Morgunblaðið - 19.08.2003, Side 18
AKUREYRI
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Einföld
og áhrifarík
leið til
grenningar
Tilboð í
Lýðmenntun
Ráðstefna um Guðmund Finnbogason haldin í
Stórutjarnaskóla 22. ágúst 2003
Dagskrá
9:00 - 9:30 Skráning.
9:30 - 9:40 Setning - Ólafur H. Jóhannsson, lektor.
9:40 - 9:50 Ávarp - Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra.
9:50 -10:20 Maðurinn og faðirinn Guðmundur Finnbogason -
Finnbogi Guðmundsson, fyrrv. landsbókavörður.
10:20 -10:50 Drög að hugmyndasögulegri lýsingu á fræðistörfum
Guðmundar Finnbogasonar - Jóhann Hauksson,
dagskrárstjóri.
10:50 -11:20 Menntahugtak Guðmundar Finnbogasonar -
Kristján Kristjánsson, prófessor.
11:20 -12:00 Panelumræður: Stjórnandi Guðmundur Heiðar
Frímannsson, deildarforseti.
12:10 -13:15 Hádegisverður.
13:15 -13:35 Sálfræði Guðmundar Finnbogasonar - Jörgen Pind,
prófessor.
13:35 -13:55 Skólahugmyndir Guðmundar Finnbogasonar -
Loftur Guttormsson, prófessor.
13:55 -14:55 Námskrá:
,,Og uppskeran verður eins og til er sáð". Hugmyndir
Guðmundar Finnbogasonar um kennslu móðurmáls -
Þórunn Blöndal, lektor.
Túngrös og pálmaskógar. „Huginn og Muninn þurfa að
fljúga hverjan dag út fyrir túngarðinn og sjá hvað um er
að vera í heiminum". - Bragi Guðmundsson, dósent.
„Með teikningu verður þekking ekki dauður bókstafur,
heldur lifandi athöfn". - Rósa K. Júlíusdóttir, lektor.
„Uppeldi líkamans svo hann verði sem fullkomnast
verkfæri sálarinnar". - Kári Jónsson, lektor.
14:55 -15:15 Kaffi.
15:15 -15:35 Að vekja lestrarfýsn - um hlutverk skólabókasafna -
Kristín Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Menntasmiðju
KHÍ.
15:35 -16:25 Panelumræður: Stjórnandi Ólafur H. Jóhannsson, lektor.
16:25 -16:35 Ráðstefnuslit - Guðmundur Heiðar Frímannsson,
deildarforseti.
16:45 Móttaka í boði Þingeyjarsveitar.
Ráðstefnustjórar: Guðmundur Heiðar Frímannsson og
Ólafur H. Jóhannsson
Skráning fer fram í Háskólanum á Akureyri s. 463 0929
einnig er hægt að skrá sig á
http://vefir.unak.is/skolathroun/radstefnur/22agust03.htm
Ráðstefnugjald er kr. 5.000
HÖFUÐBORGIN
UNDANFARIN tvö ár hefur mikið
tap verið á rekstri Norðlenska mat-
borðsins ehf. og á aðalfundi félagsins
31. júlí sl. var markað upphaf að fjár-
hagslegri endurskipulagningu fyrir-
tækisins. Samþykkt var að allt
hlutafé Norðlenska verði fært niður
og leiða leitað til að fá inn aukið
hlutafé. Kaldbakur er aðaleigandi
fyrirtækisins og hefur þegar heitið
hlutafjárframlagi.
Sigmundur Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri Norðlenska, segist
ekki mjög bjartsýnn á að nýir hlut-
hafar gefi sig fram, enda eigi kjötiðn-
aðurinn í heild í miklum rekstrarerf-
iðleikum. Offramboð á kjöti
undanfarin misseri með tilheyrandi
verðlækkunum hafi bitnað á fram-
leiðendum, sláturhúsum, vinnslum og
verslun. Sigmundur segir að núna sé
beðið eftir ákvörðunum ríkisvaldins
um hver útflutningsskyldan á kjöti
verður í haust og ekki síður hvort
Byggðastofnun muni ábyrgjast af-
urðalán, líkt og sl. 2 ár. Að sögn Sig-
mundar er aðkallandi að þessi atriði
skýrist sem fyrst, helst innan nokk-
urra daga, því fyrr geti fyrirtækið
ekki skipulagt næstu skref og rekst-
urinn þoli óvissuna ekki mikið lengur.
Þessu til viðbótar er ekki ljóst
hvaða stefnu ríkisvaldið ætli að taka
varðandi úreldingu þeirra sláturhúsa
sem enn hafa ekki útflutningsleyfi.
Aðeins sex sauðfjársláturhús af þeim
sautján sem slátrað var í á síðasta ári
höfðu útflutningsleyfi og afkastageta
þeirra dugir til að anna útflutningn-
um. Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnar-
formaður Norðlenska, sagði á aðal-
fundi fyrirtækisins að fregnir hefðu
borist af afurðastöðvum sem hygðust
leggja út í fjárfestingar til að uppfylla
reglugerðir um svokölluð Evrópuhús.
Með slíkum fjárfestingum er ljóst að
fjölda afurðastöðva í landinu yrði við-
haldið. Eiríkur sagði að slíkar ákvarð-
anir væru ekki teknar á rekstrarleg-
um forsendum. „Nei, á skammtíma
byggðapólitískum eða hefðbundnum
íslenskum hreppapólitískum forsend-
um. Slíkt mun sem fyrr ekki hjálpa
aðilum á kjötmarkaði, hvorki bænd-
um né neytendum. Það er nauðsyn-
legt að klára sem fyrst að fækka að-
ilum á þessum markaði,“ sagði
Eiríkur og sagði stefnu ríkisvaldsins
einkennast af þögn eða úrræðaleysi.
Nefnd um stefnumótun í sláturiðn-
aði lagði til í skýrslu til landbúnaðar-
ráðherra sl. vor að um 220 milljónum
verði varið til úreldingar sauðfjárslát-
urhúsa á þessu og næsta ári. Síðan
hafa sláturleyfishafar beðið eftir
ákvörðun stjórnvalda og nú þegar
haustslátrun er að hefjast liggur hún
ekki enn fyrir. Ráðgert er þó að til-
lögur nefndarinnar verði teknar fyrir
á ríkisstjórnarfundi í dag og málin
gætu því skýrst.
Stórsókn á Bandaríkjamarkað
Ljósi punkturinn í starfsemi Norð-
lenska undanfarið er velheppnaður
útflutningur á kjötafurðum til Banda-
ríkjanna. Um sé að ræða mikið unnar
afurðir, sem hátt verð fáist fyrir, og
hefur þessi þáttur rekstrarins skilað
jákvæðri niðurstöðu. Áformað er að
auka þennan útflutning til muna með
stórsókn inn á markaðinn vestra og
bindur Sigmundur miklar vonir við
áframhaldið.
Norðlenska matborðið ehf.
Ákvarðana rík-
isvaldsins beðið
SLÖKKVILIÐ Akureyrar fékk til-
kynningu seint á sunnudagskvöld
um að eldur væri laus í bifreið sem
staðsett var ofan við sorphauga
bæjarins í Glerárdal. Þegar betur
var að gáð kom í ljós að þar var um
að ræða sendiferðabifreið í eigu
veitingahússins Bautans. Bíllinn er
algjörlega ónýtur, því þeir sem
tóku hann ófrjálsri hendi keyrðu
hann eins langt og hægt var eftir
slóð sem liggur niður í dalverpi í
Glerárdal þar sem kveikt var í hon-
um.
Guðmundur Karl Tryggvason,
einn eigenda Bautans, sagði við
Morgunblaðið að það væri með ólík-
indum að menn gætu tekið nýjan bíl
og eyðilagt hann.
„Eftir miðnætti aðfaranótt síð-
astliðins sunnudags þá tókum við
eftir því að bíllin var horfinn, en
hann stóð á bílastæðinu bak við
Bautann. Bíllinn, sem var Peugeot-
sendibíll, var keyptur í nóvember
síðastliðnum og var svo að segja
glænýr,“ sagði Guðmundur.
Í hádeginu á sunnudag fékk lög-
reglan tilkynningu um að bifreið
hefði verið ekið á ljósastaur í Skóg-
arlundi. Einn farþegi var fluttur á
slysadeild, en hann kvartaði undan
eymslum í hálsi. Lögreglan sagði að
sennilega hefði verið um ölvunar-
akstur að ræða.
Morgunblaðið/Ásgrímur Örn
Bifreiðin er algjörlega ónýt eftir að kveikt var í henni og stórt svæði í
kringum hana er einnig brunnið.
Kveikt í stolnum bíl
SKIPULAGS- og bygginganefnd
Reykjavíkurborgar veitti síðasta
föstudag, 15. ágúst, viðurkenningar
fyrir endurbætur á gömlum húsum
og fallegar stofnana-, fyrirtækja- og
fjölbýlishúsalóðir. Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, formaður skipulags-
og bygginganefndar, afhenti viðtak-
endum viðurkenningarnar við hátíð-
lega athöfn í Höfða. Eftirfarandi að-
ilar hlutu viðurkenningar:
Viðurkenningar fyrir
lóðir fjölbýlishúsa
Sóltún 11–13
Fékk viðurkenningu fyrir fallegan
frágang á stórri fjölbýlishúsalóð.
Gróðurval er fjölbreytt og lóðin í alla
staði snyrtileg.
Reykás 22–26
Fær viðurkenningu fyrir fallega
og vel gróna lóð. Gróðurval er óvenju
fjölbreytt og garði vel við haldið.
Viðurkenningar fyrir lóðir
stofnana og fyrirtækja
Sóltún 2
Lóð hjúkrunarheimilisins Sóltúns
fær viðurkenningu fyrir fallega og
vel skipulagða lóð. Vandað hefur ver-
ið til við allan yfirborðsfrágang og
gróðurval, sem myndar fallega og
snyrtilega umgjörð um bygginguna.
Útisvæði hjúkrunarheimilisins eru
skjólsæl og nýtast vel.
Stekkjarbakki 4–6
Lóð Garðheima fær viðurkenn-
ingu fyrir fallegan frágang á aðkomu
að verslun fyrirtækisins, þar sem
rými er gott og tré og annar gróður
fær notið sín.
Viðurkenningar fyrir end-
urbætur á eldri húsum
Grjótagata 12
Húsið að Grjótagötu 12 fær við-
urkenningu fyrir vel heppnaða end-
urbyggingu. Það var byggt af bjarna
Jónssyni snikkara árið 1890 og hefur
nýlega verið endurbyggt af fag-
mennsku og alúð. Það er nú til prýði
umhverfi sínu.
Skólavörðustígur 35
Húsið fær viðurkenningu fyrir
góða endurbyggingu. Það var byggt
árið 1908 eftir teikningum Samúels
Jónssonar, föður Guðjóns Sam-
úelssonar, húsameistara ríkisins. Á
síðustu árum hefur það verið end-
urbyggt í upprunalegum stíl.
Eskihlíð 14 og 14a
Fjölbýlishúsið fær viðurkenningu
fyrir góða endurbyggingu á steinuðu
fjölbýlishúsi eftirstríðsáranna. Það
var byggt árið 1945 eftir teikningum
Guðmundar H. Þorlákssonar bygg-
ingameistara. Árið 2002 var húsið
endursteinað og endurnýjað á ýms-
an hátt í upprunalegri mynd.
Vandað til verks við
endurbyggingu
Að sögn Páls V. Bjarnasonar,
arkitekts hjá Árbæjarsafni, hafði
verið mjög vel vel unnið að endurbót-
um á gömlu húsunum og að því stað-
ið á réttan hátt. „Það hefur aukist
mjög mikið á síðustu árum að hús
séu endurbyggð og það hefur einnig
aukist að þau séu gerð upp í upp-
runalegri mynd og öll smáatriði rétt
gerð eins og húsin voru í upphafi, en
það er höfuðáherslan hjá okkur
núna. Fyrir 15 til 20 árum var
áherslan meira lögð á að sannfæra
húseigendur um að hús væru þess
virði að gera þau upp, en nú er sú
barátta unnin, svo við leggjum aðal-
áherslu á aðferðir og útfærsluatriði.
Það er líka orðið mun meira um
fræðslu um endurbyggingar.“
Stjórn skipulags- og bygginga-
nefndar lýsir yfir þeirri von að við-
urkenningarnar virki hvetjandi á
húseigendur og forráðamenn stofn-
ana og fyrirtækja í Reykjavík, enda
séu falleg hús og lóðir lyftistöng fyrir
umhverfi sitt. Hlutverk viðurkenn-
ingarinnar sé að hvetja aðra til dáða
að leggja sitt af mörkum til fegrunar
borgarinnar.
Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar árið 2003
Viðurkenningar
hvetji til dáða
Reykjavík
Morgunblaðið/Arnaldur
Húsið við Grjótagötu 12 þótti sérlega vel endurnýjað og segir í umsögn
vinnuhóps að það hafi verið endurbyggt af fagmennsku og alúð og sé það
til prýði í umhverfi sínu.
Næstkomandi laugardag verður
Heljuhlaup 2003 þreytt í Svarf-
aðardal. Mæting er á Dalvík en kl.
8:00 er farið í bíl yfir í Kolbeinsdal.
Hlauparar verða ræstir um kl. 10:30
við Steinréttina í Kolbeinsdal og
hlaupið endar við Atlastaði í Svarf-
aðardal, leiðin er um 15 km og
hækkun er um 700 m á leiðinni.
Skráningargjald er kr. 1.000 og inni-
falin er ferðin frá Dalvík í Kolbeins-
dal. Einnig er tilvalið fyrir þá sem
ekki vilja keppa að ganga upp á heið-
ina til að fylgjast með og njóta
fjallanna. Þeir sem stunda fjallahjól-
reiðar geta einnig hjólað yfir. Vert
er að geta þess að í ár eru 800 ár lið-
in frá því Guðmundur góði varð bisk-
up á Hólum en þá var leiðin um
Helju helsta samgönguæðin milli
Eyjafjarðar og Skagafjarðar.
Tekið er á móti skráningu hjá Þórði í
síma 897-4757 eða á netfanginu
thordur@dalvik.is. Síðasti skráning-
ardagur er 21. ágúst.
Á NÆSTUNNI