Morgunblaðið - 19.08.2003, Síða 22
NEYTENDUR
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
VEGNA verðkönnunar á skólavörum vill Sigríður
Gröndal, innkaupastjóri Hagkaupa koma eftirfarandi
athugasemdum á framfæri:
„Verðkönnunin átti að miðast við ákveðnar merkja-
vörur sem við fögnum, því þá er verið að bera saman
sömu vörur en því miður hefur það ekki verið gert í öll-
um tilvikum. Í öllum tilvikunum 7 sem verðkönnunin
nær yfir átti Hagkaup til merkjavöruna sem verið var að
kanna og einnig ódýrari valkost. Í verslunum eins og t.d.
Nettó, Bónus og Office 1 þá er í sumum tilvikum ekki
verið að taka merkjavöru þar sem þeir eru ekki með
hana.Hér er því ekki verið að bera saman sömu vörur.“
Svar Morgunblaðsins: Könnunin var í raun tvískipt.
Annars vegar var kannað verð á ákveðnum tegundum
merkjavöru og hins vegar ódýrustu vörur sem til voru í
ákveðnum flokkum. Hægt hefði verið að fara einungis
aðra leiðina, en var fallið frá því af ákveðnum ástæðum.
Hefði eingöngu merkjavara verið könnuð hefði könn-
unin einfaldlega ekki náð til verslanna sem ekki selja
þessi ákveðnu merki, jafnvel þó þær selji sambærilegar
vörur. Þar sem einn innflytjandi hefur yfirburðastöðu á
markaðnum er líklegt að þær vörur sem kannaðar hefðu
verið væru að mestu frá þeim innflytjanda og því hallað
á þá sem ekki kaupa frá honum. Hefði á hinn bóginn ein-
göngu verið kannað það ódýrasta sem fékkst í hverjum
flokki hefði verið hætt við því að bornar væru saman
vörur sem ekki eru jafnar að gæðum.
Hvorug leiðin er fullkomin en metið var áður en af
stað var farið að betra væri að taka merkjavöru í sumum
tilvikum en ódýrustu vöru hverrar tegundar í öðrum.
Það var skýrt áður en könnunin var gerð hvort væri ver-
ið að kanna í hverju tilviki.
„Lausablaðamöppur er Hagkaup með ódýrasta á 19
kr en upphaflega átti að taka Leitz möppur hér en ekki
eru allir að selja hana svo að einhverjir eru með aðrar
möppur hér í samanburðinum.“
Svar Morgunblaðsins: Hvað varðar flokkinn laus-
blaðamöppur með vírbindingum var aldrei ætlunin að
taka ákveðið merki, heldur að taka það ódýrasta sem til
var. Hafi það ekki verið gert biðst Morgunblaðið velvirð-
ingar á því.
Einnig óskar Ólafur Sveinsson frá Pennanum eftir
að gera eftirfarandi athugasemdir:
„Þegar verðkönnunaraðilar komu í verslanir sem
reknar eru á vegum Pennans var lögð rík áhersla á að
eingöngu mætti taka inn vörur sem væru nákvæmlega
sama vörumerki. Þessu ber að fagna því með því móti
ætti að nást raunhæfastur samanburður. Þegar könn-
unin birtist síðan í Morgunblaðinu kemur glögglega í
ljós að þessari reglu hefur ekki verið framfylgt á öllum
þeim stöðum sem könnunin er gerð.
Þannig er því slegið upp í fyrirsögn að 157% verðmun-
ur sé á stílabókum með gormum og sú bók á 185 krónur í
Pennanum Eymundsson Austurstræti. Ef tekin hefði
verið sambærileg stílabók, sem boðin er sem valkostur,
hefði verðið verið 149 krónur. Á sama hátt er til mun
ódýrari lausblaðamappa, vírbundin og fleiri liðir þar
sem innan verslunarinnar er boðið uppá mikla breidd í
vöruvali, verði og gæðum“
Svar Morgunblaðsins: Eins og áður hefur komið fram
voru í sumum tilvikum könnuð ákveðin merki og í öðrum
ódýrasta varan í hverjum vöruflokki. Hafi í einhverjum
tilvikum ekki verið valin ódýrasta varan þegar það á við
biðst Morgunblaðið velvirðingar á því.
Athugasemdir vegna verðkönnunar
SÍFELLT eykst
framboðið á líf-
rænt ræktuðu ís-
lensku græn-
meti. Nýjasta
viðbótin á þenn-
an markað er
svokallaður
Chile-pipar, sem
er mildur pipar,
eins konar milli-
stig milli rauðr-
ar papriku og
sterks chilly-
pipars.
Piparinn er
upprunalega
ættaður frá
Chile og er því
kallaður Chile-
pipar. „Mér
finnst það nafn
miklu skemmtilegra en chilly,
enda vísar það í upprunann,“
segir Þórður Halldórsson garð-
yrkjubóndi en hann og kona
hans Karólína Gunnarsdóttir
garðyrkjubóndi hafa verið að
þróa ræktun á Chile-piparnum
undanfarin ár.
„Þetta er öðruvísi chilly en
maður á að venjast, hann er
stærri og matarmeiri. Hann er
mun mildari,“ segir Þórður.
Chile-piparinn er mun mildari
en til dæmis jalapeño-pipar.
„Það var líka það sem heillaði
okkur, hann er boðlegri fyrir Ís-
lendinga. Fyrsta árið vorum við
að rækta Chile-piparinn og
jalapeño. Chile-piparinn gátum
við selt með þokkalegu móti en
jalapeño seldist svo lítið að það
var engin forsenda til að hafa
svona margar plöntur eins og
við vorum með. Þá fórum við al-
farið út í þennan Chile-pipar.“
Þórður og Karólína selja tals-
vert af því lífrænt ræktaða
grænmeti sem þau framleiða
beint til neytenda í gegnum
áskriftarkerfi. Þórður segir
mikilvægt að bjóða upp á mikið
úrval í slíku kerfi og þess vegna
hafi þeim dottið í hug að rækta
þennan Chile-pipar. „Við erum
með mjög fjölbreytta ræktun, og
fjölbreytnin er nokkurs konar
fylgifiskur lífrænnar ræktunar.
Við vorum að rækta tómata,
kirsuberjatómata, paprikur og
gúrkur. Svo var það fyrir fjór-
um eða fimm árum að okkur
langaði að prófa að rækta
chillý.“
Þórður segir að það hafi
gengið ágætlega að markaðs-
setja piparinn. Hann fæst víða í
heilsubúðum með öðru lífrænt
ræktuðu grænmeti, auk þess
sem hann fæst pakkaður í Hag-
kaupum, Nóatúni og Blómavali.
„Við ræktum ekki mikið en samt
nóg til að sinna þessum markaði
sem við erum með í dag.“
Fylltur með osti og grillaður
Vinsælasta matreiðsluaðferðin
fyrir Chile-piparinn er að grilla
hann, segir Þórður. Piparinn er
þá skorinn upp og fræin hreins-
uð úr. Piparinn er fylltur með
góðum osti, cammenbert eða
gráðosti, og grillaður þar til ost-
urinn er bráðinn og piparinn
farinn að krumpast. Þá er hægt
að borða þetta sem meðlæti og
dugir þá einn pipar á mann með
mat. Einnig er hægt að saxa
piparinn gróft niður í pottrétt
eða fínsaxa hann út í ferskt sal-
at. Best er að taka fræin úr
sama hvernig hann er mat-
reiddur enda eru þau mjög
sterk.
Nú eru Þórður og Karólína að
þróa uppskrift að Chile-mauki.
Þau gerðu tilraunir með fram-
leiðslu á maukinu í fyrrahaust.
„Þetta fórum við að selja í gegn-
um áskriftina og fékk það gríð-
arlega góðar viðtökur. Núna er-
um við að vinna að því að þetta
verði ein af framleiðsluvörunum
hjá okkur. Nú erum við í sam-
starfi við Matra við að þróa end-
anlega uppskrift af þessu mauki,
og það kemur hugsanlega á
markað á næsta ári.“ Í maukinu
er blandað saman Chile-pipar,
papriku, ediki og sykri og það
soðið niður á krukkur.
Mildur íslenskur Chile-
pipar kominn í verslanir
Morgunblaðið/Kristinn
Íslenski Chile-piparinn er nokkuð stærri en hefbund-
inn chilly-pipar og er mun mildari.
NÝ kynslóð
barnabílstóla
er komin frá
Recaro og felst
breytingin í því
að höfuðpúðinn
er með nýju
lagi og inn-
byggðum há-
tölurum fyrir
útvarp, kass-
ettu eða geisla-
spilara. Einnig
eru ný áklæði úr micro fiber sem
hrinda frá sér óhreinindum og anda
vel.
Nýju Recaro Start-barnabílstól-
arnir uppfylla ECE 44/03 og hafa
verið prófaðir í af mörgum óháðum
aðilum og hlotið lof fyrir gæði og ör-
yggi. Recaro Start hentar fyrir börn
9–36 kg og fæst í Bílasmiðnum.
Recaro Start-
barnabílstóll
KOMIN er á mark-
að ný tegund af
Pepsi-gos-
drykknum, Pepsi X.
Formúlan að Pepsi
X er að mestu hin
sama og að Pepsi en
Pepsi X er inniheld-
ur mun meira koff-
ein en hefðbundið Pepsi, auk þess
sem það inniheldur Guarana og
Taurine. Til að byrja með verður
Pepsi X fáanlegt í 0,33l dósum.
Ísland er eitt af fyrstu löndunum
þar sem Pepsi X kemur á markað en
nokkrar vikur eru síðan drykkurinn
kom fyrst á markað í Hollandi og
Danmörku. Pepsi X er ekki fáanlegt
í Bandaríkjunum enn sem komið er.
Pepsi X kom fyrst á markað í Hol-
landi í sumar en þróun drykkjarins
hefur staðið yfir lengi.
Pepsi X
KOMIÐ er á
markað Pick-
wick-te í nýj-
um umbúð-
um. Í
pakkanum
eru fjórar
bragðtegundir af ávaxtatei, jarð-
arberja-, skógarberja-, sítrónu- og
suðrænt ávaxtate. Hver pakki inni-
heldur 20 grisjur. Pakkarnir fást í
öllum helstu stórmörkuðum.
Pickwick-
ferna
NÝTT
TUTTUGU og tveggja stúlkna kór
frá Rheinland Pfalz, Pfälzische Kurr-
ende, söng á dögunum í Bústaða-
kirkju. Hið undarlega orð „Kurr-
ende“ (kvk.) kvað skv. orðabók þýða
drengjakór. Þegar nánar var kannað
kom í ljós latneskur uppruni – curro
(að hlaupa), og fyrr á tímum haft um
þýzka farandkóra er sungu við jarð-
arfarir, brúðkaup og álíka tækifæri.
Margur fróðleiksmolinn getur sem
sagt leynzt í orðsifjum.
Annars var kórinn ekki nema 18
ára gamall. Hann var stofnaður af
stjórnandanum Carolu Bischoff sem
blandaður unglingakór en hefur síðan
1995 eingöngu verið stúlknakór. Ekki
var gefið upp hvers vegna, en helzt
hvarflar að manni að karlsöngvara-
ekla sé víðar vandamál en hjá okkur.
Stúlkurnar komu hingað fyrir milli-
göngu Margrétar Bóasdóttur er
kynnti hlustendum megininntak text-
anna. Kórinn hóf söng sinn á inn-
göngu með Canzon Villanesca, ítölsk-
um tambúríndans frá 16. öld eftir da
Nola. Var fágað en líflega sungið, og
kom þar sem síðar fram að áherzla
var lögð á léttan söngstíl og líflega
framkomu, stundum ásamt „bak-
grunnseffektum“ dæmigerðum fyrir
nútímakórverk eins og rytmískum
hreyfingum, hlátri og masi, en allt af
hnífsamstilltri ögun. Eftir Märchen-
zauber (J.G. Rheinberger) kom allk-
refjandi mótetta eftir Max Reger, Er
Ist’s, og síðan þjóðlagaútsetningarn-
ar Wenn ich ein Vöglein wär’ (S.
Strohbach) og fjallgöngulagið kunna
Horch, was kommt von draußen rein
(Helge Jung), er sungið var með fyrr-
greindum aukaeffektum. Byron-ljóð-
ið I saw thee weep var tónsett af
Tékkanum Antonín Tucapský (f.
1928) í ljóðrænum nýklassískum stíl,
og næst var flutt vandmeðfarin
tveggja kóra mótetta í þéttri nútíma-
legri hljómskipan um fornkirkju-
sekvenzuna Veni creator spiritus eftir
Baskann Xabier Sarasola (f. 1960).
Siehst du den Stern eftir Robert
Dappert (f. 1935) hafði ferskleika
þjóðlagsins og var unaðsljúflega
sungið. Sama gilti um Dat du min
Leevsten büst e. Strohbach, sungið á
mállýzku. Stúdentamarsinn gamli Als
wir einst in Regensburg waren hljóm-
aði næst undir heitinu Adlig Fräulein
Kunigund (G.M. Göttsche, f. 1953),
bráðvel fluttur með líflegu látbragði
og lausmálgu Schwatzen. Finnska
þjóðlagið er við þekkjum sem Fjær er
hann enn þá birtist sem Über den
Berg ist mein Liebster gezogen (við
mörlandar erum greinilega ekki einir
um staðfærsluáráttu), og fjallfersk
Gavotta Griegs úr Holberg-strengja-
svítunni var síðan sungin í eðlilega
mjög einfaldaðri mynd en samt af
þokka, nema hvað þrálát alla breve
mótun stjórnandans (langt-stutt,
langt-stutt) bútaði hrynflæðið niður í
of skammt hugsaðar einingar.
Sellósnillingurinn Pablo Casals átti
síðan fallegt lag við Ljóðaljóð Salóm-
ons, Nigra sum, er var annað tveggja
laga fluttra við nettan píanóundirleik
Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Hitt var
síðast á dagskrá, Gott ist mein Hirte
(Schubert); sem flest mjög vel sungið
þótt mótaðist af aðeins of órólegri
dýnamík. Þar á milli kom lengsta og
erfiðasta verkið, Memento Homo (A.
Kubizek, f. 1918), er var glæsilega
sungið þrátt fyrir ofurlítinn þreytu-
vott. Var öllu dável tekið og sungu
stúlkurnar tvö aukalög, raddsetningu
Jóns Ásgeirssonar á Sofðu unga ástin
mín (á þýzku, en síðasta vess á lýta-
lausri íslenzku) og kvöddu á útgöngu
með niðurlenzka endurreisnarradd-
söngnum Ich sag ade.
Kórinn var í alla staði hið þjálasta
hljóðfæri í höndum Carolu Bischoff.
Jafnvægi og inntónun voru sem næst
fullkomin, hrynskerpa fjaðurmögnuð
og samstillt og hljómfylling raddanna
skemmtilega fjölbreytt allt niður í
laufléttasta hvísl. Ef nokkur ljóður
fyndist á ráði stjórnandans mætti
kannski helzt nefna sérkennilega
styrkhneiga, nærri andstutta, mótun í
hendingalokum þar sem endatónninn
átti til að hverfa. En þá væri einungis
vegið á vökrustu skálum faglegrar
smásmygli.
TÓNLIST
Bústaðakirkja
Þýzki stúlknakórinn Pfälzische Kurrende.
Stjórnandi: Carola Bischoff.
Sólveig Anna Jónsdóttir píanó.
Þriðjudaginn 5. ágúst kl. 20.
KÓRTÓNLEIKAR
Af þjálum þokka
Ríkarður Ö. Pálsson
GUÐRÚN Birgis-
dóttir flautuleikari,
Sigurður Snorrason
klarinettuleikari og
Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanó-
leikari eru næstu
gestir á Þriðjudags-
tónleikum í Lista-
safni Sigurjóns
Ólafssonar kl. 20.30 í
kvöld. Þau flytja
þrjú verk eftir Cam-
ille Saint-Saëns;
Sónötu op. 167 fyrir
klarinettu og píanó,
Rómönsu op. 37 fyrir flautu og píanó
og Tarantellu op. 6 fyrir flautu, klar-
inettu og píanó. Einnig munu þau
flytja Fjóra valsa fyrir flautu, klarin-
ett og píanó eftir Dmitiri Shostak-
ovich.
Guðrún Birgisdóttir flautuleikari, Anna Guðný
Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigurður Ingvi
Snorrason klarinettuleikari.
Sónötur og valsar
í Sigurjónssafni
LOKATÓNLEIKAR Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði í sum-
ar verða annað kvöld kl. 20.30. Seyðfirðingurinn Magn-
ús Einarsson leikur eigin lög ásamt Matthíasi Stef-
ánssyni fiðluleikara, Hirti Howser harmonikkuleikara,
Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni bassaleikara og Ey-
steini Eysteinssyni trommuleikara. Magnús sjálfur spil-
ar á gítar og syngur. Hljómsveitina hefur Magnús sett
saman sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Tónlistin er að
mestu frumsamin og hefur ekki verið flutt opinberlega
áður. Magnús Einarsson hóf tónlistarferill sinn með
hljómsveitinni Lubbum á Seyðisfirði þegar hann var 12
ára. Síðan hefur hann leikið með ótal hljómsveitum,
bæði hér heima og erlendis.
Magnús Einarsson
í Bláu kirkjunni
Magnús
Einarsson