Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ DANSAÐU HANDFRJÁLS ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 21 88 6 0 8/ 20 02 Handfrjáls búnaður Samlituð vindskeið Hágæða hljómtæki Lúxus innrétting COROLLA - MOBILE Vertu í góðu sambandi. Komdu strax. Prófaðu nýjan Corolla Mobile með handfrjálsum búnaði, Sedan, Hatchback eða Wagon. Corolla Mobile er hlaðinn nýjungum, innréttingin er ríkuleg og tónlistin dunar í hágæða hljómtækjum með 6 hátölurum. Corolla Mobile er glæsilegur bíll að utan sem innan. Við bjóðum þér upp.... í reynsluakstur. www.toyota.is Matti Vanhanen MATTI Vanhanen, forsætisráð- herra Finnlands, og danskur starfs- bróðir hans, Anders Fogh Rasm- ussen, sögðu nýlega á sameiginlegum blaðamannafundi í Helsinki að þeir myndu sameina krafta sína til að freista þess að fá ákveðnar breytingar gerðar á drög- um að nýjum stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins (ESB), á ríkja- ráðstefnu sambandsins sem um þau munu fjalla í Róm í haust. Meðal helztu markmiða með hin- um nýja sáttmála er að tryggja skil- virkni í ákvarðanatöku og stofnana- uppbyggingu sambandsins eftir að aðildarríkin verða orðin 25 og síðar fleiri, en tíu ríki bætast í raðir sam- bandsins á vori komanda, 1. maí 2004. Vissar áhyggjur af stofnanaþætti „Við höfum vissar áhyggjur af stofnanaþættinum; af áformunum um að koma á embætti varanlegs forseta leiðtogaráðsins; og af áform- uðu hlutverki leiðtogaráðsins sem ESB-stofnunar,“ sagði Vanhanen. Í leiðtogaráði ESB sitja ríkis- stjórnarleiðtogar allra aðildarríkj- anna. Það hittist a.m.k. tvisvar á ári og tekur ákvarðanir með samhljóða samþykki. „Og hvernig högum við skipan framkvæmdastjórnarinnar? Þetta eru erfiðustu atriðin hvað varðar stofnanaþáttinn sem við þurfum að ræða á ríkjaráðstefnunni,“ sagði Vanhanen. Á ríkjaráðstefnunni, þar sem ráðamenn hinna 15 núverandi og 10 verðandi aðildarríkja sam- bandsins munu koma saman í Róm hinn 4. október næstkomandi, er ætlunin að leggja lokahönd á nýja stjórnarskrársáttmálann, en sér- stök undirbúningsráðstefna, svo- nefnd Framtíðarráðstefna ESB, lagði fram drög að henni í sumar eftir rúmlega árslangt starf. Í drögunum er m.a. lagt til að nýtt embætti varanlegs forseta leið- togaráðsins komi í stað þess að að- ildarríkin skiptist á um ESB-for- mennskuna á hálfs árs fresti; að stofnað verði nýtt embætti utanrík- isráðherra ESB; að málefnasviðum verði fækkað þar sem ákvarðanir eru teknar með samhljóða sam- þykki og að skilvirkni fram- kvæmdastjórnarinnar skuli tryggð með því að aðeins viss kjarni með- lima hennar fari með vald til ákvarðanatöku. Rasmussen sagði dönsku stjórn- ina almennt geta sætt sig við flest í sáttmáladrögunum, en tók þó fram að það væru viss atriði sem hún myndi vilja fá hnikað til. Minntist hann í þessu sambandi á útfærsluna á hlutverki væntanlegs utanríkis- ráðherra ESB og um hlutverka- skiptingu milli meðlima hinnar breyttu framkvæmdastjórnar. Varast beri lokaða kjarna Báðir lýstu forsætisráðherrarnir vanþóknun sinni á þróun lokaðs varnarmálasamstarfskjarna innan ESB, eins og Frakkar, Þjóðverjar, Belgar og Lúxemborgarar hafa lagt drög að. Lögðu þeir Vanhanen og Rasmussen áherzlu á að slíkt sam- starf yrði að vera opið öllum aðild- arríkjunum. Ríkjaráðstefna um stjórnarskrársáttmála ESB framundan Danir og Finnar stilla saman strengi Helsinki. AFP. Anders Fogh Rasmussen FÓLK sem lifði af kjarnorku- sprenginguna í Híroshíma í Japan fordæmdi í gær áform Bandaríkja- manna um að stilla Enolu Gay, flug- vélinni sem kjarnorkusprengjunni var varpað úr á borgina þann 6. ágúst 1945, upp til sýnis fyrir al- menning. „Í okkar augum jafnast Enola Gay á við kjarnorkusprengjuna sjálfa,“ sagði Suna Tsuboi, 78 ára gamall framkvæmdastjóri Samtaka kjarnorkusprengjuskaðaðra í Hír- oshíma-sýslu. „Að stilla flugvélinni upp til sýnis er ekki aðeins móðgun við okkur heldur líka til þess fallið að varpa dýrðarljóma á kjarnorkusprengjuárásina,“ sagði hann. Flugvélin, ein af 15 B-29-vélum bandaríska flughersins sem árið 1945 var breytt sérstaklega til að geta tekið þátt í kjarnorkuárás, á að verða einn aðalsýningargrip- urinn í nýju húsnæði loftferða- og geimvísindadeildar Smithsonian- safnsins við Dulles-alþjóðaflugvöll- inn í Washington, en hið uppgerða „fljúgandi virki“ var sýnt fjölmiðla- fólki á mánudaginn. Samtök bandarískra upp- gjafahermanna sem börðust í síðari heimsstyrjöld hafa gagnrýnt að- standendur nýju sýningarinnar – sem ætlunin er að opna formlega þann 15. desember nk. – fyrir að beina sjónum um of að þjáningum japanskra fórnarlamba kjarn- orkuárásanna. Þeir segja að beiting hins nýja vopns hafi þvingað Jap- ana til uppgjafar og bundið þar með enda á heimsstyrjöldina síðari. Reuters Enola Gay glampar sem ný í nýju húsnæði loftferða- og geimvísindadeildar Smithsonian-safnsins. Hefur endurnýjun flugvélarinnar kostað 300.000 vinnustundir en hún er með 43 metra vænghaf og vegur rúmlega 62 tonn. Fordæma að Enola Gay verði til sýnis Tókýó. AFP. FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.