Morgunblaðið - 19.08.2003, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR Halldórsson, for-
maður Eldingar, félags smábátaeig-
enda á norðanverðum Vestfjörðum,
segir að með því að blanda saman
umræðu um línuívilnun og byggða-
kvóta sé sjávarútvegsráðherra aug-
ljóslega að tefja fyrir framkvæmd
línuívilnunar.
Guðmundur segir að í tillögu sinni
um línuívilnun á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins sl. vor hafi ekki ver-
ið gert ráð fyrir að nýta byggða-
kvóta til að koma á línuívilnun. Þó að
í umræðu á fundinum hafi verið
imprað á slíku hafi tillagan verið
samþykkt eins og hann lagði hana
fram, óbreytt. „Tillagan var sam-
þykkt með mínum rökstuðningi en
ekki annarra sem höfðu skoðun á
málinu á fundinum. Þeir hefðu þá
þurft að leggja fram breytingar-
tillögu við mína tillögu og fá hana
samþykkta. Það var hins vegar ekki
gert.“
Hann segir að sjávarútvegs-
ráðherra hafi með afar vafasömum
úthlutunarreglum komið miklu óorði
á byggðakvótann og ætli sér nú að
slá hann af. „Umboðsmaður Alþing-
is hefur sett ofan í við sjávarútvegs-
ráðherra varðandi byggðakvótann
en ráðherrann notar það sem rök
fyrir því að ekki sé hægt að koma á
línuívilnun. Það er bara rangt hjá
ráðherranum. Umboðsmaður Al-
þingis hefur ekki fjallað um línuí-
vilnun, enda er hún ekki komin til
framkvæmda. Þetta getur hins veg-
ar reynst sjávarútvegsráðherra ban-
vænn biti, þ.e. hann ræðst með því á
tillögur Framsóknarflokksins um að
auka byggðakvóta og lætur sig engu
skipta orð forsætisráðherra um að
hann sjái ekkert því til fyrirstöðu að
línuívilnun komi á strax í haust.
Sjávarútvegsráðherra er með öðr-
um orðum að rugga því fleyi sem
siglir ríkisstjórninni inn í nýbyrjað
kjörtímabil.“
Guðmundur segir að í greinargerð
með tillögu sinni á landsfundinum
hafi hann skýrt kveðið á um að línu-
ívilnunin yrði fyrir dagróðrabáta.
Ekkert í tillögunni kveði á um að
línuívilnun verði eingöngu fyrir
smábáta. „Það sem fyrir mér vakti
með tillögunni var að styrkja byggð-
irnar og það með vistvænum veið-
arfærum.“
Of mikil völd
sjávarútvegsráðherra
Guðmundur segir að sjávar-
útvegsráðherra hafi orðið of rúmar
heimildir til úthlutunar aflaheimilda
og segist þeirrar skoðunar að lög-
gjafarvaldið hafi afsalað sér of mikl-
um völdum til framkvæmdavaldsins.
Það sé að sínu viti í meira lagi vafa-
samt. „Alþingi hefur ekki heimild til
að afsala til sjávarútvegsráðherra
þeim völdum sem felast í því að út-
hluta svona miklum aflaheimildum.
Nú þegar sjávarútvegsráðherra hef-
ur úthlutað öllum veiðiheimildum
næsta fiskveiðiárs getur Alþingi
ekki ákveðið að koma á línuívilnun
nema með því að gefa út nýjar heim-
ildir.“
Guðmundur segir að sjávar-
útvegsráðherra hafi haft svigrúm til
að bíða með að úthluta hluta af afla-
heimildum næsta fiskveiðiárs og
bendir á að úthlutað sé byrj-
unarkvóta í loðnu og innfjarðar-
rækju en bætt við leyfilegan heildar-
afla síðar á fiskveiðiárinu. „Að mínu
mati hefði sjávarútvegsráðherra átt
að virða þann rétt Alþingis til að
fjalla um málið. Hann hefði átt að
úthluta kvótanum en láta Alþingi
um að úthluta þeim þorskkvóta sem
bætt verður við á næsta fiskveiðiári
sem eru um 30 þúsund tonn. Þannig
hefði Alþingi haft svigrúm til að
koma á línuívilnun, sem kveðið er á
um í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar og samþykktum beggja rík-
isstjórnarflokkanna.“
Guðmundur segist sammála því
að þeir sem hafi orðið fyrir skerð-
ingum á aflaheimildum eigi að njóta
þess í uppsveiflu. „Þetta á hins veg-
ar einnig að ganga yfir byggðirnar,
sem hafa orðið fyrir gífurlegri
skerðingu. Þegar sjávarútvegs-
ráðherra úthlutaði kvóta næsta fisk-
veiðiárs var hann að fótumtroða rétt
byggðanna.“
Ætlar að tefja málið
Guðmundur segir greinilegt að
sjávarútvegsráðherra ætli sér að
tefja málið, enda sé hann aug-
ljóslega á móti línuívilnun. Það hafi
komið berlega komið í ljós í at-
kvæðagreiðslu á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins. „Á fundi mín-
um með ráðherranum fyrr í sumar
kom fram að hann ætlar að taka sér
góðan tíma í að semja reglur um lí-
nuívilnunina og tefja málið fram til
fiskveiðiársins 2005/2006. Hann seg-
ist hafa vald til þess, jafnvel þó að
Alþingi samþykki frumvarp um lí-
nuívilnun nú í vetur.“ Guðmundur
segir útlit fyrir að aflaheimildir
verði skornar niður á fiskveiðiárinu
2004/2005, þar sem hinir sterku
seiðaárgangar síðustu ára virðast
ekki hafa komist á legg. „Dettur þá
einhverjum í hug að sjávarútvegs-
ráðherra taki aflaheimildir frá öðr-
um og noti til línuívilnunar?“
Fer eftir kröfum LÍÚ
Guðmundur segir að Árni M.
Mathiesen hafi í ráðherratíð sinni
farið í einu og öllu eftir kröfum
Landssambands íslenskra útvegs-
manna. „Það var krafa LÍÚ að frelsi
þorskaflahámarksbáta í ýsu, ufsa og
steinbít yrði afnumið. Sjávarútvegs-
ráðherra kom því í gegn með afar
vafasömum hætti, enda fékk málið
ekki þinglega meðferð. Þessi frjálsa
sókn í aukategundirnar hafði verið
bjargræði sjávarbyggðanna á Vest-
fjörðum og stuðlaði að uppbyggingu
smábátaflotans. Þegar þetta frelsi
var lagt af, að kröfu LÍÚ, var skert-
ur mjög réttur byggðanna til að lifa
af. Þá úthlutaði ráðherrann þessum
svokallaða byggðakvóta til byggð-
anna, svona til að setja plástur á sár-
ið. Útvegsmenn hafa verið mjög
andsnúnir byggðakvóta og róið að
því öllum árum að fá hann afnuminn.
Þeir hafa sömuleiðis lýst sig andvíga
línuívilnun en segja þó að hún sé
skömminni skárri en byggðakvóti.
Margar stærri útgerðir hafa með
samruna og kaupum stuðlað að því
að leggja smærri sjávarbyggðir í
rúst og eru svo á móti öllum umbót-
um til hinna dreifðu byggða með
þeim rökum að þeir eigi kvótann
sem er sameign íslensku þjóð-
arinnar. Þá er það skýlaus krafa
LÍÚ að skerða mjög rétt sóknar-
dagabáta til sjósóknar og sjávar-
útvegsráðherra virðist því sammála
þegar hann neitar að beita sér fyrir
því að lagfæra veiðikerfi þeirra sem
felur í sér brotthvarf 300 smábáta úr
íslenskri útgerðarflóru, báta sem
einungis er heimilt að nota handfæri
við veiðar,“ segir Guðmundur.
Guðmundur Halldórsson
Segir ráðherra
vera að tefja
fyrir línuívilnun
AFGREIDD húsbréf á reiknuðu
verðu voru um 59% hærri í júlí 2003
en í júlí 2002. Innkomnar umsóknir
voru um 20% fleiri í mánuðinum held-
ur en í júlí í fyrra og heildarfjárhæð
samþykktra skuldabréfaskipta var
um 71% hærri.
Alls voru afgreidd húsbréf fyrir
fimm milljarða í júlí sem er nýtt met,
samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúða-
lánasjóðs fyrir júlímánuð. Alls voru
samþykkt skuldabréfaskipti fyrir sex
milljarða í mánuðinum sem einnig er
met. „Til samanburðar má benda á að
það er svipuð fjárhæð og fyrstu 3
mánuðir ársins 1999 í tölum en þá
hófst einmitt síðasta uppsveiflan í
fasteignaviðskiptum, uppsveifla sem
ekki virðist sjá fyrir endann á. Þó
benda rannsóknir til þess að mikill
fjöldi fasteignaviðskipta yfir ákveð-
inn tíma leiði til fækkunar viðskipta á
næsta tímabili,“ að því er segir í mán-
aðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
Yfir 650 milljónir króna voru lán-
aðar út í yfir 350 viðbótarlánum í júlí.
Um langt skeið hefur yfir þriðjungur
nýrra útlána í húsbréfakerfinu verið
með viðbótarlánum. „Viðbótar-
lánþegar skulda í dag Íbúðalánasjóði
ríflega 60 milljarða, þar af eru viðbót-
arlánin sjálf í tæpum 15 milljörðum.
Reynslan af þessu 90% lánaflokki,
sem hóf göngu sína 1999, er til dags
einstaklega góð. Þannig eru vanskil
viðbótarlána lægri en meðaltal van-
skila allra viðskiptavina Íbúðalána-
sjóðs. 3ja mánaða vanskil og eldri í
viðbótarlánum eru aðeins um 0,12%
af lánaflokkum eða aðeins tæpar 20
milljónir króna. Samkvæmt tölum úr
ársskýrslu Fasteignamats ríkisins
hefur fjöldi viðskipta á fasteigna-
markaði verið á bilinu 10–12 þúsund
á undanförnum árum, þ.e. í tíð við-
bótarlánaflokks Íbúðalánasjóðs. Við-
bótarlán voru um 3.000 talsins á síð-
asta ári hjá Íbúðalánasjóði og
lánsfjárhæðin var alls um 5 milljarð-
ar króna. Bein útlán lífeyrissjóða,
sem flest eru í kringum fasteigna-
kaup, voru um 15 milljarðar króna á
síðasta ári. Því má draga þá ályktun
að í meirihluta fasteignaviðskipta sé
því í raun um að ræða 80–90% láns-
fjármögnun og fyrirhugaðar breyt-
ingar munu því hafa minni efnahags-
leg áhrif en talið hefur verið.
Fjármagnskostnaður heimila mun
hins vegar lækka umtalsvert,“ að því
er segir í mánaðarskýrslunni.
Áætluð skuldabréfaútgáfa 110-
120 milljarðar í ár
Þar kemur einnig fram að áætluð
heildarútgáfa á skuldabréfamarkaði
hérlendis er um 110 til 120 milljarðar
á þessu ári. „Aukist skuldabréfaút-
gáfa vegna hugmynda um útfærslu á
90% lánaflokki með hækkun há-
markslána um í heild sinni 20- til 30
milljarða á ársgrunni frá núverandi
tölum er ekki um mikla aukningu að
ræða heldur hægfara aukningu í út-
gáfu á komandi árum. Á sama tíma
stækkar eftirspurnarhlið fjármagns-
markaðarins töluvert innanlands af
eðlilegum ástæðum í gegnum aukið
ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna. Að
auki færast að stórum hluta bein út-
lán lífeyrissjóðanna einnig yfir á fjár-
festingarstefnu þeirra hvað varðar
kaup á skuldabréfum og hlutabréfum
hérlendis og erlendis. Einnig má
benda á að vænt stækkun eftirspurn-
ar erlendra fjárfesta bætist einnig í
þann hóp. Eftirspurnarhlið stækkar
því líklega hraðar en framboðshliðin
á komandi árum þó að hugmyndum
um breytingar á lánakerfinu verði
hrundið í framkvæmd,“ segir í mán-
aðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
Morgunblaðið/Ásdís
Mun fleiri húsbréfaumsóknir voru afgreiddar í júlí en í sama mánuði í fyrra.
Metmánuður hjá
Íbúðalánasjóði
Þriðjungur nýrra lána 90% lán
ÚR VERINU
HAGNAÐUR Kögunar samstæð-
unnar nam 81 milljón króna á fyrri
helmingi ársins en nam 57 millj-
ónum króna á sama tíma árið áður
og jókst því um 42% milli tímabila.
Rekstrartekjur samstæðunnar
námu 511 milljónum króna en 495
milljónum árið áður. Rekstrargjöld
drógust saman um tæp 3%, voru
434 milljónir á fyrri helmingi ársins
en 447 milljónir króna á sama tíma-
bili 2002. Hagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði var 82 milljónir
króna á tímabilinu eða 16% af
rekstrartekjum. Sama tala í fyrra
var 69 milljónir króna eða 14% af
rekstrartekjum. Afskriftir námu
fimm milljónum en 22 milljónum í
fyrra.
Eignir Kögunar námu samtals
853 milljónum króna í júnílok en á
sama tíma í fyrra námu þær 841
milljón króna. Skuldir samstæðunn-
ar hafa aukist um 1,5% og námu
236 milljónum króna í lok tímabils-
ins. Eigið fé samstæðunnar er 617
milljónir en var 608 milljónir í
fyrra.
Veltufé frá rekstri nam tæpum 68
milljónum króna á tímabilinu en það
er 16% minna en á sama tíma 2002.
Veltufjárhlutfall Kögunar er 3,8
en var 2,9 á fyrri helmingi síðasta
árs. Eiginfjárhlutfall var 72% og
hækkaði úr 66% í fyrra. Arðsemi
eigin fjár hækkaði einnig úr 24% á
fyrstu sex mánuðum ársins 2002 í
29% á fyrri helmingi þessa árs.
Í tilkynningu frá Kögun kemur
fram að tekjur, gjöld og afkoma á
fyrri helmingi 2003 séu í samræmi
við áætlanir. Verið er að endur-
skoða áætlun fyrir síðari helming
ársins, einkum vegna sölu á Navis-
ion Ísland ehf. og kaupa á Ax hug-
búnaðarhúsi, að því er fram kemur í
tilkynningu.
Kögun seldi allt hlutafé í Navis-
ion Ísland til Microsoft Corporation
í byrjun júlí sl. Söluhagnaður þeirra
viðskipta nemur 140 milljónum
króna og bókfærist á þriðja fjórð-
ungi ársins. Kaup á Ax hugbún-
aðarhúsi koma einnig inn í reikn-
inga í þriðja ársfjórðungi en Kögun
greiddi 123 milljónir króna fyrir
99,43% hlut í félaginu.
Hagnaður Kögun-
ar eykst um 42%
Áætlun fyrir síðari hluta ársins endurskoðuð
● SMÁSÖLUVÍSITALA dagvöru á
föstu verðlagi hækkaði um 5,4 pró-
sentustig (4,75%) frá júlí 2002 til
júlí 2003, að því er fram kemur í
frétt frá Samtökum verslunar og
þjónustu. Á sama tímabili lækkaði
verð matvæla skv. neysluverðs-
vísitölu Hagstofu Íslands um 3,2
prósentustig (2,54%) og tekur áð-
urnefnd hækkun dagvöru á föstu
verðlagi mið af þessu.
Smásöluvísitala áfengis hækk-
aði á föstu verðlagi um 12,1 pró-
sentustig (8,9 %) á milli ára og hef-
ur þá verið tekið tillit til 1,8
prósentustiga (1,55%) hækkunar
smásöluverðs á sama tíma miðað
við neysluverðsvísitölu Hagstofu Ís-
lands.
Smásöluvísitala lyfjaverslana
breytist lítið á milli mánaða, en út-
reikningur smásöluvísitölu lyfja-
verslunar hófst ekki fyrr en í sept-
ember 2002 þannig að ekki liggja
enn fyrir samanburðartölur frá fyrra
ári. Verðvísitala lyfja og lækn-
ingavöru hefur frá september 2002
til júlí 2003 hins vegar hækkað um
6,6 prósentustig (4,7%).
Í fréttinni frá SVÞ segir: „Smá-
söluvísitalan er reiknuð af IMG
samkvæmt upplýsingum sem ber-
ast beint frá fyrirtækjunum og
ÁTVR. Miðað er við að a.m.k. 80%
af veltu í greininni skili sér með
þessum hætti. Venjulega er þetta
hlutfall nokkuð hærra.“
Aukin smásala í júlí
● ÚRVALSVÍSITALA aðallista hækk-
aði um 1,12% í gær og var loka-
gildi hennar 1.609,23 stig. Hefur
hún ekki verið hærri frá því í maí
árið 2000, samkvæmt upplýs-
ingum frá Kauphöll Íslands. Vísital-
an hefur hækkað um 19,02% frá
áramótum og um 26,02% síðustu
tólf mánuði.
Í gær námu viðskipti með hluta-
bréf í Kauphöll Íslands 1.362 millj-
ónum króna. Mest viðskipti voru
með bréf Pharmaco eða fyrir um
475 milljónir króna og hækkuðu
þau um 2,3%, úr 25,60 í 26,20.
Markaðsverðmæti Pharmaco er
því rúmir 78 milljarðar króna, rúm-
lega tíu milljörðum meira en Kaup-
þing Búnaðarbanki sem er næst-
verðmætasta fyrirtækið í Kauphöll
Íslands.
Hampiðjan hækkaði mest allra
félaga í Kauphöllinni í gær eða um
7% en í litlum viðskiptum.
Einungis þrjú félög lækkuðu í
verði í gær: Flugleiðir um 2,9%, Og
fjarskipti um 2,1% og Opin kerfi um
2,8%. Flugleiðir munu birta sex
mánaða uppgjör í dag og Og fjar-
skipti munu einnig birta uppgjör í
þessari viku.
Úrvalsvísitalan ekki
hærri í rúm 3 ár
♦ ♦ ♦