Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR
42 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ræst verður út frá kl. 8:00.
Keppnisfyrirkomulag: TEXAS SCRAMBLE
Verðlaun fyrir fyrsta sætið eru tveir farseðlar
frá Iceland Express fyrir hvorn keppanda.
Verðlaun fyrir annað og þriðja sætið eru einn farseðill frá Iceland
Express fyrir hvorn keppanda
Fyrirtæki sem ætla að taka þátt í firmakeppni GKG
eru vinsamlegast beðin að tilkynna þátttöku í síma 565 7373
eða senda t-póst á gkg@gkg.is fyrir kl. 13:00
föstudaginn 22. ágúst nk.
Innifalið í mótsgjaldinu er matur og drykkur
Forsvarsmönnum fyrirtækjanna er boðið upp á kaffiveitingar
meðan á keppninni stendur.
Þátttökugjald er kr. 15.000 á lið.
Firmakeppni
Golfklúbbs Kópavogs og
Garðabæjar verður haldin
laugardaginn 23. ágúst nk.
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
Evrópukeppni landsliða
5. RIÐILL:
Færeyjar – Ísland .................................... 1:2
Rógvi Jacobsen 65. – Eiður Smári Guð-
johnsen 5., Pétur Hafliði Marteinsson 70.
Staðan:
Ísland 6 4 0 2 11:6 12
Þýskaland 5 3 2 0 8:3 11
Skotland 5 2 2 1 7:5 8
Litháen 6 2 1 3 4:9 7
Færeyjar 6 0 1 5 5:12 1
9. RIÐILL:
Serbía-Svartfjallaland – Wales.............. 1:0
Mladenovic 74.
Staðan:
Wales 5 4 0 1 10:2 12
Ítalía 5 3 1 1 8:3 10
Serbía/Svart 6 2 2 2 7:8 8
Finnland 6 2 0 4 6:8 6
Azerbaijan 6 1 1 4 4:14 4
Efsta deild kvenna,
Landsbankadeild
ÍBV – Valur .............................................. 5:0
Olga Færseth 11.,16., Karen Burke 25.,
Margrét Lára Viðarsdóttir 50., 72.
Staðan:
KR 12 10 2 0 53:11 32
ÍBV 11 8 1 2 43:11 25
Valur 11 7 2 2 37:17 23
Breiðablik 11 7 0 4 33:26 21
Stjarnan 11 3 2 6 17:22 11
FH 12 3 0 9 11:42 9
Þór/KA/KS 11 2 0 9 7:29 6
Þróttur/Haukar 11 1 1 9 8:51 4
Evrópukeppni félagsliða
Meistaralið kvenna, riðlakeppni í Dan-
mörku:
Bröndby – Kilmarnock .............................2:0
ZFK Masinac – KR...................................3:1
Vináttulandsleikir
Japan – Nígería ....................................... 3:0
Takahara 2., 44., Endou 71.
Kína – Chile .............................................. 0:0
Slóvenía – Ungverjaland ........................ 2:1
Sukalo 3., Cimirotic 76., Miklos Feher 90.
Rússland – Ísrael ......................................1:2
Sergei Semak 86. – Avi Nimny 51., Pni
Balili 82.
Úkraína – Rúmenía ................................. 0:2
– Adrian Mutu 30.v.sp., 57.
Lettland – Usbekistan..............................0:3
Andrej Akopjan 41., Solijev Anvar 80.,
Aleksandr Geinrikh 86.
Tyrkland – Moldova.................................2:0
Kahveci Nihat 30., Okan Yilmaz 54.
Danmörk – Finnland................................1:1
J. Grönskjær 41. – Aki Riihilahti 87.
Eistland – Pólland ....................................1:2
Marek Lemsalu 89. – R. Sobolewski 50., A.
Wichniarel 89.
Búlgaría – Litháen .................................. 3:0
Velizar Dimitrov 23. – vítasp., Dimitar
Berbatov 31, Velizar Dimitrov 44.
Liechtenstein – San Maríno ....................2:2
Mario Frick 16., Franz Burgmeier 23. –
Bryan Gasparoni 33., Michele Marani 41.
Noregur – Skotland .................................0:0
Makedónía – Albanía .............................. 3:1
Naumoski 9., Pandov 36., Dimitroski 77. –
Skala 74.
Svíþjóð – Grikkland .................................1:2
Andreas Svensson 15. – S. Giannakopouios
63., P. Kafes 64.
Belgía – Holland .......................................1:1
Wesley Sonck 39. – Roy MaKaay 52. Rautt
spjald: Philip Cocu, Hollandi, 78. Olivier De
Cock, Belgíu 89,
Austurríki – Costa Ríca .......................... 2:0
Glieder 34., Roman Wallner 70.
Sviss – Frakkland .................................... 0:2
Sylivain Wiltord 15., Steve Marlet 55.
Þýskaland – Ítalía.................................... 0:1
Christian Vieri 17.
England – Króatía ................................... 3:1
David Beckham vsp. 10., Michael Owen 51.,
Frank Lampard 80. – Mornar 78.
Uruguay – Argentína...............................2:3
Diego Forlan 2., Martín Liguera 12. – Juan
Sebastian Verón 45., Walter Adrián Samu-
el 80., Andrés D́Alessandro 84.
Portúgal – Kasakhstan ........................... 1:0
Sabrosa Simao 63.
GOLF
Sigurpáll Geir Sveinsson úr GA lék best ís-
lensku keppendanna fjögurra á Evrópu-
meitaramóti einstaklinga sem hófst í Skot-
landi í gær. Sigurpáll lék Naim völlinn á 74
höggum, tveimur yfir pari hans en næstur
var Guðmundur Ingi Einarsson, GR á 76
höggum. Birgir Már Vigsússon, GR, lék á
78 höggum og Heiðar Davíð Bragason úr
GKj var á 81 höggi.
Ekki höfðu allir lokið leik þannig að ekki
var ljóst í hvaða sæti leikmenn væru en
besta skor sem komið var, var sex undir
pari.
gerðir og nú taka við tveir úrslita-
leikir við Þjóðverja,“ sagði Her-
mann.
Ekki góður leikur
af okkar hálfu
„Við þurftum svo sannarlega að
taka á öllu okkar til að sigra Fær-
eyingana og við getum glaðst yfir
sigrinum og efsta sætinu í riðlinum
en leikurinn af okkar hálfu var ekki
góður,“ sagði Arnar Þór Viðarsson
við Morgunblaðið.
„Fyrri hálfleikurinn var í lagi en
það vantaði herslumuninn til að
klára hlutina. Seinni hálfleikurinn
var hins vegar slakur hjá okkur. Allt
spil datt alveg niður, við bökkuðum
of mikið og mark þeirra lá algjör-
lega í loftinu sem við hefðum þó átt
að koma í veg fyrir. Auðvitað var
okkur brugðið en það er oft þannig
að maður þarf að brenna sig á eld-
inum áður en maður lærir. Það kom
ekki til greina annað en að gefa í og
það var mjög gott að ná að skora
mark fljótlega eftir að þeir jöfnuðu.
Fótboltinn í dag er orðinn þannig að
enginn leikur er auðveldur hvort
sem andstæðingurinn er Andorra
eða Færeyjar.“
Þið hljótið að hlakka til leikjanna
við Þjóðverja?
„Nú erum við í efsta sæti í riðl-
inum sem aldrei áður hefur gerst
eftir svona margar umferðir og nú
eru svo sannarlega skemmtilegir
tímar fram undan. Það verður
geggjað að fá að taka á Þjóðverjum
á Laugardalsvellinum í september.“
Hermann og félagar hans í vörn-inni höfðu í nógu að snúast í
seinni hálfleik eftir að hafa haft það
frekar náðugt í þeim fyrri. „Leik-
urinn í heild var ekkert góður af
okkar hálfu en mikilvægast af öllu
var að við náðum settu marki. Við
vissum vel að það yrði ekki létt að
vinna hér í Færeyjum, eins Skotar
og Þjóðverjar fengu að kynnast, en
leikurinn þróaðist kannski í líkingu
við það sem við áttum von á. Það
verður gaman að skoða stigatöfluna
í riðlinum. Við erum komnir á topp-
inn og eigum enn möguleika á að
gera hluti sem aldrei áður hafa verið
Morgunblaðið/Kristinn
Íslensku leikmennirnir, sem hafa fagnað sigri í þremur landsleikjum í röð, þakka íslenskum
áhorfendum fyrir stuðninginn. Fremstur er fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen.
Gaman að skoða
stigatöfluna
„ÞAÐ var ansi sætt að ná að landa sigri hér í Þórshöfn, en við þurft-
um að hafa mikið fyrir honum. Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa.
Færeyingarnir komu mjög ákveðnir til leiks og okkur gekk illa að
hrista pressu þeirra af okkur. Við duttum alltof aftarlega niður á
völlinn og með því buðum við hættunni heim. En sem betur fer náð-
um við marki á þá strax aftur,“ sagði Hermann Hreiðarsson við
Morgunblaðið eftir leikinn.
ÍSLANDSMEISTARAR KR-inga í knattspyrnu
kvenna töpuðu fyrir ZFK Masinac frá Serbíu-
Svartfjallalandi, 3:1, í fyrsta leik sínum í Evr-
ópukeppni félagsliða í Bröndby í Danmörku í gær-
kvöld. KR-ingar komust yfir með glæsimarki
Hrefnu Huldar Jóhannesdóttur á 12. mínútu þegar
hún þrumaði knettinum í netið af um 25 metra
færi. Masinac tryggði sér sigur með þremur mörk-
um á síðustu 20 mínútum leiksins sem öll komu eft-
ir hornspyrnu. KR-ingar, sem léku án margra
sterkra leikmanna þar á meðal systranna Ásthild-
ar og Þóru B. Helgadætra, stóðu vel uppi í hárinu
og meistaraliði Serbíu- og Svartfjallands og fengu
þrjú góð færi til að bæta við öðru marki en tókst
ekki.
Í hinum leik riðilsins bar Bröndby sigurorð af
Kilmarnock frá Skotlandi, 2:0, en KR-ingar mæta
Bröndby á morgun og Kilmarnock á sunnudaginn.
Glæsimark Hrefnu
dugði skammt
„ÉG er afar vonsvikinn með úrslitin, mér fannst við verð-
skulda jafntefli, en svona er þetta í knattspyrnunni, það
er ekki alltaf spurt að réttlætinu,“ sagði Henrik Larsen,
landsliðsþjálfari Færeyinga, eftir tapið fyrir Íslend-
ingum. „Leikmenn mínir lögðu sig fram í leiknum, eink-
um þá í síðari hálfleik og hefðu átt að fá meira út úr
leiknum þá en eitt mark, en ein mistök kostuðu okkur
jafnteflið. Við þeim er ekkert að gera, ég veit að Jákup
Mikkelsen markvörður er svekktur með markið, en mér
dettur ekki í hug að skella skuldinni á hann. Svona er
þetta bara, þeir sem gera færri mistök vinna og það kom
í okkar hlut að hrasa illilega og það var dýrt, en við mis-
tökunum er ekkert að gera héðan af, við verðum að læra
af þeim eins og leiknum í heild. Undir lokin voru leik-
menn mínir orðnir þreyttir og þá vantaði herslumuninn
upp á að jöfnunarmarkið liti dagsins ljós,“ sagði Larsen.
„Við lékum betur í þessum leik en í fyrri viðureign þjóð-
anna í keppninni í Reykjavík í vor.“
Þjálfari Færeyja
vonsvikinn
KNATTSPYRNA
1. deild karla
Kópavogur: HK - Breiðablik .....................19
BYKO býður ókeypis á völlinn.
Njarðvík: Njarðvík - Stjarnan ..................19
Ásvellir: Haukar - Afturelding..................19
2. deild karla
Þróttarvöllur: Léttir - Fjölnir ...................19
Í KVÖLD
Þjóðverjar, sem eiga í höggi við
Íslendinga í undankeppni EM á
Laugardalsvelli 6. september og í
Hamborg 11. október, léku án
nokkurra sterkra leikmanna, þar á
meðal Michaels Ballack og Sebast-
ians Deislers.
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa
landsleik á heimavelli. Við lékum
vel í seinni hálfleik en tókst ekki að
nýta góð marktækifæri,“ sagði Rudi
Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja,
eftir leikinn en næsti leikur hans
manna er á Laugardalsvellinum.
ÞJÓÐVERJAR riðu ekki feitum
hesti frá viðureign sinni gegn
Ítölum í Stuttgart í gærkvöldi. Ítal-
ir, sem voru miklu sterkari í fyrri
hálfleik, skoruðu eina mark leiksins
og var Christians Vieri þar að verki
á 17. mínútu eftir frábæra sókn þar
sem Alessandro Del Piero og
Francesco Totti voru mennirnir á
bakvið. Þjóðverjar áttu á brattann
að sækja í fyrri hálfleik en í þeim
síðari sýndu þeir ágæt tilþrif og
fengu nokkur góð færi til að jafna
metin.
Þjóðverjar lágu