Morgunblaðið - 19.08.2003, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 19.08.2003, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 43 SÖNGKONAN Gwen Stefani úr No Doubt ætlar að hanna eigin töskulínu. Hún ætlar að selja handtöskurnar sem hluta af eigin fatamerki, L.A.M.B., en staf- irnir standa fyrir Love, Angel, Music og Baby, orð sem hafa öll sérstaka merkingu fyrir Gwen. Töskurnar verða að mestu leyti úr svörtu næloni með áprentuðum slagorðum rituðum með hvítu gotnesku letri. „Ég var mjög upp með mér að fá þetta tæki- færi. Ég hef hannað margt fyrir sjálfa mig en að fá að gera það fyrir aðra er alveg frábært,“ sagði hún ný- lega um fatamerkið sitt … Annað með Gwen Stefani. Leikkonan Britt- any Murphy lenti í vandræðum með aðdáanda, sem ruglaðist á henni og Gwen. Vegfar- andi hélt að Britt- any, sem er þekkt fyrir leik sinn í Nýgift og 8 mílur, væri í raun Gwen að þykjast ekki taka eftir sér. „Ég var með rauðan varalit og hárið upp- sett og í hlébarðakápu. Þessi maður varð mjög reiður því ég mundi ekki eftir honum. Ég sagði við hann – ég er ekki hún, horfðu bara á mig. Til að byrja með er hún hærri en ég,“ sagði Brittany … Robin Gibb hefur til- kynnt að hljómsveitin Bee Gees ætli að halda áfram þrátt fyrir lát Maur- ice. Robin og Barry hétu því að hætta eftir að Maurice, sem er tvíburabróð- ir Robins, lést úr hjartaáfalli fyrr á árinu. Robin, sem er dómari í bresku þáttunum Frægðarskólinn (Fame Academy), hefur nú upplýst að hann og Barry ætli að starfa áfram undir nafni Bee Gees því Maurice hefði vilj- að það. Þeir eru búnir að skrifa undir nýjan samning við Dreamworks og ætla að gefa út nýja plötu á næsta ári … Leikarinn Tom Sizemore hef- ur verið sakfelldur fyrir ofbeldi og áreitni á hendur fyrrverandi unnustu sinni, Heidi Fleiss. Leikarinn, sem lék m.a. í Black Hawk Down, á yf- ir höfði sér allt að fjögurra ára dóm. Dómurinn í mál- inu fellur 2. októ- ber en Sizemore gengur laus gegn tryggingagjaldi. „Úrskurðurinn sýnir að hvorki ríkidæmi né frægð getur hlíft fólki fyrir lögunum,“ sagði dómari. „Ég vil þakka fjölskyldu minni fyrir stuðninginn og þeim aðdáendum sem stóðu við bakið á mér,“ sagði Size- more eftir úr- skurðinn … Demi Moore og Ashton Kutcher ætla að sitja sam- an fyrir á nektar- myndum fyrir tímarit. „Ash hefur áhyggjur af því að fólk glápi of mikið á kærustuna hans. En hann er alveg til í að nekt- armyndir verði teknar af Demi ef hann fær að vera með líka,“ sagði vin- ur þeirra. Fyrrverandi eiginmaður Demi, Bruce Willis, er eins og gefur að skilja víst allt annað en ánægður með málið. FÓLK Ífréttum Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Tvær löggur. Tvöföld spenna. Tvöföld skemmtun. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. YFIR 30.000 GESTIR! Yfir 25.000 gestir www.laugarasbio.is Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 4 og 6. ísl. tal. Yfir 25.000 gestir ! J I M C A R R E Y Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali.Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁ FRAMLEIÐENDUM SHREK ATH! Munið eftir Sinbað litasamkeppninni á ok.is Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.