Morgunblaðið - 23.08.2003, Side 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 29
HINN hljómmikli aðalsalur
Listasafns Íslands var nærri full-
setinn ungum og áhugasömum
hlustendum á fimmtudagskvöldið
var þegar áður óþekkt kammer-
sveit að nafni Ísafold lauk fyrstu
yfirreið sinni um landið með tón-
leikum í Reykjavík. Óhætt er að
segja að sjaldan hefur nýstofnuð
hérlend hljómsveit, hvað þá skipuð
spilurum í yngri kantinum, ráðizt
til atlögu við jafnkrefjandi verk-
efnaval í frumraun sinni og hér var
að heilsa. Þótt verkin væru fæst
ýkja löng, var hvert öðru óárenni-
legra hvað kröfur um tækni og
tjáningu varðar. Öll voru atriðin
módernísk nútímaverk í fremstu
röð, og hefði Caput, flaggskip okk-
ar í framúrstefnuflutningi, t.a.m.
verið fullsæmt af viðlíku pró-
grammi undir stjórn alþjóðlegs
stjörnudírígents.
Parísarbúinn Edgard Varèse
(1883–1965), er settist að í New
York 1916, varð ásamt Ives meðal
fyrstu og fremstu módernista Vest-
urheims. Hann var ekki í hópi af-
kastamestu tónskálda 20. aldar, en
þykir á hinn bóginn hvergi hafa lát-
ið frá sér verk nema í úrvalsflokki;
hvert þeirra gætt nýjum og sér-
stæðum eigindum í afar persónu-
legum stíl. Og ólíkt flestum fram-
sæknum samtímamönnum sínum
hljóma verk hans enn þann dag í
dag eins og þau hefðu getað verið
samin í gær. Octandre, hið krass-
andi litríka kammerverk Varèses
frá 1923 fyrir 8 blásara og kontra-
bassa, af hverju undirr. heyrði því
miður aðeins seinni hlutann utan
dyra vegna óviðráðanlegra tafa,
hljómaði jafnvel gegnum hurðina
ágengt og tært við hæfi og gaf fyr-
irheit um sambærilega túlkun í
seinni verkum, er áttu sannarlega
eftir að rætast.
Næst var verk frá svipuðum
tíma, þ.e. Ragtime-þátturinn úr
Sögu dátans eftir Stravinskij er
leikinn var það samtaka að þrálát
takttegundaskiptin virtust hvorki
hrjá stjórnanda né flytjendur. Hin-
ar fimm Dansprelúdíur Witolds
Lutoslawski (1913–94) frá 1954
heyrði undrr. síðast hér í apríl í út-
gáfu fyrir klarínett og píanó; frísk-
leg og látalætislaus lítil stykki úr
þjóðlegum bakgrunni og útfærð í
einskonar blöndu af nýklassík og
bartókisma. Sérstaklega höfðuðu til
manns nr. 4 (Andante), hægt en
seiðandi sauðakall við labbandi
bassa sem birti skýrt frumleika
Lutoslawskis í einfaldasta búningi,
og hinn atgangsmikli búkólíski
lokadans (Allegro molto), og var þó
allt leikið af stakri innlifun og hríf-
andi snerpu.
„The unanswered question“
nefndist verk eftir Charles Ives
(1874–1954), frekar stutt smíð en
trúlega meðal bezt heppnuðu dæma
um fjölkórastíl hans þar sem hljóð-
færahópar leika ólíkt efni samtímis,
hér úr þrem áttum eða fremst og
aftast úr sal og utan. Daníel
Bjarnason leiddi sjálfur kóralkennt
pianissimoundirspil strengjakvin-
tetts og magnaðist upp áhrifamikil
dulúð áður en hitna fór í kolunum.
„Sechs Stücke“ Op. 6 eftir
Schönbergnemandann Anton Web-
ern eru sakir yfirgengilegra
nákvæmnikrafna höfundar ekk-
ert lamb að leika sér við, hvað þá
að nái að hrífa venjulega hlust-
endur upp úr skónum. Engu að síð-
ur skartaði Ísafold hér þvílíkum
stjörnuleik að jafnvel forhertustu
andstæðingar Nýja Vínarskólans
hlutu að játa sig sigraða. Þetta var
né heldur lítill sigur fyrir hinn efni-
lega stjórnanda Daníel Bjarnason
er leiddi mannskapinn ekki aðeins
klakklaust í gegnum hið 8½ mín.
langa lokaverk, Stemmu eftir Hauk
Tómasson (þrátt fyrir að vísu mis-
heppnað bláupphaf er þurfti að
endurtaka), heldur seiddi fram því-
líkan tóngaldur að halda mætti að
tónsmíðin hefði orðið til fyrir að-
stoð bæði úr efra og neðra. Und-
irtektir áheyrenda voru eftir því
eldheitar að vonum, og hnykktu
Ísafoldarmenn á stórglæsilegri
frumraun sinni með „aukalagi“,
dúndrandi Polka eftir Gorecki.
Eldnýja Ísafold
TÓNLIST
Listasafn Íslands
Varèse: Octandre. Stravinskij: Ragtime.
Lutoslawski: Dansforleikir. Ives: Ósvar-
aða spurningin. Webern: Sex stykki Op.
6. Haukur Tómasson: Stemma. Kamm-
ersveitin Ísafold. Stjórnandi: Daníel
Bjarnason. Fimmtudaginn 21. ágúst kl.
20.
KAMMERSVEITARTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Á MENNINGARNÓTT opnaði Elín
Rebekka Tryggvadóttir málverka-
sýningu í Iðnó. Stendur sýningin
ennþá og er opið alla daga.
Einnig eru málverk hennar til
sýnis á Hotel Eddu, á Hellissandi í
sumar.
Málverk
í Iðnó
SÍÐUSTU sýningar á Light
Nights, sem hafa verið í Iðnó við
Tjörnina í allt sumar, verða á
sunnudag, mánudag og allra síð-
asta sýning verður föstudagskvöld
29. ágúst. Sýningarnar hefjast kl.
20.30.
Uppfærsla og efni þessara sýn-
inga eru breytileg á milli ára.
Þetta er þrítugasta og þriðja sum-
arið sem Ferðaleikhúsið færir upp
leiksýningar fluttar á ensku (að
undanskildum kveðnum rímum og
þjóðlagatextum sem fluttir eru á
íslensku). Sýningar Ferðaleikhúss-
ins hafa einnig verið sýndar víða
erlendis, bæði Light Nights og
leikrit eftir íslenska höfunda hafa
ferðast víðsvegar um Bandaríkin,
tvisvar á Edinborgarlistahátíð í
Skotlandi og tvisvar til London.
Kristín G. Magnús og Páll S.
Pálsson fara með aðalhlutverk –
en einnig eru þrír dansarar sem
taka þátt í sýningunni.
Hilmar Örn Hilmarsson hefur
samið tónlist fyrir álfkonudans og
Steindór Andersen hefur verið til
aðstoðar við að kveða rímur. Af
nýjum atriðum má einnig nefna
leikþátt „By the Pond“ sem gerist
við Tjörnina í Reykjavík árið 1943
– og seinni hlutinn gerist á sama
stað í dag.
Heimasíða Light Nights er:
www.lightnights.com.
Þorleifur Einarsson og Kristín G. Magnús í Djáknanum á Myrká.
Síðustu sýningar
á Light Nights
CESARIA, Nótt og Venus eru
nöfn á þremur skartgripum eftir
norsku listakonuna Liv Blåvarp, en
sýning á verkum hennar verður
opnuð í Norræna húsinu í dag kl.
15.00.
Það er erfitt að segja hvort kalla
eigi verk Liv Blåvarp skartgripi
eða listaverk; – þau eru jú skart,
en hvert verk er listaverk eða
skúlptúr, unnið úr ýmsum trjáteg-
undum.
„Verkin mín eiga að höfða til
munúðarinnar og hjartans,“ segir
Liv Blåvarp. „Ég vil að fólk finni í
þeim samsvörun við eigið tilfinn-
ingalíf. Ekkert okkar er fullkomið,
og það sama má segja um verkin.
Fullkomnun í skarti skapar fjar-
lægð og svik við tilfinningu okkar
fyrir fegurð.“
Það er tæpast hægt að segja
annað en að verk Liv Blåvarp
höfði sterkt til skynjunar á formi,
lit, efni og áferð. Þau eru stór og
massíf, mörg afar litsterk en öll
stílhrein og í raun einföld, en sam-
sett úr mörgum litlum trjábútum
sem lifna við um leið og verkið
hreyfist.
„Ég kalla þetta Nótt, vegna þess
að dökki liturinn í stærri flísunum
umlykur birtuna í þeim litlu inn á
milli. Ég fæ oft hugmyndir að ein-
hverju í náttúrunni, en er samt að
skapa eitthvað fyrir nútímaleg
borgarbörn. Og ég get verið lengi
að vinna með eina hugmynd, jafn-
vel mörg ár, og gert verk í ótal til-
brigðum við hana.“
Stór svört hálsfesti með blæð-
andi rauðum lit heitir Cesaria eftir
söngkonunni góðu, Cesariu Evora
frá Grænhöfðaeyjum. „Tónlistin
hennar er svört og munúðarfull og
ég vildi hafa verkið eins, og líka
kvenlegt. Mörgum finnst það mjög
erótískt.“
Liv Blåvarp sækir form margra
verkanna í náttúruna og lífræn
fyrirbæri. Þannig eru vísundahorn
kveikjan að einu, og Venus er
byggt á hugmyndinni um skelina
sem Venus reis á úr hafi. Skelin er
hol að innan og litríkari þeim meg-
in en að utan. Eitt verkanna á sýn-
ingunni er í eigu Sonju drottn-
ingar, og segir Liv Blåvarp
drottninguna bera það við sérstök
tækifæri. Verkið heitir: „Á ég að
bera þig saman við sumardag?“, og
lánaði drottningin það góðfúslega á
sýninguna í Norræna húsinu.
Liv Blåvarp kemur úr fjölskyldu
tréskurðarmanna og kynntist
handverkinu við tré snemma. Við-
urinn sem hún notar er bæði nor-
rænn og úr fjarlægum skógum og
unninn á afar fjölbreyttan hátt. Oft
blandar hún saman efnum til að
auðga áferðina og skapa líf. Háls-
festar hennar hafa vakið mikla at-
hygli hvarvetna sem þær hafa ver-
ið sýndar og eru nokkrar þeirra
meðal safngripa í virtustu söfnum
heims. Yngstu verkin á sýningunni
í Norræna húsinu eru frá þessu
ári.
Kl. 14 í dag heldur Charon
Kransen, umboðsmaður listakon-
unnar í New York, fyrirlestur um
verk hennar og feril í ráðstefnusal
Norræna hússins, en sýningin
verður opin daglega til 19. október.
Morgunblaðið/Kristinn
Liv Blåvarp við eitt verka sinna í Norræna húsinu.
Munúðarfullir hálsskúlptúrar
HVAÐ er raunveruleiki og hvað er
ímyndun er eitt af viðfangsefnum
fyrstu skáldsögu Gunnars Þorsteins-
sonar sem hann nefnir Afrit af deg-
inum góða. Ein persóna sögunnar er
m.a. látin segja: „Það sem maður
heyrir og sér þarf ekki endilega að
vera það sem maður heyrir og sér.“
Það er annars dálítið erfitt að
nálgast þetta verk sem skáldsögu.
Þrátt fyrir skáldsögulengd minnir
það frekar á smásögu sem teygst
hefur úr. Sögufléttan er póstmód-
ernískur tilbúningur og verkið er
fest á þráð sögunnar sem strengdur
er og teygður frá upphafi til enda.
Hún hverfist um endursköpun eða
afrit dags og atburðar. Það óvenju-
lega er að atburðurinn á sér stað í
óræðri framtíð. Þess vegna er sagan
uppfull af vangaveltum á borð við
þessa: „Hvað mundir þú gera ef þú
hefðir verið svikinn um eitthvað sem
þér hefði aldrei verið lofað?“
Þetta er staðleysuverk. Þó að
sumt í umhverfi sögunnar minni á ís-
lenskar aðstæður, t.d. að námsmað-
ur fari utan til náms, er það nær því
að vera evrópskur borgarveruleiki.
Nöfn persónanna eru á sama hátt í
senn kunnugleg og framandi; René,
Göring, Humphrey, Amalía, Nadía
o.s.frv.
Verkið er uppfullt af klassískum
táknum, hring, sjöstjörnu, tölunni
sjö o.s.frv., og fer mikið rými og tími
persónanna í að glíma við þau. Segja
má raunar að sagan sé sögð á þrem-
ur sviðum sem skerist, í raunveru-
leikanum, á táknsviðinu og í skáld-
skapnum eða ímynduninni. Höfundi
tekst allvel upp í þessari fléttugerð.
Hann leggur hins vegar minna upp
úr persónulýsingum og persónur
verða fyrir bragðið eintóna og
bragðlausar staðalgerðir; einlægi
trúmaðurinn sem opinn er fyrir
breytingum, gagnrýni heimspeking-
urinn í leit að fótfestu og kvenmynd-
irnar eru ýmist kynverur eða af-
skiptasamar mæður og frænkur en
aðrir eiginleikar óljósir.
Segja má að meginviðfangsefni
sögunnar sé girndin og ástin sem
tengist táknsviði sögunnar og þá
ekki síður hinn táknræni og klassíski
lífshringur endurtekningarinnar,
þess sem kemur aftur.
Margt er haganlega smíðað í þess-
ari sögu. Þó finnst mér að höfundur
hefði að ósekju mátt vanda betur
texta frásagnarinnar. Hann er sums
staðar óljós og stirður og það sem
verra er óvandaður. Ég kann t.a.m.
illa við það þegar einhver réttir upp
„aðra hendina“ (20) eða er sagður
hafa „teygjanlegan skilning“ (51).
Eitthvað finnst mér líka bogið við
málsgreinar á borð við þessar:
„Kannski eru engar tvær áhyggjur
eins. Ef ég fengi að skipta, hvaða
áhyggjur ætli ég myndi velja mér?“
Ef til vill er málskilningur minn bara
gamaldags og allt í lagi að tala um
eina áhyggju, tvær áhyggjur, þrjár,
fjórar, sjö og jafnvel fjórtán. Þetta
lýtir þó verkið í mínum huga.
Afrit af deginum góða er að mörgu
leyti vel uppbyggð skáldsaga þó að
mér finnist sem höfundur hafi um of
teygt lopa smásögu upp í skáldsögu-
lengd. Lítið vægi persónusköpunar
og á köflum lítt vandaður texti rýrir
og gildi sögunnar.
Sá sem
kemur aftur
BÆKUR
Skáldsaga
eftir Gunnar Þorsteinsson. Agenda 2003
– 188 bls.
AFRIT AF DEGINUM GÓÐA
Skafti Þ. Halldórsson