Morgunblaðið - 19.08.2003, Page 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 15
ELDAR loguðu enn í gær í olíuleiðsl-
unni sem liggur frá Írak yfir til Tyrk-
lands, en um helgina var kveikt í olíu á
tveimur stöðum þar sem leiðslan
hafði verið skemmd. Olíuverð hækk-
aði í gær er fregnir bárust um eldana.
Talið er að um skemmdarverk sé
að ræða en fyrstu eldarnir kviknuðu á
föstudag, aðeins tveimur dögum eftir
að olíuflutningur hófst að nýju til
Tyrklands eftir stríðið. Talsmenn
Bandaríkjahers hafa lýst yfir að tekið
geti allt að mánuð að laga skemmd-
irnar svo olíuflutningur geti hafist aft-
ur. Þá muni kostnaður við viðgerðirn-
ar nema allt að sjö milljónum dollara
dag hvern eða rúmlega hálfum millj-
arði íslenskra króna.
Var einnig tilkynnt um það í gær,
að vörðum við olíuleiðsluna yrði fjölg-
að um helming. Var búist við því að
flestir varðanna yrðu Írakar, ráðnir af
bandarísku öryggisþjónustufyrirtæki
sem hernámsyfirvöld hafa falið að sjá
um gæsluna.
Barni bjargað úr stálkassa
Breskir hermenn í suðurhluta
Íraks björguðu hvítvoðungi úr stál-
kassa sem í voru geymd skotfæri og
læstur var með hengilási, að því er
breska varnarmálaráðuneytið greindi
frá í gær. Tveir hermenn fundu stúlk-
una þegar þeir voru við húsleit í
Basra í suðurhluta Íraks í fyrradag.
Stúlkan, sem var tveggja daga gömul,
virtist nær dauða en lífi en hermenn-
irnir, 18 ára og 21 árs, lífguðu hana
við.
Embættismenn segja að litla stúlk-
an virðist hafa verið í kassanum í um
tíu mínútur. Hermönnunum tókst síð-
ar að hafa uppi á móðurinni og eru
mæðgurnar á sjúkrahúsi í borginni.
Liðsforingi í breska hernum segir
að móðirin hafi tjáð hermönnum að
faðir stúlkunnar hafi læst hana ofan í
kassanum. Hann hefur verið hand-
tekinn. Við húsleitina fundu her-
mennirnir einnig vopn og sprengjur.
12 létust er vopna-
geymsla sprakk
Tólf Írakar fórust er vopnageymsla
sem þeir voru að ræna sprakk í loft
upp í þorpi nálægt Tíkrit, heimabæ
Saddams Hussein, í fyrradag. Allir
voru mennirnir fyrrum liðsforingjar í
íraska hernum en Al-Jazeera sjón-
varpsstöðin greindi frá því að þeir
hefðu verið að leita að vopnum sem
þeir gætu selt.
Vatn var ekki komið á í mörgum
hverfum Bagdadborgar í gær en
spellvirkjar sprengdu aðalvatns-
leiðslu borgarinnar á sunnudag með
þeim afleiðingum að vatnslaust varð í
borginni.
Sprengt var gat á leiðsluna sem er
um 1,5 metrar í þvermál. Vatn flæddi
um götur og sums staðar náði það
fólki upp á brjóstkassa. Vitni segjast
hafa séð tvo menn á mótorhjóli skilja
eftir poka með sprengiefnum við
leiðsluna og síðan sprengt það nokkr-
um mínútum síðar.
Eldar loga enn í Írak
Olíuverð
hækkaði á mörk-
uðum í gær
Bagdad, Lundúnum. AP, AFP.
Reuters
Þyrlu beitt til að reyna að slökkva elda í olíuleiðslu í N-Írak. Leiðslan liggur til útflutningshafnar í Tyrklandi.
Reuters
Nýfædda stúlkan sem fannst læst
niðri í málmkistu á sunnudag.
LANDLÆKNIR Frakklands sagði
af sér embætti í gær vegna háværra
gagnrýnisradda um að heilbrigðisyf-
irvöld hafi ekki brugðist nógu vel við
ástandinu sem skapaðist í hitabylgj-
unni í landinu. Nú ætla menn að tala
látinna vegna hitans sé komin í 5.000
manns.
Í uppsagnarbréfinu sem landlækn-
irinn, Lucien Abenhaim, afhenti heil-
brigðisráðherra landsins kemur fram
að hann hafi ákveðið að segja af sér
vegna deilna um hvernig taka hafi átt
á ástandinu þegar fjöldi fólks lést
vegna veikinda sem rekja má til hit-
ans. Hann og embætti hans hafa verið
gagnrýnd fyrir að hafa ekki tilkynnt
stjórnvöldum að fjöldi fólks væri að
deyja vegna hitans.
Heilbrigðisráðherrann, Jean
Francois Mattei, sagði í gær að líklegt
væri að allt að 5.000 manns hefðu lát-
ist vegna hitabylgjunnar og að margir
af þeim væru eldra fólk. Hann bætti
við að þetta væri reyndar einungis
áætlaður fjöldi dauðsfalla en samt
sem áður væri þetta líkleg tala. Ná-
kvæmari tölur um fjölda látinna
myndu verða birtar síðar í vikunni.
Mattei viðurkenndi í útvarpsviðtali
að gagnrýni frá læknum og stjórnar-
andstöðunni, um að ekki hefði verið
tekið nógu vel á málum, væri réttmæt
en réttlætti einnig viðbrögð yfirvalda
við ástandinu. „Við höfðum ekki þær
upplýsingar og viðvaranir sem við
hefðum átt að fá,“ sagði hann.
Allt að 5.000 manns taldir hafa látist í hitunum í Frakklandi
Franski
landlækn-
irinn segir
af sér
París. AFP.
AP
Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands (t.h.), réttir öldungi
vatnsglas á elliheimili í Fleury sur Ouche nærri borginni Dijon í Mið-
Frakklandi í gær. Ríkisstjórn Raffarins hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að
bregðast seint við afleiðingum hitabylgjunnar sem nýgengin er yfir landið.
TYRKNESK yfirvöld hafa
hvatt klerka um allt Tyrkland
til að fordæma knattspyrnu-
bullur og vaxandi ofbeldi og
skrílslæti í tengslum við kapp-
leiki.
„Ljótt orðbragð og skríls-
læti sumra knattspyrnuáhuga-
manna eru óvirðing við trúna,“
sagði í yfirlýsingu frá trúmála-
yfirvöldunum. „Spámaðurinn
segir líka, að það sé mikil synd
að bölva öðrum múslíma.“
Ofbeldi í tengslum við
knattspyrnuleiki er vaxandi
vandamál í Tyrklandi og hafa
yfirvöld þungar áhyggjur af
væntanlegum landsleik Tyrk-
lands og Englands í október.
Fyrr í þessum mánuði var 22
ára gamall maður stunginn til
bana í borginni Izmir og árið
2001 fór eins fyrir tveimur
Bretum í Istanbul í átökum
milli stuðningsmanna Leeds
og tyrkneska liðsins Galatas-
aray.
Fótbolta-
bullur for-
dæmdar
Ankara. AFP.
FJÓRTÁN evrópskir ferðamenn
sem verið hafa í haldi íslamskra öfga-
manna í Alsír í nærri sex mánuði voru
látnir lausir í gær. Staðfesti talsmað-
ur þýska utanríkisráðuneytisins
þetta í gærkvöld.
„Ráðuneytið getur staðfest að for-
seti Malí hefur fullvissað þýska að-
stoðarutanríkisráðherrann Jürgen
Chrobog um að allir gíslarnir fjórtán
séu nú í höndum yfirvalda í Malí,“
sagði talsmaðurinn.
Chrobog, sem hefur farið fyrir
samningaumleitunum um lausn gísl-
anna fyrir hönd þýskra stjórnvalda,
hélt til Bamako, höfuðborgar Malí, á
sunnudag.
Þýsk herflugvél hafði verið send til
bæjarins Gao í Malí til að sækja gísl-
ana og átti að flytja þá heim á leið í
gær en fréttir bárust af því í gær-
kvöldi að vélin hefði farið aftur án
þeirra. Var þess vænst að hún færi
aðra ferð í dag eða á morgun til að
sækja þá.
Stífar samningaviðræður stóðu á
milli mannræningjanna og fulltrúa
þýskra stjórnvalda sem komu til Malí
um helgina til að reyna að fá gíslana
látna lausa.
Evrópsku ferðamannanna hefur
verið saknað frá því snemma á árinu,
en þeim var rænt í febrúar og mars,
er þeir voru á ferð um Sahara-eyði-
mörkina í Alsír, án leiðsögumanns.
Hinir yngstu í gíslahópnum eru tveir
19 ára gamlir Svisslendingar en hinir
elstu eru þýskt par 62 og 64 ára.
Einn gísl lést
Hafa menn haft vaxandi áhyggjur
af heilsufari þeirra, sérstaklega
Svisslendings sem haldinn er sykur-
sýki. Þýsk kona, 46 ára gömul, lést í
haldi mannræningjanna eftir að hafa
fengið aðsvif vegna hita. Fram hefur
komið að gíslarnir séu þreyttir og
veikburða eftir dvölina í eyðimörk-
inni en séu þó við nokkuð góða heilsu
miðað við aðstæður.
Alsírsk yfirvöld segja að mann-
ræningjarnir tilheyri öðrum af tvenn-
um öfgasamtökum múslima sem hafa
staðið fyrir blóðugri uppreisn í land-
inu í áratug eða síðan ríkisstjórnin
ógilti kosningar sem hefðu komið ísl-
ömsku samtökunum hvorum tveggja
til valda. Þau eru einnig talin tengjast
al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum.
Gíslar látn-
ir lausir
í Malí
Gao. AFP.
Evrópskir ferða-
menn voru í haldi
alsírskra öfgamanna
í nær hálft ár
EIN kona lést og sex manns særðust
í sprengingu við veitingastað í Tel
Aviv í gær. Telur lögreglan, að
glæpamenn hafi staðið að tilræðinu.
„Allt bendir til, að glæpamenn hafi
verið hér að verki,“ sagði talsmaður
lögreglunnar. „Meðal annars vegna
kringumstæðnanna og sprengiefnis-
ins, sem notað var.“
Að sögn ísraelska útvarpsins var
sprengjunni ætlað að granda for-
stjóra innheimtufyrirtækis í borg-
inni og ekkert bendir til, að tilræðið
tengist pólitískum átökum Ísraela og
Palestínumanna.
Sprenging
í Tel Aviv
Tel Aviv. AFP.
♦ ♦ ♦