Morgunblaðið - 23.08.2003, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 33
snjöllu hugmynd að endurgera allt heila
klabbið eftir ljósmyndum og jafnvel að velja
verkunum nýjan stað sem er í betra vega-
sambandi við umheiminn og auðveldara að
reka. Þá yrði um leið búið að gerilsneyða
verkin af öllu sem heitir frumleiki og veru-
leiki. Þá höfum við aðeins eftirmynd af eft-
irmynd og tengingin við líf listamannsins í ís-
lenskri náttúru er orðin fjarlæg og
óraunveruleg.
Íslensk stjórnvöld ættu að taka sér tak.
Það er þeirra skylda, ekkert síður en yf-
irvalda í öðrum löndum, að varðveita menn-
ingarverðmæti. Eða eiga Íslendingar að
verða eftirbátur annarra þjóða á þessu sviði?
Finnst okkur það rétt stefna að vera stöðugt
að byggja nýtt en varðveita aldrei það
gamla? Að öllu eigi að raska og láta minjar
um liðna öld hverfa mun fyrr en þær myndu
gera annars staðar í heiminum? Hafa íslensk
stjórnvöld fallið í gömlu gildruna og keypt
nýja lampa fyrir gamla? Sagan sýnir okkur
að þá hverfa töfrarnir. Þess ættu íslensk
stjórnvöld að minnast.
hans var hafnað í Selárkirkju. Afréð hann þá
að reisa kirkju undir sína eigin töflu en sjálf
altaristaflan er nú varðveitt á Listasafni
ASÍ. Einnig má sjá ljónagosbrunn sem Sam-
úel hannaði sjálfur og ýmsar merkar styttur.
Inni í kirkjunni má virða fyrir sér málverk
Samúels og þar hefur einnig verið komið fyr-
ir greinum og öðrum fróðleik um Samúel.
Það sorglega við þessa magnþrungnu sjón
er hins vegar það að verkin eru að grotna
niður. Viðhald er lítið sem ekkert og ef svo
fer fram sem horfir verða verkin veðri og
vindum að bráð. Það er ekki skrýtið þar sem
viðhald verkanna er alfarið kostað af ein-
staklingsframlögum. Opinberir styrkir til
viðhalds safnsins nema minna en fjögur
hundruð þúsund krónum undanfarinn ára-
tug. Sorglegast af öllu er að ekki þyrfti háar
fjárhæðir til að hægt væri að gera við verkin
og byggingarnar og þá þyrfti viðhaldskostn-
aður ekki að vera mjög hár.
Það læðist að manni sá grunur að opinber-
ir aðilar sjái oft ekki skóginn fyrir trjánum.
Eftir nokkur ár þegar verk Samúels hafa
fengið að grotna niður og eyðileggjast án af-
skipta yfirvalda mun eflaust einhver fá þá
í sömu átt.
gar til að gera eitt slíkt dæmi að
umtalsefni: Verk Samúels Jóns-
autarholti í Selárdal. Þau urðu
t á sínum tíma vegna umfjöllunar
agnarssonar í Sjónvarpinu. Óhætt
að telja Samúel til naívista og verk
afar sérstakt og merkilegt dæmi
ka alþýðulist.
keyrður er Ketildalavegur frá
er komið í Selárdal sem á sér merka
r muna eftir Gísla Gíslasyni sem
psölum í Selárdal en fyrr á öldum
höfuðból í Selárdal þar sem lærð-
n sinnar tíðar bjuggu. Og á Braut-
ó Samúel Jónsson. Undir þver-
jöllum framan við ólgandi sjó tók
il og bjó til margháttuð listaverk,
úr steinsteypu, málaði myndir og
kön. Á þessum stað verður manni
nokkru sinni sköpunarþörf mann-
ar sem finnur sér farveg undir
tu kringumstæðum og lætur ytri
ekki stöðva sig.
verka sem þarna má sjá eru steypt
m Samúel reisti þegar altaristöflu
frunum
Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna.
SVEITARFÉLÖGUM hef-ur fækkað verulega hér álandi á síðustu árum íkjölfar sameininga, enda
gerast verkefni þeirra sífellt
flóknari og viðameiri. Þróunin
hefur þó ekki verið nægilega
hröð, því enn býr innan við 4%
þjóðarinnar í 54 fámennustu
sveitarfélögum landsins, og þess
vegna hafa félagsmálaráðuneytið
og Samband íslenskra sveitarfé-
laga ákveðið að ráðast í sérstakt
átak í sameiningarmálum sveitar-
félaga.
Á árunum 1990 til 1994 fækk-
aði sveitarfélögum í landinu úr
204 í 171, eða um 33. Árið 1994
var sameining Helgafellssveitar
og Stykkishólmsbæjar hins vegar
afturkölluð og voru sveitarfélögin
því 172 við upphaf kjörtímabils-
ins 1994–1998. Á því kjörtímabili
var unnið markvisst að samein-
ingu sveitarfélaga og talsverður
árangur náðist. Við bæjar- og
sveitarstjórnarkosningar 1998
var þannig kosið til 124 sveit-
arstjórna og hafði sveitarfélögum
því fækkað um 48. Samtals fækk-
aði því sveitarfélögum um 80 á
átta ára tímabili, úr 204 í 124, en
þau urðu flest 229 á árunum upp
úr 1950. Þegar kosið var til sveit-
arstjórna í maí árið 2002 voru
kosnar 105 sveitarstjórnir í land-
inu. Á þremur kjörtímabilum hef-
ur sveitarfélögum því fækkað um
hartnær helming, um 90 sveit-
arfélög, úr 204 í 105.
Fyrsta sameining nýhafins
kjörtímabils var samþykkt sam-
hliða alþingiskosningunum 10.
maí 2003 þegar kosið var um
sameiningu Stöðvarhrepps og
Búðahrepps. Sameiningin tekur
gildi 1. október nk. Frá þeim tíma
verða sveitarfélögin 104 talsins.
Af þessum 104 sveitarfélögum
hafa 36 færri en 200 íbúa og þar
af eru 15 með færri en 100 íbúa.
18 sveitarfélög hafa 200–499 íbúa,
17 sveitarfélög hafa 500–999 íbúa.
Sveitarfélög með fleiri en 1.000
íbúa eru 33 talsins. Það gefur
augaleið að svo fámenn sveit-
arfélög eiga í erfiðleikum með að
uppfylla þær kröfur sem íbúar
gera í nútímanum.
Á fundi með forráðamönnum
Sambands íslenskra sveitarfélaga
í vikunni kynnti Árni Magnússon
félagsmálaráðherra áform um
skipan tveggja nýrra nefnda í
þeim tilgangi að hvetja til sam-
einingar sveitarfélaga. Annars
vegar er þar um að ræða samein-
ingarnefnd, sem útfæra á tillögur
um nýja sveitarfélagaskipan í
samráði við hlutaðeigandi sveit-
arstjórnir og landshlutasamtök,
og hins vegar nefnd um aðlögun
tekjustofna að nýrri sveit-
arstjórnarskipan. Yfirumsjón
með verkefninu verður í höndum
þriggja manna verkefnisstjórnar,
en formaður hennar er Hjálmar
Árnason, alþingismaður og for-
maður félagsmálanefndar Al-
þingis. Verkefnisstjórninni er
ætlað að leggja fram tillögur til
félagsmálaráðherra um hvaða
breytingar komi til greina að
gera á verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga, ekki síst í því
augnamiði að treysta sveit-
arstjórnarstigið og efla sjálfs-
forræði byggðarlaganna.
Fagna ber átaki félagsmála-
ráðuneytisins og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. Sér-
staklega er ástæða til þess að
hrósa forsvarsmönnum sveitarfé-
laga fyrir að hafa frumkvæði að
frekari sameiningu, því með því
að sveitarfélögum fækkar og þau
verða stærri og öflugri aukast
möguleikar þeirra á bættri þjón-
ustu við íbúana og að takast á
hendur ný verkefni. Sveit-
arfélögin hafa sjálf áhuga á því að
takast á hendur aukna nærþjón-
ustu við íbúana, en um leið hafa
þau óskað eftir því að skýrt liggi
fyrir á verksviði hverra einstakir
málaflokkar séu, eingöngu hjá
ríkisvaldinu eða eingöngu hjá
sveitarfélögum. Þetta er auðvitað
einnig metnaðarmál stjórnvalda,
því óviss ábyrgð getur leitt til
óþarfa tafa og árekstra sem vel
mætti komast hjá.
Vonandi leiðir átak um samein-
ingu sveitarfélaga til þess að
þeim fækki verulega á næstu ár-
um og til verði færri en stærri
sveitarfélög í landinu. Sveit-
arfélög sem geta bætt nærþjón-
ustu við íbúa og tekið við fleiri
verkefnum og þannig verði búið
um hnútana að íbúarnir þurfi
helst ekki að leita annað eftir op-
inberri þjónustu.
Þróunin hér á landi, eins og
víðast hvar annars staðar, er sú
að æ fleiri vilja búa í þéttbýli.
Með bættum samgöngum búa æ
fleiri við þær aðstæður að vinna í
einu sveitarfélagi en búa í öðru
og í mörgum tilfellum dvelja
langdvölum í því þriðja, t.d. í til-
felli landeigenda og sumarhúsa-
eigenda. Í öllum tilvikum er krafa
dagsins skilvirk þjónusta og
gegnsæ, þannig að standist sam-
anburð við það sem best gerist
annars staðar. Enda þótt al-
þjóðavæðingin setji sífellt sterk-
ari svip á allt umhverfi okkar hef-
ur mikilvægi nærsvæðisins að
sama skapi aukist. Í því ljósi ber
að skilja aukið mikilvægi hverf-
alýðræðis og staðbundinnar
ákvarðanatöku í mikilvægum
álitaefnum sem snerta ákveðin
svæði og fjölda íbúa en skipta
íbúa annars staðar ef til vill
minna máli. Á sama hátt verður
tilhneigingin sú, að við sem íbúar
í tilteknum bæjarfélögum eða
borgum viljum geta mótað nán-
asta umhverfi okkar og haft áhrif
á þróun mála í okkar heimabyggð
enda þótt við höfum áfram og
sem fyrr skoðanir á því sem er á
seyði í umheiminum.
En hvaða málefni eru það sem
einna helst brenna á íbúum
Reykjavíkur? Og eru þau málefni
í einhverju ólík þeim málefnum
sem helst brenna á íbúum lands-
byggðarinnar? Að einhverju leyti
kann hér að vera örlítill áherslu-
munur, en ég hef þá trú að ná-
kvæmlega sömu málefni brenni á
öllum þorra landsmanna, hvar
svo sem menn eru í sveit settir.
Þetta eru nokkur lykilatriði.
Þau snúast um samhjálp og vel-
ferð, atvinnu handa öllum,
menntun og félagslega þjónustu.
Bættar samgöngur, betra mann-
líf. Öryggi og stöðugleika í smáu
sem stóru.
Frekari framfarir á þessum
sviðum, samfara eflingu sveit-
arstjórnarstigsins, verða lands-
mönnum vafalaust til hagsbóta.
Færri en
öflugri
sveitarfélög
Eftir Björn Inga
Hrafnsson
Höfundur er skrifstofustjóri Fram-
sóknarflokksins og varaþingmaður.
’ Enda þótt alþjóðavæðingin
setji sífellt sterkari
svip á allt umhverfi
okkar hefur mikil-
vægi nærsvæðisins
að sama skapi
aukist. ‘
að selja
grein-
m-
áan-
nis að
egt – að
uðu ekki
urkenn-
nu ólík-
bresks
ið t.a.m.
útvegs,
fða um
meig-
er mál-
ungis
að er
áhuga-
hvernig
andsins
em þeir
. Ef
ðir varð-
s og
kilega
evruna?
n
nu fyrir
lkahöf-
ph.
nni
REYKJAVÍKURBORGstyður heilshugarstarfsemi Sinfón-íuhljómsveitar Íslands
enda er hún mikilvægur þáttur í
þeirri heimsborg sem við viljum
byggja. Reykjavíkurborg hefur
hins vegar látið í ljós þann vilja
að hætta þátttöku í rekstri
hljómsveitarinnar eins og hann
er nú skipulagður.
Niðurstaða starfshóps
Í nýrri skýrslu starfshóps um
málefni sveitarinnar segir:
„Sumt í lögum um Sinfón-
íuhljómsveit Íslands er ekki í
samræmi við fyrirkomulag mála í
dag, er óljóst eða orkar tvímælis.
Sérstaklega er þá átt við atriði
sem snúa að fjárhagslegum sam-
skiptum hljómsveitarinnar við
rekstraraðilja og samskiptum
þeirra innbyrðis vegna áætl-
anargerðar, ákvarðanatöku og
fjárhagslegra uppgjöra.“
Undrar nokkurn að Reykjavík-
urborg vilji breyta fyrirkomulagi
sem svo er lýst?
Sinfónían er í uppnámi
Erfið staða Sinfóníunnar í dag
er ekki Reykjavíkurborg að
kenna heldur þeim sem bera
sanngjörn og eðlileg. Hún skýr-
ist ekki af andstöðu við Sinfón-
íuna eða óvilja, heldur af þeirri
niðurstöðu allra sem koma að
málum að núverandi fyr-
irkomulag er óverjandi! Reykja-
víkurborg og Seltjarnarnes eru
einu sveitarfélögin á landinu sem
eru bundin með lögum til að
leggja sveitinni til fé. Hvers
vegna? Skyldur höfuborgarinnar
í menningarmálum eru vissulega
skýrar og við sem förum með
þau mál viljum veg borgarinnar
sem mestan í þessum efnum.
Borgin mun því ekki ganga í
berhögg við lög um Sinfóníuna.
En er til of mikils mælst að lög-
gjafinn og framkvæmdavaldið
taki þessi mál til skoðunar og
endurskipulagningar? Krafa
borgarinnar beinist ekki gegn
Sinfóníuhljómsveit Íslands, held-
ur gegn því skipulagi sem nú er
sammæli um að sé úrelt. Sinfóní-
an verður áfram ein helsta stoð
menningar í höfuðborg Íslands
og það er henni fyrir bestu að
þessi málum sé skipað á nýjan
hátt.
frumábyrgð á henni. Þannig
kemur fram að einkum sé um að
kenna lífeyrisskuldbindingum, og
því hvernig ríkisvaldið hefur
skipað þeim málum. Borgin er
fangi þeirra ákvarðana, því hún
er skyldug með lögum að greiða
ákveðið hlutfall af kostnaði við
sveitina – sama hver hann er.
Hlutur Reykjavíkurborgar
hækkaði úr 36 milljónum í tæpar
68 á árunum 1997–2001. Engin
önnur sveitarfélög taka þátt í
rekstri sveitarinnar, nema Sel-
tjarnarnes með um fjórar millj-
ónir, og vill hætta því. Reyndar
vill Ríkisúvarpið líka breytta
skipan. Þeir sem eiga að gæta
hagsmuna borgarinnar geta ekki
unað við óbreytt lög um þetta
efni, sem skilyrða mjög framlög
borgarinnar með hlutfalls-
greiðslum af kostnaði, án þess að
hún hafi raunverulega möguleika
á að ráða för.
Tiltekt hljómsveitinni
fyrir bestu
Það er greinilegt af skýrslu
starfshópsins að taka verður til í
helstu málefnum sem varða
rekstur Sinfóníunnar. Ósk
Reykjavíkurborgar um að núver-
andi skipan mála verði breytt er
Borgin og sinfónían
Eftir Stefán Jón Hafstein
Höfundur er formaður
menningarmálanefndar.