Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 12
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Írak krefjast þess nú að vera sendir heim frá Bagdad eftir tilræðið í fyrradag. Öryggisráðið og Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, vilja hins vegar ekki láta tilræð- ismenn hrekja stofn- unina frá landinu. STARFSMENN Sameinuðu þjóð- anna hafa hingað til verið reiðubúnir að leggja sig í ýmiss konar hættu til að starfa á stríðshrjáðum svæðum, en í gær kröfðust þeir þess að vera send- ir heim frá Bagdad. Eftir sprengju- árás á höfuðstöðvar stofnunarinnar í fyrradag þar sem a.m.k. 16 létu lífið og 100 særðust telja þeir sér ekki vært í borginni lengur og gagnrýna að hafa yfirleitt verið sendir á svæðið. Í yfirlýsingu sem öryggisnefnd starfsmanna sendi frá sér var þess krafist að Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, „frestaði öllum að- gerðum í Írak og kallaði allt starfs- fólk sitt þaðan þar til búið væri að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi í landinu“. Bæði Kofi Annan og ör- yggisráðið sögðu hins vegar að stofn- unin myndi ekki draga sig í hlé í Írak. „Við látum ekki hræða okkur,“ sagði Annan. Talsmaður SÞ, Fred Eck- hard viðurkenndi þó að stofnunin yrði að endurskoða hvernig öryggis- málum starfsmanna væri háttað í Írak. Dragi SÞ sig frá Írak hafa tilræð- ismennirnir náð markmiði sínu og þeir virðast þegar hafa gert það að einhverju leyti. Þannig tilkynnti Evr- ópusambandið strax í gær að þrír af sex starfsmönnum þess í Írak hefðu verið kallaðir heim vegna sprenging- arinnar. Starfsmönnum SÞ í Írak, bæði er- lendum og innlendum, var hins vegar sagt að halda sig heima í gær og þeim bannað að fara út fyrir hússins dyr. Hlutverk Sameinuðu þjóðanna í Írak eftir stríð hefur fyrst og fremst verið að vinna mannúðar- og upp- byggingarstarf. Þar hefur verið unn- ið að því að tryggja frelsi fjölmiðla, byggja upp dómskerfi og tryggja al- menn mannréttindi. Þótt bandaríski herinn hafi mætt mikilli andstöðu í Írak höfðu margir Írakar tekið SÞ vel. Þegar SÞ sendi starfsmenn sína til Írak var beygur í mönnum enda ástandið í landinu ótryggt. Samt sem áður var ákveðið að gera ekki víð- tækar öryggisráðstafanir til að halda ímynd hlutleysis. Þó hefði Bandaríski herinn getað aðstoðað við örygg- isgæslu en SÞ hafnaði því þar sem stofnunin vildi ekki ekki að Banda- ríkjamenn yrðu of áberandi við höf- uðstöðvarnar. „Við erum óvopnuð. Við höfum ekki mikla öryggisgæslu eins og árásin [í fyrradag] hefur sýnt okkur,“ sagði Salim Lone, talsmaður SÞ í Bagdad, í viðtali við CNN- sjónvarpsstöðina. „Við viljum ekki mikla öryggisgæslu, því við erum hér til að hjálpa fólkinu í Írak.“ Sergio Vieira de Mello, æðsti fulltrúi SÞ í Írak, sem lét lífið í árás- inni í fyrradag, hafði fyrir aðeins þremur og hálfri viku síðan varað við því að öryggið í Írak væri lítið og að SÞ með 600 starfsmenn væru ber- skjaldaðar fyrir hverjum þeim sem vildu ráðast á þær. Skipulagðara en fyrri árásir Árásin á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Írak í fyrradag kann að hafa verið versta árásin af þessu tagi á stofnunina en hún er langt frá því að vera einsdæmi. Víða um heim hafa starfsmenn SÞ og hjálparstofnana í vaxandi mæli orðið skotmörk öfga- sinna sem hatast út í vestræn gildi. Meðal annars hafa friðargæsluliðar í Bosníu, Kongó, Tétsníu, Sómalíu og Sierra Leone verið skotmörk, þeim rænt og þeir drepnir. Talið er að tilræðið í fyrradag hafi verið sjálfsmorðsárás en hún var þannig framkvæmd að steypubíl full- um af sprengiefni var lagt fyrir utan bygginguna. Svo mikill var kraft- urinn af sprengingunni að framhlið byggingarinnar tættist í sundur og tveggja metra djúpur gígur mynd- aðist í jörðina. Árásin var úthugsuð og beindist gegn vandlega völdu skotmarki þar sem fjöldi borgara voru við störf. Hún virðist mun betur skipulögð en skæruliðaárásirnar sem beinst hafa gegn Bandaríkjaher að undanförnu, þar sem hópar manna hafa komið fyr- ir fjarstýrðum sprengjum í veg- arkanti eða hafið skotárásir eða kast- að handsprengjum og síðan reynt að aka burt. Hún þykir frekar líkjast árásum öfgasinnaðra íslamskra hópa annars staðar í heiminum en banda- ríska alríkislögreglan FBI leitar nú í rústunum eftir ummerkjum um hver geti hafa staðið að baki árásinni. Lítil gæsla var við aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna Krefjast þess að aðgerðum SÞ verði frestað í Írak Reuters Björgunarmenn leita að fólki í rústunum af höfuðstöðvum SÞ í gær. Sameinuðu þjóðunum, New York, Bagdad. AP. ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ SIR Kevin Tebbit, ráðuneytisstjóri í breska varnarmálaráðuneytinu, og Tom Kelly og Godric Smith, tveir talsmenn Tony Blairs forsætis- ráðherra, komu allir fyrir Hutton- nefndina í gær en hún kannar til- drög dauða vopnasérfræð- ingsins dr. Dav- ids Kellys. Tebbit sagðist hafa verið andvígur því að vopnasérfræð- ingurinn yrði látinn svara fyrir sig hjá utanríkismálanefnd þingsins eft- ir að ljóst var orðið að hann var heimildarmaður fréttar BBC í maí um að stjórnvöld hefðu ýkt hættuna af vopnabúnaði Íraka, að sögn AP- fréttastofunnar. Fréttamaður BBC, Andrew Gill- igan, hafði í maí eftir ónefndum heimildarmanni, dr. Kelly, að stjórn- völd hefðu beinlínis átt við skýrslu sem leyniþjónustan gerði sl. haust um vopnaeign stjórnar Saddams Husseins og hættuna sem stafaði af þeim. Skýrslunni hefði verið breytt til þess að efla röksemdirnar fyrir því að gerð yrði árás á Írak. Hörð rimma hófst nú milli ríkisstjórnar- innar og ráðamanna BBC sem studdu fréttamanninn. Nokkrum dögum eftir að nafni dr. Kellys var lekið í fjölmiðla 10. júlí, sennilega úr varnarmálaráðuneyt- inu, var hann kallaður fyrir nefndina og virtist þá ekki staðfesta að öllu leyti það sem Gilligan hafði eftir honum. Gaf hann í skyn að Gilligan hlyti að hafa haft aðra heimildar- menn fyrir því sem fullyrt var í frétt- inni. Dr. Kelly fannst látinn í skógi fjórum dögum eftir yfirheyrsluna og þykir allt benda til að hann hafi fyr- irfarið sér. Komu lítið við sögu skýrslugerðar Þeir Smith og Tom Kelly sögðust báðir hafa komið lítið við sögu þegar gerð var áðurnefnd skýrsla árið 2002 um vopnaeignina. Áður hefur komið fram í vitnisburði fjölmiðla- fulltrúa Blairs, Alastairs Campbells, að yfirmaður leyniþjónustunefndar ríkisins, John Scarlett, hafi haft síð- asta orðið um allt sem stóð í skýrsl- unni. Hefur Scarlett staðfest að svo hafi verið og virðist þá hreinsa Blair og menn hans af þeirri ásökun að þeir hafi breytt skýrslunni í pólitísk- um tilgangi. Tebbit sagðist í gær hafa viljað að hindra að dr. Kelly yrði kallaður fyr- ir nefndina en Geoff Hoon varnar- málaráðherra hefði verið sér ósam- mála og haft síðasta orðið. „Ég sagði að við ættum að taka nokkurt tillit til mannsins. Hann gaf sig sjálfur fram af fúsum og frjálsum vilja,“ sagði Tebbit. Hann sagðist hafa tjáð Hoon bréflega þá skoðun sína að ef dr. Kelly yrði yfirheyrður myndi það verða til þess að maður- inn sýndist „mikilvægari en efni stóðu til“. Hoon hefði svarað og tek- ið undir sumt af því sem valdið hefði sér áhyggjum en sagt að mjög erfitt myndi verða að útskýra þá ákvörðun að láta dr. Kelly ekki koma fyrir nefndina. Tebbit sagði nefndarmönnum að sér hefði verið tjáð að sérfræðing- urinn virtist þola vel þá eldraun sem hann lenti í þegar ljóst varð að hann var umræddur heimildarmaður. „Hann var ágætlega á sig kominn. Hann átti oft samskipti við frétta- menn…hann var enginn einfeldn- ingur. En samt sem áður yrði hon- um varpað fram í sviðsljósið. Þetta eru ekki réttarhöld og þess vegna virtist það vera viðeigandi að biðja þingnefndina að hafa nokkurt taum- hald á sér.“ Tekinn hörðum tökum af leyniþjónustumönnum? Sagði Tebbit að dr. Kelly hefði, eftir að hann viðurkenndi í lok júní að hafa rætt við Gilligan, verið yf- irheyrður rækilega tvisvar sinnum af embættismönnum í ráðuneytinu til að reyna að fá úr því skorið hvort hann væri umræddur heimildar- maður. Var loks ákveðið að ráðu- neytið myndi staðfesta að hann væri heimildarmaðurinn ef nafn hans yrði nefnt í fjölmiðlum í tengslum við frétt Gilligans. Tebbit var spurður hvort vopna- sérfræðingurinn hefí verið yfir- heyrður með aðferðum sem leyni- þjónustumenn tíðkuðu en þeir eru sagðir ganga hart fram við slík tæki- færi. „Ég held að hann hafi sætt eins ít- arlegri rannsókn og framast var unnt,“ sagði Tebbit að sögn CNN- sjónvarpsstöðvarinnar. Hann segist nú vera á þeirri skoð- un, eftir að hafa hugsað málið vel og vandlega, að ráðuneytið hafi tekið rétta ákvörðun þegar ákveðið var að gefa upp nafn dr. Kellys og láta hann sitja fyrir svörum hjá þing- nefndinni. „Þetta var ekki eitthvert smámál. Þetta skipti sköpum fyrir trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og álit manna á því hvernig við með- höndluðum upplýsingar frá leyni- þjónustunni,“ sagði Tebbit. Hoon ákvað að dr. Kelly færi fyrir þingnefnd Yfirheyrslur Hutton-nefndarinnar sýna að umdeilt var í varnarmála- ráðuneytinu hvort hlífa bæri vopna- sérfræðingnum við sviðsljósinu Geoff Hoon Sir Kevin Tebbit ÞORSTEINN Ingólfsson, fasta- fulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að almennt sé fólk mjög slegið yfir sprengjutilræðinu sem beint var gegn aðalstöðvum SÞ í Írak í fyrradag. Þegar Morg- unblaðið náði tali af Þorsteini var búið að boða til fundar Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, með örygg- isráðinu. Að sögn Þorsteins létust all- margir starfsmenn SÞ í tilræðinu og margir þeirra koma úr höfuð- stöðvunum í New York. Hann seg- ir að margir starfsmenn SÞ sjái því á eftir vinum og samstarfs- mönnum. „Það verður blaða- mannafundur eftir fundinn og ég geri ráð fyrir að Kofi Annan muni greina frá þeim upplýsingum sem SÞ hafa um atburðinn, umfang hans og mannfallið. Ég geri ráð fyrir að aðildarríki ráðsins lýsi skoðunum sínum á því sem fram- undan er.“ Þorsteinn telur að al- mennt sé engan bilbug að finna á fólki innan SÞ og allir séu sam- mála um mikilvægi þess að SÞ haldi áfram störfum í Írak. Það hafi komið flatt upp á alla að svona hryðjuverkum skyldi vera beint að SÞ, af því þær hafi verið í Írak í mannúðarskyni og gegnt mikil- vægu hlutverki við að brúa sam- skiptabilið sem sé á milli herliðsins og íbúa í Írak. „Ég vil ekki spá neinu um það hvort þetta muni veikja stöðu SÞ í Írak. Ég held að þetta sé mál sem verði tekið alvarlega á og ég held að það verði einfaldlega reynt að ná samkomulagi um aðgerðir eða einhverja hluti sem geti orðið til þess að auka öryggi starfsmanna SÞ, en fyrst og fremst aðgerðir sem gætu orðið til þess að lægja ógnaröldina sem þarna ríkir.“ Fastafulltrúi Íslands hjá SÞ SÞ starfi áfram í Írak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.