Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ÞAÐ er fremur dræmur afli í netin í Faxaflóanum þessa dagana. Hermann Magnússon og félagar hans í áhöfninni á netabátnum Hring GK frá Hafnarfirði láta tregfiskiríið hins vegar ekki á sig fá, enda alvanalegt að dauft sé yfir aflabrögðunum á þessum árstíma. Morgunblaðið/Þorkell Á netum í Flóanum  Tregfiskirí/C2–C3 HÓPUR, sem í eru meðal annars nokkrir hluthafar í SÍF, gerði á þriðjudag tilboð í öll hlutabréf Ís- landsbanka í SÍF og SH. Þetta hefur fengist staðfest hjá Íslands- banka og Ólafur Ólafsson, varafor- maður í stjórn SÍF, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 1.960 milljónir króna en það rann út í gærmorgun án þess að form- legt svar hefði borist, að sögn Ólafs. Hann segir að hugsanlega verði tilboðið endurnýjað. Ólafur segir hópinn á bak við til- boðið skipaðan nokkrum aðilum sem sé umhugað að hagsmunir Ís- lendinga og þessara tveggja fyr- irtækja séu varðir. „Við teljum að margs konar hagsmunir bankanna kunni að hanga á spýtunni en þetta mál SÍF og SH er mjög vandmeðfarið. Þetta snýr að hagsmunum fjölda starfsmanna hér heima og erlend- is. Þetta snýr enn fremur að því að þetta eru þjónustufyrirtæki sem eru mjög háð sínum viðskiptasam- böndum. Annars vegar hjá íslensk- um og erlendum birgjum og hins vegar hjá erlendum kaupendum.“ Engin áhætta tekin „Okkur hefur þótt bankarnir ganga mjög hart fram í þessu máli. Þeir hafa kvartað yfir að eiga mikið í þessum félögum og Íslandsbanki hefur nefnt erlenda aðila í því sambandi. Til þess að losa Íslandsbanka undan þessari stöðu og til að tryggja að sölu- samtökin verði áfram á forræði Ís- lendinga þá buðumst við til að kaupa hlut Íslandsbanka í báðum félögunum. Það skiptir okkur Íslendinga grundvallarmáli að við ráðum yfir fiskveiðilögsögu okkar og höfum sjálfstæði í okkar sjávarútvegs- stefnu. Það skiptir okkur líka grundvallarmáli að við ráðum yfir sölu- og dreifikerfi eigin afurða. Þessi hópur er ekki tilbúinn til að taka neina áhættu um eignarhlut Íslendinga í þessum fyrirtækjum,“ segir Ólafur. Buðust til að kaupa hluti Íslandsbanka í SÍF og SH TVÖ af hverjum þremur tölvuskeytum sem fóru í gegnum póstþjóna í gær voru tölvuveir- an SoBig.F@mm, en veiran gerði fyrst vart við sig á þriðjudag. Að sögn Friðriks Skúlasonar hjá Friðriki Skúlasyni ehf. var hlutfallið komið upp fyrir 72% meðal þeirra fyrirtækja sem nýta sér póstsíu Friðriks Skúlasonar ehf., en venju- lega er þessi smittala í kringum 2-3%. Hjá netþjónustu Landssímans höfðu um 160 þúsund skeyti verið stöðvuð um miðjan dag í gær og tæplega 200 þúsund sýkt skeyti voru stöðvuð á póstþjóni Og Vodafone í gær. Mikill fjöldi hafði einnig verið stöðvaður af Margmiðlun ehf. en póstþjónninn þeirra lá niðri milli níu og tólf í gærmorgun vegna álags. Þá var álagið á póstþjónum Háskóla Ís- lands meira en áður hefur þekkst og víða löm- uðust póstkerfi fyrirtækja í lengri eða skemmri tíma. Viðskiptavinir Kauphallar Ís- lands þurftu að fara með gögn á disklingum í gær því póstkerfi Kauphallarinnar annaði ekki að taka við pósti. Fékk 40 þúsund tölvuskeyti „Stærsti skaðinn sem þessi vírus veldur fólki er að hann fyllir upp pósthólfin,“ segir Friðrik Skúlason. Hann segist vita til þess að einn einstaklingur hafi fengið 40 þúsund tölvuskeyti með veirunni. Friðrik telur að í versta falli ljúki faraldrinum 10. september nk., en veiran er forrituð þannig að hún hætt- ir að virka og eyðir sjálfri sér þann dag. Yfir 72% tölvu- skeyta sýkt  Tvö/4 Póstsía Friðriks Skúlasonar VERÐ á svínakjöti hefur lækkað um rúmlega 25% á einu ári. Mjög góð sala hefur verið í svínakjöti, en að sama skapi hefur dregið úr sölu á lambakjöti. Birgðir af lambakjöti voru 11% meiri 1. ágúst sl. en á sama tíma í fyrra. Útlit er fyrir að auka verði útflutning á kjöti, en það hefur í för með sér kjararýrn- un fyrir bændur sem kemur til við- bótar þeirri lækkun sem afurða- stöðvar hafa boðað á verði til bænda. „Staðan er hrikaleg. Það er ekk- ert hægt að orða það á annan hátt. Kjötmarkaðurinn er allur í upp- námi vegna offramboðs á kjöti,“ segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, um stöð- af allri framleiðslu yrðu flutt á er- lenda markaði, en miðað við birgðastöðu þyrfti þetta hlutfall að fara upp í a.m.k. 35%. Óvíst er hins vegar hvort gerð verður tillaga um svo mikla hækkun, en á síðasta ári fór ráðherra ekki að tillögu Bændasamtakanna um að hafa hlutfallið 28%. „Birgðir eru of miklar. Það þyrfti að ákveða útflutningsskyldu með tilliti til þess og flytja þessar birgðir út, en það væri ákveðin uppgjöf gagnvart markaðinum að láta svínakjötið flæða inn á und- irverði og flytja út lambakjöt í staðinn,“ sagði Ari. ur lækkað um rúmlega 25% á einu ári. Verð á kjúklingum í júlí var 21% lægra en í sama mánuði í fyrra. Verðið hefur hins vegar hækk- að að undanförnu. Af- koma framleiðenda í þessum tveimur grein- um er slæm og telja svínabændur að verð til þeirra, sem í dag er 120–130 kr. á kíló, þyrfti að hækka um 100 kr. til að þeir fái fyrir framleiðslukostnaði. Ekki liggur fyrir hvaða tillögu Bændasamtökin gera til ráðherra um útflutningsskyldu lambakjöts í haust. Í fyrra var ákveðið að 25% una sem nú blasir við sauðfjárbændum. Sala á lambakjöti er 8,4% minni á síðustu tólf mánuðum en á tólf mánuðum þar á und- an. Um síðustu mán- aðamót voru til í land- inu um 2.000 tonn af lambakjöti en það er 11% meira en á sama tíma í fyrra. Eftir er að flytja út 160 tonn af kjöti á erlenda markaði. Þarf að flytja meira út Skýringin á minni sölu er ekki síst mjög lágt verð á svínakjöti og kjúklingum. Verð á svínakjöti hef- Ari Teitsson segir stöðuna í sauðfjárrækt vera hrikalega Svínakjöt hefur lækk- að um 25% á einu ári       *!##/-5!(6 -&0"> ;#(#0"> 6*/#0"> #$9#0"> (#0">  //#0">6>( -&!0 EF 'GFH 'IFI 'GFJ 'KFK 'HF '1FL EHFG M M M M M M M M Lambakjötsbirgðir í landinu eru 11% meiri nú en í fyrra  Verð til/26 AFURÐIR af fyrstu hrefnunni verða seldar í kjötborðum Hag- kaupa í dag en samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins mun kílóið kosta 1.098 krónur. Halldór Sigurðsson ÍS veiddi stóra hrefnu norður af landinu í gær að sögn forstjóra Hafrann- sóknastofnunar. Halldór ætlaði að halda áfram veiðum og reyna að ná fleiri hrefnum. Njörður var ekki á sjó í gærkvöldi og slæmt veður var fyrir sunnan land þar sem Sigurbjörgin var. Hrefnan kostar 1.098 kr./kg  Kílóið/6 ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu sigraði Færeyinga, 2:1, í miklum baráttuleik í 5. riðli undankeppni Evrópumótsins í Þórshöfn í gærkvöldi. Eiður Smári Guðjohnsen og Pétur Hafliði Marteinsson skoruðu mörk íslenska liðsins og skoraði Pétur sigurmarkið 20 mín- Íslendingar eiga eftir að mæta Þjóðverjum tvívegis, á Laugardalsvelli 6. september og ytra 11. október. Á myndinni fallast markaskorararnir Pétur H. Marteinsson og Eiður Smári Guðjohnsen í faðma eftir sigurmark þess fyrrnefnda. útum fyrir leikslok. Með sigrinum skutust Ís- lendingar á topp riðilsins og eiga þar með enn von um að komast í úrslitakeppnina í Portú- gal á næsta ári. Íslendingar hafa tólf stig eftir sex leiki, Þjóðverjar hafa ellefu stig og Skotar átta, en báðar þjóðir hafa lokið fimm leikjum. Morgunblaðið/Kristinn Íslendingar í efsta sæti 5. riðils ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.