Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 37

Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 37 ÞAKKA þér Óttar fyrir að upp- lýsa það í Mbl. 8. ágúst 2003 sem ekki hefur mátt segja op- inberlega á Ís- landi. Skylda mín sem starfsmanns tólf- sporahússins er að gera raunhæfa bataáætlun sem nýtist fólki í að verða allsgátt og í þeirri viðleitni sinni að verða andlega heilbrigt að nýju. Nú eru rétt um níu mánuðir síðan við opnuðum húsið okkar á Skólavörðustíg 30, það fyrsta af þremur. Það sem við stefnum að og erum að færa inn í íslenska meðferðarkerfið ef svo má segja er að ekki reynist nauðsynlegt að loka fólk inni uppi í sveit svo hægt sé að veita því hjálp við að losna undan ánauð alkóhólisma, langfæstir þurfa á því að halda. Oftast er miðað við líkamleg veikindi fólks eins og gert er í Bandaríkjunum til dæmis, þar í landi eru einungis örfá úrræði eftirlifandi þar sem krafist er innilokunar eða burttekningar einstaklings úr samfélaginu með- an á meðferð stendur. Í Banda- ríkjunum er nú nær eingöngu stuðst við módel sem heitir „out- patient program“ og þar er unnið með tólfsporakerfi AA-fé- lagsskaparins og viðhaldið með svokölluðu „self motivation syst- em“. Í Bandaríkjunum í dag eru skráð soberhouse- og halfway house-úrræði 24.000 talsins hjá www.soberhouses.com og þarf því ekki að velkjast í vafa um hver stefnan er í þessum málum í Bandaríkjunum a.m.k. Þetta kerfi hefur verið notað með góðum árangri í 53 ár í Bandaríkjunum en við höfum einnig horft á kraftaverk í ba- taþróun einstaklinga á Íslandi með þessum mjög svo einföldu leiðbeiningum frá tólfspora- samtökunum í Bandaríkjunum. Árangurstölurnar frá því með- ferðarstarf hófst hér á landi eru hlægilegar; rétt um 5–8% af hundraði eru edrú eftir tvö ár, og enginn telur breytinganna þörf. Íslenski meðferðargeirinn ætlar sem sagt að halda áfram að nota þessar svo til gagnslausu leið- beiningar sem stuðst hefur verið við hingað til og halda áfram að búast við annarri útkomu, nú hlýtur það að takast! Á Íslandi eigum við afeitr- unarsjúkrahús sem við teljum með þeim fullkomnustu í heim- inum og skilar frábærum árangri, en því miður hefur meðferðin hér ekki skilað góðum árangri. Ekki er hægt að fegra þessar stað- reyndir eða fara í kringum þær. Endalausir frasar og stikkorð eru til sem þessir staðir nota, en raunin er sú að þessi að- ferðafræði hefur í raun ekki virk- að nema þá fyrir takmarkaðan hóp útvalinna sem mjög stutt eru komnir í þróun sinni á alkóhól- isma. Búið er að reyna vatnslækn- ingar, rækta líkamann, ganga í sértrúarsöfnuði og spila tennis eða aðrar íþróttir til að halda alkóhólismanum í skefjum en raunin er sú að alvöru alkóhólisti þarf annað tveggja til að halda geðheilsunni; brennivín og önnur vímuefni eða þá tólfsporapró- gramm AA, sem læknar við- urkenna nú almennt að haldi sjúkdómnum í skefjum og geri fólk andlega heilbrigt að nýju. Það er sorglegt að horfa upp á að meðferðarstaðir kenni sig við tólfsporakerfi AA en noti það svo ekki. Í dag eru til staðir sem beita þessari blekkingu til að auka trúverðugleika sinn svo auð- veldara sé að safna fjármunum. Eftir að hafa lesið nýlega grein í DV, þar sem haldið var fram að tiltekin stofnun notaðist við tólf- sporakerfi AA, var hringt á stað- inn til að fá upplýsingar um þann þátt meðferðarinnar og var svar- ið mjög skýrt og skorinort: Við erum með tólf sporin beint úr Biblíunni, kristilega meðferð, en ekki AA-prógrammið eða AA- fundi. Breytinga var þörf. Allt of margir voru og eru að deyja úr alkólhólisma í vina- og kunningjahópum okkar félaganna sem stöndum að rekstri tólf- sporahússins Soberhouse. Við framkvæmum það sem við segjum, iðkum það sem við kenn- um og stöndum undir nafni sem „tólfsporahúsið“ Soberhouse. Markmið okkar er að skila ein- staklingum með sjúkdóminn alkó- hólisma út í þjóðfélagið án þess þó að loka fólk inni úti í sveit eða draga upp úr því leyndardóma al- heimsins með hvaða aðferðum sem er. Í tólfsporahúsinu Soberhouse er dagskrá alla virka morgna og allir eru velkomnir frá klukkan 9:00 til 11:30 mánudaga til föstu- daga. Við styðjumst eingöngu við tólfsporaprógrammið og það stendur einnig til boða þeim sem ekki búa á staðnum en hafa áhuga á þátttöku (outpatient pro- gram). Heildarkomufjöldi í tólfspora- húsið Soberhouse er 49 ein- staklingar (15.6. 03) og af þeim eru 26 allsgáðir enn í dag eða rétt um 53%, sem er í takt við þær árangurstölur sem við feng- um frá Pathfinders Recovery í San Diego. Strax við opnun hússins var ákveðið að við gerðum miklar kröfur til skjólstæðinga okkar um árangur, og við leggjum sérstaka áherslu á að hvorki fólk, staðir né hlutir valda því að við drekkum eða neytum vímuefna. Bati er ekki söluvara sem má dansa með í hringi og falbjóða eftir geðþótta. Mannslíf tapast með því að vera værukær svo og ef gróða- sjónarmið ráða. Eftir að skjólstæðingarnir ljúka dvöl sinni hjá okkur hefst eftirfylgni (áætlun); prógramm sem stendur yfir í þrjú ár. Svar við grein dr. Óttars Guðmundssonar Eftir Guðjón Egil Guðjónsson Höfundur er forstöðumaður tólf- sporahússins Soberhouse. Kokkabókastatíf Verð 3.990 kr. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Litir: Svart, blátt, grænt, grátt Nýtt! drapplitur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.