Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í KRINGUM 2.800 eldislaxar sluppu úr sjókví við höfnina í Neskaupstað í gærmorg- un. Laxinn kom frá Víkurlaxi í Eyjafirði í fyrrinótt og átti að bíða slátrunar í geymslukví í höfninni. Gat kom á kvína sem olli því að laxinn slapp en sjókvíar eru aðeins leyfilegar á fáum stöðum við Ísland. Hætta er talin á að lax sem slapp geti blandast villt- um laxastofnum og raskað þanning lífríki ánna. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, segir tjónið fyrst og fremst liggja í álitshnekkinum fyrir fisk- eldi. Óðinn Sigþórsson, formaður Landssam- bands veiðifélaga, fer fram á úttekt og rann- sókn á starfseminni í kringum laxeldi. Ekkert formlegt leyfi Svo virðist sem ekkert formlegt leyfi hafi verið gefið út fyrir notkun á laxakvínni sem brast. Embætti veiðimálastjóra veitir leyfi til fiskeldis og gefur út rekstrarleyfi. Árni seg- ist hins vegar líta svo á að umrædd kví sé geymsluaðstaða við sláturhús og þar sé slátr- að ýmsum tegundum af fiski. „Við höfum ekkert með rekstrarleyfi að gera fyrir slíkan rekstur. […] Það hefur ekkert verið leitað til okkar varðandi þetta.“ Árni segist telja að það sé á hendi Fiski- stofu að veita leyfið þar eð Fiskistofa veiti leyfi í tengslum við slátrun og vinnslu á laxi. Þórður Ásgeirsson Fiskistofustjóri segir laxinn undir eftirliti stofnunarinnar eftir að búið sé að drepa hann. Hann segir það hlut- verk veiðimálastjóra að gefa út leyfi fyrir sjókvíar. „Þeir bera ábyrgð á laxeldinu og alla leið inn í sláturhús.“ Björgólfur Jóhannsson hjá Síldarvinnsl- unni gerir ráð fyrir að um 2.800 laxar hafi sloppið úr kvínni í gærmorgun. „Það voru um 4.000 laxar í bátnum en við erum búin að slátra um 1.200 löxum.“ Í gær höfðu um 60 laxar verið fangaðir en dagurinn fór að mestu í að leggja netin, að sögn Björgólfs. Hann reiknar með að ein- hverja daga taki að fanga allan laxinn í höfn- inni. Hann segir að 3–4 klukkutímar hafi liðið frá því að skipið losaði laxinn og þar til gatið á kvínni uppgötvaðist. Reiknað er með að fiskurinn sem slapp hafi farið út fyrir höfnina og því hefur verið lagt net víðast í kringum höfnina og í ósum Norðfjarðarár. „Ef að fisk- urinn leitar ekki út í ána held ég að hann lifi ekki lengi. Hann er vanur að fá sitt fóður og hefur ekki þurft að bjarga sér í náttúrunni. Núna erum við að vinna í því að lágmarka tjónið og vonumst til að ná sem mestu af fiski.“ Björgólfur sagði að beint fjárhagslegt tjón væri ekki það versta í þessu máli. „Þetta náttúrlega ákveðið fjárhagslegt tjón en ég myndi segja að stærsta tjónið liggi í álits- hnekkinum í kringum þetta,“ sagði Björg- ólfur og benti á að þetta hefði ekki verið eld- iskví heldur geymslukví sem kom með bátnum. „Þetta er bráðabirgðaaðstaða hjá okkur. Við erum að vinna að varanlegri lausn þannig að sláturfiskurinn verði á landi meðan hann bíður eftir slátrun.“ Getur veikt vistkerfi í ám Óðinn Sigþórsson, formaður Landssam- bands veiðifélaga, segir þetta vera alvarlegt umhverfisslys og augljóst að fyrirtækið hafi ekki farið að reglum. „Þetta sýnir það að eft- irlit með þessari starfsemi er ófullnægjandi. Við munum fara fram á það að þessi starf- semi sæti úttekt og rannsókn. Það er alveg ófrávíkjanleg krafa.“ Samkvæmt veiðitölum Veiðimálastofnunar veiddust alls 33.767 laxar í stangveiði sum- arið 2002. Af þeim var 5.985 sleppt aftur og var heildarfjöldi landaðra laxa því 27.782 lax- ar. Í netaveiði var aflinn 4.587 laxar í fyrra- sumar. Óðinn bendir á að á Íslandi er sérstakur laxastofn í hverri á sem hefur mótast af um- hverfinu á viðkomandi stað. Ef eldisfiskur nær fótfestu í á blandast hann stofninum sem er fyrir og veikir vistkerfið. „Styrkur íslensku laxastofnanna felst í því að þeir hafa fengið að vera í friði í sínum ám. Það sem lifir af þessum laxi mun verða kyn- þroska og leita til hrygninga eins og náttúran býður upp á. Reynslan erlendis frá sýnir að eldislaxar eru duglegir við að hrygna í ám.“ Óðinn segir að þegar þessi lax var fluttur frá Noregi á 9. áratugnum hafi verið gert samkomulag um að hann mætti eingöngu ala í strandeldisstöðum en ekki í sjókvíum. Síðar var svo vikið frá þessu samkomulagi og heim- ilað að fara með laxinn í sjókvíar. „Við mót- mæltum því á sínum tíma en þetta var leyft. Við höfum bent á það að þetta geti haft alvar- legar afleiðingar fyrir lífríkið hérna þegar til lengri tíma er litið. Það er að koma í ljós að þessi viðvörunarorð eiga fullan rétt á sér. Þetta leiðir ekki síður hugann að því að það þarf að hugsa til þess að einvörðungu verði leyft að nota geltan fisk í fiskeldi við sjó við Ísland,“ segir Óðinn. Aðeins örfá prósent kynþroska Gísli Jónsson, dýralæknir fiskskjúkdóma hjá embætti yfirdýralæknis, segir eldislaxinn vera stóran sláturfisk og aðeins örfá prósent hans sem gætu verið kynþroska. „Þeir leita ekki upp í árnar nema þeir séu kynþroska. Ferill laxa sem sleppa út á þessu stigi er þannig að þeir dóla sér bara á svæðinu. Þeir sem eru kynþroska gætu svo leitað upp í árn- ar þegar hallar að hausti,“ segir Gísli. „Það ber að harma það að svona slys komi upp. Þetta er þó það sem alltaf má búast við þar sem mannana verk eru, þar geta orðið mann- leg mistök. Hvað varðar sjúkdómahættu, eru þarna engir smitsjúkdómar. Þetta var allt heilbrigður fiskur á leið í slátrun. Annars myndum við taka þetta mun fastari tökum.“ Árni Ísaksson veiðimálastjóri segist horfa á þetta mál alvarlegum augum.Varðandi reglur um eldisfisk segir hann að til séu drög að reglugerð um búnað og innra eftirlit í lax- eldisstöðum sem ráðgert. Árni segir reglu- gerðina nánast tilbúna hjá landbúnaðarráðu- neytinu og segist vænta þess að ekki líði langur tími þar til hún verði gefin út. Hins vegar eru fyrir reglur um hvar eldislax megi vera í sjókví við Íslands og hvar ekki en Austfirðir eru einn fárra staða þar sem það er leyfilegt. Embætti veiðimálastjóra hefur veitt heim- ild fyrir því að ná sem mestu af fiskinum aft- ur með því að leggja net í höfnina og í kring- um hana. „Það fara menn á mínum vegum austur til þess að fylgjast með þessu og leggja mat á málið. Við höfum þungar áhyggjur af þessu og komum til með að gera þær kröfur að geymsluaðstaðan fyrir eld- islaxinn verði flutt á land. “ U.þ.b. 2.800 eldislaxar sluppu úr bráðabirgðasjókví í höfnina í Neskaupstað í gær Óljóst hver átti að gefa út leyfið Ljósmynd/Kristín Ágústsdóttir Lögð hafa verið net í höfnina á Neskaupstað og víðsvegar í kring til að reyna að ná laxinum. ÓHÆTT er að áætla að mörg hundr- uð þúsund, jafnvel yfir milljón, tölvu- skeyta hafi verið send á Íslandi í tengslum við tölvuorminn So- Big.F@mm sem fyrst gerði vart við sig á þriðjudagsmorgun. Netþjón- ustufyrirtæki sögðu að tvö af hverj- um þremur tölvuskeytum sem færu í gegnum póstþjóna í gær væru tölvu- veiran. Póstþjónar eru tölvurnar sem sjá um að miðla pósti til notenda. Þetta hlutfall var komið yfir 70% meðal þeirra fyrirtækja sem nýta sér póstsíu Friðriks Skúlasonar ehf. klukkan sjö í gær og hækkaði stöðugt eftir því sem leið á daginn. „Venju- lega er þessi smittala í kringum tvö til þrjú prósent. Hingað til hefur þótt mikið ef þessi tala fer upp í fimm pró- sent. Þetta er svoleiðis búið að slá öll met að það er bara ekki fyndið,“ segir Friðrik Skúlason. Hjá netþjónustu Landssímans höfðu um 160 þúsund skeyti verið stöðvuð um miðjan dag í gær og Og Vodafone gaf út tilkynningu um að tæplega tvö hundruð þúsund sýkt skeyti hefðu verið stöðvuð á póstþjóni fyrirtækisins í gær. Mikill fjöldi hafði einnig verið stöðvaður af Margmiðl- un ehf. en póstþjónninn þeirra lá niðri milli níu og tólf í gærmorgun vegna álags. Mikið álag á póstþjónum Þá var álagið á póstþjónum Há- skóla Íslands meira en áður hefur þekkst. Víða lömuðust póstkerfi fyr- irtækja í lengri eða skemmri tíma og tölvupóstur var lengi að komast til skila í mörgum tilvikum þar sem póstþjónar voru ofhlaðnir við að vinna úr öllum þeim fjölda tölvu- skeyta sem borist höfðu fyrir tilstilli veirunnar. Póstkerfi Kauphallar Íslands ann- aði ekki að taka við pósti í gær og þurftu viðskiptavinir að fara með gögn á disklingum. Mörg önnur fyr- irtæki áttu í miklum erfiðleikum með tölvupóstsamskipti. Veiran breiðist út með þeim hætti að sýking berst sem viðhengi í tölvu- pósti. Þegar veiran hefur komið sér fyrir í sýktri vél leitar hún að öllum textastrengjum sem líkjast netföng- um sem vistuð eru á vélinni, hvort sem það er í netfangaskrám eða á vistuðum vefsíðum í svokölluðu cache-minni tölvunnar. Sýkta tölvan sendir svo veiruna út á öll þau net- föng sem aflað hefur verið. Veiran þykir óvenjulega vel úr garði gerð og er hún því óhemjuskilvirk við að dreifa sér áfram og nýtir alla þá bandvídd sem sýkt tölva hefur yfir að ráða. Í veirunni er sérstakt póstsend- ingarforrit svo sendandi veirunnar verður ekki var við að verið sé að nota tölvuna hans til þess að dreifa henni. Þegar tölvan sendir frá sér póst með veirunni falsar hún eigið netfang svo viðtakandinn sér hvaðan veiran berst. Starfsmenn hjá netþjónustufyrir- tækjum fullyrða að engin tölvuveira hafi náð eins mikilli dreifingu hér- lendis á eins skömmum tíma og So- Big.f@mm. Þetta veldur miklu álagi á póstþjóna fyrirtækja en hefur einn- ig áhrif á einstaka notendur því hver notandi hefur einungis yfir takmörk- uðu gagnamagni að ráða á póstsvæði sínu. Þegar þetta svæði fyllist stöðv- ast allur póstur sem sendur er á við- komandi netfang og kemst því ekki til skila. Tölvuveiran, sem vinnur lítinn skaða á vélunum sjálfum, veldur því fyrst og fremst tjóni með því að ræna gagnaplássi frá notendum. Tekur mikið pláss frá notendum „Stærsti skaðinn sem þessi veira veldur hjá fólki er að hún fyllir upp pósthólfin,“ segir Friðrik Skúlason. Hann segist vita til þess að einn ein- staklingur hafi fengið fjörutíu þúsund tölvuskeyti með veirunni. Friðrik segir að vélar sem eru sí- tengdar við Netið, t.d. með ADSL- tengingu, geti mokað út gögnum. Sendingarforritið, sem er innifalið í veirunni, notar marga þræði sem þýðir að hægt er að senda mikinn fjölda af skeytum út samtímis, ekki eitt í einu. Þetta er eiginleiki sem ruslpóstsendendur nota til að há- marka nýtingu á bandvídd en ekki er vitað til þess að tölvuveira hafi búið yfir slíkum eiginleika áður. Þar sem veiran villir á sér heim- ildir þegar hún framsendist geta tölvupóstnotendur átt á hættu að fá tilkynningar frá kerfisstjórum um að borist hafi tölvuveira frá viðkomandi notanda, þótt það eigi ekki við rök að styðjast. Þetta eykur enn á umferð gagnslausra tölvupóstsamskipta sem teppir sendingar á lögmætum tölvu- skeytum. „Í versta falli verður þessi faraldur búinn 10. september. Í besta falli verða það margir búnir að upp- færa veiruvarnabúnað sinn fljótlega að það fari að draga úr þessu,“ segir Friðrik. Veiran er forrituð þannig að hún hættir að virka, og eyðir sjálfri sér 10. september nk. Talið er líklegt að fljótlega upp úr því muni nýtt af- brigði veirunnar líta dagsins ljós sem gæti orðið enn skæðara en það sem nú hrellir tölvunotendur. SoBig.F@mm veldur miklum vandræðum á Netinu. Dæmi eru um að þurft hafi að slökkva á póstþjónum Tvö af hverjum þremur tölvu- skeytum sýkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.