Morgunblaðið - 19.08.2003, Page 33
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 33
SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn sigr-
aði á Norðurlandamóti taflfélaga sem
fer fram fór laugardaginn 16. ágúst.
Hrókurinn hlaut 22 vinninga, en Tafl-
félagið Hellir lenti í öðru sæti með
19½ vinning, eftir að hafa haft forystu
á mótinu lengst af. Norðurlanda-
meistararnir frá því í fyrra, Sollent-
una frá Svíþjóð, lentu í þriðja sæti.
Mótið var afar spennandi eins og gert
hafði verið ráð fyrir og úrslitin réðust
ekki fyrr en í lokaumferðinni sem ein-
kenndist af afgerandi úrslitum. Þann-
ig fóru tvær af þremur viðureignum
6-0. Teflt var á Netinu. Lokaröð félag-
anna varð þessi:
1. Skákfélagið Hrókurinn 22 v.
2. Taflfélagið Hellir 19½ v.
3. Sollentuna Schackklubb, Svíþjóð
17½ v.
4. Bergens Schakklub, Noregi 15½
v.
5. Jyväs-Shakki, Finnlandi 9½ v.
6. Havnar Tevlingarfelag, Færeyj-
um 6 v.
Leið Hróksmanna að titlinum
reyndist nokkuð ævintýraleg. Í fyrstu
umferð urðu Íslandsmeistararnir að
sætta sig við tap gegn Taflfélaginu
Helli, 4-2. Mesta athygli vakti skákin
á efsta borði liðanna, þar sem stór-
meistararnir Jóhann Hjartarson og
Hannes Hlífar Stefánsson áttust við,
en henni lauk með jafntefli. Hrókur-
inn vann síðan nauman sigur á Soll-
entuna í annarri umferð, 3½-2½ og
voru þá komnir í fjórða sæti og efsta
sætið á mótinu enn langt undan. Í
þriðju umferð unnu þeir svo stórsig-
ur, 5-1, gegn Norðmönnum. Norð-
menn gerðu hins vegar athugasemd
við það að borðaröð keppenda Hróks-
ins í viðureigninni var ekki sú sem
þeir höfðu gefið upp fyrir mótið.
Varamaður hafði ekki komið inn á
neðsta borði, heldur verið settur ofar í
liðið. Hróksmenn töldu sig hafa leyfi
til þess þar sem ekki var fjallað um
þetta atriði í reglum mótsins. Norð-
menn bentu hins vegar á að reglur
keppninnar tækju einungis á sérstök-
um þáttum hennar. Þar sem ákvæði
skorti í reglurnar ætti því að fara eftir
þeim reglum sem almennt tíðkuðust í
alþjóðlegum liðakeppnum. Þar koma
varamenn inn á neðstu borðum og oft
ströng viðurlög við að víkja út frá því.
Ekki tókst að leysa þessa deilu fyrir
næstu umferð og því var viðureign
Hróksins í fjórðu umferð frestað þar
til mótinu var að öðru leyti lokið. Með
stórsigri í fimmtu umferð, 6-0 gegn
Færeyjum, og 5½-½ sigri í frestuðu
viðureigninni gegn Finnunum tókst
Hróknum í fyrsta skipti á mótinu að
skjótast fram úr keppinautunum, en
það var einmitt á rétta augnablikinum
og Norðurlandameistaratitillinn var
þeirra.
Nasa (Helgi Ólafsson) sigraði
á Borgarskákmótinu
Nasa við Austurvöll sigraði á Borg-
arskákmótinu sem fram fór föstudag-
inn 15. ágúst, í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fyrir Nasa tefldi stórmeistarinn
Helgi Ólafsson sem þar með hafði tvö-
falda ástæðu til að fagna þennan dag,
þar sem þetta var jafnframt afmæl-
isdagur hans. Helgi hlaut 6½ vinning í
7 skákum. Í 2.-3. sæti urðu MP-verð-
bréf (Þröstur Þórhallsson) og Bragi
Þorfinnsson. Mótið var vel sótt eins
og jafnan áður, en 70 skákmenn tóku
þátt í því. Árni Þór Sigurðsson, forseti
borgarsjórnar, lék fyrsta leiknum í
skák Helga og Geirs Waage.
Lokastaðan á mótinu:
1. Nasa við Austurvöll (Helgi Ólafs-
son) 6½
2.–3. MP Verðbréf (Þröstur Þór-
hallsson), Bragi Þorfinnsson 6 v.
4.–8. Seðlabanki Íslands (Davíð
Ólafsson), Skólabrú (Sigurbjörn J.
Björnsson), Suzuki-bílar (Magnús
Örn Úlfarsson), Slökkviliðsstöðin
(Jón Viktor Gunnarsson), Mjólkur-
samsalan (Ingvar Þór Jóhannesson)
5½ v.
9.–12. Samband íslenskra spari-
sjóða (Hrafn Loftsson), Kaupþing
Búnaðarbanki (Björn Þorfinnsson),
Skjár einn (Guðmundur Kjartans-
son), RST-net (Páll Þórarinsson) 5 v.
13.–19. Fjarhitun (Stefán Kristj-
ánsson), Íslensk erfðagreining (Ög-
mundur Kristinsson), Arnar E. Gunn-
arsson, Gámaþjónustan (Tómas
Björnsson), Sigurður Páll Steindórs-
son, Íslandsbanki (Ingvar Ásmunds-
son), Gatnamálastjórinn í Reykjavík
(Júlíus Friðjónsson) 4½ v.
20.–31. Stefán Freyr Guðmunds-
son, Bergsteinn Einarsson, Samfylk-
ingin (Björn Freyr Björnsson),
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur (Kristj-
án Örn Elíasson), Ölgerð Egils
Skallagrímssonar (Tómas Atli Ponzi),
Haraldur Böðvarsson (Stefán Briem),
Humarhúsið (Róbert Harðarson), Ol-
íufélagið (Sigurður E. Kristjánsson),
Þorvarður F. Ólafsson, ÍTR (Páll Sig-
urðsson), Perlan (Gunnar Skarphéð-
insson), Bjarni Sæmundsson 4 v.
32.–38. Kjartan Másson, Kaffi Par-
ís (Guðjón Heiðar Valgarðsson),
VISA-Ísland (Jóhann H. Ragnars-
son), Grand Hótel Reykjavík (Lárus
A. Knútsson), Jómfrúin (Birgir
Berndsen), Gissur og Pálmi (Andri
Áss Grétarsson), Reykjavíkurhöfn
(Sveinbjörn Jónsson) 3½ v.
39.–54. Vinnuskóli Reykjavíkur,
Sensa, Starfsmannafélag Reykjavík-
urborgar, Umhverfis- og tæknisvið
Reykjavíkur, Hótel Borg, Olís,
Toyota, Malbikunarstöð Reykjavík-
ur, Sorpa, Hlöllabátar, Osta- og
smjörsalan, Edda útgáfa, Opin kerfi,
Rafhönnun, Reykjavíkurborg, Efling
3 v.
55.–57. Viðeyjarstofa, Orkaveita
Reykjavíkur, Íslandspóstur 2½ v.
58.–65. Hitaveita Suðurnesja,
BYKO, Tapas barinn, Félag bóka-
gerðarmanna, Sveinn Arnarsson,
Samiðn, Björn Gunnarsson, Sverrir
Þorgeirsson 2 v.
66. Verkfræðistofa Sig. Thorodd-
sen 1½ v.
67.–69. Námsflokkar Reykjavíkur,
Verkfræðistofan Afl, Vínbarinn 1 v.
70. Landsbankinn 0 v.
Skákstjórar voru Ríkharður
Sveinsson og Gunnar Björnsson
TV í undanúrslit hraðskákkeppni
taflfélaga
Taflfélag Vestmannaeyja er komið
í undanúrslit eftir sigur á Taflfélagi
Kópavogs í hraðskákkeppni tafl-
félaga. Kópavogsbúar náðu ekki að
manna liðið og gáfu því viðureignina
án taflmennsku. Í gærkvöldi áttust
við TR og Skákfélag Akureyrar. Að-
alviðureign annarrar umferðar er
hins vegar á milli Hellis og Hróksins
en þessi lið mætast síðar í vikunni.
Hrókurinn sigraði á Norð-
urlandamóti taflfélaga
Daði Örn Jónsson
SKÁK
Norðurlönd
NORÐURLANDAMÓT TAFLFÉLAGA 2003
16. ágúst 2003.
dadi@vks.is
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Há-
teigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla
morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Fé-
lagsvist mánudaga kl. 13, brids mið-
vikudaga kl. 13. Þátttaka tilkynnist til
Þórdísar í síma 511 5405.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl.
18.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-
12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand-
bergi, Vonarhöfn frá kl. 17-18.30.
Vídalínskirkja. Í sumar verður opið hús
á vegum kirkjunnar fyrir eldri borgara í
safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13-
16. Spilað og spjallað. Þorlákur sér um
akstur fyrir þá sem óska.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar
alla þriðjudaga kl. 10-12.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni
kl. 18.30- 19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag
kl. 13.40.
Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Safnaðarstarf
Kirkjustarf
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði.
Spilað var þriðjudaginn 12.
ágúst. Úrslit urðu þessi.
NS
Árni Bjarnas. – Þorvarður S. Guðm. 119
Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 116
Bragi Björnsson – Auðunn Guðmundsson
90
AV
Kristján Ólafss. – Bjarnar Ingimarss. 125
Þórarinn Árnason – Jón Gunnarsson 105
Jón Ólafur Bjarnas. – Sófus Berthelsen103
Förstudaginn 15. urðu úrslit
þessi
Árni Guðmundsson – Ólafur Gíslason 102
Jón Gunnarsson – Kristján Þorláksson 102
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 100
Sveitir Subaru og Guðmundar
Sveins mætast í átta liða
úrslitum í bikarnum
Dregið hefir verið í fjórðu um-
ferð í bikarnum og vekur þar fyrst
og fremst athygli leikur Subaru og
Guðmundar Sveins Hermannsson-
ar. Þessar sveitir hafa verið í
fremstu víglínu í áraraðir og því
útséð að önnur þeirra kemst ekki í
undanúrslitin.
Leikirnir í átta liða úrslitum eru
þessir:
Ógæfa ehf/Bj.M.Kristinss.-ÍAV/M.Þorv.
Suðurnesjasv.- Sparisj.Sigl&Mýr./Ól.J.
Subarusv./J.Bald.-Guðm.Sv.Hermannsson
Félagsþj./Guðl.Sv. - Shellskálinn,Hús.
Úrslitin í þriðju umferðinni urðu
þessi:
Ógæfa ehf-Aðalst.Sveinsson 116-112
Shell/R.Einars.-I.P.Jóhannsson 117- 52
Hársn.Vildísar-ÍAV/Matth.Þorv. 65-128
Félþj./Guðl.Sv.-TEYMI/Bern. Kr. 87- 32
Spsj.Sigl&Mýr/Ól.J-Skaginn/Þ.j. 68- 54
Guðm. Herm.-Strengur/Hr.Erl. 103- 79
Norðangarri-Suðurnesjasv. 100-119
Goði/Þórólfur.Jónass.-Subaru/Jón B. 23-
148
Síðasti spiladagur er 14.sept.
Sumarbrids í Gjábakka
Það mættu 20 pör sl. föstudag og
að venju var spilaður Michell tví-
menningur. Lokastaðan í N/S varð
þessi:
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss.
279
Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 245
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 240
Og lokastaða efstu para í A/V
varð þessi:
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 271
Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss.
251
Anna Lúðvíksd. - Kolbrún Ólafsd. 239
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Glæsibæ
fimmtud.7. ágúst 2003.
Spilað var á 8 borðum. Meðalskor 168
stig.
Árangur N-S:
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 198
Björn E. Pétursson – Eysteinn Einarss.
182
Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 178
Árangur A-V:
Alda Hansen – Jón Lárusson 193
Ingibjörg Stefánsdóttir – Halla Ólafsd. 174
Jón Karlsson – Valur Magnússon 172
Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 172
Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 14.
ágúst.
Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216
stig.
Árangur N-S:
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 265
Sæmundur Björnsson – Olíver Kristóf. 254
Alda Hansen – Jón Lárusson 226
Árangur A-V:
Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 269
Eysteinn Einarsson – Kristján Ólafss. 251
Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 232
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
SMÁAUGLÝSINGAR
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Ingibjörg Þeng-
ilsdóttir, Erla Alexanders-
dóttir, Katrín Sveinbjörns-
dóttir, Matthildur Sveins-
dóttir, tarrot-lesari og Garðar
Björgvinsson, michael-miðill,
starfa hjá félaginu og bjóða
félagsmönnum og öðrum upp á
einkatíma.
Upplýsingar um félagið, starf-
semi þess, einkatíma og tíma-
pantanir eru alla virka daga árs-
ins frá kl. 13—18. Utan þess
tíma er einnig hægt að skilja ef-
tir skilaboð á símsvara félagsins.
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur
starfar í nánum tengslum við Sál-
arrannsóknarskólann á sama stað.
SRFR.
KENNSLA
www.nudd.is
mbl.is
ATVINNA
TILKYNNT var um 14
innbrot, 21 skemmdar-
verk og 18 þjófnaði í
umdæmi lögreglunnar í
Reykjavík um helgina. Einn þjófn-
aðurinn átti sér stað í brúðkaups-
veislu í austurborginni á laugar-
dag. Í ljós kom að morgungjöf
brúðgumans, sem var hálsmen,
armband og hringur, hafði verið
stolið úr vasa föður hans.
Um helgina var tilkynnt um 41
umferðaróhapp, að því er fram
kemur í dagbók lögreglunnar. Í
fjórum tilvikum var um meiðsli á
fólki að ræða. Ekki var um alvarleg
meiðsli að ræða. 22 ökumenn voru
kærðir fyrir að aka of hratt. Um
helgina voru 7 ökumenn kærðir,
grunaðir um að vera ölvaðir við
aksturinn.
Á föstudaginn um miðjan dag
var tilkynnt um að brotist hafi ver-
ið inn í einbýlishús vestur á Mel-
um. Þar hafði verið brotin rúða í
svalahurð og stolið skartgripum,
tölvu og myndavél, alls að verð-
mæti um 350 þúsund krónur.
Um klukkan fjögur á laugardag
var tilkynnt um ofurölvi mann í af-
greiðslu BSÍ. Er lögreglumenn
komu á staðinn svaf maðurinn ölv-
unarsvefni í afgreiðslunni og hjá
honum var dóttir hans 4 ára. Vista
varð manninn í fangageymslu en
barninu var komið fyrir hjá frænku
stúlkunnar.
Aðfaranótt sunnudags kom til
átaka milli fólks á Lækjartorgi.
Enduðu átökin með því að kona var
slegin niður og lá í götunni. Var
hún flutt á slysadeild. Annað lunga
hennar mun hafa fallið saman og
eins voru á henni nokkrir áverkar.
Árásarmaður var handtekinn.
Þá var sömu nótt kvartað undan
bjölluónæði í Þingholtunum. Kom í
ljós að ölvaður maður hafði farið
húsavillt. Hugðust nú lögreglu-
mennirnir aðstoða manninn við að
komast heim til sín. Það gekk þó
ekki eftir því áður en til þess kom
náði maðurinn að sparka í andlit
annars lögreglumannsins. Var
hann því handtekinn og færður á
lögreglustöð.
Á sunnudagsmorgun var maður
á gangi á Hverfisgötu, nokkuð ölv-
aður. Rakst hann utan í bifreið sem
ekið var framhjá honum. Kvaðst
hann hafa reiðst við það og spark-
að í bifreiðina. Hafi bifreiðin þá
verið stöðvuð og út komu tveir
menn sem gengu í skrokk á mann-
inum svo flytja varð hann á slysa-
deild. Hann var meðal annars
kjálkabrotinn.
Nokkur fíkniefnamál komu upp
um helgina. Meðal annars var bif-
reið stöðvuð á föstudagskvöld
vegna gruns um fíkniefnadreifingu
ökumannsins. Í ljós kom að mað-
urinn hafði í fórum sínum sjö
skammta í söluumbúðum, ásamt
töluverðu af peningum. Í framhaldi
var gerð húsleit heima hjá viðkom-
andi en þar fannst ekkert af efn-
um.
Lögreglunni á Selfossi þykir
ótrúlegt hversu margir storka ör-
lögunum með því að aka bifreið eft-
ir að hafa drukkið áfengi, en hún
hefur kært á annað hundrað manna
á árinu vegna meints ölvunarakst-
urs, þar af fjóra í nýliðinni viku. Í
dagbók hennar segir enn fremur:
„Vikan gekk að mestu stóráfalla-
laust fyrir sig þrátt fyrir fjölda
verkefna sem lögregla sinnti. Hald-
ið var að vanda uppi öflugu eftirliti
með umferð um vegi í Árnessýslu.
Allmargir voru kærðir fyrir að aka
of hratt en samtals mega 63 öku-
menn eiga von á að þurfa að greiða
sekt fyrir hraðakstur. Þetta er auð-
vitað allt of há tala, ekki síst í ljósi
þeirrar staðreyndar að hraðakstur
stóreykur líkur á alvarlegum slys-
um ef eitthvað ber út af í umferð-
inni.
Fjórir ökumenn voru kærðir fyr-
ir að aka undir áhrifum áfengis í
vikunni og er tala þeirra sem lög-
reglan í Árnessýslu hefur kært fyr-
ir ölvunarakstur á þessu ári komin
á annað hundrað! Ótrúlegt hvað
margir storka örlögunum með því
að aka bifreið eftir að hafa drukkið
áfengi.
Tólf umferðaróhöpp urðu í lið-
inni viku. Í einu þeirra urðu slys á
fólki þegar bifreið sem ekið var um
götu í Þorlákshöfn fór útaf og valt.
Ætla má að ökumaðurinn hafi ekki
sýnt nægjanlega aðgæslu og ekið
ógætilega. Tveir farþegar voru í
bifreiðinni og voru þeir fluttir á
sjúkrahús í Reykjavík.
Af öðrum verkefnum lögreglu
má nefna að 5 þjófnaðir voru kærð-
ir og þrjú tilvik komu upp þar sem
eignaspjöll voru unnin.“
Dagbók lögreglu helgina 15.–18. ágúst
Morgungjöf brúð-
gumans stolið í
brúðkaupsveislu