Morgunblaðið - 23.08.2003, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Erla O. Guðjóns-dóttir fæddist á
Seyðisfirði 21. janúar
1932. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Seyð-
isfirði 17. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Kristín
Jóhannesdóttir, f.
3.7. 1915, d. 30.11.
1999, og Guðjón Sæ-
mundsson (kjörfað-
ir), f. 15.5. 1913, d.
13.7. 1993.
Hinn 16.7. 1964
giftist Erla Sigurði
Eyjólfssyni, f. 4.3.
1928. Þau eiga þrjú börn: 1) Sig-
ríður Þórstína, f. 6.7. 1965, gift
Stefáni Smára Magnússyni, f.
30.5. 1960, og eiga þau synina Sig-
urð Snæbjörn, f.
5.12. 1993, og Magn-
ús Snæþór, f. 15.1.
1999. 2) Guðjón, f.
30.7. 1967, kvæntur
Lilju Björk Birgis-
dóttur, f. 20.10. 1974,
og eiga þau Erlu
Kristínu, f. 3.12.
1997, og Guðjón
Birgi, f. 27.8. 2000,
en fyrir átti Lilja
Björk soninn Kristin
Má Hallgrímsson, f.
19.7. 1991. 3) Eydís
Dögg, f. 10.11. 1975.
Erla vann lengst
af við verslunarstörf.
Útför Erlu verður gerð frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku Erla amma.
Mikið er erfitt að þurfa að kveðja
þig núna, við vildum óska að við hefð-
um haft tækifæri til að heimsækja
þig einu sinni enn áður en þú fórst.
Í æskuminningum okkar systra
átt þú stóran sess. Munum vel eftir
því þegar þú varst að vinna í gamla
kaupfélaginu og við systur komum
að versla með mömmu, það var ekki
oft sem maður fór þaðan út án þess
að vera með eitthvert góðgæti í vas-
anum sem þú hafðir laumað yfir búð-
arborðið. Enda vorum við alltaf til-
búnar að kíkja með mömmu í búðina
til þín.
Á veturna var svo ósjaldan stopp-
að í kaffi á Árbakka 9 þegar komið
var af skíðasvæðinu. Þar gat maður
stólað á að fá „Erlukleinur“ sem í
okkar huga verða alltaf heimsins
bestu kleinur. Þú varðst alltaf að
eiga eitthvað til að „reka upp í krakk-
ana“ eins og þú sagðir. Það er líka
ógleymanlegt þegar þú varst að
hrækja á eftir okkur systkinum þeg-
ar við vorum að fara að keppa á skíð-
unum og í fótboltanum. Þú kenndir
okkur að það væri happamerki.
Hvort það dugði vitum við ekki. En
við trúðum því alltaf að þegar vel
gekk væri það Erlu að þakka.
Þegar við systur vorum báðar
ófrískar fyrir tæpu ári dreymdi þig
draum og túlkaðir þú hann þannig að
Hanna eignaðist stelpu og Kolbrún
strák. Þú varst meira að segja svo
viss að þú fórst og keyptir eina bleika
og eina bláa könnu handa „lang-
ömmubörnunum“.
Í október lást þú á FSA þegar
Hanna átti stelpuna og það var svo
gaman að sjá hversu stolt þú varst að
verða fyrst að sjá hana bæði nýja og
krumpaða. Strákurinn hennar Kol-
brúnar varð hins vegar stelpa líka,
en hún fékk nú samt að eiga bláu
könnuna.
Við vildum óska að Elísa Maren og
Helena Lind hefðu fengið að kynnast
þér betur og þú fengið að leika „lang-
ömmu“ lengur. En við munum ekki
láta minninguna um þig gleymast og
þær fá að heyra sögurnar um þig í
gegnum okkur. Á þitt heimili var
maður ávallt velkominn og átti mað-
ur þar margar góðar stundir. Eins og
þú orðaðir það: „Þótt ég eigi ekki
stórt hús á ég stórt hjarta,“ sem var
hverju orði sannara. Elsku Erla takk
fyrir allt.
Elsku Siggi, Sigga Stína, Nonni,
Dísa og aðrir aðstandendur. Ykkur
vottum við okkar dýpstu samúð.
Hanna Lísa og
Kolbrún Lára.
Elsku amma, nú ert þú uppi hjá
englunum og horfir á mig og passar
mig. Nú byrja ég í skóla og ég veit að
þú horfir á mig með nýju skóla-
töskuna mína. Ég heimsótti þig á
föstudaginn áður en þú fórst til guðs
og sýndi þér nýja nestisboxið mitt.
Nú líður þér vel og viltu passa Kidda
og Birgi fyrir mig. Takk fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Þín
Erla Kristín.
Elsku amma, vonandi líður þér vel
þar sem þú ert núna og ég veit að þú
passar okkur öll. Mér var mjög vel
tekið af öllum í fjölskyldunni þegar
ég kom inn í hana og þú komst alltaf
fram við mig eins og þitt eigið ömmu-
barn. Alltaf var gott að koma í kaffi-
tímanum og alltaf fékk maður súkku-
laðiköku og mjólk, svo settist maður
niður og horfði á myndband eða las
Andrésblað. Þú varst alltaf mjög
stolt af mér á skíðum og þú ljómaðir í
hvert skipti er ég kom heim með
verðlaunapening eða bikar. Takk
fyrir allt elsku amma.
Þinn
Kristinn Már.
Nú er amma mín ekki lengur hjá
afa mínum en ég passa afa minn fyrir
þig og hann passar að ég fái nóg af
kexi hjá honum og mjólk með. Bless
amma mín.
Þinn
Guðjón Birgir.
Það er alltaf erfitt að sjá á bak góð-
um vinum. Mín góða vinkona í meira
en hálfa öld, Erla Guðjónsdóttir, eða
Erla Kiddýjar eins og hún var oftast
kölluð, hefur nú lokið lífsgöngu sinni
eftir hetjulega baráttu við erfiðan
sjúkdóm síðustu ár. Þrátt fyrir veik-
indin æðraðist hún ekki, hélt alltaf
sínu góða skapi, lífgaði upp á um-
hverfið og hressti aðra. Hún stóð í
rauninni lengur en stætt var. Þannig
var Erla.
Skopskyn átti hún í ríkum mæli og
veitti öðrum ómælda gleði með því.
Margar gleðistundirnar áttum við öll
þessi ár og á yngri árum okkar var
ýmislegt skemmtilegt brallað sam-
an, sem geymt er í minningunni.
Ungar fórum við til starfa í
Reykjavík og leigðum okkur hús-
næði saman, reyndist það okkur hinn
ánægjulegasti tími, ungar glaðlynd-
ar stúlkur horfandi björtum augum
til framtíðarinnar. Leiðir okkar lágu
aftur austur og höfum við verið ná-
grannar alla tíð síðan.
Nú eru þeir tímar að baki og eftir
lifa góðar minningar.
Ég bið Guð að hugga eiginmann
Erlu og fjölskyldur þeirra í sorginni
og kveð kæra vinkonu með söknuði
með orðum Einars Ben.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
Inga Hrefna.
Manstu gamla daga, mörg þá
gerðist saga. Þessar línur eiga sko
vel við núna, ef ekki nú þá aldrei. Við
Erla Guðjóns unnum saman hjá
KHB á Norðurgötu 2, Seyðisfirði, í
mörg ár og það voru góð ár. Hún
Erla var hagmælt mjög og margar
vísur urðu til á þessum árum.
Ein vísa varð til þegar ég sat á
tröppu, sem við notuðum til að ná í
vöru í hillurnar, vísan er svona.
Viltu Guðrún gefa mér,
það sem geymist undir þér.
Allt skal núna ganga greitt,
sko án þess kemst ég ekki neitt.
Svona var Erla, hún gat slett fram
vísu af litlu tilefni. Og einu sinni var
hér í bæ fulltrúi hjá sýslumanninum,
þessi maður var nú dálítið spes, svo
ekki sé meira sagt og hann kom oft í
búðina til okkar og oft fékk hann á
sig vísur án þess að vita af því auðvit-
að og við afgreiðslukerlingarnar vor-
um að drepast úr hlátri yfir öllu sam-
an, hann skildi bara ekkert í því
hversu hláturmildar við vorum ætíð
þegar hann kom. Vísurnar get ég
auðvitað ekki látið koma.
4. apríl 2002 fórum við Erla til Ak-
ureyrar keyrandi. Ég þurfti að hitta
lækni og Erla kom með mér, bara til
skemmtunar og ekki brást hún því
hlutverki frekar en öðru sem hún tók
sér fyrir hendur. Það var mikið sung-
ið og hlegið þessa 7 tíma sem við vor-
um saman þennan dag. Þegar við
vorum í Mývatnssveitinni varð mér
litið á hraðamælinn í bílnum og vor-
um við á 130 km hraða og mér brá
svo að ég stoppaði bílinn, ekki út af
sjokki ó nei, bara til að hlæja. Við
hlógum eins og vitleysingar að öllu
saman og þó aðallega fyrir það að við
sáum fyrir okkur flennistórar fyrir-
sagnir í dagblöðunum um tvær sjö-
tugar kerlingar teknar fyrir ofsa-
akstur í Mývatnssveitinni, hvað
haldið þið?
Erla mín, ég gæti haldið áfram
endalaust, en nokkur orð að lokum
sem mér finnst passa þér. Styrkur
okkar er oft gerður úr veikleikanum
sem við dirfumst ekki að láta sjást.
Sá getur ekki verið hugprúður sem
aldrei hefur orðið fyrir neinu mis-
jöfnu. Ömmur syngja sveiflukennt
en fallega. Ömmur gefa þér alltaf
bestu bitana. Ömmur eru með gamla
fætur en ungt hjarta. Ömmur lifa
alla harðstjóra, þess vegna er heim-
urinn enn til.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast Erlu Guðjónsdóttur, ég
bið góðan Guð að leiða Erlu og varð-
veita eiginmann, börnin, barnabörn-
in, tengdabörnin og alla ættingja
hennar, þeim bið ég Guð að vera með
og gefa þeim styrk að eilífu.
Guðrún Andersen, Seyðisfirði.
ERLA O.
GUÐJÓNSDÓTTIR
Kveðja frá Lions-
klúbbnum Baldri
Með Kristjáni Þor-
valdssyni er fallinn í
valinn enn einn af okkar góðu fé-
lögum. Hann gekk í klúbbinn árið
1971 og var snemma valinn þar til
trúnaðarstarfa, m.a. sem formaður
1977–1978.
Öll störf innti hann af hendi með
röggsemi og góðri reglu og alltaf
með góðsemi og hlýju sem leiðar-
ljós. Þannig var Kristján heilsteypt-
ur og traustur vinur auk þess að
vera listelskur, en sá þáttur í eðli
hans var ríkjandi í hans lífi. Heimili
hans og látinnar eiginkonu hans,
Guðnýjar Eyjólfsdóttur, í Sigluvogi,
bar einmitt vott um smekkvísi
þeirra hjóna og virðingu fyrir sannri
list.
Aldrei stóð á Kristjáni þegar
vinna skyldi að líknarmálum varð-
andi lítilmagnana í Lyngási í Safa-
mýri eða önnur slík málefni sem
snerta aðalmarkmið Lionshreyfing-
arinnar.
Landgræðslustarf Lkl. Baldurs
var Kristjáni hugleikið og eigum við
félagar margra góðra stunda að
minnast með Kristjáni og Guðnýju
við þau störf í Baldurshaga við Hvít-
árvatn.
Í einkalífi sínu var Kristján gæfu-
maður, eignaðist elskulega konu og
með henni sex myndarleg börn og er
frá þeim kominn álitlegur og fjöl-
KRISTJÁN BJÖRN
ÞORVALDSSON
✝ Kristján BjörnÞorvaldsson
fæddist í Hafnarfirði
30. maí 1921. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni í
Reykjavík 11. ágúst
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Fossvogskirkju 22.
ágúst.
mennur hópur afkom-
enda.
Síðustu æviár sín
naut hann einstakrar
umönnunar og hjúkr-
unar góðrar vinkonu
sinnar, Guðfinnu Ingv-
arsdóttur, en vináttu
hennar mat hann mik-
ils.
Kristján rak sitt eig-
ið innflutningsfyrir-
tæki af miklum dugn-
aði og myndarskap til
margra ára og er það
nú í eigu eins sonar
hans.
Við söknum góðs félaga sem ætíð
var með gleðibragði og jákvæður í
afstöðu til manna og málefna. Við
sendum börnum hans og fjölskyld-
unni allri, ásamt öllum þeim sem
honum þótti vænt um, okkar innileg-
ustu samúðar- og vinakveðjur.
Góðskáldið Snorri Hjartarson
segir svo í ljóði sínu Ferð:
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
Við vitum að sá Alvaldur sem
skóp hið hlýja hjartalag Kristjáns
mun fylgja honum í lokaferðinni
miklu.
Við félagarnir í Lionsklúbbnum
Baldri þökkum Kristjáni af alúð
góða og dygga samfylgd.
Blessun fylgir minningu Kristjáns
Þorvaldssonar.
Friðrik Jörgensen.
Haraldur Þórðarson.
Orðin frelsi, fegurð og fyrirmynd
koma í hugann þegar ég hugsa um
líf Kristjáns. Frelsið var hans lífs-
Elsku amma er dá-
in. Þó svo að ég hafi
vitað hvert stefndi
kom það samt eins og
reiðarslag þegar
mamma hringdi í mig
til að segja mér að hún elsku
amma mín væri dáin. Tárin
streymdu niður kinnarnar og ég
vildi ekki trúa þessu þó svo að ég
vissi að ég mætti búast við því. Ég
hafði kvatt hana ömmu rúmum
tveimur vikum áður þar sem ég
var að halda aftur út til Ameríku.
Það var eins og við vissum báðar
að þetta væri okkar hinsta
kveðjustund þvíbáðar vorum við
klökkar og með tárin í augunum.
Ég reyndi þó að harka af mér þar
til ég var komin úr augsýn en þá
brotnaði ég niður.
Minningar um bestu ömmu í
heimi eins og ég kallaði hana
hrannast upp. Minningar sem fá
mig til að brosa í gegnum tárin.
Ég var svo lánsöm að vera elsta
barnabarnið og hafa hana út af
fyrir mig fyrstu sex ár ævi minn-
ar. Hún hugsaði svo vel um mig
og einnig voru ófáar næturnar
sem ég fékk að kúra hjá ömmu og
afi var settur á bekkinn. Þá raul-
aði hún vísur og söng mig í svefn.
Elsku amma, þó svo komið sé
að kveðjustund þá munu minning-
arnar um þig og þær stundir sem
ÓLÖF
ÓSKARSDÓTTIR
✝ Ólöf Óskarsdótt-ir fæddist í Hafn-
arfirði 27. apríl 1931.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 12. ágúst síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju
22. ágúst.
við áttum saman allt-
af vera í hjarta mínu
og aldrei gleymast.
Guð geymi þig.
Þín
Ólöf María.
Mig langar í fáum
orðum að minnast
tengdamóður minnar,
Ólafar Óskarsdóttur,
er lést 12. þessa mán-
aðar 72 ára að aldri.
Það leið ekki lang-
ur tími frá því við
Erla fórum að stinga
saman nefjum fyrir rúmum 30 ár-
um að mér leið eins og einu af
börnum þeirra Lóu og Jóns.
Samskipti okkar hafa alla tíð
verið mjög náin og hafa þau
reynst mér sem aðrir foreldrar.
Ólöf var einstakur persónuleiki
og kemur það vel í ljós þar sem
enn í dag eru margir sem muna
eftir Lóu á róló. Umhyggja henn-
ar fyrir börnunum á róló og heima
fyrir var hreint ólýsanleg og var
henni svo eðlislæg því hún missti
aldrei stjórn á skapi sínu. Þessi
sama umhyggja kom einnig vel
fram við eigin börn og ekki síður
barnabörnin sem hún dýrkaði.
Heimili þeirra Lóu og Jóns var og
er opið og ekki komið að tómum
kofunum þegar gesti ber að garði.
Lóa og Jón eignuðust fjögur
börn; Erlu, Sigrúnu, Gunnar og
Sjöfn og voru þau og barnabörn
mjög náin, nánari en flestar fjöl-
skyldur sem ég hef kynnst, því
varla leið sá dagur að ekki kom
einhver á Klettó og ekki óalgengt
að flestir, börn og barnabörn,
kæmu einhvern tíma dagsins.
Fyrir tæpum átta árum varð ég
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til-
greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima-
síma).
Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morg-
unblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins
Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum grein-
um.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á
útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum)
en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Birting afmælis- og
minningargreina