Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 40
FÆREYJAR – ÍSLAND 40 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þetta var tæpur sigur, en hannhafðist. Eins og Ásgeir Sig- urvinsson og Logi Ólafsson lands- liðsþjálfarar hafa hamrað á síðustu daga og vikur voru Færeyingar allt annað en auðveldir viðureignar. Þeir börðust af hörku, einkum í síðari hálfleik, og undirstrikuðu að það er allt annað en gefið að sækja vinning í hendur þeirra. En ein mistök urðu þeim að falli, og þau tókst íslenska liðinu að nýta sér, en mjórra gat vart munað. Ís- lenska landsliðið lenti í kröppum dansi en tókst með þolinmæði og nokkurri ákveðni að gera það sem krafist var af því, að vinna, og þeg- ar frá líður verður ekki spurt að því hvort það var tæpt eða ekki, það var tæpt en það tókst. Íslenska liðið fékk óskabyrjun með einkar fallegu marki Eiðs Smára Guðjohnsen á 5. mínútu þar sem hann nýtti styrk sinn og hraða til þess að snúa á færeyska varnarmenn eftir að knötturinn hafði fallið svo gott sem fyrir fæt- ur hans. Óvænt og góð byrjun sem íslenska liðinu tókst ekki að nýta sér, því tókst ekki að láta kné fylgja kviði þótt greinilegt væri að færeyska liðið væri sem slegið út af laginu, það átti ekki von á þess- ari stöðu svo snemma leiks. Næstu 20 mínútur hefðu með réttu átt að nægja til að skora eitt eða tvö mörk en þess í stað varð á tíðum nokkur pattstaða á leikvellinum, herslumun vantaði þó nokkrum sinnum upp á að sóknir Íslands gengju upp. Sendingar voru slakar og í stað þess að sækja hratt reyndu menn of mikið á eigin spýt- ur. Þegar á leið fyrri hálfleik færð- ist eilítið líf í færeysku leikmenn- ina en ekki nóg til þess að einhver ógn stæði af, samleikur þeirra var handahófskenndur. Síðustu 15 mínútur hálfleiksins voru rólegar og greinilegt að menn voru fegnir þegar flautað var til hálfleiks og aðkomast inn úr grenjandi rign- ingunni. Verðskulduð forysta ís- lenska liðsins í hálfleik var stað- reynd, en með meira áræði hefði hún getað verið stærri. Svo virtist í upphafi síðari hálf- leiks sem Færeyingum hefði ekki tekist að hrista af sér vonbrigðin í leikhléinu. Íslenska liðið var sterk- ara og Þórður Guðjónsson átti hættulegt skot að marki á 48. mín- útu sem Jákup Mikkelsen varði vel. Íslenska liðið varð hins vegar fljótt værukært, miðvallarleik- mennirnir bökkuðu of mikið og hættu að sækja og héldu knett- inum illa og ef undan er skilið ágætt færi Eiðs Smára á 60. mín- útu gerðist fátt í sókn Íslands. Færeyingum óx ásmegin á nýj- an leik þegar þeir sáu að íslenska liðið róaðist. Harðar sóknir buldu á íslenska markinu og svo kom að heimamenn jöfnuðu verðskuldað metin á 65. mínútu. Markið var sem köld gusa framan í leikmenn íslenska liðsins, en hún var verð- skulduð, eitthvað þurfti til að koma mönnum upp á tærnar á nýj- an leik. Aðeins einni mínútu eftir jöfnunarmarkið fékk Helgi Sig- urðsson sannkallað dauðafæri er hann slapp inn fyrir vörn gestanna hægra megin en Mikkelsen í markinu varði skot Helga í horn. Sex mínútum síðar skoraði Pétur Marteinsson markið sem reyndist skilja liðin að þegar upp var stað- ið, e.t.v. ekki fallegasta mark leiks- ins, en það vó þungt. Markið kom upp úr hornspyrnu Þórðar á 70. mínútu þar sem Mikkelsen mark- vörður misreiknaði sig illa í út- hlaupinu og Pétur var skyndilega óvaldaður á markteig og spyrnti knettinum í markið. Pétur hafði fengið gott færi til að skora með skalla í fyrri hálfleik og var ákveð- inn í því að brenna ekki af í síðara sinnið. Eftir að íslenska liðið komst yfir á nýjan leik reyndu Færeyingar hvað þeir gátu að jafna metin en þrátt fyrir eindreginn vilja tókst það ekki þótt stundum skylli hurð nærri hælum. Síðustu mínúturnar voru lengi að líða, en svo kom lokaflaut spænska dómarans og þá var tími til kominn hjá íslensku leikmönnunum að stíga sigurdans í rökkrinu og rigningunni á Tórs- velli. Erfiðu og krefjandi verkefni var lokið, sigurinn sætur og kær- kominn, hann skipti öllu máli; ís- lenska landsliðið er komið í draumastöðu. Naumur sigur á Færeyingum í baráttuleik á Tórsvelli Óskirnar rætast ÓSKIR, vonir og þrár íslenska landsliðsins í knattspyrnu rættust í gærkvöldi þegar það lagði Færeyinga á Tórsvelli í Þórshöfn, 2:1, og komst þar með í efsta sæti 5. riðils undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Hin djarfa áætlun landsliðsþjálfaranna þegar þeir tóku við landsliðinu í vor hefur gengið upp, níu stig hafa unnist í síð- ustu þremur leikjum og sannkölluð óskastaða komin upp þegar tveimur leikjum er ólokið hjá Íslendingum, og vonir um að komast skrefi nær úrslitakeppni Evrópumóts en nokkru sinni fyrr hafa vaknað. Hver hefði trúað því að þetta gæti orðið raunin eftir raunir landsliðsins í fyrri hluta riðlakeppninnar? Hálfur sigur er unninn og hann er nokkru stærri en margir aðrir sigrar liðsins í gegnum tíðina. Ívar Benediktsson skrifar frá Þórshöfn „VIÐ erum sáttir með þrjú stig þó svo leikurinn sem slíkur hafi ekki verið neitt sérstakur af okkar hálfu. Þetta var erfiður leikur við mjög erfiðar aðstæður, blautan og þungan völl,“ sagði Helgi Sigurðs- son eftir leikinn í Þórshöfn. „Við vorum með fyrri hálfleik- inn eins og við vildum hafa hann og það var mjög gott að skora svona snemma leiks. Þeir gerðu af- skaplega lítið í fyrri hálfleiknum en komu rosalega sprækir í þann síðari og þá bökkuðum við of mik- ið og gáfum þeim eftir svæði þann- ig að þeir gerðu okkur lífið leitt. Við sýndum hins vegar styrk með því að skora snaggaralega eftir að þeir jöfnuðu. Markmiðið var að ná í þrjú stig og það tókst,“ sagði Helgi. „Við hættum að spila boltanum á milli okkar í síðari hálfleik þegar kappið hljóp í þá og fórum þess í stað að senda langar sendingar fram völlinn. Við töpuðum þessum boltum jafnharðan og bökkuðum allt of mikið þannig að þeir komu framar á völlinn. Eftir á að hyggja hefði sjálfsagt verið skynsamlegt að setja meiri pressu á þá og setja þá í meiri vandræði,“ sagði Helgi. Hann fékk fínt færi í síðari hálf- leik. „Þetta var ágætt færi en ég missti boltann aðeins of langt frá mér þegar ég fór framhjá varn- armanninum þannig að færið var nokkuð þröngt þegar það kom. Ég kom boltanum framhjá varn- armanninum en markmaðurinn náði að verja. Leikirnir í haust verða frábærir. Við erum eftir í riðlinum og það er nokkuð sem er nýtt fyrir Ísland. Þjóðverjar verða því að sækja því við mætum auðvitað fullir sjálfs- trausts eftir þrjá sigurleiki í röð,“ sagði Helgi. Mætum Þjóðverjum fullir sjálfstrausts „ÞAÐ var virkilega gaman að gera sitt fyrsta landsliðsmark og ekki var það verra að það skyldi tryggja sigurinn,“ sagði Pétur Hafliði Mar- teinsson kampakátur eftir sigurinn á Færeyingum í gærkvöldi. Pétur átti ekki að vera í leik- mannahópnum í gærkvöldi. „Ás- geir [Sigurvinsson þjálfari] talaði við mig snemma og þar sem Lárus Orri var tæpur átti ég alveg eins von á að vera í hópnum.“ Spurður hvort hann hefði ekki átt von á harðari leik þar sem bæði lið eru þekkt að baráttugleði sagði Pétur: „Jú, svona fyrirfram kannski. En við skoruðum snemma og höfðum þá nákvæmlega þar sem við vildum fram að hálfleik, þeir voru fyrir framan okkur og sköp- uðu sér ekki neitt. Í síðari hálfleik settu þeir í annan gír og við féllum í þá gryfju að bakka allt of mikið. Það má segja að við værum okkar verstu and- stæðingar í síðari hálfleik. Þó svo þeir hafi verið líklegir til að gera eitthvað sköpuðu þeir sér ekki mikið af færum. Ég geri mér grein fyrir því að leikurinn var ekki mikið fyrir augað. En sem betur fer tókst þetta allt á endanum hjá okk- ur og við erum búnir að ná mark- miðinu og því er næst á dagskrá að setja sér ný markmið fyrir leikina tvo í haust,“ sagði markaskorarinn. Ekki verra að fyrsta markið tryggði sigurinn Færeyjar 1 : 2 Ísland Leikskipulag: 4-4-2 Riðlakeppni EM Riðill 5, Tórsvöllur Miðvikudaginn 20. ágúst 2003 Aðstæður: Rigning, hlýtt og völlur háll. Áhorfendur: 3.416. Dómari: Eduardo Gonzalez, Spáni, 5. Aðstoðardómarar: Rafael Alonso, Carlos Lopez Villate Skot á mark: 12(4) - 10(5) Hornspyrnur: 3 - 8 Rangstöður: 3 - 4 Leikskipulag: 3-5-2 Jákup Mikkelsen Pól Thorsteinsson (Jóhannis Joensen 78.) Jón Rói Jacobsen Óli Johannessen Súní Olsen Christian H. Jacobsen Julian Johnsson Jann Inge Petersen Rógvi Jacobsen John Petersen (Helgi N. Petersen 78.) Andrew av Flötum (Hjalgrím Elttör 56.) Árni Gautur Arason Pétur Marteinsson M Ólafur Örn Bjarnason M Hermann Hreiðarsson Þórður Guðjónsson M Jóhannes Karl Guðjónsson Brynjar Björn Gunnarsson (Arnar Grétarsson 71.) Rúnar Kristinsson (Heiðar Helguson 77.) Arnar Þór Viðarsson M Eiður Smári Guðjohnsen M Helgi Sigurðsson (Indriði Sigurðsson 84.) 0:1 (5.) Ólafur Örn Bjarnason sendi langa sendingu fram völlinn, Helgi Sigurðs- son stökk upp og skallaði. Boltinn fór út á völlinn á ný þar sem Eiður Smári Guðjohnsen náði honum, lék á varnarmann og komst að vítat- eignum vinstra megin og sendi boltann með vinstra fæti neðst í hægra markhornið. 1:1 (65.) Færeyingar sendu boltann fyrir mark Íslendinga frá hægri kanti. Boltinn barst á móts við stöngina fjær þar sem hann var skallaður til baka á Rógvi Jacobsen, sem var einn á miðjum markteignum og hann skall- aði í netið. 1:2 (70.) Þórður Guðjónsson tók horn frá vinstri, varnarmaður reyndi að skalla frá en náði ekki til knattarins sem barst á móts við stöngina fjær þar sem Pétur Hafliði Marteinsson náði með hörkunni að reka hægri fót- inn í boltann og skora. Hans fyrsta landsliðsmark. Gul spjöld: Christian H.Jacobsen (75.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin. AÐSÓKNIN að leik Færeyinga og Íslendinga á Tórsvelli í gærkvöldi olli heimamönnum miklum von- brigðum en áhorfendur voru aðeins 3.416. Skýringuna er fyrst og fremst að finna í háu miðaverði en fullorðnir þurftu að greiða 250 fær- eyskar krónur, um 2.700 íslenskar krónur, í aðgangseyri. Það er sama verð og á leik Færeyinga gegn Þjóðverjum fyrr í sumar en hins vegar kostaði 170 krónur á fyrsta heimaleik Færeyinga í keppninni, gegn Skotum síðasta haust. Ekki bætti úr skák að það rigndi í Þórs- höfn , en engin af stúkunum þrem- ur við völlinn er yfirbyggð. Tórs- völlur tekur 6.000 manns í sæti. Of hátt miðaverð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.