Morgunblaðið - 23.08.2003, Qupperneq 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 9
Nýtt - Mussur og skyrtur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
Glæsilegt dragtaúrval
Ullardragtir
Sparidragtir
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið í dag frá kl. 10.00—18.00, laugardag frá kl. 10.00—16.00.
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán.-fös. kl. 10-18 • lau. kl. 10-14.
Úrval af buxnadrögtum
Pelsar, verð frá 70 þús. - mokkajakkar, verð 15 þús. - skinnúlpur, verð 16 þús.
Allt ekta skinn - 2 fyrir 1 af öllu
Opið í dag, laugardag, kl. 11-15 og á morgun, sunnudag 24. ág. kl. 13-17.
Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.
ÚTSALA - Rýmum fyrir vörum
Við verðum í Kringlunni
í dag og á morgun og kynnum hauststarfsemi
förðunarskólans.
Útskriftarnemendur verða með förðunarsýningu,
tíska, tímabil, „body paint“ o.fl.
Skráning og upplýsingar um skólann á staðnum.
sími 544 8030
makeupforever.is
Auðbrekku 14,
Kópavogi
Næsta Jóga gegn kvíða námskeið með
Ásmundi Gunnlaugssyni hefst
25. ágúst - mán. og mið. kl. 20.
Næsta jógakennaraþjálfun hefst
5. - 7. september. Ásmundur heldur
kynningarfund laugardaginn 30. ágúst kl. 17:30.
Skráning í síma 544 5560
og á www.yogastudio.is
SKRÁÐUM nemendum í tónlistar-
skólum Reykjavíkur í vetur hefur
fjölgað um 514 frá því í fyrra. Þetta
var kynnt á fundi fræðsluráðs í gær
og segir Stefán Jón Hafstein, for-
maður ráðsins, 2.653 reykvísk börn
skráð í tónlistarnám á haustönn.
Rekur hann aukinn áhuga til
þeirrar ákvörðunar að borgin greiðir
nú einungis með tónlistarnámi
þeirra barna og unglinga sem búa í
Reykjavík. Við það hafi myndast
stóraukið svigrúm til að koma til
móts við óskir þeirra um að njóta
tónlistarnáms.
Samkvæmt Stefáni hafa framlög
Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla
hækkað um 32% frá árinu 2001 og
nema á þessu ári tæpum 600 millj-
ónum króna.
Stefán Edelstein, skólastjóri Tón-
menntaskóla Reykjavíkur, hefur
sent foreldrum barna í skólanum
bréf þar sem fram kemur að skólinn
hafi gripið til þess ráðs að hækka
skólagjöldin og loka skóladeildum til
að mæta 30% skerðingu fjárfram-
laga frá borginni. Skólinn uppfylli
tæpast lengur skilyrði námskrár
menntamálaráðuneytisins fyrir tón-
listarskóla.
Úthlutunarreglur samræmdar
Stefán Jón segir að vegna sam-
ræmingar á úthlutunarreglum til
tónlistarskóla í borginni hafi framlög
á hvern nemanda Tónmenntaskólans
lækkað miðað við aðra, enda hafi
skólinn notið mun hærri framlaga á
liðnum árum en aðrir skólar. Hann
segir til dæmi um aðra skóla sem fái
hærri framlög nú en áður á hvern
nemanda vegna þessarar samræm-
ingar.
Formaður fræðsluráðs segir að ef
Tónmenntaskólinn eigi undir högg
að sækja nú sé það einkum vegna
þess að við hann hafi verið sérlega
vel gert á liðnum árum, umfram
flestra aðra. Hann hafi átt ítrekuð
samtöl og fundi með Stefáni skóla-
stjóra vegna skólans, nú síðast í
fyrradag. Þar hafi komið fram að
nauðsynlegt væri að fara mjög vand-
lega yfir framkvæmd skólahalds og
greiðslu styrkja frá borginni og fullt
samráð yrði haft við skólastjóann um
það efni.
Stefán segir að það hafi verið trú
sín að þau mál væru í jákvæðum far-
vegi enda hafi skólastjórinn ekki lát-
ið annað í ljós, meðal annars í samtali
við sig fyrir réttri viku. Fráleitt sé af
honum að tala um menningarfjand-
samlega stefnu Reykjavíkurborgar í
ljósi talna um stóraukin framlög til
tónlistarkennslu almennt. Yfir 92%
aukning á framlögum á um það bil
áratug tali sínu máli.
Framlög til tónlistarkennslu hafa hækkað um 32%
Börnum í tónlistar-
skólum fjölgar um 514
LAUN kvenna á almennum markaði
hafa hækkað meira en karla á síðustu
árum. Samkvæmt tölum Kjararann-
sóknarnefndar hafa laun kvenna
hækkað um 28,3% frá fyrsta ársfjórð-
ungi 2000, þegar kjarasamningar
voru gerðir, til fyrsta ársfjórðungs á
þessu ári. Karlar hafa á sama tímabili
hækkað í launum um 25,4%. Sigurður
Bessason, formaður Eflingar, segir
að ástæðan fyrir þessum mun sé sú að
kjarasamningarnir gerðu ráð fyrir að
lægstu laun hækkuðu meira en önnur
laun og konur séu einfaldlega fleiri en
karlar í lægstu launaflokkunum.
Neysluverðsvísitala hefur hækkað
um 15,8% frá ársbyrjun 2000. Kaup-
máttaraukningin á samningstíma-
bilinu er því 10–13%.
„Kaupmáttur kvenna hefur aukist
meira á tímabilinu en karla og það
segir okkur það, sem við vissum fyrir,
að konur liggja neðar í þessum launa-
töflum. Við lögðum upp með það í síð-
ustu kjarasamningum að lækka
meira lægstu laun umfram önnur og
það hefur skilað sér með þessum
beina hætti,“ sagði Sigurður Bessa-
son.
Samkvæmt launavísitölu Hagstof-
unnar hafa laun á almennum markaði
hækkað um 26,5% frá ársbyrjun 2000.
Laun á almennum markaði hafa
hækkað um 25% og laun opinberra
starfsmanna og bankamanna hafa
hækkað um 28,8%.
Launabreytingar á almennum vinnumarkaði
Kaupmáttur kvenna
hefur aukist síðustu ár
PERSÓUVERND álítur að
heimilt hafi verið að fylgjast
með vaktmanni í Búnaðar-
bankanum með myndavélum í
september 2002, en myndir
sem náðust af manninum
leiddu til þess að á hann féll
grunur um refsivert brot og
var hann rekinn í kjölfarið.
Fram kemur í úrskurði
Persónuverndar að Búnaðar-
bankinn hafi komið fyrir
myndavélum á lokuðum skrif-
stofum þaðan sem talið var að
trúnaðarupplýsingar hefðu
horfið og hafi bankinn aflað
mynda af ferðum mannsins.
Málefnalegur tilgangur
Lagt var til grundvallar að
maðurinn hafði eða mátti hafa
vitneskju um staðsetningu
myndavélanna og þá rafrænu
vöktun sem viðhöfð var.
Vöktunin var því ekki talin
ólögmæt á þeirri forsendu að
bankinn hefði ekki frætt
manninn um hana, lögum
samkvæmt. Þá taldi Persónu-
vernd að vinnsla upplýsing-
anna hefði átt sér málefna-
legan tilgang. Persónuvernd
taldi því að vöktunin og
vinnsla myndefnisins hefði
ekki brotið í bága við lög um
persónuvernd og meðferð
persónuupplýsinga nr. 77/
2000.
Heimilt að
fylgjast
með vakt-
manni
FYRIRHUGAÐ er að halda opinn
fund um línuívilnun á Vestfjörðum
14. september næstkomandi en
hugsanleg upptaka línuívilnunar
hefur verið mikið til umræðu að
undanförnu. Guðmundur Halldórs-
son, trillusjómaður í Bolungarvík,
segir fundinn einkum hugsaðan fyr-
ir íbúa af Vestfjörðunum en að auki
hefur línuveiðimönnum úr Sand-
gerði verið boðið til fundarins. Auk
línuívilnunar verður rætt um stöðu
dagabáta en fækkun veiðidaga síð-
ustu ár er mikið áhyggjuefni að
sögn Guðmundar, sem er einn af
skipuleggjendum fundarins. Hann
segir að undirbúningur standi nú
yfir en reynt er að fá sem flesta til
að koma að fundinum, meðal ann-
ars bæjar- og sveitarfélög á Vest-
fjörðum auk verkalýðsfélaga og
sparisjóða.
„Það er mikil reiði í fólki enda
lofaði forsætisráðherra okkur línu-
ívilnun í vor. Þessi fundur er hugs-
aður til að sameina fólk frá Strönd-
um til Barðastrandarsýslu og snýst
fyrst og fremst um varnarbaráttu
byggðanna enda er sífellt verið að
skera niður við dreifðari strand-
byggðir,“ segir Guðmundur.
Fundurinn mun fara fram í
íþróttahúsinu á Ísafirði og hefjast
klukkan 14.
Stór fundur
um línuívilnun
á Vestfjörðum
www.nowfoods.com
FYRIRTÆKI TIL SÖLU
www.fyrirtaekjasala.is
FYRIRTÆKJASALA
ÍSLANDS
Síðumúla 15 • Sími 588 5160
Gunnar Jón Yngvason
lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali