Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 11
ÁKVÖRÐUN hreppsnefndar
Skeiða- og Gnúpverjahrepps að
hafna útfærslu Landsvirkjunar á
gerð Norðlingaölduveitu hefur sett
stækkun Norðuráls á Grundartanga
í uppnám. Til þessa hafa verið uppi
áform um að ráðast í þá framkvæmd
áður en mesta álagið verður við
gerð Kárahnjúkavirkjunar og álvers
Alcoa í Reyðarfirði, sem á að taka í
notkun árið 2007. Tímaáætlanir hafa
miðað við að 180 þúsund tonna álver
Norðuráls verði tilbúið til notkunar
í árslok 2005 eða byrjun árs 2006 en
eftir því sem lengra líður á þetta ár,
og framkvæmdir við Norð-
lingaölduveitu eru ekki hafnar,
eykst óvissan um hvort þessi áætlun
stenst. Forráðamenn Norðuráls
gefa sér þó tvo mánuði til viðbótar
og telja ekki ástæðu til að örvænta
ennþá. Telja þeir vel gerlegt að
stækka álverið á tveimur árum.
Áfram biðstaða í viðræðum
Landsvirkjun og Norðurál und-
irrituðu viljayfirlýsingu fyrir einu
ári um að unnið yrði að orkuöflun
vegna áforma um stækkun álversins
í tveimur áföngum, fyrst úr 90 þús-
und tonna ársframleiðslu í 180 þús-
und tonn og síðan upp í 240 þúsund
tonna álver. Reiknað var með að
Landsvirkjun myndi útvega orku
sem svarar til 70 MW afls í fyrri
áfanga og gert ráð fyrir að Orku-
veita Reykjavíkur og Hitaveita Suð-
urnesja myndu útvega hvor um sig
40 MW. Með úrskurði setts um-
hverfisráðherra, sem miðaði við að
fara með miðlunarlón út fyrir frið-
landsmörk Þjórsárvera, minnkaði
hlutur Landsvirkjunar. Upp á vant-
ar orku sem svarar til 10–15 MW
afls sem þarf þá að útvega með öðr-
um hætti. Ekki liggur fyrir hvaða
fyrirtæki komi til með að útvega þá
orku eða hvort henni verði skipt nið-
ur á fyrirtækin þrjú.
Að sögn Bjarna Bjarnasonar,
framkvæmdastjóra orkusviðs
Landsvirkjunar, hafa viðræður við
Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu
Suðurnesja um orkuöflunina verið í
biðstöðu síðustu vikur og verður svo
áfram, eða þar til að Landsvirkjun
hefur ákveðið hvort ráðist verði í
gerð Norðlingaölduveitu eða ekki.
Ljóst er að staða málsins verður
rædd vandlega á stjórnarfundi
Landsvirkjunar í byrjun september.
Bjarni segir að óneitanlega sé
upphaflegur tímarammi fram-
kvæmdarinnar orðinn þröngur og
mikil óvissa um hvort takist að út-
vega Norðuráli umbeðna orku á til-
settum tíma. Landsvirkjun muni
fara vandlega yfir stöðuna, nú eftir
að afstaða Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps liggur fyrir. Afstaða fyr-
irtækisins muni skýrast á næstu
vikum.
Norðurál vonar að orkumál
skýrist innan tveggja mánaða
Ragnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri fjármála- og stjórn-
unarsviðs Norðuráls, segir að á
meðan ekki liggi fyrir endanleg af-
staða Landsvirkjunar um Norð-
ingaölduveitu sé erfitt að fjölyrða
um stöðu mála. Búið sé að glíma við
marga óvissuþætti en þeim fari
fækkandi. Hann segir Norður-
álsmenn ekki hafa gefið tímaáætlun
sína upp á bátinn. Eitthvað þurfi þó
að gerast innan tveggja mánaða
varðandi orkumálin til að áætlunin
standist.
Spurður um undirbúning stækk-
unar álversins að öðru leyti segir
Ragnar hann ganga vel. Fyrir liggi
tilboð í öflun súráls og rafskauta til
framleiðslunnar. Hráefnissamn-
ingar verði lagðir fyrir stjórn Norð-
uráls á næstu vikum. Varðandi fjár-
mögnunina segir Ragnar að margir
bankar hafi sýnt áhuga þar á. Engin
formleg tilboð hafi borist en leitað
verði eftir því ef arðsemi hráefn-
issamninga verði talin viðunandi.
„Við erum á fullu í heimavinnu
okkar og vonumst til þess að orku-
málin leysist. Að mati okkar eru tvö
ár nægur tími til að stækka álverið.
Við reistum fyrsta áfangann á fjór-
tán mánuðum á sínum tíma,“ segir
Ragnar og telur að í árslok 2005
verði hægt að taka 180 þúsund
tonna álver Norðuráls í notkun,
verði orka fyrir hendi, fjármagn til
reiðu og niðurstaða arðsemismats
jákvæð.
Gæti komið til áfrýjunar á
niðurstöðu hreppsins
Varðandi Norðlingaölduveitu er
komin upp flókin staða eftir höfnun
Skeiða- og Gnúpverjahrepps á út-
færslu Landsvirkjunar um að gera
ráð fyrir 568 metra lónhæð í stað
566 metra. Síðarnefndu lónhæðina,
sem kynnt var með úrskurði setts
umhverfisráðherra, samþykkti hins
vegar meirihluti hreppsnefnd-
arinnar. Til að Landsvirkjun geti
farið í framkvæmdir þarf að liggja
fyrir heimild allra sveitarfélaga sem
veitusvæðið nær til. Þegar liggur
fyrir heimild Ásahrepps og Rang-
árþings ytra.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
hefur ekki gert ráð fyrir Norð-
lingaölduveitu í sinni skipulagstil-
lögu þó að Ásahreppur hafi gert
það. Veitan nær ennfremur inn á
miðhálendið sem fellur undir sér-
stakt svæðisskipulag. Sam-
vinnunefnd um miðhálendið hefur
ekki fjallað um breytta útfærslu á
Norðlingaölduveitu en gert hefur
verið ráð fyrir framkvæmdinni í
svæðisskipulaginu. Mun nefndin
koma saman í byrjun september, að
sögn Óskars Bergssonar, formanns
hennar. Fari svo að nefndin sam-
þykki útfærslu Landsvirkjunar,
þvert á niðurstöðu Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps, getur Landsvirkjun
áfrýjað niðurstöðu hreppsins til úr-
skurðarnefndar skipulags- og bygg-
ingarmála. Ásdís Hlökk Theódórs-
dóttir aðstoðarskipulagsstjóri segir
að eftir því sem best sé vitað hafi
þessi staða ekki komið upp áður.
Hún segir að ef svæðisskipulagi
miðhálendis verði ekki breytt sé 568
metra útfærslan á lónhæð í ósam-
ræmi við gildandi skipulag. Við þær
aðstæður geti viðkomandi sveit-
arstjórn ekki veitt framkvæmda-
leyfi fyrir 568 metrum. Lands-
virkjun muni ekki, að því er virðist,
hafa formlega möguleika á að áfrýja
því.
Ákvörðun hreppsnefndar hefur sett
stækkun Norðuráls í uppnám
Ljósmynd/Norðurál
Tölvugerð mynd af álveri Norðuráls eins og það liti út með 240 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Miðað er við
að taka 180 þúsund tonna álver í notkun í ársbyrjun 2006 og 240 þúsund tonna álver árin 2009–2010.
Eftir niðurstöðu Skeiða-
og Gnúpverjahrepps um
Norðlingaölduveitu ríkir
óvissa um hvað Lands-
virkjun gerir næst og
hvort tekst að útvega
orku til stækkunar
Norðuráls á tilsettum
tíma. Björn Jóhann
Björnsson kannaði stöðu
mála og komst m.a. að
því að Norðurálsmenn
örvænta ekki enn.
bjb@mbl.is
SÝSLUMAÐURINN á Hvolsvelli,
Kjartan Þorkelsson, hefur í bréfi til
Eggerts Haukdal, fv. oddvita V-
Landeyjahrepps, hafnað beiðni þess
síðarnefnda um að innsigla bóhalds-
gögn hreppsins í Njálsbúð. Telur
sýslumaður ekki næg rök eða ástæðu
til að fara fram á hald á viðkomandi
gögnum en bendir Eggerti á að hann
geti kært þessa ákvörðun til ríkis-
saksóknara. Eggert segir það vera
tilgangslaust og furðar sig á svari
sýslumanns í ljósi þess að ríkissak-
sóknari hafi lýst sig vanhæfan til að
fjalla um mál Eggerts.
Tilefni beiðni Eggerts var að hon-
um barst í hendur afrit af einu þeirra
skjala sem hæstaréttardómur á
hendur honum í september árið 2000
byggðist á. Telur hann að þetta skjal
hafi verið falsað þegar það var lagt
fyrir dóm. Um var að ræða skjal úr
bókhaldi hreppsins dagsett 31. des-
ember 1997 númer 270 og hafði núm-
erinu verið breytt í 290 og Eggert
telur að látið hafi verið líta út sem
það tilheyrði árinu 1996. Telur Egg-
ert þetta vera eitt af grundvallar-
skjölum málsins og það skjal sem
ætla megi að sakfelling hafi byggst á
að verulegu leyti.
Eggert segir við Morgunblaðið að
það hafi fyrst ver-
ið vakin athygli á
þessari meintu
fölsun í greinar-
gerð til Hæsta-
réttar í desember
sl. Síðan séu átta
mánuðir liðnir og
vissulega sé vont
að hafa ekki stað-
fest gruninn um
fölsunina fyrr.
Betra sé þó seint en aldrei.
Í byrjun júlí sl. óskaði Eggert eftir
upplýsingum úr bókhaldi hins gamla
V-Landeyjahrepps frá sveitarstjóra
Rangárþings eystra. Annars vegar
óskaði hann eftir útprentun úr tölvu
á fylgiskjali 270 á árinu 1997 og hins
vegar ljósriti af fylgiskjali 290 á
árinu 1996. Eftirfarandi svar barst
skömmu síðar: „Sendum hér með
þau gögn er við fundum. Fylgiskjal
290 er ekki til og í tölvuna kemst ég
ekki vegna bilunar. Sendum fylgi-
skjal 270.“ Eggert segir að þetta hafi
verið kærkomin sending. Hún hafi
staðfest að frumritið af fylgiskjali
270 hafi verið ófalsað. Auk þess hljóti
annað frumgagn af viðkomandi skjali
að liggja fyrir, væntanlega ófalsað í
tölvu þess endurskoðanda er gerði
reikninginn. Nú liggi hins vegar fyrir
að falsaða málskjalið virðist aðeins
vera í innbundnu skjalahefti sem
ákæruvaldið hafi gengið frá árið
2001.
„Er hægt að dæma eftir
fölsuðum fylgiskjölum?“
Eggert segir meðferð dómstóla
varðandi fleiri skjöl vera frásagnar-
verð. Fyrir liggi bréf frá Einari
Sveinbjörnssyni, endurskoðanda hjá
KPMG, til setts ríkissaksóknara í
nóvember árið 2002 þar sem fram
komi meðal annars: „Fylgiskjöl 290
til 296 eru ekki í fylgiskjalamöpp-
unni“. Eggert segir að þarna tali
sjálfur vörslumaður bókhaldsins.
„Er hægt að dæma eftir týndum
eða fölsuðum fylgiskjölum? Er ekki
orðið mál að fara að gá að í þessum
efnum? Hvað hefur verið gert í til-
efni þessara orða Einars í KPMG
síðustu tíu mánuði? Í meira en fjór-
tán mánuði hef ég leitað annarrar
endurupptöku á máli mínu fyrir
Hæstarétti. Málið hefur verið dæmt
þrisvar í héraðsdómi og þrisvar í
Hæstarétti, auk þess að vera nú statt
í annarri endurupptökubeiðni
minni.“
Eggert segir ennfremur að sýslu-
maðurinn á Hvolsvelli hafi nú tekið
sér stöðu við hlið ríkislögreglustjóra
og ríkissaksóknara, sem hafi neitað
nýrri opinberri rannsókn á málum
sínum, með því að koma í veg fyrir
rannsókn.
„Síðastliðinn vetur sagði sýslu-
maður mér frá tæplega hálfrar millj-
ónar króna kröfu á mig frá Fangels-
ismálastofnun. Hefur hann þegar
hirt þá upphæð af mér. Ég fór þess á
leit að töku þess fjár yrði frestað þar
sem mál mitt væri enn til skoðunar
fyrir dómstólum. Við þeirri ósk var
daufheyrst. Ég hef enga aðra leið átt
í þessu máli en að standa fyrir stöð-
ugri gagnaöflun og rannsónum með
góðra manna hjálp, sem er að skila
sér þrátt fyrir ofurefli og rangindi,“
segir Eggert Haukdal.
Kjartan Þorkelsson sýslumaður
vildi ekki tjá sig um málið, er eftir því
var leitað, en í bréfinu til Eggerts
segir að eins og málið liggi fyrir þyki
ekki komin fram nægjanleg rök eða
ástæða til að fara fram á hald á við-
komandi bókhaldsgögnum, sam-
kvæmt ákvæði laga um meðferð op-
inberra mála. Ljóst sé að Eggert geti
komið athugasemdum og skjölum
sem fylgdu beiðninni á framfæri við
Hæstarétt sem fjalli nú um mál hans.
Sýslumaður hafnar beiðni
Eggerts um að innsigla gögn
Eggert
Haukdal
Nýr yfir-
maður
á Sýn
HILMAR Björnsson hefur
verið ráðinn yfirmaður Sýnar
og Arnar Björnsson íþrótta-
fréttastjóri Sýnar. Báðir eru
kunnir af störfum sínum hjá
Norðurljósum. Hilmar hefur
gegnt starfi útsendingarstjóra
hjá íþróttadeildinni frá 1993
en hann er einnig þekktur
knattspyrnumaður með KR.
Arnar Björnsson er í hópi
reyndustu íþróttafréttamanna
landsins en hann hóf störf á
Sýn árið 1997. Áður var hann
íþróttafréttamaður hjá RÚV
um árabil.
Íþróttir eru aðalsmerki Sýn-
ar og svo verður áfram en
samhliða ráðningu nýrra
stjórnenda verður vægi íþrótta
aukið enn frekar. Áhersla er
lögð á heimsviðburði í íþrótt-
um en beinar útsendingar
skipta hundruðum á hverju
ári.
Fyrirhugaðar eru frekari
breytingar á Sýn sem miða að
því að efla þjónustuna við ís-
lenska íþróttaáhugamenn og
verður skýrt frá þeim áform-
um fljótlega, segir í frétt frá
Sýn.