Morgunblaðið - 19.08.2003, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 25
hafi upphaflega verið kúrdísk fjölg-
aði arabískum meðlimum hennar
mjög eftir að Bandaríkjastjórn
réðst inn í Afganistan í október
2001.
Starfa með Baath-liðum
Þegar íslamskar hreyfingar hafa
komið sér fyrir í Bagdad eða í svo-
kölluðum „súnníta-þríhyrningi“
norður af höfuðborginni koma þær
sér oft í samband við meðlimi fyrr-
verandi Baath-stjórnar Saddams
Husseins, fyrrverandi Íraksforseta,
til að vinna að því sameiginlega
markmiði að berjast við bandarískt
herlið. Talið er að meðlimir Ansar
al-Islam njóti hjálpar Íraka við að
komast yfir landamærin á degi
hverjum og að um 150 þeirra séu
þegar komnir til landsins. Þá er
áætlað að um 100.000 menn úr fyrr-
verandi öryggisveitum Íraks séu at-
vinnulausir um þessar mundir og
segja íraskir embættismenn að um
2.000 þeirra séu líklegir til að slást í
hóp með herskáum múslímum, sér-
staklega þeir sem eygja enga von
um atvinnu eða sakaruppgjöf hjá
hernámsliðinu.
Írak sagt „fullkomið“ fyrir
hryðjuverkahópa
„Fyrri reynsla af neðanjarðar-
hreyfingum bendir til þess að þær
blómstri í löndum þar sem skipulag
öryggismála er í óreiðu, landamæra
er ekki nægilega vel gætt og hefð-
bundin ríkisstjórn er ekki við lýði.
Allt þetta á við um Írak,“ sagði
Muhammad Salah, sérfræðingur í
hryðjuverkahópum og ritstjóri
blaðsins Al Hayat í Kaíró. „Þetta er
fullkomið umhverfi fyrir starfsemi
og vöxt hryðjuverkahópa.“
Umsvif þeirra herskáu hópa sem
eru starfandi í Írak um þessar
mundir eru óljós en árásir á borð
við þá sem átti sér stað í liðinni viku
er bílasprengja sprakk utan við
jórdanska sendiráðið og felldi 17
manns eru líklega verk þeirra.
Íraskir embættismenn eru heldur
ekki í vafa um að hóparnir eigi eftir
að halda slíkum árásum áfram.
Á vefsíðum sem talið er að al-
Qaeda beri ábyrgð á er alveg ljóst
hvert markmið herskárra hópa í
Írak er. Á einni vefsíðunni segir:
„Baráttan við Bandaríkjamenn
verður að vera vel útfærð, við verð-
um að nota „raflostsaðferðina“; við-
stöðulaus lost alls staðar og um allt
án þess að Bandaríkjamenn fái
tækifæri til að ná fyrra jafnvægi
eða krafti.“
Á SAMA hátt og ungir og herskáir
múslímar börðust fyrir hugsjónum
sínum í Afganistan eftir innrás Sov-
étmanna inn í landið árið 1979 dreg-
ur viðvera Bandaríkjamanna
herskáa múslíma til Írak. Að sögn
íraskra embættismanna finna þeir
ýmsar leiðir til að komast yfir
landamærin í litlum hópum með það
að markmiði að berjast gegn her-
setu bandarísks herliðs en íraskra
landamæra er aðeins gætt að litlu
leyti. Embættismennirnir segjast
búast við því að múslimar með ólík
baráttumál eigi eftir að halda áfram
að streyma til Írak á næstunni og
segja Ansar al-Islam, íslamska
strangtrúarhreyfingu, skipuleggja
neðanjarðarstarfsemi mismunandi
hópa múslíma í landinu.
Barham Saleh, forsætisráðherra
þess hluta Íraks sem er Kúrdar
stýra, sagði í viðtali við bandaríska
blaðið The New York Times í gær
að í Írak væru mörg gildi sem músl-
ímar vilja berjast gegn, þ. á m. lýð-
ræði, vestrið og ýmis pólitísk menn-
ing. „Ef Bandaríkjamönnun tekst
ætlunarverk sitt hér verður það
mikið áfall fyrir allt sem þessir
hryðjuverkamenn standa fyrir,“
sagði hann.
Nýjar upplýsingar benda til þess
að starf múslímanna sé vel skipu-
lagt. Þeir klæðast ekki lengur
skikkjum og eru hættir að vera með
alskegg og nota í raun sömu aðferð
og gerði þeim kleift að skera sig
ekki úr í bandarísku samfélagi fyrir
11. september 2001. Þeir eru borg-
aralega klæddir með vel snyrt
skegg og hár.
Vilja endurreisa kalífadæmið
Trúarleiðtogi Ansar al-Islam
hreyfingarinnar, Mullah Mustapha
Kreikar, sagði í viðtali við líbönsku
sjónvarpsstöðina, LBC, sl. sunnu-
dag að átökin í Írak væru hápunkt-
ur baráttu múslíma fyrir endur-
reisn kalífadæmisins sem leið undir
lok snemma á síðustu öld um leið og
ottómanveldi Tyrkja. „Það er eng-
inn munur á þessu hernámi og her-
námi gömlu Sovétríkjanna í Afgan-
istan árið 1979. Mótspyrnan er ekki
einungis gegn yfirgangi Banda-
ríkjamanna en er hluti af samfelldri
baráttu múslima frá því kalífadæm-
ið féll.“
Tengsl Ansar al-Islam hreyfing-
arinnar við al-Qaeda hryðjuverka-
samtökin voru meðal þess sem
George W. Bush Bandaríkjaforseti
notaði til að réttlæta stríð í Írak. Og
þrátt fyrir að hin íslamska hreyfing
Reuters
Íraskir lögreglumenn og bandarískir hermenn fyrir framan jórdanska
sendiráðið í Bagdad. 13 fórust og margir slösuðust er bílsprengja lagði
það í rúst að nokkru leyti snemma í þessum mánuði. Óttast er, að hryðju-
verkum af þessu tagi eigi eftir að fjölga í Írak.
Herskáir músl-
ímar streyma
til Íraks
varðar kennslu. Það verður hins vegar að
hafa í huga að 60% landsbyggðarinnar býr á
höfuðborgarsvæðinu og þá kennara verður
að mennta líka,“ segir Ólafur.
Ekki fyrirfram ákveðið hversu marg-
ir komast í fjarnám ár hvert
„Það er ekki fyrirfram ákveðið hvað við
tökum marga inn í fjarnám og staðbundið
nám hverju sinni, það fer eftir umsækj-
endum og hæfni þeirra. Þannig er það ekki
öruggt að þótt við tækjum færri nemendur
af höfuðborgarsvæðinu í fjarnám að við
myndum taka inn fleiri nemendur af lands-
byggðinni í fjarnámið, það gæti allt eins
verið að við tækjum inn fleiri nemendur í
staðnámið. Við getum ekki tekið einhvern af
landsbyggðinni sem er með slakan und-
irbúning en hafnað þeim sem er með góðan
undirbúning af höfuðborgar-
svæðinu. Við reynum að taka
inn fólk í svipuðum hlutföllum
við búsetu í landinu, þótt við
vildum helst geta tekið miklu
fleiri,“ segir Ólafur og bendir á
að við fjarnám í skólanum séu
nemendur frá um 60–70 stöðum af landinu,
tíu mismunandi löndum og þremur ólíkum
heimsálfum.
s sem kalla megi nemendur í viðtal
a hlutkesti gagnvart þeim umsækj-
sem teljast jafnhæfir“.
jendur af landsbyggðinni
ekki forgang hvað varð-
ám.
r Proppé, rektor Kenn-
óla Íslands, bendir hins
að mikill meirihluti nem-
fjarnámi sé af landsbyggðinni. „Ég
na að framboð skólans á fjarnámi
rbreytt stöðunni úti á landi hvað
Morgunblaðið/Þorkell
andsbyggð-
ki forgangs
dum upp á að taka
ungur nemenda Há-
mi og rúmlega helm-
óla Íslands. Námið,
fyrir fólk af lands-
f höfuðborgarbúum
m Kennaraháskólinn
utan af landi.
KHÍ hefur
boðið upp á
fjarkennslu í
25–30 ár
gi en KHÍ var fyrstur til að bjóða slíkt nám
TÆKNISTUTT fjarnám við Há-
skóla Íslands hefur verið í boði síð-
an 1998 en hingað til hafa ekki
margar deildir innan skólans ráð-
ist í fjarkennslu. Í vetur verður
hægt að stunda nám í íslensku,
ensku og sagnfræði auk þess sem
fyrsti hópurinn í fjarkennslu í
starfs- og námsráðgjöf lýkur námi
um áramót og framhaldsnámskeið
í hjúkrunarfræði hefst í haust.
Ferðamálafræði, spænska og
kennslufræði hafa einnig verið
kennd í fjarnámi þótt svo verði
ekki í vetur.
Steinþór Jónsson, hjá Kennslu-
miðstöð Háskóla Íslands, segir að
það hafi háð fjarkennslu við skól-
ann að hún hafi verið háð frum-
kvæði einstakra deilda og náms-
brauta sem verði að leita leiða til
að fjármagna uppbyggingu henn-
ar. „Það ber þó að hafa í huga að á
síðustu árum hafa kennarar í
auknum mæli nýtt sér kennsluvef
vefkerfis skólans og það gerir
nemendum auðveldara um vik að
stunda sjálfsnám við deildir þar
sem ekki er boðið upp á eiginlega
fjarkennslu,“ segir Steinþór.
Hann segir að talsvert sé um að
nemendur sem stundi óeiginlegt
fjarnám séu jafnvel búsettir annars
staðar á landinu, nálgast glósur og
kennsluefni á Netinu og mæta ein-
göngu í skólann til að taka prófin.
Hann segist hafa tekið eftir því
undanfarin ár að meira af nem-
endum búsettum á höfuðborg-
arsvæðinu leiti í fjarnám, miðað við
það sem áður var, þegar fjarnám
var aðallega nýtt af landsbyggð-
arnemendum. „Nemendahópurinn
er breiðari en áður og fleiri eiga
þess nú kost að stunda há-
skólanám,“ segir Steinþór.
Fjarkennsla háð
frumkvæði ein-
stakra deilda
VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bif-
röst hefur boðið upp á fjarnám
fyrir nemendur sína síðan 1998 en
nemendur geta lokið BS-prófi í
rekstrarfræði í fjarnámi við skól-
ann og munu 55 nemendur nýta
sér þann möguleika nú í vetur.
Auk þess býður skólinn upp á
meistaranám í viðskiptafræði og
hagnýtum hagvísindum, sem 23
nemendur munu sækja í vetur en
námið er sambland af staðbundnu
námi og fjarnámi og er meðal ann-
ars kennt á sumrin.
Sambland af stað-
bundnu námi og
fjarnámi
HÁSKÓLINN í Reykjavík býður
upp á fjarnám í kerfisfræði innan
tölvunarfræðideildar og hefur
gert síðan 1998.
Alls verða hundrað nemendur í
slíku námi í vetur en námið tekur
fjórar annir og er kennt á hálfum
hraða miðað við eðlilega náms-
framvindu.
Í fyrra tók skólinn að bjóða upp
á nám með vinnu fyrir nemendur
sína og var það einkum hugsað
fyrir þá nemendur sem búsettir
eru á höfuðborgarsvæðinu.
Fjarnám með
og án vinnu
SKUSKOR Háskóla Íslands býður
arkennslu í nær öllum sínum
iðum á BA-stigi og segja má að
sé lengst komin innan háskólans
rðar „fjarnámsvæðingu“. Sveinn
Egilsson, sem er umsjónarmaður
nslu við skorina, segir að fyr-
lag kennslunnar sé með þeim
ð nemendur taki svokölluð
námskeið í greininni á tveimur ár-
nemendur geta jafnframt tekið
skeið í fjarnámi.
n segir að í Háskólanum sé
únaður til fjarfundarhalda og að
út á ákveðnum tímum vikunnar
slumiðstöðva á landinu þar sem
nemenda safnist saman á
um tímum vikunnar og hlusti á
trana en kjarnanámskeiðin í ís-
eru kennd með þessum hætti.
rinn er gagnvirkur, þannig að
dur geta varpað fram spurningum
til kennarans. Að sögn Sveins er reynt
að hafa námið eins þægilegt og hægt er
fyrir nemendur, kennt er á milli 17 og
19 á daginn þannig að nemendur geti
komið eftir vinnu og sótt tímana.
Kennsla valnámskeiða í íslensku fer
hins vegar oft þannig fram að kennari
heldur úti heimasíðu sem nemendur geta
náð í kennsluefni á auk þess sem kennari
er í tölvupóstssambandi við nemendur.
Spurður um hvers vegna svo vel hafi
gengið að halda úti fjarnámi í íslensku
segir Sveinn einkum tvennt koma til, að
kennarar í íslensku hafi verið áhuga-
samir um fjarkennslu auk þess sem ís-
lenskan sé vinsælt fag og ágætlega til
þess fallin að kenna með þessum hætti.
Sveinn segir það þó alls ekki vera svo að
íslenskan sé eina fagið sem tekið hafi
upp fjarnám, aðrar greinar innan Há-
skólans hafi einnig þróað kennsluna í
þessa átt.
enskukennsla nær öll í fjarnámi
RÚMLEGA þriðjungur nemenda
við Háskólann á Akureyri verður í
fjarnámi nú í vetur, eða 537 af
1.404 nemendum. Skólinn notast
við fjarfundabúnað við kennslu í
hjúkrunar- og kennslufræði en
rekstrar- og auðlindafræði er
einnig kennd í fjarnámi og er þá
notast við netið auk þess sem nem-
endur hittast nokkrum sinnum yf-
ir önnina. Fjarnámsnemendur við
Háskólann á Akureyri eru hvað-
anæva af landinu og ásókn í námið
hefur aukist til muna undanfarin
ár en þegar skólinn bauð fyrst upp
á fjarnám árið 1998 skráðu sig að-
eins 12 nemendur.
Rúmlega þriðj-
ungur nemenda í
fjarnámi