Morgunblaðið - 19.08.2003, Side 28
UMRÆÐAN
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
H
ræðslan við hið
sársaukafulla ferli
sem fylgir endur-
skoðun hugmynda
og hugverka geng-
ur eins og rauður þráður í gegn-
um fræðasamfélög á Vestur-
löndum á síðari tímum en engu
er líkara en íslenskir sagnfræð-
ingar hafi reynt að forðast það
ferli eins og heitan eldinn. Stað-
inn er vörður um viðteknar „vís-
indalegar“ vinnuaðferðir fræð-
anna sem mótað hafa rannsóknir
„sögustofnunarinnar“ af mikilli
einurð, að því er virðist vegna
hræðslunnar við nýjungar sem
slíkri endurskoðun myndi
fylgja.“
Þannig kemst Sigurður Gylfi
Magnússon sagnfræðingur að
orði í grein
um íslenska
sagnfræði í
nýjasta hefti
tímaritsins
Sögu. Í grein-
inni er því
haldið fram
að hin íslenska sögustofnun, eins
og hún er nefnd þar, fylgist eng-
an veginn með straumum og
stefnum í alþjóðlegri sagnfræði
og skilja má efni greinarinnar
svo að sú aðferðafræði sem ís-
lensk sögustofnun stendur fyrir
sé bæði úrelt og vond. Ekki hafi
verið tekið tillit til þeirra breyt-
inga sem orðið hafi á hugsun og
skrifum manna um sagnfræði
síðustu ár. Margir erlendir og
sumir innlendir sagnfræðingar
hafi til að mynda fundið sig
knúna til þess að endurskoða að-
ferðir sínar og viðhorf til sög-
unnar á síðasta áratug síðustu
aldar þegar heimurinn tók
dramatískum breytingum með
falli Berlínarmúrsins, hruni sov-
étkerfisins og tilkomu síðkapítal-
ismans með auknu vægi hins
hnattvædda markaðar. Þessir at-
burðir kölluðu á sögulegt end-
urmat og nýja nálgun, að mati
Sigurðar Gylfa. Greinilega hefði
fjarað undan tilbúnum stór-
sögum tuttugustu aldarinnar um
hvernig hlutirnir áttu að vera og
um leið hefði trúin á að fella Sög-
una með stóru essi inn í eitthvert
heildarorsakasamhengi dvínað
meðal sagnfræðinga, hinn sagn-
fræðilegi sannleikur væri greini-
lega vandfundinn og sennilega
einna helst fólginn í ólíkum sjón-
arhornum á hlutina. En íslenska
sögustofnunin hafi haldið sig við
að segja söguna í yfirlitsritum
þar sem þjóðarsögunni sé iðulega
lýst sem línulegri samfellu, sem
jafnri og þéttri þróun til fram-
fara.
Í greininni eru forsendur yf-
irlitssögunnar ræddar og varað
við ógagnrýninni beitingu henn-
ar. Svo er að skilja sem lítil að-
ferðafræðileg umræða hafi farið
fram á meðal sagnfræðinga ís-
lensku sögustofnunarinnar. Hug-
myndir á borð við línulega frá-
sögn og hlutlægni hafi verið
teknar til rækilegrar endurskoð-
unar fyrir mörgum áratugum er-
lendis en hér virðist þær standa
sem stafur á bók, óhagganlegar
staðreyndir um það hvernig
segja eigi söguna. Sigurður Gylfi
segir meðal annars:
„Ég held því fram að hug-
myndafræði yfirlitsrita sem
styðjast við fyrirfram gefna for-
skrift stórsagna sé á villigötum.
Það er engu líkara en að fræða-
samfélagið hafi gefist upp á að
sannfæra yfirvöld menntamála
um ágæti frumrannsókna og af-
markaðra verkefna en leggi þess
í stað áherslu á að telja vald-
höfum trú um að sagnfræðin sé
aðeins einhvers virði þegar hún
getur tekið saman mynd af for-
tíðinni sem bæði er heilleg og
samfelld.“
Sigurður Gylfi beinir spjótum
sínum nokkuð að Gunnari Karls-
syni, prófessor í sögu við Há-
skóla Íslands, enda hafi Gunnar
„gefið sig allan að hugmynda-
fræði yfirlitsrita og markað þar
djúp spor“. Sigurður Gylfi telur
það til að mynda lýsa yfirlits-
hugsuninni og göllum hennar vel
að Gunnar lagði til við upphaf
ritunar Kristni á Íslandi að ekki
yrði farið út í frumrannsóknir
heldur aðeins teknir saman eldri
þræðir. Í greininni er vitnað í
eftirfarandi orð Gunnars sem
hann lét falla á ráðstefnu um
efnið árið 1990:
„Ráðið ekki hóp af rannsókn-
arglöðum sagnvísindamönnum og
leyfið þeim að grafa sig ofan í
rannsóknir, hvern í sinni holu. Ef
þið gerið það koma sennilega fáir
þeirra upp aftur fyrr en á 21.
öldinni, einhverjir koma aldrei
upp, og þeir sem koma upp koma
með eitthvað allt of stórt og
ólögulegt til þess að það rúmist í
yfirlitsriti um kristni þjóðarinnar
í 1000 ár.“
Sigurður Gylfi segir að eftir
því sem hann fái best séð hafi
verið farið að þessum ráðum
Gunnars.
Sigurður Gylfi gagnrýnir einn-
ig harðlega nýútkomið rit Helga
Skúla Kjartanssonar, Ísland á
20. öld, sem hann kallar nýjustu
afurð yfirlitssögunnar. Segir
hann að bókin sé „dæmi um úr-
vinnslu sem st[andist] tæplega
samanburð við fræðilegar hrær-
ingar á síðari árum víða í heim-
inum“.
Grein Sigurðar Gylfa er ögr-
andi úttekt á stöðu íslenskrar
sagnfræði og raunar er hún sér-
stæð að því leyti að skrif sem
þessi eru ákaflega sjaldgæf í ís-
lensku fræðasamfélagi. Hér er
þeim sem telja má ráðandi í orð-
ræðu um íslenska sagnfræði stillt
upp við vegg og sagt að svara
fyrir gjörðir sínar. Að mati Sig-
urðar Gylfa er engu líkara en
sögustofnunin hafi látið nýja um-
ræðu um aðferðir og hugmyndir
að mestu sem vind um eyru þjóta
en hópur ungra sagnfræðinga
bíði tækifæris til þess að koma
nýjum viðhorfum á framfæri.
Og niðurstaða Sigurðar Gylfa
er tvíbent: „Erfitt er að segja til
um hvort þessar athafnir og af-
staða „íslensku sögustofnunar-
innar“, það er Gunnars Karls-
sonar og lærisveina hans, til
yfirlitsins muni þýða endalok ís-
lenskrar sagnfræði eða marka
upphaf nýrra tíma í fræðunum.
Það fer trúlega eftir því hvort
fræðimenn snúa sér að því í
framtíðinni að rita yfirlit um yf-
irlit um yfirlitsrit eða fari að ráði
kollega sinna víða um lönd og
tæti þau niður.“
Yfirlit um
yfirlitsrit?
Grein Sigurðar Gylfa er ögrandi úttekt
á stöðu íslenskrar sagnfræði og raunar
er hún sérstæð að því leyti að skrif sem
þessi eru ákaflega sjaldgæf í íslensku
fræðasamfélagi.
VIÐHORF
Eftir
Þröst
Helgason
throstur@mbl.is
Í MORGUN, 12. ágúst, voru
ágætir þáttastjórnendur Íslands í
bítið á Stöð 2 að fjalla um hug-
myndir heilbrigð-
isráðherra um að
banna reykingar al-
farið á veit-
ingastöðum og bör-
um á Íslandi. Það
er alltaf eitthvað
skemmtilegt við að
velta fyrir sér þessum hlutum
varðandi það sem fólk ætti að gera
og síðan gerir og einnig hvað er
leyfilegt og hvað ekki.
Í dag gilda strangar reglur um
hvað selja má fólki og þá sér-
staklega á það við um matvöru
o.þ.h. Það er því alveg ljóst að ef
að vörur eins og kaffi (er ekki að
miða það við tóbak), áfengi og tób-
ak, svo dæmi sé tekið, væru að
hefja sitt skeið í dag þá yrði tómt
mál að tala um að leyfi myndu fást
við þeirri sölu. Ég held að það hafi
verið á síðasta ári sem innflutn-
ingur á einhverjum orkudrykk var
stoppaður með látum vegna þess
að drykkurinn innihélt koffein yfir
leyfilegum mörkum en samt benti
innflytjandinn á að í t.d. expresso
kaffibolla væri margfalt magn af
koffeini og það mætti selja. Af
hverju má það? Jú, þar liggur að
baki einhver löng forsaga og sú
staðreynd að kaffi er einn af þeim
hlutum sem hafa fylgt mannkyninu
lengi og mjög margir njóta og vilja
ekki vera án. Svipað má segja um
áfengi og tóbak. Það á hverjum
einstaklingi að vera ljóst að þetta
eru eiturlyf en í vægari kantinum,
að flestra mati. Það er ríkið sem
hefur einkasölu á þessum vörum
og hefur af því umtalsverðar
tekjur og á móti kemur að ríkið
þarf að reiða fram talsvert magn
af peningum á móti til aðstoðar
þeim sem um sárt eiga að binda
vegna heilsukvilla sem oft fylgja
neyslunni. Ég hef stundum heyrt
að þeir sem eru á móti t.d. reyk-
ingum segja að tekjurnar nái ekki
upp í kostnað, hugsanlega. Gaman
væri ef einhver sem hefði tekið
þetta saman, t.d. uppi í háskóla,
myndi leiða okkur neytendur í
sannleikann að því máli, bara til
fróðleiks.
Að mæla með reykingum er,
held ég, gjörsamlega ómögulegt
svo eitthvert vit sé í. En í raun má
sama segja um áfengisneyslu. Ég
er hlynntur því að standa á brems-
unni með þessar vörur og kynna
skaðsemi þeirra, annað væri ekki
boðlegt í siðmenntuðu þjóðfélagi.
Varðandi tillöguna með bannið á
veitingastöðum langar mig að
benda á að mér þætti vert að
skoða mýkri leiðir að vandanum
t.d. með því að herða kröfur um
loftræstingu á reyksvæðum og
hafa mörkin skýrari þannig að þeir
sem reyktu gætu notið stund-
arinnar á þann hátt sem þeir kjósa
og hinir ekki orðið fyrir skaða. Ef
einhver heldur að fólk hætti
skyndilega að reykja vegna brjál-
æðislegra merkinga á tóbaks-
umbúðum og banni við reykingum
á veitingastöðum þá held ég að það
sé misskilningur. Þeir sem hafa
ánetjast nikótíni eru sumir bara
sáttir og vilja fá að reykja í friði á
meðan aðrir vilja hætta en það
reynist þeim þrautin þyngri, eins
og þekkt er. Mér finnst fátt öm-
urlegra en að koma að snyrtilegu
fyrirtæki þar sem fólki er hent út
til að reykja. Aftur, ég myndi frek-
ar reyna að hugsa um lausnir með
reykherbergi og góðri loftræstingu
en ég veit að það er hægara um að
tala en í að komast. Bak við versl-
un sem ég kem stundum í standa
afgreiðslumenn í pásum og reykja,
þó er bannað að reykja á lóðinni.
Ég spurði ágætan kunningja minn,
verslunarstjórann, af hverju hann
gerði ekkert í þessu. Hann sagði
að óskastaðan væri auðvitað að
ráða bara reyklaust fólk en því
miður þá væri þetta, þ.e. reyk-
ingar, of algengt til að það hefði
gengið hingað til. Að henda fólki út
til að reykja, hvort sem er á vinnu-
stöðum, veitingastöðum eða bara
heimilum, snýst um að vernda þá
sem ekki reykja og er fullkomlega
eðlilegt. En þá velti ég fyrir mér
með áfengi. Af hverju tökum við
ekki jafnvel til hendinni þar eða
reynum að minnsta kosti? Sá sem
reykir getur skaðað þá sem næst
honum eru en það getur áfengi
líka. Ekki er það þó lyktin eða eit-
urefni í lofti sem eru þá vanda-
málið heldur einstaklingurinn sem
neytir þess. Hvað hafa mörg heim-
ili verið lögð í rúst vegna drykkju-
skapar? Óteljandi. Hvað hafa mörg
slagsmál og skemmdarverk átt sér
stað vegna óhóflegrar neyslu á
áfengi? Óteljandi. Ég hef aldrei
séð nokkurn mann verða vitlausan,
ekki nema hann hafi verið það fyr-
ir, við að neyta tóbaks.
Ég vil leggja til að við reynum
að leyfa þessu fólki sem í dag
reykir að vera áfram til á sóma-
samlegan hátt og að sjálfsögðu að
halda áfram að rétta þeim hjálp-
arhönd sem vilja losna við nikótín-
ið. En til að útrýma þessum ósið
þá legg ég til tillögu, í anda Péturs
Blöndal, sem gæti verið á þá leið
að setja lög sem bönnuðu alfarið
reykingar barna undir 18 ára aldri
og gera foreldrana ábyrga. Út í
hött, gæti einhver hugsað en að
mínu viti er þetta eina leiðin til að
losna við þennan ósið úr samfélag-
inu. Ég veit ekki af hverju en mér
finnst ég aldrei hafa séð fleiri
reykjandi unglinga og börn en nú.
Ég held að ágætur kunningi minn,
Þorgrímur Þráinsson, sem ég hef
mikið álit á, ætti að endurskoða
þær leiðir sem farnar eru í dag til
að stoppa þessa ömurlegu þróun.
Að merkja pakkana „Reykingar
drepa“ hljómar kannski vel á borði
og ég veit að þetta slær fólk en þá
kaupir maður bara annað ílát undir
retturnar og hendir boðskapnum.
Annað sem mér hefur lengi
fundist beinlínis hlægilegt varðandi
þetta mál. Það eru bönn við aug-
lýsingum á áfengi og tóbaki í hér-
lendum tímaritum. Svo fer maður í
bókabúð í Reykjavík eða bara sest
upp í flugvél á leið til útlanda hjá
íslensku flugfélagi og þá er skyndi-
lega allt í lagi að fólk hafi auglýs-
ingar af þessu tagi fyrir augunum.
Ég vil því leggja til að án allra
undantekninga verði límt yfir þess-
ar auglýsingar í erlendum tímarit-
um eða málið verði jafnað út gagn-
vart þeim íslensku, hlýtur að vera
eðlileg krafa.
Að lokum vil ég vona að þjóðin
haldi áfram að hugsa um þessi mál
og hver og einn líti í eigin barm
því það er alveg kristaltært að
óhóf, hvort sem er í mat, drykk
eða tóbaki getur leitt til heilsu-
tjóns og vanlíðanar.
Boð og bönn
Eftir Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
AÐFANGASKÝRSLA Samkeppnisstofnunar um
meint ólögmætt samráð olíufélaganna hefur vakið
mikla athygli. Svo virðist sem olíufélögin hafi haft
með sér víðtækt samráð eftir gild-
istöku samkeppnislaganna 1993.
Bendir skýrsla Samkeppnisstofnunar
til þess, að olíufélögin kunni að hafa
brotið 10.gr. samkeppnislaganna en
samkvæmt henni er fyrirtækjum
óheimilt að hafa samráð sín á milli í
því skyni að hafa áhrif á verð, af-
slætti, álagningu, markaðssskiptingu
og gerð tilboða. Tvö olíufélaganna hafa þegar við-
urkennt, að starfsemi þeirra hafi ekki verið full-
komlega í samræmi við samkeppnislögin frá 1993
og óskuðu félög þessi eftir samstarfi við samkeppn-
isyfirvöld. Þriðja félagið hefur einnig óskað sam-
starfs við samkeppnisyfirvöld og veitt óbeina við-
urkenningu með því að segja, að félögin hafi verið
of lengi að laga sig að breyttu lagaumhverfi eftir að
samkeppnislögin tóku gildi.
Olíufélögin afsaka sig með því að benda á, að rík-
ið hafi áður fyrr um langt skeið samið um innflutn-
ing og verð á olíuvörum og afhent olíufélögunum
samningana. Það fyrirkomulag hafi leitt til samráðs
félaganna. Það er engin afsökun. Þetta fyrir-
komulag er löngu liðin tíð.
Strax í lögunum frá 1978 um verðlag, samkeppn-
ishömlur og óréttmæta viðskiptahætti voru ákvæði
um, að skaðlegar samkeppnishömlur væru óheimilar
og samningar þar um ógildir. Þegar samkeppnis-
lögin 1993 tóku gildi höfðu olíufélögin því vitað í 15
ár, að þau máttu ekki hafa með sér samráð, sem
gæti skaðað neytendur. Hin fortakslausu ákvæði
nýju samkeppnnislaganna frá 1993 um þessi efni
taka af allan vafa um bann við ólögmætu samráði
fyrirtækja varðandi verð o.fl.
Morgunblaðið skrifar forustugrein um mál þetta
19. júlí sl. Í þeirri grein ver Mbl. talsverðu rými í að
afsaka framferði olíufélaganna vegna þess, að ríkið
hafi áður lengi annast innflutning á olíuvörum.
Undrar það mig mjög, að Mbl. skuli taka þessa af-
stöðu. Þetta er svipað og afsaka ætti brot matvæla-
fyrirtækja á samkeppnislögum með því að segja,að
áður hafi álagning á matvörur verið háð verðlags-
ákvæðum og fyrirtækin því óvön frjálsri samkeppni!
Hins vegar á Mbl. þakkir skilið fyrir mjög ítarlega,
yfirgripsmikla og óhlutdræga fréttafrásögn af máli
þessu öllu 19. júlí sl.
Fyrirtæki í heildsölu- og smásöludreifingu börð-
ust lengi fyrir því að frjáls samkeppni yrði innleidd
í verslunina og verðlagshöft afnumin. Það mál náði
fram að ganga. En verslunin verður að rísa undir
frelsinu. Hún má ekki misnota frelsið. Neytendur
eiga rétt á því að fá að njóta ávinningsins af frjálsri
samkeppni.
Það er sorglegt, ef það reynist rétt að olíufélögin
hafi verið að reyna að auka gróða sinn með því að
hafa samráð um að halda verði uppi og hækka verð
á olíuvörum. Taka verður mjög strangt á slíku
broti.
Meint ólögmætt samráð olíufélaganna
Eftir Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Steypusögun
Vegg- og gólfsögun
Múrbrot
Vikursögun
Malbikssögun
Kjarnaborun
Loftræsi- og lagnagöt
Hreinlæti og snyrtimennska
í umgengni
BT-sögun
Sími 567 7544
Gsm 892 7544