Morgunblaðið - 23.08.2003, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GRANDI hf. var rekinn með 750
milljóna króna hagnaði eftir skatta á
fyrri hluta ársins, samanborið við
1.199 m.kr. hagnað á sama tímabili í
fyrra. Rekstrartekjur drógust held-
ur saman, úr 3.358 m.kr. á fyrri hluta
síðasta árs niður í 2.670 milljónir í ár.
Rekstrargjöld lækkuðu einnig, en
ekki jafnmikið; námu 2.078 m.kr.,
samanborið við 2.341 milljón í fyrra.
Kristján Þ. Davíðsson, forstjóri
Granda, segist vera sæmilega sáttur
við niðurstöðutöluna, þótt hann hefði
gjarnan viljað sjá betri rekstraraf-
komu. „Því miður lækkaði afurða-
verð á tímabilinu og það er alltaf erf-
itt að ná niður fiskverði til
landvinnslu í samræmi við lækkanir
á mörkuðum,“ segir hann. Kristján
segir að reksturinn á næstunni fari
eðli málsins samkvæmt mikið eftir
þróun gengis og afurðaverðs. Gengi
krónunnar hafi verið að lækka að
undanförnu, sem hafi jákvæð áhrif á
tekjur, en að sama skapi neikvæð á
skuldir.
Minni framlegð
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir
var 592 milljónir króna, eða 22% af
rekstrartekjum, samanborið við
1.017 m.kr., eða 30% af tekjum, sama
tímabil í fyrra. Veltufé frá rekstri
nam 524 milljónum, sem er um 20%
af rekstrartekjum, borið saman við
833 m.kr., eða 25%, á sama tíma á
fyrra ári.
Eignir Granda nema 14.567 m.kr.,
samanborið við 14.224 milljónir um
áramót. Eigið fé nemur 6.006 millj-
ónum og hækkaði úr 5.510 milljónum
á tímabilinu. Skuldir námu því 8.561
milljónum króna 30. júní, en þær
voru 8.714 milljónir um áramót. Eig-
infjárhlutfall Granda er nú 41%, en
var 38% um áramót. Veltufjárhlut-
fall er 1,80, en var 1,33 um áramót.
Félagið greiddi 15% arð til hluthafa
á tímabilinu, fyrir 206 milljónir
króna.
Atli Rafn Björnsson, sérfræðingur
hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að
afkoma Granda á öðrum ársfjórð-
ungi 2003 í samanburði við sama
tímabil í fyrra hafi einkennst af
áhrifum sterkari krónu. „Afkoman
er aðeins undir væntingum Grein-
ingar ÍSB, en hagnaður fjórðungsins
var borinn upp af um 300 m.kr. sölu-
hagnaði, eftir skatta, af bréfum
Granda í SH sem Grandi seldi í byrj-
un apríl,“ segir hann.
Landvinnsluframlegð minni
Atli segir að hagnaður fyrir af-
skriftir (EBITDA-framlegð) hafi
lækkað síðustu tvo fjórðunga og
nemi nú 274 m.kr. eða 20,4% af
rekstrartekjum. „Ef framlegðin er
skoðuð sérstaklega kemur í ljós að
framlegð landvinnslu hefur gefið
mun meira eftir en framlegð útgerð-
ar og benda stjórnendur Granda á
hækkandi launakostnað og treg-
breytilegt fiskverð sem aðalorsaka-
vald. Þá er vel þekkt að styrking
krónunnar hefur mun neikvæðari
áhrif á afkomu í landvinnslu en út-
gerðar. Framlegð landvinnslu nam
8,9% og framlegð útgerðar 27,8% á
öðrum fjórðungi,“ segir Atli Rafn.
Grandi er að sögn Atla stærsta
einstaka sjávarútvegsfyrirtækið í
karfa og selur mest af honum til
Þýskalands. „Þar hefur verð lækkað
einkum vegna mikillar samkeppni
m.a. frá Kína en einnig hefur lægð í
þýska efnahagslífinu og hitabylgja
haft neikvæð áhrif. Samkvæmt nýj-
ustu mælingum fiskifræðinga stend-
ur úthafskarfastofninn illa um þess-
ar mundir. Aukning þorskkvótans,
sem kemur til framkvæmda á næsta
fiskveiðiári, skiptir Granda minna
máli en mörg önnur félög. Grandi
ræður yfir 2,1% af þorskaflaheimild-
um sem er um 22% af heildarkvóta
fyrirtækisins.“ Atli Rafn segir að
horfur fyrir síðari helming ársins
séu jákvæðar að því leyti að krónan
sé mun veikari en framan af ári og
aflaheimildir hafi verið auknar. Hins
vegar sé allt eins búist við því að af-
urðaverð geti lækkað frekar.
Hagnaður hjá Granda
minnkar nokkuð
Lækkandi afurðaverð og hátt gengi krónunnar meðal orsaka
!"
#$$
""
"!"
%
&"
' '
%
&#
"(
(#"
! !&
!#"
!
&
!
"
& #!
$
!!
"(!!
(!
!"#$ %& #
● BANDARÍSKUR dómstóll sam-
þykkti í gær kaup Columbia Ventures
Corporation (CVC), móðurfyrirtækis
Norðuráls á Grundartanga og stórs
eiganda símafyrirtækisins Og Voda-
fone, á bandaríska símafyrirtækinu
CTC Communications. Áður hafði til-
boði CVC upp á nærri 2,5 ma.kr., í öll
hlutabréf CTC, verið tekið.
CTC hafði orðið gjaldþrota, og var
því samþykki dómstólsins nauðsyn-
legt skilyrði kaupanna. CTC tilkynnti í
gær að búið væri að senda alla
pappíra sem þyrfti til að fá samþykki
yfirvalda á kaupunum.
Dómstóll samþykkir
kaup CVC á
símafyrirtæki
● STEINHÓLAR ehf., sem eru í eigu
Burðaráss, Sjóvár-Almennara trygg-
inga og Kaupþings Búnaðarbanka,
hafa gert yfirtökutilboð gagnvart öðr-
um hluthöfum í Skeljungi. Steinhólar
eiga 94,1% í Skeljungi.
Steinhólar bjóðast til að greiða
15,9 krónur fyrir hvern hlut sem er
hæsta verð sem tilboðsgjafi hefur
greitt fyrir hluti í Skeljungi síðustu
sex mánuði. Yfirtökutilboðið rennur
út þann 19. september næstkom-
andi.
Steinhólar með
yfirtökutilboð í
Skeljung
● FARÞEGAR Icelandair voru 7,4 %
færri í júlí en í sama mánuði 2002,
að því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá Flugleiðum. „Júlímánuður
einkenndist af samdrætti í flutn-
ingum Icelandair líkt og fyrstu sex
mánuðir ársins. Þó er áberandi í júlí
að samdráttur í flutningum yfir Norð-
ur-Atlantshaf er umtalsvert minni en
í fyrri mánuðum, hins vegar minnk-
uðu flutningar til og frá landinu í júlí
meira en í fyrri mánuðum. Fram-
leiðslan er svipuð og á fyrra ári,“ seg-
ir í tilkynningunni.
Farþegum til og frá Íslandi fækk-
aði í júlí um 6,6% frá fyrra ári, en far-
þegum um Ísland á leið yfir Norður-
Atlantshafið fækkaði um 8,7%.
Sætaframboð félagsins í júlí var hið
sama og í sama mánuði 2002 og
sætanýting versnaði því um 5,7 pró-
sentustig. Í heild lækka tekjur Ice-
landair í júlí frá sama mánuði í fyrra,
en félagið gerir einnig ráð fyrir lægri
kostnaði, að því er fram kemur í til-
kynningunni.
10% fækkun á árinu
Á fyrstu sjö mánuðum ársins fækk-
aði farþegum um rúm 10%. Það er
fyrst og fremst rakið til yfir 20% fækk-
unar Norður-Atlantshafsfarþega. Far-
þegum til og frá Íslandi fjölgaði um
2,2% fyrstu sjö mánuði ársins. Sæta-
nýting fyrstu sjö mánuði ársins versn-
aði um 5,7 prósentustig. Eitt af
markmiðum félagsins er að auka
það hlutfall farþega sem ferðast með
félaginu á leiðum til og frá Íslandi.
Fyrstu sjö mánuði ársins var þetta
hlutfall 65% en var um 60% á sama
tímabili 2002. „Þegar horft er á flutn-
inga á einstökum leiðum Icelandair í
millilandaflugi fyrstu sjö mánuði ár-
isns kemur í ljós að farþegum fækkar
hluthfallslega svipað á flestum
stærri leiðum. Fækkun farþega á
tveimur stærstu leiðunum, til Kaup-
mannahafnar og Lundúna, er undir
meðallagi.
Farþegum Flugfélags Íslands fjölg-
aði um 2,2% í júlí og hefur fjölgað um
tæp 5% það sem af er ári. Sætanýt-
ing félagsins hefur sömuleiðis batn-
að. Farþegar Flugfélags Íslands
fyrstu sjö mánuði ársins voru tæp-
lega 157 þúsund, en voru um 150
þúsund á sama tímabili í fyrra.
Í júlí fluttu Flugleiðir Frakt 2.147
tonn sem er 7,4 % minna en í júlí í
fyrra, og fyrstu sjö mánuði ársins
voru flutningar félagisns 15.695
tonn, sem er 4,7% minna en á sama
tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta fer af-
koma Flugleiða Fraktar batnandi milli
ára vegna lækkandi útgjalda og
vegna þess að útgjöld breytast nú
meira í takt við eftirspurn en áður,“
segir í tilkynningu Flugleiða.
Samdráttur á öllum
helstu leiðum
Icelandair
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ
hefur veitt samþykki fyrir því
að Fjárfestingarfélagið
Straumur hf. eignist virkan
eignarhlut í Framtaki Fjárfest-
ingarbanka hf.
Straumur samdi um kaup á
meirihluta í Framtaki í júní sl.
en samkvæmt reglum um fjár-
málafyrirtæki þurfti samþykki
Samkeppnisstofnunar og Fjár-
málaeftirlitsins til að kaupin
gætu gengið í gegn. Samkeppn-
isstofnun gerði ekki athuga-
semd við kaupin. Samningur-
inn hljóðar upp á kaup Straums
á 57,08% hlutafjár í Framtaki,
að nafnverði 1.450.233.197 kr.
Við lokun markaða í fyrra-
dag, þegar samþykki eftirlits-
ins var staðfest, var verð á hlut
í Framtaki 1,98 krónur, sem er
23% hærra en um áramót.
Markaðsvirði félagsins er um
4,8 ma.kr. en markaðsvirði
57,08% hlutar Straums í félag-
inu nemur tæplega þremur
milljörðum. Með samþykki
Fjármálaeftirlitsins teljast fyr-
irvarar kaupsamningsins upp-
fylltir og mun Straumur senda
öllum hluthöfum Framtaks
Fjárfestingarbanka yfirtökutil-
boð innan fjögurra vikna.
Kaupþing Búnaðarbanki
selur í Straumi
Kaupþing Búnaðarbanki
seldi í gær 8,01% hlut sinn í
Straumi að nafnvirði
255.943.873 krónur og á engan
hlut eftir söluna. Tvö félög
keyptu hlutinn, Straumborg
ehf. og Eyrir ehf. Straumborg,
sem er í eigu Jóns Helga Guð-
mundssonar forstjóra BYKO,
keypti tæplega 5% hlut í
Straumi af Kaupþingi Búnað-
arbanka. Þess má geta að Nor-
vik, móðurfélag BYKO, á um
28% hlut í Framtaki. Eyrir ehf.,
sem er að mestu í eigu Þórðar
Magnússonar fjárfestis, keypti
ríflega 3% hlut af þeim 8% hluti
sem bankinn seldi í Straumi.
Verð á bréfum í Straumi var
3,79 krónur á hlut við lokun
Kauphallar Íslands í gær. Verð
á hlut í Framtaki var 2,00 krón-
ur við lokun í gær.
Straumur
eignast
Framtak
HAGNAÐUR samstæðu VÍS eftir
skatta fyrstu sex mánuði ársins 2003
nam 1.148 milljónum króna, saman-
borið við 342 milljóna hagnað móð-
urfélagsins á fyrstu sex mánuðum
síðasta árs. Hagnaður af skaða-
tryggingarekstri nam 802 milljónum
króna, borið saman við 184 m.kr. í
fyrra. Hagnaður af líftrygginga-
rekstri, sem ekki var hjá félaginu í
fyrra, var 61 milljón króna, þannig
að hagnaður af vátryggingarekstri
nam samtals 863 milljónum króna.
Hagnaður af fjármálarekstri nam
613 milljónum króna. Vaxtatekjur og
gengismunur námu 921 milljón og
hagnaður af sölu fjárfestinga 735
milljónum.
Heildareignir samstæðunnar 30.
júní 2003 námu 28.052 milljónum
króna og bókfært eigið fé var 5.452
milljónir króna. Þar af er hlutdeild
minnihluta 202 milljónir króna.
Við uppgjörið er tekið tillit til þess
að félagið er orðið eigandi að 75%
hlutafjár í Líftryggingafélagi Ís-
lands hf. og er því gerður samstæðu-
reikningur í fyrsta sinn í sögu félags-
ins. Samanburðartölur við árið 2002
eru við tölur úr rekstri og efnahag
móðurfélagsins.
Í tilkynningu frá VÍS segir: „Það
sem einkennir reksturinn á fyrri árs-
helmingi í samanburði við fyrra ár er
mikill hagnaður af fjármálarekstri
sem að mestu er tilkominn vegna
sölu eigna á fyrsta ársfjórðungi.
Einnig hefur afkoma tryggingarek-
usturs batnað sér í lagi á öðrum árs-
fjórðungi. Það er ljóst að gott tíð-
arfar á fyrri helmingi ársins hefur
stuðlað að færri og minni tjónum.
Einnig má gera ráð fyrir að forvarn-
arstarf VÍS og fleiri aðila hafi skilað
árangri til lækkunar á tjónakostn-
aði.“
Vátryggingaskuld
hækkaði
Eigið fé samstæðunnar nam 5.452
m.kr. 30. júní, en um áramót var eig-
ið fé móðurfélagsins 4.569 m.kr. Vá-
tryggingaskuld óx um rúma tvo
milljarða króna á tímabilinu, en í
byrjun árs nam hún rúmum 17,9
milljörðum króna og um mitt ár var
hún komin upp í rúmlega 20,1 millj-
arð. Aðrar skuldir voru rúmlega
tveir milljarðar. Eignir námu sam-
tals rúmum 28 milljörðum króna,
borið saman við tæpa 24 milljarða
um áramót.
Stóraukinn hagnaður VÍS
Morgunblaðið/Kristinn
Bætt afkoma
rekstrar og
söluhagnaður
296 MILLJÓNA króna tap varð af
rekstri Og Vodafone á fyrstu sex
mánuðum ársins samanborið við 134
milljóna króna tap Íslandssíma á
sama tíma í fyrra.
Samkvæmt tilkynningu frá félag-
inu skýrist verri afkoma árshelm-
ingsins að miklu leyti af 187 millj-
óna króna kostnaði vegna samruna
Íslandssíma, Tals og Halló! Frjálsra
fjarskipta auk neikvæðra fjár-
magnsliða fyrri hluta árs 2003 í stað
jákvæðra á sama tímabili í fyrra
vegna gengisáhrifa.
Í fréttatilkynningu félagsins segir
að rekstrartekjur hafi meira en þre-
faldast á tímabilinu sem sé í sam-
ræmi við áætlanir félagsins. Þar er
miðað við tekjur Íslandssíma á fyrri
helmingi ársins 2002. Þá segir einn-
ig að allar horfur séu á að mark-
miðið um 6.000 milljóna króna
tekjur á árinu náist.
„Miðað við þann rekstrarbata
sem orðið hefur á síðustu ársfjórð-
ungum og væntingar stjórnenda um
áframhaldandi rekstrarbata er full
ástæða til að ætla að áform um
hagnað af rekstri félagsins árið 2004
nái fram að ganga.“
Jákvæð samlegðaráhrif
Rekstrartekjur Og Vodafone
námu 2.967 milljónum króna á
fyrstu sex mánuðum ársins en á
sama tímabili árið 2002 námu
rekstrartekjur Íslandssíma, eins
þeirra fyrirtækja sem mynduðu Og
Vodafone þegar félagið var stofnað,
946 milljónum króna. Sú tala er því
ekki sambærileg, enda er Íslands-
sími aðeins eitt þriggja fyrirtækja
sem mynda sameiginlegt fyrirtæki.
Rekstrargjöld Og Vodafone námu
2.241 milljón króna á fyrri helmingi
ársins 2003. Rekstargjöld Íslands-
síma á fyrri helmingi ársins 2002
námu 959 milljónum króna.
„Af uppgjöri félagsins má sjá að
samlegðaráhrif af sameiningu félag-
anna þriggja eru mikil. Ef horft er
til þróunar rekstrar frá fyrsta árs-
fjórðungi síðasta árs má sjá já-
kvæða þróun allt tímabilið í flestum
þáttum rekstrarins,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Og Vodafone tapar
296 milljónum
'"#(!
) *$ $ &
)
$
#"
$
"
*
%
# &
$$
' +
,- %
&#
*
!(#.
$#
$&$
$"
"#!
#
$
""&
!( .
!"#$ %& #