Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Harðsoðið egg (Ovosodo) Gamandrama Ítalía 1997. Skífan. VHS (100 mín.) Öll- um leyfð. Leikstjóri: Paolo Virzì Aðalleik- endur: Edoardo Gabriellini, Alessio Fant- ozzi, Pietro Fornaciari. TITILLINN þýðir víst harðsoð- ið egg en táknar tilfinningalíf söguhetjunnar Piero sem fylgst er með frá bernsku til tvítugs. Piero á erfiða æsku, missir móður sína á unga aldri, bróðir hans er gáfna- sljór og faðirinn smákrimmi sem dúsir mestmegnis í fangelsum en hefur þó tíma til að gera nýja vin- konu sína ólétta. Kemur með hana inn á heimilið áður en hann hverfur inn fyrir múrana næstu fimm árin. Piero er skyn- samur strákur sem lætur kring- umstæðurnar ekki trufla sig en á létt með að líta á björtu hliðarnar, gengur vel í skóla þar sem hann kynnist furðufuglinum Tommoso. Hann víkkar sjóndeildarhring Pieros sem er tiltölulega fljótur að ná áttum í hörðum heimi, finnur stúlkuna sína og staðfestir ráð sitt. Slíkar sögur sem þessi eru eilíf- lega að gerast um allan heim, það sem skiptir máli er hvernig þær eru sagðar. Þroskasagan hans Pieros er vafalaust byggð á lífs- reynslu leikstjórans og handrits- höfundarins Virzi, sem tekst það svo listavel að hann sópaði til sín verðlaunum á Feneyjahátíðinni og víðar fyrir árangurinn. Ovosodo geislar af smitandi lífsgleði sem er rauði þráðurinn í ljóslifandi mann- lífs- og persónulýsingum og gam- ansemin ávallt í fyrirrúmi og minnir myndin að því leyti meira en lítið á Amarcord meistara Fell- ini. Virzi nýtur einstaklegra hæfi- leikaríkra, ungra leikara þar sem ber sérstaklega að geta Nicolettu Breschi í hlutverki hinnar óham- ingjusömu Giovönnu. Ovosodo flyt- ur með sér ferskan andblæ og framandi mannlíf – innsýn í tifinn- ingahitann á Ítalíu.  Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Gangur lífsins í Livorno SÁRAFÁ kvennabönd hafa litiðdagsins ljós hér á landi og ennfærri slík bönd sem spila enn í dag. Þannig hafa Grýlurnar hafa dag- að uppi og Kolrassa krókríðandi er ei meir. Tvö eru þó bönd sem enn heyr- ist í og laus eru við alla ypsilon-litn- inga. Það eru Dúkkulísurnar og Rokkslæðan. Þessar hljómsveitir tvær hafa nú tekið saman höndum og undirbúa tónleikahrinu um suðvest- urhorn landsins en ævintýrið hefst í Grindavík á Sjávarperlunni á laugar- dag. „Við erum að hefja samstarf sem standa mun fram á haust,“ segir Kidda úr Rokkslæðunni. „Báðar hljómsveitirnar munu spila, Rokk- slæðan á undan og Dúkkulísurnar á eftir. Við ætlum síðan að taka fleiri svona böll ef þetta gengur vel.“ Enn liggur dagskrá samstarfsins ekki fyrir í smáatriðum en Kidda seg- ir að ætlunin sé að halda nokkra tón- leika í hæfilegum radíus við höfuð- borgina fram að jólum. Dúkkulísurnar hafa síðustu misseri verið að vakna til lífs á ný og tróðu þær meðal annars upp á hátíðardag- skrá Hinsegin daga í miðbæ Reykja- víkur fyrr í mánuðinum. Nýtt lag með þeim er komið í spilun og unnið að myndbandi við það. Dúkkulísurnar komu fyrst fram á sjónarsviðið 1983 á Músíktilraunum Tónabæjar og reis ferill þeirra hæst næstu árin með plötunum Dúkkulísurnar (1984) og Í léttum leik (1986). Eftir þær liggja lög á borð við „Svarthvíta hetjan mín“, „Skítt með það“ og auðvitað lagið um stúlkuna sem vildi verða eins og Pamela í Dallas, sælla minninga. Rokkslæðan varð til í mars fyrir tæpum tveimur árum. „Rokkslæðan átti aldrei að verða neitt meira en einnar nætur hljómsveit,“ segir Kidda. „Við lögðum af stað með tvo kassagítara og slagverk en hugmynd- in var að spila hetjurokk á þessi þrjú hljóðfæri. Þetta var því í raun grín- fyrirbæri.“ Fyrstu tónleikar bandsins á Sirkús gengu hins vegar með endemum vel og fengu þær í kjölfarið boð um að halda tónleika á hinum og þessum skemmtistöðum. Vatt ferill hljóm- sveitarinnar þannig upp á sig. Hljómsveitirnar sameinast í gítar- leikaranum Grétu Sigurjónsdóttur en annars er Rokkslæðan skipuð þeim Kristínu Eysteins, Kiddu „Rokk“, Dísu „Marley“, og Grétu. Dúkkulís- urnar eru Erla Ingadóttir, Erla Ragnarsdóttir og Guðbjörg Pálsdótt- ir, að ógleymdri Grétu. Tvær kvennahljómsveitir saman í tónleikaferðalag Morgunblaðið/Ómar Dúkkulísurnar í þá gömlu góðu daga. http://rokkslæðan.- blogspot.com asgeiri@mbl.is Rokkslæðan og Dúkku- lísurnar fara á túr Stúlkurnar í Rokkslæðunni eru óþreytandi í rokkinu. Hér skemmta þær í Ráðhúsinu þegar afmæli Sam- takanna 78 var fagnað fyrr á árinu. 22.SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 UPPSELT 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 UPPSELT 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 UPPSELT 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 UPPSELT 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 UPPSELT 30. SÝNING FÖSTUDAGINN 5/9 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI 31. OG 32. SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 og 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA! Kringlunni - SmáralindSmáralind NÝ SENDING AF GAB BUXUM 3.990 Skólafötin sem krakkarnir vilja NÝ SENDING - NÝJA Sumarkvöld við orgelið 21. ágúst kl. 12.00: Veronica Osterhammer sópran og Friðrik Vignir Stefánsson orgel. 23. ágúst kl. 12.00: Mark Anderson orgel. 24. ágúst kl. 20.00: Mark Anderson leikur m.a. verk eftir Buxtehude, Vierne, Franck og Messiaen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.