Morgunblaðið - 19.08.2003, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 45
FJÖLBREYTNIN einkennir
myndbandaúrvalið þessa vikuna.
Vikan hefst á hryllingsmyndinni
Hringnum (The Ring). Hollýwúdd
á það til að endurgera sérstaklega
góðar myndir frá öðrum löndum,
þar sem amerískar stórstjörnur eru
fengnar í aðalhlutverkin og hand-
ritin oftar en ekki staðfærð. Það er
raunin með Hringinn sem er end-
urgerð á myndinni Hringingin (The
Ring) sem sló í gegn í Japan fyrir
nokkru síðan. Segir sagan frá und-
arlegu myndbandi sem varpar bölv-
un á hvern þann sem sér það, svo
hann á ekki nema viku eftir ólifaða.
Blaðakona nokkur rannsakar dul-
arfull andlát hóps unglinga sem öll
dvöldu í sama kofanum og deyja öll
á hryllilegan hátt viku síðar. Hún
grennslast fyrir og kemst á snoðir
um hryllilega afturgöngu.
Elija Wood er líklega í dag
þekktastur sem hobbitinn Fróði, en
hann spreytir sig í annarskonar
hlutverki í myndinni Reyndu
sautján (Try Seventeen). Jones
Dillon er farinn að heiman til að
ganga í háskóla. Hann langar að
leggja fyrir sig skriftir, en liggur
ekki síður á að losa sig við svein-
dóminn. Flosnar hann úr námi og
ferðast með föggur sínar í koffort.
Hann leigir sér íbúð og kynnist
fljótlega nágrönnunum, stúlkunum
Lísu og Jane.
Börnin fá eitthvað fyrir sinn
snúð í teiknimyndinni Abrafax og
sjóræningjarnir. Þríeikið Abrax,
Brabax og Kalífax lenda í ævintýr-
um þegar dularfull skál á minja-
safni flytur þau aftur í tímann í leit
að gulli El Dóradó.
Óskarsverðlaunamyndin
Chicago
Stærsta myndin sem kemur á
leigurnar í vikunni er án vafa söng-
leikjamyndin Chicago sem hlaut 6
óskarsverðlaun fyrr á árinu, þar á
meðal sem besta myndin. Renée
Zellweger, Catherine Zeta-Jones
og Richard Gere fara með aðal-
hlutverkin í þessari mynd sem seg-
ir frá ungri stúlku sem reynir allt
hvað hún getur til að slá í gegn á
söngvasenu Chicago á bannárun-
um. Gere er auðvitað alltaf jafn-
góður en Zellweger og Zeta-Jones
draga hvergi af sér í söng og dansi,
á milli þess sem þær takast á á
stjörnuhimni Chicagoborgar.
Myndin Tunglskinsmílan (Moon-
light Mile) skartar stjörnunum
Dustin Hoffman, Susan Sarandon
og hinum unga og upprennandi
Jake Gyllenhaal. Gyllenhaal leikur
ungan mann sem er í þann mund
að ganga upp að altarinu þegar
unnusta hans deyr. Upphefst
dramatísk atburðarás þar sem
hann flyst inn til foreldra unnustu
sinnar látinnar og tekst með þeim á
við sorgina. Það flækir síðan málin
að fljótlega kynnist hann og fellur
kylliflatur fyrir konunni Cheryl.
Móglí litli snýr aftur í myndinni
Skógarlíf 2 (Junglebook 2). Gamlir
vinir eru enn á sínum stað, eins og
Baloo gamli, en svo bætast við nýj-
ar sögupersónur. Hasarinn er mik-
ill og galsinn sömuleiðis og lenda
Móglí og vinir hans í ýmsum æv-
intýrum í frumskóginum.
Heimildamyndin Stevie kemur á
leigurnar seinna í vikunni. Líkt og
Í keilu fyrir Columbine (Bowling
for Columbine) fjallar heimilda-
myndin um annmarka í bandarísku
samfélagi, að þessu sinni gloppur í
félagslega öryggiskerfinu. Sagt er
frá kvikmyndagerðarmanninum
Stevie James sem heldur aftur á
heimaslóðir í Illinois til að finna
nafna sinn sem hann hafði umsjón
með í sérstöku „stórabróður“ upp-
eldis-verkefni. Það kemur í ljós að
Stevie þessum hefur heldur betur
orðið fótaskortur í lífinu og framið
hryllilegan glæp sem hann má
vænta allt að tuttugu ára fangels-
isvistar fyrir.
Óskarsverðlaunamyndin Chicago kemur á leigur í vikunni.
Ósvífnar dansdrottningar
og morðóð myndbönd
Gere í góðum gír: Úr dansatriði í
myndinni Chicago.
!"
!" #
#
$
#
!" %
!" #
%
%
#
#
#
#
#
%
#
!"
!" &
'
&
&
(
&
'
&
'
)*
'
'
&
&
'
&
&
'
'
'
!"
#
$%! &'
( %! "
)
*! &
%*
'
$ %
'
&
!
(
)
))
FRAMLEIÐENDUR Matrix-
myndarinnar vinsælu hafa hugsað
sér að kynna aðeins þriðju myndina,
Matrix umbylt (Matrix Revolut-
ions), sem framlag sitt til Ósk-
arsverðlaunanna á næsta ári. Mynd-
in er sú þriðja í Matrix-þríleiknum
og verður hún frumsýnd í nóvember.
Önnur myndin í röðinni, Matrix end-
urhlaðið (Matrix Reloaded), var
frumsýnd í maí og gæti líka verið
gjaldgeng til næstu Óskars-
verðlauna. Hún þótti hins vegar
nokkur eftirbátur frumraunarinnar
en naut þrátt fyrir það vinsælda al-
mennings.
Kvikmyndafyrirtækið Warners
hafði hug á að myndirnar tvær yrðu
tilnefndar saman, líkt og þær væru
ein og sama myndin. Myndirnar
voru nefnilega teknar upp á sama
tíma, á alls 240 dögum.
Þetta féllust aðstandendur Ósk-
arsins ekki á. „Þetta eru tvær mynd-
ir með tvær mismunandi markaðs-
herferðir. Það verður að líta á þetta
sem tvær aðskildar myndir,“ sagði
Ric Robertson frá framkvæmda-
nefnd verðlaunanna.
Warners spurði síðan hvort eitt-
hvað kæmi í veg fyrir að aðeins önn-
ur myndin yrði tilnefnd sem framlag
fyrirtækisins. Svarið var að það
rúmaðist alveg innan reglnanna
þannig að svo getur farið að önnur
myndin verði útundan þegar tilnefn-
ingar næsta árs verða valdar.
Næsta Óskarsverðlaunahátíð
verður haldin hinn 29. febrúar 2004.
Önnur myndin útundan?
Hugo Weaving þótti góður í hlutverki sínu sem njósnarinn Smith.
Framleiðendur Matrix vilja að þriðja
myndin fari í Óskarsverðlaunaslaginn
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
KRINGLAN
Sýnd kl. 5, 8.15 og 10. B.i. 10 ára.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.10 ára.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 10 ára.
ÁLFABAKKI
Kl. 3.45 og 5.50
KRINGLAN
kl. 5.50
AKUREYRI
Sýnd kl. 6.
H U L K BASIC WRONG TURN
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10.
ÁSTRÍKUR OG KLEOPATRA
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10.
ÁLFABAKKI
Kl. 8 og 10. B.i. 16.
KRINGLAN
kl. 8 og 10.10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.30, 6 og 8.30. B.i.12 ára.
Stranglega bönnuð
innan 16 ára!
16.08. 2003
8
2 0 0 0 8
4 9 9 0 9
10 19 20 38
5
13.08. 2003
9 17 20
24 25 40
28 34
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4741-5200-0002-4854
4507-4300-0029-4578
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.