Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KÆRI Hjálmtýr Heiðdal og aðrir kvikmyndagarpar. Þótt ég þykist vita að þú og sam- starfsfólk þitt sækist eftir „upphefð að utan“ þá megið þið ekki traðka á móðurmáli og fótumtroða feðra- tungu. „Short and Doc“ er í hæsta máta óviðeigandi sem kynningar- heiti kvikmyndaviku. Langafi þinn Þorlákur Johnson var ekki í vand- ræðum þegar hann auglýsti varning sinn. Hann talaði um „Þjóðfrelsis whiskýið“ og „brjóstsykurinn ljúfa“ ... Ættingjar hans forðuðust að bera ættarnafn hans fram á engilsaxnesk- an máta. Ekkert „dj“ í nafninu John- son. Enda hverfur ættarnafnið í eng- ilsaxneska múginn með þeim framburði. Með okkar framburði verður ættarnafnið einstakt og held- ur sérstöðu sinni. „Johnson & Kaaber“ þekktu allir Reykvíkingar áður fyrr. Einar Benediktsson taldi að íslensk tunga ætti orð yfir allt sem er hugsað á jörðu. Þegar þið, ungir og framgjarnir kvikmyndagerðarmenn, sækið fram á alþjóðavettvangi hvílir rík ábyrgð á herðum ykkar. „Vandi fylgir veg- semd hverri“. „Skyrpokalatur“ lá á meltunni og gerði ekki annað en gapa og slafra í sig næringu sem honum barst án eigin fyrirhafnar. Hverfið frá kalkipappírs- eða ljósrit- unarmenningu að frjórri og skap- andi hugsun og verkum. Við þurfum að losna úr heljar- greipum engilsaxneska framburðar- ins. Vigdís forseti á ekki að segja: Júnesco. Hún á að segja Únesco. Stofnunin heitir það. Sama gildir um Eurocard. Evrópa er ekki Júróp. Sá framburður á ekki stoð í móðurmáli Íslendinga. Um leið og ég bið Morgunblaðið að birta þessa ábendingu vil ég beina þakklæti til Sjónvarpsstöðvarinnar Omega. Ég hafði samband við síma- stúlku, sem svaraði kurteislega og tók þegar til greina vinsamleg til- mæli. Ég bað hana að óska þess að fólk „hringdi“ en ekki að það „hringdi inn“. Það eru amerísk áhrif. Stúlkan svaraði kurteislega og breytti tilmælunum þegar í stað. Slíkt hið sama ættu aðrar stöðvar að gera. Silli og Valdi auglýstu: „Bara hringja – svo kemur það“. Þetta nægði þeim. Svona eiga kaupmenn að vera. Og sýslumenn líka. PÉTUR PÉTURSSON þulur, Garðastæti 9, 101 Reykjavík. Íslenskur framburður Frá Pétri Péturssyni þul: EINS og heimspekingurinn Hans Koppler hefur löngum haldið fram, þá skiptist mannþjóðin í þrjá aðal hópa; ungt fólk, miðaldra fólk og eldra fólk. Nátt- úran leyfir ein- faldlega ekki aðra hópa að sögn Kopplers. Áhugasvið þess- ara hópa eru og hafa alltaf verið misjöfn, ungt fólk hefur aðallega áhuga á heilalausu léttmeti eins og sést á því efni sem er matreitt ofan í það í sápukúlumiðlum ljósvakans (án þess að ég nefni nein nöfn). Sú lág- kúrulega sápukúlumenning hefur sjaldan sokkið eins djúpt og en ein- mitt nú. Annar hópurinn, miðaldra fólk, er sá hópur sem mest hefur ver- ið hvað mest sinnt af Ríkisútvarpi og sjónvarpi (bláskjá) af mikilli alúð og kostgæfni. Hefur sú grasrótarstarf- semi sem þar hófst með fyrstu út- sendingum á öldum ljósvakans loks skilað sér í því að ala upp löghlýðið og sómakært fólk. Þriðji hópurinn, eldra fólkið, er sá hópur sem á hvað mest skilið að fá aðhlynningu á sviði útvarps og sjónvarps. Ríkið hefur vanrækt þennan hóp lengi (Enda ræður hér bláa höndin ríkjum). Það sést vel hvaða aðili er best til þess fallinn að standa í útvarpsrekstri þegar sú staðreynd er skoðuð að Rás 1 er eina stöðin sem sinnt hefur elsta hópnum að einhverju marki. Ekki er hægt að segja það sama um Bláskjá sem hefur aðallega verið að eltast við sápukúluverksmiðju hins svokallaða „frjálsa“ markaðar. Einfaldast væri að sjálfsögðu að ríkið sæi alfarið um sjónvarps- og útvarpsrekstur og ræki eina útvarps- og sjónvarpsstöð fyrir hvern hópinn fyrir sig. Þetta væri einfaldara fyrir þjóðina þar sem hver einstaklingur fyrir sig börn, fullorðnir og aldraðir, greiðir þartil- gert gjald fyrir aðgang að miðlum við þeirra hæfi. Fólk þarf ekki leng- ur að líða ágang og ofríki fjölmiðla sem reknir eru af gróðafýsn einni saman. Svo væri einnig hægt að taka fólk í þroskapróf til að komast að nið- urstöðu um hvaða flokki það tilheyr- ir og þarmeð hvað það skal greiða í gjald. Einnig væri hentugt fyrir ríkið að koma að kristilegum boðskap og gildum, þá sérstaklega í miðla unga fólksins. Ungt fólk þarf svo sannar- lega á þeim boðskap að halda nú þeg- ar gróðafíkn og auðsöfnunarárátta grípur landið heljartökum úr vestri. Það væri einnig æskilegt að ríkið léti loka á stöðugt áreiti áróðurs og inn- rásarstöðva sem stöðugt dynja á landsmönnum, þá á ég sérstaklega við útsendingar frá hinum heims- valdasinnuðu Bandaríkjum Norður- Ameríku undir stjórn stríðsherrans Bush. Ég sendi því kaldar kveðjur til hinna háu herra í Stjórnarráðinu og Hvíta húsinu. GUÐJÓN HELMUT KERCHNER, söngvari, Gatzstrasse 65, D-12099 Berlin. Hóparnir þrír Frá Guðjóni Helmut Kerchner í Berlín: Guðjón Helmut Kerchner

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.