt hafa borist
um farþegarýmið en sögðust hvorki
hafa séð eld né reyk og súrefnis-
grímur hefðu ekki fallið niður.
„Þótt þetta sé ekki skemmtileg
upplifun held ég að enginn hafi orð-
ið raunverulega mjög hræddur,“
sagði einn farþeganna. Fólk úr
áfallasveit Rauða kross Suðurnesja
kom strax á staðinn og gekk um og
ræddi við farþegana.
Mikill viðbúnaður var í undirbún-
ingi á meðan vélinni var flogið til
Keflavíkur: slökkvilið var sett í við-
bragðsstöðu á Keflavíkurflugvelli
og sjúkrabifreiðum Slökkviliðs höf-
uðborgarsvæðisins (SHS) stefnt til
Straumsvíkur þar sem þær voru
hafðar í viðbragðsstöðu í samræmi
við viðbragðsáætlun almannavarna.
Björgunarskip frá Grindavík, Sand-
gerði og Reykjavík voru kölluð út
ásamt öllum björgunarsveitum á
höfuðborgarsvæðinu og á Suður-
nesjum. Björgunarsveitum á höf-
uðborgarsvæðinu, tíu bílum með
um fjörutíu manns, var safnað sam-
an við álverið í Straumsvík ásamt
sjúkrabílum. Þá var níu bílum með
um fimmtíu manns frá björg-
unarsveitum á Suðurnesjum safnað
saman við þjónustuhlið við flugstöð
Leifs Eiríkssonar þar sem þeir
voru tilbúnir til aðstoðar. Fær-
anlegt neyðarsjúkrahús Björg-
unarsveitar Suðurnesja var einnig
orðið tilbúið til uppsetningar en
það getur sinnt tugum slasaðra á
klukkustund. Læknar á Sjúkrahúsi
Suðurnesja og sjúkraflutn-
ingamenn frá Brunavörnum Suð-
urnesja sjá ásamt björgunarsveit-
armönnum um að manna
sjúkrahúsið ef á þarf að halda.
Neyðarástandi lýst yfir í breiðþotu
Air Canada
Gríðarlegur við-
búnaður á Kefla-
víkurflugvelli
Breiðþota Air Canada í Keflavík.
Morgunblaðið/Arnaldur
Sjúkrabílar í viðbragðsstöðu við Álverið í Straumsvík.
Heilsueflingarverkefnið „Hjólað í
vinnuna“ hófst formlega í gær og
stendur út þessa viku. Um er að
ræða samstarfsverkefni fjölda fyr-
irtækja og samtaka undir stjórn Ís-
lands á iði, sem vekja á athygli á
hjólreiðum sem heilsusamlegum,
umhverfisvænum og hagkvæmum
samgöngumáta. Átakið byggist á
keppni milli fyrirtækja þar sem
starfsfólk er hvatt til að hvíla bílinn
og nota hjólið til að komast í vinn-
una.
Að sögn Gígju Gunnarsdóttur hjá
Íslandi á iði voru enn lið að skrá sig
til þátttöku í gærmorgun. „Nú eru
skráð 37 lið til þátttöku, og einhver
fyrirtæki hafa fleiri en eitt lið innan
sinna vébanda,“ sagði Gígja í sam-
tali við Morgunblaðið. „Við erum
mjög ánægð með þann árangur sem
náðst hefur með keppninni, enda
um tilraun að ræða. Við þurftum að
undirbúa málið vel þar sem hjóla-
menningin er ekki komin langt á
veg hér á landi miðað við mörg önn-
ur lönd. Mörg stór fyrirtæki taka
þátt, til dæmis starfsmenn hjá Ice-
landair, Skýrr og RARIK. Sömu-
leiðis eru mörg smærri fyrirtæki
sem hafa skráð starfsmenn til þátt-
töku. Það er alveg tilvalið að nýta
sér tímann sem hvort eð er fer til
ferðar í og úr vinnu sem líkamsrækt
fyrir daginn, og verkefnið allt á að
benda fólki á það,“ segir Gígja.
Að vikunni lokinni verða þau fyr-
irtæki verðlaunuð sem hafa flesta
hjólakílómetra eða flesta hjóladaga
til vinnu að baki. „Þar að auki mun-
um við verðlauna glæsilegustu liðin,
það er lið sem skara fram úr í sam-
stöðu, samheldni og hreysti,“ segir
Gígja.
Keppnin drífur marga á hjólið
Dóra Hjálmarsdóttir, verkfræð-
ingur hjá verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen, segir um 20 starfs-
menn frá fyrirtækinu hafa komið
hjólandi í vinnuna í gærmorgun.
Alls vinna um 80 manns hjá fyrir-
tækinu í Reykjavík. „Það hefur tek-
ist mjög vel að fá mannskap í
keppnina,“ sagði Dóra í samtali við
Morgunblaðið. „Við erum með tvö
lið, og innan þeirra eru bæði starfs-
menn sem hjóla til vinnu að stað-
aldri og aðrir, sem ákváðu að slá til
vegna keppninnar. Við höfum einn-
ig trimmhóp innan fyrirtækisins,
sem fer í Laugardalinn í hádeginu,
og sumir þeirra hjóla líka. Að sjálf-
sögðu er mjög misjafnt hve langt
fólk hjólar í vinnuna, ég bý um tvo
kílómetra frá, en aðrir hjóla um átta
til tíu kílómetra,“ útskýrir Dóra.
Að hennar sögn hefur keppnin
komið hreyfingu á marga, og vakið
lukku. „Við höfum einnig velt fyrir
okkur að skora á aðrar verkfræði-
stofur í keppni,“ bætti hún við.
Morgunblaðið/Þorkell
Starfsmenn Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddssen til í slaginn á hjólunum sínum.
Starfsmenn í vinnuna
á reiðhjólum
Fyrirtæki
keppa í
hjólreiðum
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, var viðstaddur setningarat-
höfn alþjóðlegrar ráðstefnu vísinda-
manna og for-
ystumanna um
málefni norður-
slóða á öðrum
degi opinberrar
heimsóknar sinn-
ar til Alaska í
gær. Forsetinn
flutti fyrirlestur
um ný viðhorf á
norðurslóðum og
samvinnuverk-
efni Íslands,
Alaska, Rússlands og annarra norð-
lægra ríkja. Einkum ræddi hann um
nauðsyn þess að efla samvinnu á
sviði umhverfis-, atvinnu-, byggða-
og menningarmála.
Á sunnudag var m.a. fundur for-
seta og íslensku sendinefndarinnar
með ráðherrum úr nýrri ríkisstjórn
Alaska. Rætt var sérstaklega um
orkumál, flugsamgöngur, nýtingu
jarðvarma og samvinnu háskóla og
rannsóknastofnana á norðurslóðum.
Þá kynnti Gunnar Pálsson, sendi-
herra og formaður Norðurskauts-
ráðsins, þau verkefni sem Ísland
leggur sérstaka áherslu á í for-
mennskutíð sinni. Í gærkvöld sátu
íslensku forsetahjónin kvöldverðar-
boð Walter J. Hickels, fyrrum rík-
isstjóra í Alaska og innanríkisráð-
herra í ríkisstjórn Nixons.
Í fyrramálið flytur forsetinn erindi
á málþingi Commonwealth North,
samstarfsvettvangs forystumanna í
menntamálum, stjórnmála- og at-
vinnulífi Alaska.
Opinber heimsókn forseta Íslands til Alaska
Fjallaði um ný við-
horf á norðurslóðum
Ólafur Ragnar
Grímsson