Morgunblaðið - 23.08.2003, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. ÞAÐ ER sérkennileg tilfinning fyrirÍslending að koma á söguslóðirRómverja og Grikkja og virða fyrirsér forn mannvirki sem bera vott
um horfna siðmenningu. Hér á landi eru slík-
ar minjar fátíðar, enda veðurfar óhagstætt
og fallegar trébyggingar hafa oft orðið eld-
inum að bráð.
Samt er eiginlega verra að minjaleysið
hefur mótað sálarástand Íslendinga.
Þjóðin virðist ekki kunna að umgangast
sögulegar minningar af þeirri virðingu sem
þeim er sýnd meðal annarra menning-
arþjóða. Engin markviss stefna virðist vera
til um að viðhalda þeim í sínu eðlilega um-
hverfi.
Þegar eitthvað finnst standa yfirvöld oft
ráðþrota. Oft hafa söguleg og merkileg hús
verið rifin, s.s. Fjalakötturinn gamli, en í
besta falli flutt upp í Árbæ. Þá er nú komin
upp ný stefna, um að varðveita beri minjar
undir hótelbyggingum.
hníga þau
Mig lang
sérstöku u
sonar í Bra
þjóðþekkt
Ómars Ra
mun vera a
hans eru a
um íslensk
Þegar k
Bíldudal e
sögu. Allir
bjó að Upp
var merkt
ustu menn
arholti bjó
hníptum fj
hann sig ti
skúlptúra
smíðaði lík
ljósari en n
skepnunna
ótrúlegust
aðstæður e
Meðal v
kirkja sem
Það er auðvitað misskilningur að minjar
þurfi að vera gamlar til að vera merkilegar.
Ef ekki mætti friða hús fyrr en þau eru orðin
200 ára gömul næðu fá hús svo háum aldri.
Nýlega hefur farið fram umræða um Austur-
bæjarbíó og hefur borgarráð heimilað að rífa
það. Það gætu orðið afdrifarík mistök enda
er hér á ferð ágætis tónlistarhús sem nýta
má til margs konar menningarstarfsemi.
Einnig er það merkilegt sögu sinnar vegna,
eins og rakið var af Jóni Þórarinssyni í
Morgunblaðinu nú á dögunum. En á þessi
rök hefur borgarráð ekki viljað hlusta. Það
er býsna nöturlegt að á sama tíma er það
sótt af miklu kappi að byggja tónlistarhús í
Reykjavík en enn virðist ekkert bóla á því.
Einhverra hluta vegna virðast Íslendingar
ekki vera spenntir fyrir menningarverðmæt-
um fyrr en þau eru horfin. Þá má eyða tug-
um milljóna í að endurreisa verðmætin „í
upphaflegri mynd“, sem ekki verður þó ann-
að en sýndarveruleiki. Þannig var reistur
Þjóðveldisbær í Þjórsárdal eftir tilgátu
ágæts fræðimanns en á hinn bóginn lítið hirt
um að gera bæjarrústirnar að Stöng að-
gengilegar. Fleiri dæmi mætti tína til og öll
Fórnum ekki töf
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur
FLESTIR hafa sjálfsagtheyrt minnst á frægastaðlaáráttu Evrópu-sambandsins; ferhyrnd
jarðarber, bogna banana, sjó-
menn með hárnet – uppistaðan í
fyrirsögnum breskra æsifrétta-
blaða. Evrópusambandssinnar
eru ævareiðir yfir slíkum frétta-
flutningi. Skrifstofa Evrópusam-
bandsins í London gefur t.a.m.
reglulega út samantekt yfir það
sem hún kallar ESB-goðsagnir
(„Euro-myths“) og stór hluti af
heimasíðu samtaka breskra Evr-
ópusambandssinna, „Britain in
Europe“, fer í umfjöllun um þær.
Það er auðvitað rétt að vissu
marki að dagblöð eiga það til að
ýkja hlutina. En það sérkennileg-
asta við þessar svokölluðu ESB-
goðsagnir er eeigi að síður
hversu oft þær reynast sannar
við nánari skoðun.
Þetta kom t.a.m. skýrt fram
ekki alls fyrir löngu þegar nokkr-
ir breskir embættismenn fóru
fyrir dómstóla og kröfðust þess
að réttur þeirra til að sækja til
saka aðila sem hefðu á boðstólum
banana með rangri lögun væri
staðfestur. Já, það er raunveru-
lega til reglugerð hjá Evrópu-
sambandinu um lögun banana.
væri ekki lengur löglegt a
hálfpott af bjór. Svar við
inni kom frá skrifstofu sam
bandsins í London, án sjá
legrar kaldhæðni, þess efn
það væri fullkomlega lögle
því tilskildu að menn notu
orðið „hálfpottur“.
Það skal annars vel viðu
ast að beinir bananar mun
lega þýða alger endalok b
fullveldis. Í samanburði vi
tortímingu bresks sjávarú
eyðingu hinna bresku hefð
grundvallarlög og hina sa
inlegu landbúnaðarstefnu
ið varðandi bananana einu
smávægilegt atriði. En þa
hins vegar meira en lítið á
vert að fylgjast með því h
kerfiskallar Evrópusamba
reyna ávallt að fela það se
eru raunverulega að gera
þeir eru svona viðsjárverð
andi ómerkilegt atriði ein
banana, getum við þá virk
treyst þeim t.d. varðandi
Ég hef lesið hana sjálfur. Það er
reglugerð nr. 2557/94. Þar eru
skilgreint nákvæmlega leyfileg
lengd og þvermál fyrsta flokks
banana og auk þess tekið fram að
þeir megi ekki vera of bognir.
Sem betur fer fyrir breska rétt-
arkerfið var kröfu embættis-
mannanna hafnað af hæstarétti
Bretlands.
Sama er að segja um agúrkur.
Ég hafði margoft heyrt fullyrt að
allar sögurnar um bognar agúrk-
ur hefðu einfaldlega verið samdar
af æsifréttablöðunum svo ég
ákvað að kanna málið sjálfur. Og
viti menn! Ég rakst á reglugerð
1677/88 sem kveður á um leyfi-
legan heildarboga á agúrkum og
nákvæmt mál er ennfremur tekið
fram, 10 mm bogi fyrir hverja 10
cm í lengd.
Staðreyndin er nefnilega sú að
stærsta goðsögnin af þeim öllum
er þegar því er haldið fram að
sögur sem þessar séu goðsagnir.
Nánast hverri einustu frétt um
þessi mál er algerlega hafnað af
forystu Evrópusambandsins.
Fyrir nokkrum árum ritaði ég
grein í The Daily Telegraph þar
sem ég benti á þá staðreynd að
samkvæmt hinum nýju metra-
kerfisreglum Evrópusambandsins
Stærsta ESB-goðsögni
Eftir Daniel Hannan
Höfundur greinarinnar er
þingmaður á Evrópuþingin
breska Íhaldsflokkinn og dál
undur á The Daily Telegrap
Heimasíðan hans er á slóðin
www.hannan.co.uk.
BÚSETUÞRÓUN
OG SAMGÖNGUR
Í allmörg ár hefur mátt sjá merkiþess, að stórbættar samgöngurleiddu til athyglisverðrar þróunar í
búsetu fólks. Eftir að samgöngur á milli
Reykjavíkursvæðisins og Árborgar-
svæðisins urðu svo góðar sem raun ber
vitni fór að bera á því að fólk sem bú-
sett var og er austan fjalls sækti dag-
lega vinnu til höfuðborgarsvæðisins.
Svo fóru að koma vísbendingar um, að
fólk flytti austur fyrir fjall bæði vegna
lægri húsnæðiskostnaðar á sínum tíma
og líka vegna meiri friðsældar en hægt
var að finna í fjölmenninu í höfuðborg-
inni.
Sama gerðist á sínum tíma með bætt-
um samgöngum á milli Suðurnesja og
Reykjavíkur. Fólk, sem búsett var á
höfuðborgarsvæðinu sótti daglega vinnu
til Suðurnesja og þá í upphafi ekki sízt
til Keflavíkurflugvallar og öfugt. Þá
komu líka fram vísbendingar um að
lægri húsnæðiskostnaður á Suðurnesj-
um leiddi til þess að fólk flytti til Suð-
urnesja en héldi áfram að vinna á
Reykjavíkursvæðinu.
Nú er alveg ljóst að hið sama er að
gerast með Vesturland í kjölfar Hval-
fjarðarganga eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær. Akurnesingar hafa
ekki mikið fyrir að sækja daglega vinnu
til Reykjavíkur og Borgnesingar raunar
ekki heldur. En jafnframt er ljóst að
Hvalfjarðargöngin hafa orðið til þess,
að fleira fólk á Reykjavíkursvæðinu
horfir til búsetu á Vesturlandi, í Borg-
arfirði og víðar, þótt áfram sé sótt til
Reykjavíkur til vinnu. Þar kann bæði að
koma til lægri húsnæðiskostnaður en
einnig meiri friðsæld, þar sem dreifbýli
er meira. Þá má líka búast við að aukin
sumarbústaðaeign þróist upp í það að
einhver hluti þjóðarinnar komi sér upp
tveimur heimilum, á höfuðborgarsvæð-
inu og í dreifbýli.
Þetta er jákvæð og ánægjuleg þróun
og ekki ólíklegt að í henni megi sjá vís-
bendingar um, hvernig landsbyggðin
byggist upp á ný og með hvaða hætti
búsetuþróun undanfarinna áratuga
verði snúið við. Lykillinn að slíkri
breytingu er sú samgöngubylting, sem
orðið hefur. Líklegt má telja, þegar
fram líða stundir að sama þróun verði á
Akureyrarsvæðinu og út frá byggða-
kjörnum annars staðar á landinu.
Eitt af því, sem getur ýtt undir þessa
þróun auk samgöngubóta, er að fjar-
skiptakerfið verði jafnfullkomið nánast
hvar sem er á landinu. Það auðveldar
fólki að stunda ákveðna vinnu hvar sem
er. Þess vegna getur það orðið ríkur
þáttur í að snúa byggðaþróuninni við að
tryggja að tölvuvinnsla og fjarskipti öll
verði jafngóð á landsbyggðinni og þau
eru orðin í þéttbýli.
Umskipti af þessu tagi leiða margt af
sér. Stór fyrirtæki, sem fyrst og fremst
hafa verið starfrækt á höfuðborgar-
svæðinu fylgja fólkinu eftir út á land,
sem aftur verður til þess að ýta undir
aukna atvinnustarfsemi á þeim land-
svæðum, þar sem þessarar þróunar
gætir.
Ný landsbyggðarstefna er því í mót-
un. Hún byggist ekki sízt á samgöngu-
bótum, staðsetningu menntastofnana
úti um land eins og háskólanna tveggja
í Borgarfirði og Háskólans á Akureyri
og fjarskiptabyltingu, sem nauðsynlegt
er að fylgja fast eftir utan þéttbýlis-
kjarna.
HÆTTUM OKRINU
Eitt helsta umkvörtunarefni erlendraferðamanna er koma til Íslands er
hátt verðlag á áfengi. Þeir sem hafa vanist
því að greiða „evrópskt“ eða „bandarískt“
verð fyrir flösku af bjór eða glas af víni
eiga erfitt með að skilja þá stefnu sem rík-
ir hér á landi við verðlagningu á áfengi.
Það sama á við um Íslendinga er dvalist
hafa erlendis í lengri eða skemmri tíma.
Lengi vel var hægt að færa rök fyrir því
að Ísland hefði ekki sérstöðu í þessum efn-
um. Norðurlöndin voru nokkurn veginn
samstiga í því að halda verði á áfengi háu
með það að markmiði að draga úr neyslu.
Þau rök eru hins vegar löngu fallin úr
gildi.
Danmörk hefur lengi haft ákveðna sér-
stöðu í þessum efnum vegna Evrópusam-
bandsaðildar sinnar. Þrátt fyrir það er
áfengisverð innan ESB hvergi hærra en í
Danmörku. Svíþjóð og Finnland hafa
markvisst unnið að því á síðustu árum að
lækka verð á áfengi. Vissulega skiptir það
miklu máli að ESB-aðild þessara ríkja
gerir að verkum að þau hafa orðið að
draga mjög úr hömlum á innflutningi ein-
staklinga á áfengi. Þar sem Svíþjóð á
landamæri á sjó að Danmörku og Finn-
land að Eistlandi (sem brátt verður aðild-
arríki ESB) hafa þessi ríki staðið frammi
fyrir því að taka ákvörðun um hvort
áfengiskaup landsmanna fari fram innan
eða utan landamæranna. Til að tryggja að
þau verði innan landamæranna hefur verð
verið lækkað til muna.
Síðast í gær tók ríkisstjórn Finnlands
ákvörðun um að lækka tolla á áfengi um
þriðjung að jafnaði. Var sú ákvörðun tekin
til að bregðast við yfirvofandi ESB-aðild
Eistlands.
Noregur hefur staðið frammi fyrir svip-
uðu vandamáli þar sem Norðmenn hafa í
auknum mæli gert áfengiskaup sín í Sví-
þjóð til að komast hjá hinum norsku of-
urtollum. Þróunin þar í landi hefur verið
sú að lækka verð á áfengi til að koma í veg
fyrir að salan flytjist úr landi.
Morgunblaðið hefur nokkrum sinnum á
undanförnum áratug borið saman verð á
áfengi á Norðurlöndunum. Niðurstaðan
hefur verið sú að lengi hefur verið mikill
munur á áfengisverði á Íslandi og í Sví-
þjóð og Finnlandi. Helst hefur verið hægt
að bera saman verð á Íslandi og í Noregi.
Þar sem áfengisverð fer lækkandi í Nor-
egi er hins vegar ljóst að Ísland situr eitt
eftir með hæstu áfengisgjöld í Evrópu.
Sé horft á málið með augum ríkissjóðs
er væntanlega erfitt að sjá rökin fyrir því
að lækka þessar álögur á neytendur. Mál-
ið er hins vegar ekki svo einfalt. Hið háa
verðlag á áfengi er að verða einhver helsti
þröskuldur í vegi þess að íslensk ferða-
þjónusta fái að dafna. Hvort sem mönnum
líkar það betur eða verr gera ferðamenn
kröfur til þess að geta fengið sér glas af
víni eða bjór á hagstæðu verði þegar þeir
eru í fríi. Það á við um Íslendinga jafnt
sem aðrar þjóðir. Myndi nokkur Íslend-
ingur láta bjóða sér það að greiða 800–900
krónur fyrir glas af lélegu víni í sumarfríi
sínu? Varla. Samt erum við vön að greiða
slíkt verð hér heima. Hvernig skyldi þetta
nú blasa við ferðamanninum sem er vanur
að geta fengið sér flösku af víni af sam-
bærilegum gæðum fyrir þennan pening?
Og ef ekki er hægt að bjóða ferðamönnum
upp á slíkt okurverð, er þá í lagi að bjóða
Íslendingum upp á það sama?
Ísland á ekki landamæri að neinu ríki
Evrópusambandsins. Við búum á eyju í
Norður-Atlantshafi. Sú staðreynd á hins
vegar ekki að koma í veg fyrir að Íslend-
ingar njóti sömu lífsgæða og aðrar þjóðir.
Þvert á móti eigum við að reyna að
tryggja að lífsgæði hér séu með þeim
hætti að fólk sækist eftir þeim frekar en
að hrista hausinn og reyna vandræðalega
að útskýra fyrir erlendum gestum að
þetta sé nú bara svona.