Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 27 Mögnu› mi›borg er samstarfsverkefni marka›snefndar mi›borgar og fyrirtækja í verslun og fljónustu í mi›borginni. Styrktara›ilar Magna›rar mi›borgar eru: hausti fagna› laugardaginn 30. ágúst Sumari› kvatt og hausti› bo›i› velkomi› me› magna›ri haustmarka›sstemmningu. Kvennakórinn Vox Feminae syngur á Laugavegi. Tangódagar í Reykjavík, Milonga- tangóball í I›nó og margt, margt fleira. Alfljó›legur laugardagur 23. ágúst Alfljó›leg stemmning í dag Kíktu í bæinn Alfljó›legar lists‡ningar, stuttmyndas‡ning, Gospelsystur Reykjavíkur og útimarka›ir eru me›al fless sem mi›borgin b‡›ur gestum sínum. A P a lm an na te ng sl / H A D A YA de si gn Alfljó›ahúsi›, Hverfisgötu 18 Kl. 12-16 Opi› hús á skrifstofu Alfljó›ahússins flar sem starfsemin ver›ur kynnt. Félög útlendinga kynna starfsemi sína í sal á 1. hæ›. Alfljó›leg stuttmyndas‡ning í Alfljó›ahúsinu á myndunum: Chickenshit, Art hacks babble, Call of the wild, Happy peppy sparky doggy!, My neighbour, C'mon y'all, N.ew y.ork c.asino, Ms. Maverick, Looters, Camouflage og Jimmy. S‡ningar á 3. hæ› kl. 14:00 og 15:30, og á 1. hæ› kl. 17:00, 20:00 og 21:30. A›gangur ókeypis. Sjá nánar á www.lundabio.com. Kl. 11:30-03 Caffé Kúlture í Alfljó›ahúsinu. Líbanskur matur, kaffi og kökur. Myndas‡ningin Fólk og firnindi í Marokkó kl. 13-16. Vi›bur›ir Kl. 10-17 Listasafn Reykjavíkur. Inns‡n í alfljó›lega samtímalist á Íslandi. Verk eftir alfljó›lega myndlistarmenn í eigu íslenskra safnara og listasafna. Kl. 10-17 S‡ning á verkum Andy Warhol í Gallerí Fold, Rau›arárstíg 14-16. Kl. 13-17 Birgir Rafn Fri›riksson listmálari teiknar portrettmyndir af fólki vi› Kaffi París vi› Austurvöll. Kl. 14 Mínerva dansar flamencódans á torginu fyrir utan Geysishúsi› í bo›i: Blómálfsins, Frí›u frænku Antík, Koggu, Tapasbarsins, Kirsuberjatrésins og Sjávarkjallarans. Kl. 14 Hjálpræ›isherinn heldur útisamkomu á Lækjartorgi. Kl. 14-15:30 Gospelsystur Reykjavíkur syngja fyrir gesti og gangandi á Laugavegi undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Samtökin '78 Laugavegi 3, 4. hæ› Kl. 14-18 Opi› hús í Regnbogasal og bókasafni Samtakanna '78. Íslenska heimildarmyndin Hrein og bein s‡nd me› enskum texta kl. 17:00. Kl. 15 Málfundur um réttindastö›u samkynhneig›ra í Evrópu. Fundarstjóri er fiorvaldur Kristinsson, forma›ur Samtakanna '78. Heimir Már Pétursson fjallar um Interpride. Grétar Einarsson frá Amnesty International kynnir stofnun skyndia›ger›ahóps. fióra Björk Smith fjallar um réttindastö›u samkynhneig›ra út frá Mannréttindasáttmála Evrópu. Pallbor›sumræ›ur. Allir velkomnir. Verslun og veitingar Kl. 7:30-18 Alfljó›legur kaffidagur hjá Kaffitári í Bankastræti. fiar búa kaffibarfljónar til fjölbreytta kaffidrykki vi› tónlist frá ‡msum kaffilöndum. Kl. 10-16 Parísardagur í Sigurboganum, Laugavegi 80. Kynning á frönskum vörum. Kl. 10-16 Verslunin Agadir, Laugavegi 55. Kynning á Marokkó, vörum og matarger› og s‡ndar myndir frá landinu. Marokkóskar smákökur og uppskriftir. Kl. 11-16 Franskur dagur í Ostabú›inni Skólavör›ustíg 8 Kl. 12-16 Grænmetismarka›ur me› n‡uppteknum, lífrænt ræktu›um afur›um fyrir utan Yggdrasil á mótum Kárastígs og Frakkastígs. Kl. 12-19 Flóamarka›ur í Sirkusportinu á horni Klapparstígs og Laugavegar. Gengi› inn frá Laugavegi. VETRARSTARF Söngsveitarinnar Fílharmóníu hefst mánudaginn 25. ágúst nk. Fyrsta verkefni vetrarins er þátt- taka í flutningi 2. og 3. sinfóníu Sjostakóvits með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Báðar þessar sin- fóníur eru í ein- um kafla sem lýk- ur með kór. Þær lýsa atburðum í sögu Rússlands er tengjast bylt- ingunni 1917 og nefnast „Október“ og „1. maí“. Tónleikarnir verða 16. október og eru í rauðu röð Sinfóní- unnar. Hljómsveitarstjóri verður Ru- mon Gamba. Að venju heldur Söngsveitin að- ventutónleika og að þessu sinni verða þeir haldnir 1. og 3. desember í Langholtskirkju. Lögð er áhersla á að gera aðventutónleikana sem glæsilegasta úr garði og koma að venju bæði strengjasveit og ein- söngvari fram með kórnum. Flutt verða verk sem ekki hafa áður heyrst hér á landi auk verka sem al- kunn eru og vinsæl á aðventu. Aðalstjórnandi kórsins, Bern- harður Wilkinson, er í ársleyfi en í vetur mun Óliver Kentish, tónskáld og hljómsveitarstjóri, stjórna kórn- um. Píanóleikari er Guðríður St. Sig- urðardóttir og raddþjálfari Xu Wen. Söngsveitin æfir í Melaskóla á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Enn eru laus sæti í öllum röddum og þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í kórstarfinu geta fengið nánari upp- lýsingar hjá formanni kórsins, Lilju Árnadóttur. Vetrarstarf Söng- sveitarinnar Fílharm- óníu að hefjast Óliver Kentish Djasspíanistinn Sunna Gunnlaugs mun halda tón- leika í Norræna Húsinu á morgun, sunnudag, ásamt Kristjönu Stef- ánsdóttir söng- konu. Þær ætla að flytja efni af diski Sunnu, Fögru veröld, sem kom út stuttu fyrir jól. Diskurinn, sem inniheldur lög eftir Sunnu við ljóð eftir ýmsa, fékk góða dóma í bandaríska djasstímaritinu All About Jazz. Þar sagði m.a. „Maður þarf ekki að kunna íslensku til að meta glæsileika raddar Krist- jönu“. Gagnrýn- andinn fór einnig lofsamlegum orð- um um leik og tón- smíðar Sunnu sem hann sagði „skína af rökvísi og feg- urð“. Meðleikarar Sunnu og Kristjönu verða þeir Sig- urður Flosason á saxófón, Gunnar Hrafnsson á bassa og Eric Qvik á trommur. Tónleikarnir hefjast klukk- an 15:00 stundvíslega, og kostar 1.250 kr. inn. Djass í Norræna húsinu Kristjana Sunna FIÐLULEIKARARNIR Anna Lea Stefánsdóttir og Michael D. Gutier- rez halda tónleika í kirkjunni á Borg á Mýrum í dag kl. 15. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Bach og Prokovieff. Anna Lea lauk 8. stigs prófi í fiðlu- leik frá Tónlistarskólanum á Ak- ureyri árið 1996 þar sem hún naut leiðsagnar Önnu Podhajsku. Hún sótti einnig tíma hjá Szymon Kuran. Árið 1998 hóf hún nám í einleik við Konservatorium der Stadt Wien í Vínarborg hjá próf. Hornig og próf. Winokurow. Hún lauk BA prófi 2002 og kennaraprófi sl. vor en heldur ein- leikaranámi áfram næsta vetur undir leiðsögn próf. Hink, konsertmeistara Fílharmoníusveitar Vínarborgar. Michael D. Gutierrez lauk BA- prófi í fiðluleik frá Kaliforníuháskóla (UCI) 1998. Þá hélt hann til fram- haldsnáms í Vínarborg og lauk ein- leikaraprófi í fiðluleik frá Kons- ervatorium der Stadt Wien árið 2002. Þar naut hann leiðsagnar próf. Zwiauers, konsertmeistara Sinfón- íuhljómsveitar Vínarborgar og próf. Winokurow. Anna Lea og Michael hafa leikið með fjölmörgum hljómsveitum í Austurríki, auk þess sem þau hafa komið fram með fjölda kvartetta, tríóa og dúetta. Þetta eru fyrstu tón- leikar þeirra hér á landi. Aðgangur er ókeypis. Tónleikar í Borgarkirkju Gallerí Fold Sýningu á verkum Andys Warhol í Galleríi Fold við Rauðarárstíg lýkur á sunnudaginn. Allt útlit er fyrir að a.m.k. tíu þúsund gestir komi á sýninguna, en samkvæmt talningu komu milli sex og sjö þúsund manns í Gallerí Fold á Menningarnótt. Þetta er mesti fjöldi gesta sem sótt hefur sýningu í gallerí- inu, segir í fréttatilkynningu. Verkin eru í eigu Bandaríkjamannsins Rich- ards Weisman, en hann var einkavinur Warhols. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá kl. 10 til 17 og sunnudaga frá kl. 14 til 17. Kjarvalsstaðir Á Sunnudaginn lýkur í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum sýning- unni Nýir tímar í íslenskri samtímaljós- myndun sem sett var upp í beinu fram- haldi af samstarfsverkefni sem Listasafnið stofnaði til á síðasta ári með Þjóðminjasafni Íslands og Ljósmynda- safni Moskvu. Verkin á sýningunni eru afar fjölbreytileg hvað varðar stílbrögð og afstöðu höfunda til efnisins; sjoppur sem horfið hafa úr Reykjavíkurborg, eyðingu að verki innan eyðibýla, fólk í óvægnu umhverfi Norður-Atlantshafs- ins, álfabyggðir innan þéttbýlis og skrifstofur forsetaframboða svo eitt- hvað sé nefnt. Leiðsögn er um sýn- inguna á sunnudag kl. 15. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10–17. Sýningum lýkur GERÐUR Berndsen opnar sýningu á vatnslita- og akrýlmyndum í dag í Lóuhreiðri, Laugavegi 59. Hún út- skrifaðist úr Myndlista- og handíða- skóla Íslands 1978 og hefur unnið við myndlist s.l. fimmtán ár. Gerður hefur haldið einkasýningu og tekið þátt í samsýningu. Gefnar hafa verið út tvær barna- bækur eftir Gerði sem hún bæði samdi og myndskreytti. Í janúar á næsta ári mun koma út unglingasaga eftir hana. Sýningin verður opin frá kl. 9-17 alla daga nema sunnudaga og stendur til 13. september. Gerður Bernd- sen í Lóuhreiðri ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.