Morgunblaðið - 19.08.2003, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
N
EMENDUR af landsbyggð-
inni eiga ekki forgang í fjar-
nám í Kennaraháskóla Ís-
lands en í ár voru teknir inn
187 nemendur í fjarnám við
grunndeild skólans. Kennaraháskólinn hef-
ur boðið nemendum sínum upp á fjar-
kennslu í 25–30 ár, fyrst í formi bréfaskrifta
en í seinni tíð hefur notkun Netsins og
gagnvirks sjónvarpsbúnaðar breytt kennsl-
unni til muna og nú eru nánast öll fög sem
kennd eru við skólann kennd í fjarkennslu.
Nemendum í fjarnámi hefur fjölgað en fyrst
um sinn var kennslan einvörðungu hugsuð
fyrir nemendur af landsbyggðinni, í þeim
tilgangi að auka framboð af menntuðum
kennurum á landsbyggðinni. Með auknum
áhuga á fjarnámi og samhliða því að fram-
haldsnám var tekið inn í fjarnámskennslu
við skólann var tekin ákvörðun
um að bjóða nemendum á höf-
uðborgarsvæðinu upp á fjarnám.
Kennaraháskólinn hefur
nokkra sérstöðu miðað við aðra
háskóla sem bjóða upp á fjar-
nám sökum þess að hann þarf að
hafna fjölda umsækjenda ár hvert, ólíkt t.d.
Háskóla Íslands þar sem allir með stúd-
entspróf geta hafið nám. Nú er svo komið
auk þess
og „beita
endum
Umsækj
hafa því
ar fjarná
Ólafur
araháskó
vegar á
enda í fj
vil mein
hafi gjö
að KHÍ þarf að vísa tveimur af hverjum
þremur nemendum frá og í heildina um
þúsund manns, bæði af lands-
byggðinni og af höfuðborgar-
svæðinu. Í reglum skólans kem-
ur fram að ef takmarka þarf
inntöku nemenda í grunndeild,
skuli líta til meðaleinkunnar á
því prófi sem er krafist á við-
komandi braut, auk árangurs í íslensku,
annarrar menntunar, starfsreynslu og
hæfni á sviði kennslu og annarrar reynslu
Nemendur í fjarnámi í Kennaraháskólanum mættu í skólann í síðustu viku.
Nemendur af l
inni njóta ekk
Fimm háskólar bjóða nemend
ákveðin fög í fjarnámi. Um þriðj
skólans á Akureyri er í fjarnám
ingur nemenda í Kennaraháskó
sem var fyrst um sinn hugsað
byggðinni, er nú æ meira sótt a
og margir þeirra nemenda sem
þurfti að vísa frá voru u
Sífellt fleiri
höfuðborg-
arbúar stunda
fjarnám
Fjölmargir nemendur stunda fjarnám á háskólastig
RANNSÓKN HUTTONS
LÁVARÐAR
Rannsókn Huttons lávarðará dauða brezka vísinda-mannsins dr. Davids
Kellys vekur athygli af mörgum
ástæðum. Í fyrsta lagi er athygl-
isvert að sjá, hvaða meðferð
deilumál af þessu tagi fær í Bret-
landi. Sett er upp sérstök rann-
sóknarnefnd undir forystu ein-
staklings, sem nýtur almenns
trausts. Rannsóknarnefndin hef-
ur algerlega frjálsar hendur um,
hvernig hún stendur að rann-
sókninni. Hún getur kallað hvern
sem er til að bera vitni fyrir
nefndinni, jafnvel forsætisráð-
herrann sjálfan. Augljóst er að
mikil virðing er borin fyrir máls-
meðferð þessari í Bretlandi.
Rannsókn þessa máls fer að
verulegu leyti fram fyrir opnum
tjöldum. Þeir sem eru kallaðir til
að svara spurningum verða að
leggja fram allar upplýsingar,
sem þeir hafa undir höndum,
hvort sem um er að ræða minn-
isblöð, tölvupóstssamskipti eða
önnur gögn. Þetta á við um ráðu-
neyti, sem aðra.
Augljóst er að þessi aðferð til
þess að fá niðurstöðu í alvarleg
ágreiningsmál skiptir miklu máli
fyrir lýðræðislega stjórnarhætti
í Bretlandi. Aðferðina má ekki
ofnota. Þá verður hún til lítils
gagns en þegar henni er beitt er
hún líkleg til þess að hreinsa and-
rúmsloft og tryggja að upplýs-
ingar komi fram og viðunandi
niðurstaða fáist í hinum veiga-
mestu og alvarlegustu ágrein-
ingsefnum, sem upp koma.
Í þessu tiltekna máli stendur
yfir rannsókn, bæði á aðdragand-
anum að dauða dr. Davids Kellys
en í raun líka á vinnubrögðum
bæði fjölmiðla og stjórnmála-
manna. Þótt þessi rannsókn
beinist annars vegar m.a. að
vinnubrögðum starfsmanna BBC
og ráðherra og aðstoðarmanna
þeirra í ríkisstjórn Tonys Blairs
fer ekki á milli mála, að hliðstæð-
ur er hægt að finna í vinnubrögð-
um bæði fjölmiðla og stjórnmála-
manna í öðrum löndum.
Veikleikar, sem fram koma í
vinnubrögðum BBC, eiga eftir að
verða fjölmiðlum um allan heim
áminning um að horfa í eigin
barm. Hæpnar starfsaðferðir
stjórnmálamanna og aðstoðar-
manna þeirra í Bretlandi, ef fram
koma, eiga eftir að verða stjórn-
málamönnum í öðrum löndum
umhugsunarefni.
Við Íslendingar höfum ekki
skapað þá hefð, sem orðið hefur
til í Bretlandi um málsmeðferð
sem þessa. Að vísu eru ákvæði í
stjórnarskrá um sérstaka rann-
sóknarnefnd Alþingis, en þeim
ákvæðum hefur ekki verið beitt.
Stundum hefur komið fram krafa
um slíkt en þær kröfur hafa
sjaldnast verið trúverðugar
vegna þess, að þær hafa ekki
snúizt um nægilega veigamikil
mál.
Eftir því, sem þjóðfélag okkar
verður flóknara og margbrotn-
ara, kann hins vegar að verða
þörf fyrir að einstök veigamikil
mál fái þá meðferð, sem nú má
fylgjast með í brezkum fjölmiðl-
um dag frá degi. Þess vegna er
þessi aðferð Breta umhugsunar-
efni fyrir okkur.
GLÆSILEGUR ÁRANGUR
Íslenska unglingalandsliðið íhandbolta skipað leikmönnum
18 ára og yngri vann mikið afrek
þegar það tryggði sér Evrópu-
meistaratitil með sigri á Þjóðverj-
um á Evrópumeistaramótinu í
Kosice í Slóvakíu á sunnudag. Að
auki var einn leikmaður liðsins,
Ásgeir Örn Hallgrímsson, marka-
hæsti leikmaður mótsins og var
hann ásamt Arnóri Atlasyni val-
inn í úrvalslið keppninnar. Ís-
lenskir handboltamenn eru marg-
ir í fremstu röð og íslenska
landsliðið hefur oft staðið sig vel á
alþjóðlegum mótum. Það á einnig
við um unglingalandsliðið, en það
hefur þó aldrei náð jafn langt og
íslensku strákarnir undir stjórn
Heimis Ríkharðssonar í Slóvakíu.
Heimir lýsir því í samtali við
Morgunblaðið í gær að þessi ár-
angur sé afrakstur þrotlausra æf-
inga. Íslenska liðið hafi getað
leikið af krafti út alla leiki, en önn-
ur lið hafi ekki haft úthald til þess.
Síðan segir Heimir: „Frábært
starf í félögunum hefur einnig
mikið að segja og það er að skila
sér og skila okkur afreksmönnum
sem eiga eftir að láta að sér kveða
í framtíðinni.“
Þessi árangur lofar góðu um
framtíð íslensks handknattleiks.
Til að ná árangri þarf að leggja
grunninn snemma og Evrópu-
meistaratitillinn ber því vitni að
hér eigi sér stað gott starf, sem
halda ber áfram. Um leið er full
ástæða til að óska unglingalands-
liðinu til hamingju með glæsileg-
an árangur.
UNA Guðrún Einarsdóttir, sem er kenn-
ari við grunnskólann í Bolungarvík, sótti
um fjarnám við grunndeild Kennarahá-
skóla Íslands í vor en komst ekki inn.
Una, sem er 25 ára, hefur kennt einn
vetur við grunnskólann og er með stúd-
entspróf frá Fjölbrautaskólanum í Ár-
múla.
Hún segir að það sé afar óheppilegt
fyrir kennara utan af landi að komast
ekki að í fjarnámi, enda hafi þetta fólk
sjaldnast aðra möguleika á að ná sér í
menntun í faginu.
„Mér finnst það mjög skrýtið hve
margir nemendur af höfuðborgarsvæð-
inu fara í fjarnám, enda hafa þessir nem-
endur aðgang að náminu í sinni heima-
byggð.
Það er mjög óþægilegt fyrir fólk utan
af landi að komast ekki í fjarnám, því
það þarf þá að fara suður til að mennta
sig og sárafáir snúa aftur eftir að hafa
verið í námi í Reykjavík í nokkur ár,“
segir Una. Hún sótti einnig um fjarnám
við kennsludeild Háskólans á Akureyri
ásamt nokkrum öðrum kennurum frá
Bolungarvík en þeir voru ekki nógu
margir til að tæki því að taka upp fjar-
kennslu á staðnum.
Auk Unu sóttu tveir aðrir kennarar úr
Bolungarvík um fjarnám við KHÍ en
hvorugur komst að.
„Önnur þeirra ákvað að flytja burt og
fara í staðnám í öðrum háskóla og það
er alls ekki víst að hún snúi aftur eftir
þrjú ár. Það er okkur baráttumál að
þurfa ekki að missa héðan fólk bara
vegna þess að það þarf að leita sér
menntunar annars staðar enda hafa
stjórnmálamenn talað um að efla
fjarnám úti á landi svo fólk geti stundað
nám í sinni heimabyggð, þannig að
maður átti nú ekki von á öðru en þetta
mundi ganga,“ segir Una.
Baráttumál að missa ekki fólk burt
ÍSLENS
upp á fj
námskei
skorin s
hvað va
Yngvi E
fjarkenn
irkomul
hætti að
kjarnan
um en n
valnáms
Sveinn
tækjabú
sent sé ú
til kenn
hópur n
ákveðnu
fyrirlest
lensku e
Búnaður
nemend
Ísle