Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ bíóvefur mbl.is Kíktu á mbl.is og fylgstu með hvað er að gerast í bíó Það getur ekki valdið neinum hagsmunaárekstrum þegar veitt er á svona flugur Geir minn. Í minningu Guðmundar Finnbogasonar Ótrúlega nútíma- legur boðskapur HÁSKÓLINN á Ak-ureyri og Kenn-araháskóli Íslands standa fyrir ráðstefnunni Lýðmenntun í Stóru- tjarnaskóla föstudaginn 22. ágúst. Er hún haldin í minningu Guðmundar Finnbogasonar, fræði- manns og skólamanns. Ólafur H. Jóhannsson er lektor í Kennaraháskóla Íslands. Hvað kemur til að slík ráðstefna er haldin? „Ráðstefnan Lýðmennt- un er haldin til heiðurs fræðimanninum og menntafrömuðinum Guð- mundi Finnbogasyni og framlagi hans til fræða á Íslandi, ekki síst skóla- mála. Í ár eru liðin 130 ár frá því að Guðmundur fæddist og 100 ár síðan bók hans Lýðmennt- un kom út. Það eru Kennarahá- skóli Íslands og Háskólinn á Ak- ureyri sem standa að ráðstefnunni en framkvæmd hennar er á veg- um Háskólans á Akureyri.“ Hvert er framlag lýðmenntunar til skólamála? „Þegar Guðmundur Finnboga- son sneri heim frá meistaranámi í Danmörku hafði hann mikinn áhuga á fræðslumálum landsins. Á þessum tíma greindi menn á um það að hve miklu leyti fræðsla barna ætti að færast frá heimilum yfir í skóla og um þetta hafði ekki náðst nokkur sátt. Guðmundur sótti um styrk til Alþingis til að kynna sér tilhögun skólamála í ná- grannalöndunum sem hann hlaut. Tillögum sínum átti hann síðan að skila í skýrslu til stjórnvalda. Þeg- ar heim kom ákvað Guðmundur hins vegar að leggja tillögur sínar frekar fram í bók. Ástæðan ku vera sú, líkt og Guðmundur sagði sjálfur, að þar sem styrkurinn var fyrir almannafé hefði sér þótt eðli- legt að gefa öllum almenningi á Ís- landi kost á að lesa hugmyndir sínar. Í Lýðmenntun rekur Guð- mundur hugmyndir sínar um skólamál, í hverju menntun sé fólgin og hvernig eigi að greina menntaðan mann frá ómenntuð- um. Þá tilgreinir hann þær grein- ar sem hann telur að kenna eigi í skólum, t.d. móðurmálið, sögu og teikningu, hvers vegna eigi að kenna þessar greinar og hvernig. Í bókinni má einnig finna tillögur Guðmundar um uppbyggingu skólanna hvað varðar stjórnun menntakerfisins, rekstur bóka- safna og uppbyggingu kennara- menntunar. Í framhaldi af út- komu bókarinnnar lagði Guðmundur fram tillögur sínar um hvernig best væri að haga skólamálum á Íslandi. Þær tillög- ur urðu síðar grunnurinn að fyrstu heildstæðu fræðslulögunum sem sett voru árið 1907 en bókin var gefin út árið 1903. Á baksíðu endur- útgáfu bókarinnar seg- ir: „Ritið er greinargerð fyrir heildstæðri, ígrundaðri mennta- stefnu sem tekur bæði til mark- miða, inntaks náms og aðferða í lýðfræðslu.“ Þar segir einnig að bókin sé „sögulegur vitnisburður en um leið flytur erindið boðskap sem er ótrúlega nútímalegur í anda“.“ Hvað verður á dagskránni? „Ráðstefnunni er ætlað að rekja og kynna hugmyndir Guð- mundar og skoða hvernig þær hafa staðist tímans tönn. Fyrir há- degi verður rakin hugmyndafræði Guðmundar Finnbogasonar. Með- al fyrirlesara verður sonur Guð- mundar, Finnbogi Guðmundsson, fyrrverandi landsbókavörður, sem flytur erindið Maðurinn og faðirinn. Þar segir hann frá föður sínum, sem einnig var landsbóka- vörður lengstan hluta ævi sinnar. Leitast verður við að rekja lýsing- ar á fræðistörfum Guðmundar. Kristján Kristjánsson prófessor skoðar menntahugtak Guðmund- ar og Jörgen Lind prófessor sál- fræðihugmyndir hans auk þess sem Loftur Guttormsson gerir skólahugmyndum Guðmundar skil. Eftir hádegisverð verður litið nánar á þær tillögur sem Guð- mundur lagði til um kennslu í ein- staka greinum. Meðal þeirra er- inda má nefna; Og uppskeran verður eins og til er sáð, erindi Þórunnar Blöndal lektors um hugmyndir Guðmundar í kennslu móðurmáls, og Með teikningu verður þekking ekki dauður bók- stafur, heldur lifandi athöfn, er- indi Rósu K. Júlíusdóttur lektors. Í lokin flytur Kristín Indriðadótt- ir, framkvæmdastjóri Mennta- smiðju KHÍ, erindið Að vekja lestrarfýsn – hlutverk skólabóka- safna þar sem fjallað er um hvert Guðmundur taldi hlutverk þeirra. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, set- ur ráðstefnuna en að henni lokinni býður Þingeyjarsveit þátttak- endum til móttöku. Það þótti upplagt að halda ráðstefn- una í fæðingarhreppi Guðmundar, ef svo má segja, en hann fæddist á Arnstapa í Ljósavatnsskarði. Ætl- unin er síðan að birta erindin í sér- stöku ráðstefnuriti.“ Ætlið þið ráðstefnunni að höfða til ákveðins hóps? „Við teljum ráðstefnuna höfða jafnt til þeirra sem starfa innan menntageirans svo og allra þeirra sem vilja fræðast um þetta og eru haldnir fróðleiksfýsn um sögu og menningu.“ Skráning fer fram á www.ver- uf.unak.is/skolathroun/radstefn- ur/22agust03.htm. Ólafur H. Jóhannsson  Ólafur H. Jóhannsson fæddist árið 1943 í Hnausakoti í Miðfirði. Hann útskrifaðist með kenn- arapróf frá Kennaraskólanum árið 1966 og stúdentspróf þaðan að því loknu. Ólafur lauk BA- prófi í almennum þjóðfélags- fræðum frá HÍ árið 1974 og meistaraprófi í stjórnsýslufræð- um frá háskólanum í Bristol árið 1988. Ólafur kenndi í allmörg ár í gagnfræðaskóla og var skóla- stjóri Æfingaskóla KHÍ. Hann gegnir í dag stöðu lektors við KHÍ, sérsvið hans er stjórnsýslu- fræði menntastofnana. Ólafur er kvæntur Margréti Benedikts- dóttur og eiga þau fjögur börn. Fyrir alla sem eru haldnir fróðleiksfýsn BÚFJÁRHALD mun leggjast af á Nýhóli sem er nyrsta byggt býli á Hólsfjöllum nú í haust þar sem Ragnar Þ. Guðmundsson hefur ákveðið að hætta búskap og farga bústofninum. Ragnar er orðinn áttræður og segist ekki lengur geta staðið í gegningum. Jörðin Nýhóll bætist því í hóp þeirra mörgu jarða á fjöllunum þar sem engin skepna verður og því var ekkert heyjað þar í sumar. Þekktur fyrir geitabúskap Ragnar hefur einkum verið þekktur fyrir geitabúskap sinn en á hans heimili var um langan aldur notuð geitamjólk og var gert úr henni geitaskyr, geitaostar og geitasmjör. Þá var geitamjólk mikið notuð til drykkjar og einnig voru gerðir geitagrautar. Síðastliðinn vetur hafði Ragnar nokkrar ær á vetr- arfóðrum og tvær geitur sem eru í heimahaganum í sumar og koma þær oft að hitta eiganda sinn við fjár- húsin. Ragnar á Ný- hóli hættir bú- skap í haust Morgunblaðið/Atli Vigfússon Ragnar Þ. Guðmundsson í fjárhúsdyrunum á Nýhóli þar sem hann sýnir Maríu Svanþrúði Jónsdóttur ráðu- naut aðra geitina sína. Laxamýri. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.