Morgunblaðið - 19.08.2003, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 8 og 10.
Miðaverð 500 kr.
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i.12 ára.
Tvær löggur. Tvöföld
spenna. Tvöföld skemmtun.
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
Ef þú gætir verið
Guð í eina viku,
hvað myndir þú gera?
Fyndnasta mynd sumarsins
frá leikstjóra
Liar Liar og Ace Ventura
Sýnd kl. 6.
Yfir 25.000 gestir
HUGSAÐU STÓRT
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Miðaverð 500 kr.
Ef þú gætir verið Guð
í eina viku,
hvað myndir
þú gera?
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20.
kl. 5.30, 8 og 10.20.
Tvær löggur. Tvöföld spenna.
Tvöföld skemmtun.
Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal.
Yfir 25.000 gestir
SÝNING MIÐVIKUDAGINN 20/8 - KL. 20 UPPSELT
SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT
SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT
SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT
SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 UPPSELT
SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 UPPSELT
SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 UPPSELT
SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 UPPSELT
SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 UPPSELT
SÝNING FÖSTUDAGINN 5/9 - KL. 20 Örfá sæti
SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 og 20 LAUS SÆTI
ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!
ÞAÐ VAR undarlegt um að litast
á ritstjórnarskrifstofum Morg-
unblaðsins á sunnudag en þá
stóðu yfir upptökur á nýrri ís-
lenskri stuttmynd sem ber heitið
Síðustu orð Hreggviðs.
Eyjólfur B. Eyvindarson, oft
titlaður Sesar A, er framleiðandi
og aðstoðarleikstjóri mynd-
arinnar: „Þetta er samtímamynd
og fjallar um gamlan mann, fasta-
penna, sem fellur frá þegar hann
er að reyna að koma grein í Morg-
unblaðið. Hann gengur síðan aft-
ur og beitir yfirnáttúrulegum
ráðum til að koma greininni að í
blaðinu.“
Myndin er gerð eftir handriti
Gríms Hákonarsonar sem einnig
leikstýrir. Grímur var á sínum
tíma öryggisvörður hjá Morg-
unblaðinu og er því nokkuð kunn-
ugur þar innanhúss en sagan er
þó ekki sannsöguleg – svo vitað
sé.
Grímur á nokkurn feril að baki
í kvikmyndagerð, gerði meðal
annars Varði fer á vertíð og Varði
goes Europe, en þeir félagar
Grímur og Eyjólfur hafa unnið
saman við fjölda stuttmynda eins
og Efnislega ást sem fékk áhorf-
endaverðlaun á stuttmyndadög-
um 2000 og Stutt í hnakkann sem
sýnd var á SkjáEinum. „Ég, Grím-
ur og litli bróðir minn Erpur byrj-
uðum að fást við kvikmyndir þeg-
ar við vorum táningar, 14–15 ára,
og gerðum helling af myndum,“
segir Eyjólfur. „Ég er búinn að
vinna við kvikmyndagerð í fimm
ár, mest auglýsingar og þess hátt-
ar, og er að fara í leikstjóranám á
næstunni.“
Eyjólfur starfrækir fyrirtækið
Boris sem sinnt hefur kvikmynda-
gerð og hljómplötuútgáfu, meðal
annars komið að útgáfu platn-
anna Rímnamín, Stormurinn á
eftir logninu og Gerðu það sjálfur
en Eyjólfur gerði einmitt mynd-
bandið við titillag þeirrar plötu.
Síðustu orð Hreggviðs hlaut
styrk úr Kvikmyndasjóði fyrir
hluta kostnaðar og lýkur tökum á
næstunni en eftirvinna mun
standa yfir í vetur. Von er á
myndinni í sýningar með vorinu
og verður hún tæpur hálftími að
lengd. Aðalleikarar eru Þorsteinn
Gunnarsson, Þorsteinn Guð-
mundsson, Guðrún S. Gísladóttir
og Ívar Örn Sverrisson. Um
myndatöku sér Björn Helgason.
Tökur standa yfir á nýrri stuttmynd
Morgunblaðið/Sverrir
Eyjólfur á tökustað (t.v). Við borðið situr Ívar Örn Sverrisson, á bak-
við tökuvélina er Björn Helgason og Sigurður Kaiser ljósamaður og
aðstoðar tökustjóri stendur hjá.
Draugur gengur laus
á Morgunblaðinu
asgeiri@mbl.is
KVIKMYNDIN Freddy og Jason
(Freddy Vs Jason) fór óvænt á
toppinn í Bandaríkjunum. Þessi
hryllingsmynd slátraði samkeppn-
inni, var vinsælasta mynd helg-
arinnar og náði að ýta S.W.A.T. í
annað sætið. Önnur ný mynd,
vestrinn Í skotfæri (Open Range)
með Kevin Costner, gekk ágæt-
lega og fór í þriðja sætið en Ríku
stelpurnar (Uptown Girls) fóru í
fimmta sætið, fyrstu vikuna á lista.
Freddy og Jason leiðir saman
tvo þekktustu morðingja hryllings-
myndaheimsins, Freddy Krueger
úr Martröð við Álmstræti og hinn
grímuklædda Jason Voorhees.
Robert Englund og Ken Kirzinger
fara með hlutverk þeirra en í öðr-
um helstu hlutverkum eru Monica
Keena og Jason Ritter. Ronny Yu
leikstýrir myndinni, sem þrátt fyr-
ir fremur slæma gagnrýni hlaut
þessar góðu viðtökur.
Í skotfæri heillaði hins vegar
gagnrýnendur og markar endur-
komu Costners á hvíta tjaldið, en
hann leikstýrði myndinni auk þess
að fara með aðalhlutverk. Myndin
fjallar um fjóra kúreka sem ráðast
gegn leiðtoganum í smábæ sem
stendur ekki í stykkinu. Með önn-
ur helstu hlutverk fara Robert
Duvall, Annette Bening og Mich-
ael Gambon.
Í Ríku stelpunum leikur Britt-
any Murphy ríka stelpu sem
stundar félagslífið stíft þar til hún
neyðist til að fá sér vinnu sem
barnapía ungrar forstjóradóttur.
Boaz Yakin leikstýrir myndinni en
með önnur helstu hlutverk fara
Dakota Fanning og Heather
Locklear.
Ef miðað er við tólf mest sóttu
myndirnar er aðsóknin um þriðj-
ungi meiri en sömu helgi fyrir ári,
samkvæmt Screen Daily.
Í næstu viku verða frumsýndar
m.a. grínmyndin Marci X með
Lisu Kudrow og Damon Wayans
og Dóttir forstjórans (My Boss’s
Daughter) með Ashton Kutcher og
Töru Reid.
Freddy og Jason á toppnum í Bandaríkjunum
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!!
"
#
$
%
!%# &'()"$
** ++
',-.
/0-,
/.-/
/'-/
//-1
0-2
0-1
0-/
2-1
'-1
',-.
34-/
/.-/
23-5
//-1
1.3-5
04-,
0'-/
5,-0
/15-4
Mynd um hina óhugnanlegu Freddy Krueger og Jason Voorhees var sú
vinsælasta í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina.
Slátruðu
sam-
keppninni