Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 31
✝ Kristín Böge-skov djákni
fæddist í Reykjavík
17. ágúst 1935. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspítala
Fossvogi 15. ágúst
síðastliðinn. af völd-
um umferðarslyss er
varð 21. júlí. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sören Böges-
kov bóndi í Reykja-
vík, f. á Fredriks-
bergi í Kaupmanna-
höfn 22. maí 1893, d.
17. jan. 1979, og
Ágústa S. Bögeskov húsfreyja, f. í
Lágu-Kotey í Meðallandi 7. ágúst
1909, d. 26. júní 2000. Systur
Kristínar eru Marie Bögeskov, f.
12. júní 1934, gift Hilmari Björns-
syni og eiga þau þrjú börn og
Lilja Bögeskov, f. 15. des. 1937,
og á hún tvo syni.
Hinn 10. mars 1956 giftist
Kristín Birni Sigurðssyni, f. á
Möðruvöllum í Hörgárdal 9. maí
1934, síðar lögregluvarðstjóra í
Reykjavík. Foreldrar hans voru
Sigurður Stefánsson, f. á Bjargi á
Grímsstaðaholti 10. nóv. 1903,
sóknarprestur á Möðruvöllum og
síðar vígslubiskup Hólastiftis, d.
8. maí 1971, og María Ágústsdótt-
ir cand.phil. prestsfrú, f. 30. jan.
Vallaðsdóttir í Reykjavík. Dætur
þeirra eru Ólöf verkfræðinemi, f.
18. jan. 1980, í sambúð með Pétri
Vilhjálmssyni, og Kristín Rut
nemi, f. 25. nóv. 1983. 4) Björn
Ágúst pípulagningameistari í
Hveragerði, f. 23. jan. 1963,
kvæntur Elísu Nielsen Eiríksdótt-
ur, f. í Vestmannaeyjum 15. des.
1961. Börn þeirra eru Halldór
Atli rafvirki, f. 18. maí 1979, í
sambúð með Fanneyju Friðþórs-
dóttur, Hákon Davíð bakari, f. 7.
apríl 1982, Karen Ósk, f. 27. júlí
1989, Ágúst Kaj, f. 15. jan. 1991,
og Jóel Dan, f. 7. sept. 1994. 5)
María Kristín meinatæknir í
Kaupmannahöfn, f. 15. sept. 1968,
gift Robert Lacy Shivers, f. í
Chicago 22. nóv. 1957. Sonur
þeirra er Steven Björn Lacy Shiv-
ers, f. 15. des. 1996.
Kristín varð stúdent 1985. Lauk
síðar prófum frá heimspekideild
Háskóla Íslands, BA í íslensku og
dönsku. Síðan settist Kristín í
guðfræðideild og útskrifaðist í
hópi fyrstu djákna. Hún vígðist
djákni að Neskirkju og starfaði
þar í fimm ár. Þá starfaði hún um
tíma hjá Hjálparstofnun kirkjunn-
ar og síðast hjá félagsmálastofn-
un Kópavogsbæjar. Einnig sat
hún lengi í stjórn Hestamanna-
félagsins Gusts og var formaður
þess um tíma. Í stjórn Djákna-
félags Íslands sat hún um skeið og
sótti fundi og ráðstefnur á vegum
þess innanlands og utan.
Útför Kristínar verður gerð frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
1904, d. 18. ágúst
1967. Börn Kristínar
og Björns eru; 1)
Ágústa stúdent og
skrifstofumaður, f.
22. júní 1955, gift
Hallgrími Kristins-
syni frá Vífilsmýrum í
Önundarfirði, f. 8. júlí
1951, d. 1. júní 1994.
Synir þeirra eru
Kristinn Logi lækna-
nemi, f. 6. ágúst 1980,
í sambúð með Söru
Hlín Sigurðardóttur,
og Björn Þór nemi, f.
21. sept. 1987. 2) Sig-
urður söðlasmíðameistari á
Rauðalæk, f. 28. júlí 1957. Var
kvæntur Ágústu Hjaltadóttur frá
Raftholti, f. 6. jan. 1967, sonur
þeirra er Hjalti, f. 26. maí 1994.
Sonur Sigurðar og Sigríðar Páls-
dóttur frá Litlu Sandvík er Páll
nemi, f. 24. ágúst 1984, dóttir Sig-
urðar og Bjargar Thorberg í
Reykjavík er Björg Thorberg
nemi, f. 9. feb. 1986. 3) Kristján
sóknarprestur í Vestmannaeyjum,
f. 6. des. 1958, kvæntur Guðrúnu
Helgu Bjarnadóttur, f. í Reykja-
vík 6. apríl 1963. Synir þeirra eru
Bjarni Benedikt, f. 1. feb. 1989,
Sigurður Stefán, f. 22. nóv. 1990,
og Björn Ásgeir, f. 2. júlí 2003.
Fyrri kona Kristjáns er Sigrún
Margt kemur upp í huga minn
þegar ég sest niður á sextugasta og
áttunda afmælisdegi móður minn-
ar, tveimur dögum eftir andlát
hennar.
Þennan afmælisdag hafði hún
skipulagt; okkur börnum hennar,
tengdafólki og ömmubörnum var
boðið í sumarhús í Munaðarnesi.
Við hjónin erum að reyna að átta
okkur á því hvenær hún hélt síðast
upp á afmæli sitt með skipulögðum
undirbúningi, en það rifjast ekki
upp, sennilegast hefur henni þótt
henta sér betur að vera á hestbaki,
fjarri athygli afmælisgesta.
Því fer þó fjarri að hún forðaðist
samneyti við fólk og ég er alveg viss
um að hún hefði viljað hafa okkur
fólkið sitt meira í kringum sig.
Ekki man ég eftir sorg og sút í
samræðum okkar og gullasögu-
tímar voru í uppáhaldi hjá henni.
Oftar en ekki enduðu slíkir tímar á
frábærum hlátri hennar, sem aftur
endaði á einn og sama veg. Ekki
man ég eftir öðru frá uppvaxtarár-
um mínum en mamma væri heima
og pabbi að vinna. Mamma hélt ást-
ríkt og gott heimili og stjórnaði því
á sinn hátt. Hún hefur litið á það
sem hlutverk sitt að koma okkur til
manna og síðar kæmi hennar tími.
Fljótlega eftir að við vorum flog-
in tók hún sig til og fór í Hamrahlíð-
arskólann og tók þar stúdentspróf.
Þaðan lá leiðin í háskólann og loks
vígðist hún til djákna.
Hvort þessi skólaganga hafi verið
ákveðin löngu áður eða ekki er ljóst
að hún var fullkomlega tilbúin til
mennta þegar hún taldi það fært,
heimilislífið með okkur börnin
heima hafði forgang. Hún hafði
ætíð tíma til að fylgjast með, en
ekki var um óþarfa afskiptasemi að
ræða og þegar ég hóf búskap með
Elísu minni, þá 19 ára gamall, þótti
henni það fullkomlega eðlilegt og
studdi okkur með ráð og dáð ef að á
þurfti að halda.
Hestar voru hennar líf og yndi og
fullkomnaðist það í hestaferðum um
landið. Hún var einmitt að koma úr
margra daga ferð um Snæfellsnes
og var á heimleið ásamt föður mín-
um þegar bíll þeirra valt. Mömmu
beið mikil þrautarganga, jafnt and-
lega sem líkamlega. Einhverra
hluta vegna var henni ætlað að tak-
ast á við allt það mótlæti sem mögu-
legt virðist að leggja á nokkra
manneskju. Ekki löngu fyrir hið ör-
lagaríka slys áttum við mamma
samtal, sem eftir á að hyggja lýsti
mjög vel geðlagi hennar. Depurð
barst í tal og þá kom hún með Pollý-
önnu lífsskoðun sem fer vel við
mína eigin: alveg sama er hvað upp
á kemur, það getur jú alltaf verið
verra. Daginn eftir slysdag fór ég
að rifja þetta samtal upp við
mömmu og hún hefði engu gleymt,
það skyldi barist. Þó illa væri kom-
ið, bugaðist ekki sálin, hún hafði
ekki verið svift sínum helstu ein-
kennum, viljastyrk og ákveðni, en
það var einmitt það sem allir
treystu á. Ég trúi og treysti því að
hún hafi haldið í lífsskoðun sína allt
til hins síðasta, en mótlæti sem á
hana var lagt hafði betur.
Ég og mitt fólk kveðjum með
miklum söknuði, móður, tengda-
móður og ömmu.
Guð blessi þig og varðveiti.
Björn Ágúst Björnsson.
Stutt er milli gleði og sorgar.
Yndislegri ferð í hópi vina lauk á
hörmulegan hátt. Hestakonan dug-
mikla lagði upp geislandi glöð í
ferðalag á hestum um Snæfellsnes.
Af tilviljun kvöddumst við hérna á
hlaðinu við Gullsmára 7.
Þetta var hennar síðasta ferð að
heiman. Ferðalok urðu í bílslysi á
Draghálsi 21. júlí sl. Á gjörgæslu-
deild háði Kristín hetjulega baráttu
fyrir lífi sínu, sem endaði 15. ágúst.
Minningar, sem spanna næstum
hálfa öld, eru margar.
Árið 1954 kom til Möðruvalla í
sumarvinnu ung Reykjavíkur-
stúlka. Lítil og fíngerð, glaðleg og
með einlægan svip. Fallegu greind-
arlegu augunum var tekið eftir, úr
þeim skein ákveðni og hlýja. Þessi
stúlka var Kristín Bögeskov. Þetta
sumar var sumarið þeirra Kristínar
og Björns bróður míns. Ástir tókust
með þeim og örlög þeirra ráðin áður
en sumarið var á enda. Lagt var út í
lífið með æskuþrótti og ást. Í hart-
nær 50 ár stóðu þau saman í blíðu
og stríðu.
Hún Kristín kom oft á ávart og
sýndi hvílík kjarnakona hún var.
Hún hafði mikinn metnað og gerði
kröfur til sjálfrar sín. Skyndilega
var hún komin í öldungadeild og út-
skrifaðist sem stúdent árið 1985.
Svona lét hún langþráða drauma
rætast. Næst var innritun í Háskóla
Íslands. Þaðan útskrifaðist hún í
fyrsta hópi djákna. Hún henti oft
gaman að þessari menntunargleði,
sagðist aldrei hafa getað þetta án
stuðnings bónda síns, sem í senn er
fullur af fróðleik og visku. Kristín
fór ekki troðnar slóðir, gat verið
hvatvís, ef henni fannst að sér veg-
ið, hafði sterka réttlætiskennd,
skoðanir annarra skiptu hana litlu,
hún stóð ætíð fast með sjálfri sér.
Stýrði styrkri höndu stóru búi,
breiddi sig yfir mann sinn, börn og
barnabörn. Hún var stoð og stytta í
gleði og sorg.
Ég er þakklát fyrir samfylgd
hennar. Af Kristínu mátti margt
læra, einlægni, hugrekki og festa
eru góðir förunautar, sem hún átti
gnægð af. Að gleðjast með glöðum
og syrgjast með sorgmæddum. Oft
var þessi eiginleiki hennar mér
mikils virði.
Gleði og sorg fylgjast að. Sá, sem
ekki veitir gleði, skilur ekki eftir sig
sorg.
Ég bið, að guð gefi bróður mínum
og þeim, sem sárast syrgja, styrk
og æðruleysi. Og að þau, í minningu
Kristínar, geti tekist á við lífið einn
dag í einu.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við
það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að
breyta því sem ég get breytt og vit til að
greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Blessuð sé minning Kristínar
Bögeskov.
Sigrún Sigurðardóttir.
Kveðja frá
Hestamannafélaginu Gusti
Nafn Kristínar Bögeskov er sam-
ofið sögu hestamannafélagsins
Gusts frá því að félagið var stofnað
1965. Kristín var fyrsta konan til að
gegna formennsku í Gusti á árinum
1980–1982 en hún hafði áður setið í
stjórn félagsins.
Hún hefur árum saman starfað í
ferðanefnd Gusts og hún var upp-
hafsmanneskja að því, ásamt Kol-
brúnu Kristjánsdóttur, þáverandi
Fákskonu, að konur í hestamanna-
félögum á höfuðborgarsvæðinu fóru
að heimsækja hver aðra í svoköll-
uðum kvennareiðum. Hefð sem enn
er í hávegum höfð.
Kristín var svo sannarlega hesta-
kona fram í fingurgóma. Hún skipu-
lagði og stjórnaði mörgum sumar-
ferðum og hefur farið víða um land
ríðandi. Á veturna reið hún út í
Gusti og nágrenni, oftast með
manni sínum, Birni Sigurðssyni.
Fyrr á árum tók hún þátt í keppn-
um á vegum félagsins og sýndi það
og sannaði að hestamennskan var
síður en svo bara fyrir karlmenn
eins og þá var gjarnan haldið fram.
Við samferðamenn hennar í Gusti
dáðumst af kraftinum og atorkunni
sem einkenndi Kristínu. Hún lá
ekki á skoðunum sínum þegar kom
að félagsmálum. Hún var virk fram
á síðasta dag og vildi ávallt hag fé-
lagsins mestan og bestan.
Stjórn hestamannafélagsins
Gusts þakkar Kristínu að leiðarlok-
um öll hennar góðu verk í þágu fé-
lagsins og sendir fjölskyldu hennar
dýpstu samúðarkveðju. F.h. hesta-
mannafélagsins Gusts,
Þóra Ásgeirsdóttir.
Kynni okkar hjóna og Kristínar
voru að mestu leyti við stofnun
Hestamannafélagsins Gusts og
störfum í þágu félagsins. Vel lýsir
það vináttu milli heimila að Guðlaug
kona mín sat gæðing Kristínar á
stórsýningu hestamannafélagsins.
Kristín og Björn, maður hennar,
hafa lengi verið í stjórn félagsins,
var Kristín formaður um tíma.
Einnig vann Kristín mikið að
kirkjumálum, bæði í kirkju og út-
varpi. Síðast hjá félagsstofnun
Kópavogs.
Látin er Kristín Bögeskov sem
var ómissandi fjölskyldum sínum og
allra sem þekktu hana. Fallin er frá
merkiskona.
Guð blessi minningu Kristínar og
styðji fjölskyldur hennar og vini í
sorg þeirra.
Ragnar Bjarnason.
Þín orð mitt lífga líf,
líka þó deyi,
þar við óbilug blíf,
bregðast þau eigi.
Því verður þelið hraust,
þó dauðinn komi,
lukkast mér lofað traust
líká í Guðs dómi.
Mína eg fundið fæ
fagnaðar-glaða,
sem blómgað sumarfræ
sætra laufblaða.
(H.P.)
Guð blessi minningu mætrar
konu.
Lárus og María Ágústsbörn.
Kristín eða Stína, mamma henn-
ar Maju bestu vinkonu minnar, var
einstaklega lífsglöð og kraftmikil
kona. Hún var svo dugleg og rösk,
var alltaf kát og hress. Hún var
heiðarleg. Hrein og bein. Ég man
ekki eftir að hún kvartaði eða segð-
ist vera þreytt á öllum verkefnun-
um, hún bara gerði hlutina, bros-
andi og kát, með rauðar kinnar. Ég
man svo vel eftir Stínu að þvo bakið
á Bubba sínum. Ég man svo vel eft-
ir henni, glæsilegri í reiðgallanum
sínum á leið í hesthúsin. Ég man
svo vel eftir Stínu við stóru pottana
í eldhúsinu, að elda ofan í stóru fjöl-
skylduna sína og líflegu matartím-
unum og kaffitímunum þar sem tal-
að var um stjórnmál og alls konar
flókin mál, að mér fannst. Fjöl-
skyldan var stór, en alltaf var pláss
fyrir gesti, enda létu þeir mjög
reglulega sjá sig á heimilinu við
Hlíðarveg 21, sem var beint á móti
þar sem ég átti heima.
Ég var nefnilega svo heppin að
besta vinkona mín átti heima í hús-
inu á móti mínu. Ég var svo heppin
að við Maja gátum verið saman allt-
af þegar við vildum. Ég var svo
heppin að fá að vera hluti af þessari
stóru og skemmtilegu fjölskyldu.
Að þeirra heimili var nánast mitt
annað heimili í mörg ár, að vera vel-
komin öllum stundum og ganga allt-
af að opnu húsi. Ég á Stínu mikið að
þakka.
Þær voru til að mynda ófáar næt-
urnar sem ég fékk að gista hjá
Maju, þar sem ég lærði fallegar
bænir, eins og þessa sem gott er að
fara með á sorgarstundu sem þess-
ari:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku Maja mín, Bubbi minn,
Gústa, Siggi, Kiddi, Bjössi og Stev-
en Björn litli, megi Guð og engl-
arnir hans styrkja ykkur í sorginni.
Ragna Sæmundsdóttir.
KRISTÍN
BÖGESKOV
✝ Gunnlaug MaídísReynis fæddist á
Húsavík 24. júlí 1930.
Hún lést á hjúkrunar-
heimilinu Víðihlíð í
Grindavík 15. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Einar
Jósefsson Reynis,
pípulagningamaður
á Húsavík og síðar
skrifstofumaður í
Reykjavík, f. 25. nóv.
1892, d. 16. júní 1979,
og kona hans, Arn-
þrúður Gunnlaugs-
dóttir Reynis, f. 9. ágúst 1897, d.
25. júní 1977. Systkini Gunnlaug-
ar Maídísar eru Anna Soffía, f.
1923, Jósef Sigurður, f. 1925 og
Arnhildur Hólmfríður, f. 1933.
Gunnlaug Maídís giftist 21. júní
1952 Ólafi Valgeiri Sverrissyni
skipstjóra, f. 29. maí 1932. Börn
þeirra eru: 1) Guðmundur Sverrir,
f. 3. maí 1952, kvæntur Guðmundu
Jónsdóttur og eiga
þau þrjú börn og
þrjú barnabörn. 2)
Arnþrúður Soffía, f.
6. ágúst 1953, gift
Tryggva Leóssyni
og eiga þau þrjú
börn. 3) Einar Jón, f.
2. ágúst 1955, hann á
tvö börn. 4) Jósef
Kristinn, f. 23. jan.
1957, kvæntur Hildi
Guðmundsdóttur og
eiga þau þrjú börn
og tvö barnabörn. 5)
Sigurður, f. 5. júlí
1960, kvæntur Sigríði Ágústsdótt-
ur og eiga þau þrjár dætur. 6)
Arnar, f. 25. ágúst 1961, kvæntur
Kolbrúnu Pálsdóttur og eiga þau
einn son. 7) Valborg Anna, f. 15.
okt. 1965, gift Elíasi Péturssyni og
eiga þau þrjá syni.
Útför Gunnlaugar Maídísar fer
fram frá Grindavíkurkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Mér brá mjög, þegar hringt var
og sagt að þú ættir jafnvel ekki eft-
ir nema nokkra tíma Gullý mín.
Það er erfitt að þurfa að kveðja
þig, en vonandi líður þér betur þar
sem þú ert núna.
Þegar ég kom inn í þína fjöl-
skyldu fyrir 22 árum, þá tókuð þið
Óli á móti mér og dóttur minni,
henni Sirrý, með mikilli alúð og
hlýju í okkar garð. Síðan fluttum
við í Grindavik og þá var oft mikið
að gera.
Yfirleitt á vorin voru settar nið-
ur kartöflur og síðan teknar upp á
haustin. Oft var farið í berjatúra í
nágrenni Grindavíkur með kaffi og
brauð. Þú hafðir alltaf nóg að gera,
búa til sultu og saft og gerðir bestu
rabbarbarasultu sem til er í heimi.
Ekki stóð á því að passa barna-
börnin, þú varst alltaf til taks og
varst dætrum okkar Sigga einstak-
lega góð amma. Þær voru alltaf að
máta skóna þína, og nutu hverrar
mínútu hjá þér og er þín sárt sakn-
að af þeim. Takk fyrir allar sam-
verustundirnar sem við áttum sam-
an. Guð geymi þig og hvíl í friði.
Sigríður Ágústsdóttir.
Elsku amma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Guð geymi þig, þínar sonardæt-
ur
Sigríður, Hekla Maídís
og Anna Fanný.
GUNNLAUG
MAÍDÍS REYNIS