Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 45
Það snerti mig djúpt
þegar ég heyrði að
tengdapabbi Jón Magn-
ússon væri farinn til föð-
ur okkar á himnum og
væri ekki lengur á meðal
okkar. Það kom söknuður í hjarta mitt,
það er erfitt að lýsa þessum tilfinning-
um sem eru kannski dálítið eigingjarn-
ar, því ég veit að hann hefur nú fengið
hvíld frá sjúkum líkama.
Það er ljúft að hugsa til baka og
minnast þess hversu vel hann tók mér
eins og sínum eigin syni og sagði oft að
þannig vildir þú að það væri. Þegar ég
núna er sestur niður og hugsa um liðna
tíma þá eru bara hlýjar hugsanir sem
koma, enda reyndist hann mér svo góð-
ur tengdapabbi. Hann studdi mig og
fjölskyldu mína af mikilli reisn og sam-
viskusemi, t.d. man ég eftir því þegar
við Kristbjörg vorum ung og vorum að
fara í sumarfrí á gamallri druslu, þá
hringdi tengdapabbi og sagðist vilja
leigja bílaleigubíl fyrir okkur til að fara
á og þannig fengum við notið sumar-
frísins á góðum bíl. Hann vildi bara það
góða fyrir alla eins og allir vita sem
hann þekktu. Ég hugsa með hlýhug til
þess hvernig hann hvatti okkur og tók
mig með í aukavinnu til að drýgja tekj-
urnar. Margt lærði ég af honum, t.d.
kenndi hann mér að þekkja Halldór
Kiljan Laxness sem hann dáði og átt-
um við góðar stundir saman þegar við
ræddum um bækur hans. Og þótt leiðir
okkar tækju svolítið ólíka stefnu þegar
ég tók trú á Jesú Krist, áhugamál og
skoðanir urðu ólík, þá fann ég bara hlý-
hug frá honum. Mér fannst svo góðar
stundirnar núna síðustu árin þegar við
ræddum saman Passíusálmana en þar
gátum við náð saman aftur, það var svo
yndislegt að sjá lotninguna í augum
hans þegar ég talaði eða ég las úr þeim
fyrir hann. Og nú hugsa ég með svo
mikilli von um þær stundir sem hann
sagði mér svo oft frá, úr æsku sinni
þegar húslestrarnir voru heima hjá for-
eldrum hans og hann lærði að elska
þennan kveðskap, sem tjáir svo vel það
vonarljós sem ég hafði fundið og við
vorum aftur orðnir sameinaðir vinir í
og þar rætist orðið sem segir: ungur
nemur, gamall temur.
Jón G. Sigurjónsson.
Jón föðurbróðir minn ólst upp í Hró-
arstungunni við þá menningu og lífs-
hætti sem þjóðin hafði vanist um aldir.
Undir miðja síðustu öld fluttist hann
ásamt foreldrum sínum og systkinum í
Þverholt 5 í Reykjavík. Þar bjuggu þau
sér gott heimili og leituðu nýrra tæki-
færa í höfuðborginni. Þau festu rætur
og tóku þátt í uppbyggingu borgarinn-
ar en lifðu samt einnig áfram í menn-
ingarheimi sveitarinnar og höfðu í há-
vegum þau gildi sem þar ríktu.
Heimilið í Þverholti stóð öllum opið og
þangað streymdu gestir að austan.
Margir komu til að leita sér lækninga
og dvöldu lengi. Ungir menn og konur
komu í atvinnuleit. Ættingjar komu frá
Vesturheimi. Aldnir Austfirðingar litu
inn í kaffi. Fólkið kom og fór. Jón átti
drjúgan þátt í því að skapa þann brag
sem ríkti á heimilinu enda bjó hann yfir
þeim eiginleikum sem prýddu best
húsbændurna, foreldra hans, góð-
mennsku, hógværð, glaðværð og gest-
risni. Ég var svo lánsöm að vera barn á
þessu heimili.
Síðan kvæntust þeir Geirastaða-
bræður hver af öðrum. Fyrstu hjú-
skaparárin bjuggu þeir í Þverholtinu
en stofnuðu síðan eigin heimili, eign-
uðust börn og buru, brutu sér og sínu
fólki leið áfram í lífinu. Jón kvæntist
Kristínu Aspar og þau eignuðust ang-
ann Kristbjörgu sem varð mér sem
systir þótt mér þættu þær mæðgur
nokkuð frekar á athygli Jóns sem ég
átti óskipta fyrstu ár ævinnar og vildi
JÓN
MAGNÚSSON
✝ Jón Magnússonfæddist í Eyjaseli
í Jökulsárhlíð í N-
Múlasýslu 15. mars
1920. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 12. ágúst síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Grens-
áskirkju 22. ágúst.
helst ekki gefa eftir.
Starfsferill hans var
lengst af hjá Hörpu og
síðar hjá Landsíma Ís-
lands auk þess sem hann
málaði híbýli fólks af
miklu listfengi.
Jón var fallegur mað-
ur, vel af guði gerður, hið
stakasta snyrtimenni og
sundurgerðarmaður í
klæðaburði. Hann var
leiftrandi húmoristi,
hrókur alls fagnaðar
hvar sem hann kom og
óspar á skemmtisögur
sem flestar voru þó af
honum sjálfum. Í heimsókn hjá Krist-
ínu móður minni sagðist hann alltaf
hækka um að minnsta kosti þrjá sentí-
metra enda hældi hún honum óspart.
Hann var óvenju hrifnæmur og bók-
elskur og skynjaði snilldina betur en
flestir og á sinn einstaka hátt. Kvæða-
kver Laxness varð honum hrein
himnasending og uppspretta margra
samverustunda í góðra vina hópi þar
sem lesið var og sungið fram á morgun.
Sem barn skynjaði ég fremur en vissi
að sköpunarþrá hans var mikil þótt hún
félli ekki í beinan farveg fyrr en á efri
árum. Hann var leikari af guðs náð þótt
ólærður væri í þeirri listgrein.
Þegar leikfélagið Hugleikur var að
stíga sín fyrstu skref, og var óneitan-
lega fremur valt á fótunum, vantaði
leikara í erfitt hlutverk. Jón tók það að
sér og var það upphafið að hugleiksferli
hans sem stóð með miklum blóma í
mörg ár. Þar starfaði hann m.a. með
vinum sínum, hjónunum Sigríði Helga-
dóttur og Sindra Sigurjónssyni, Krist-
ínu Pétursdóttur, fyrrum mágkonu
sinni og Birni Bjarnasyni frá Skorra-
stað í Norðfirði. Þau Sigríður, Kristín
og Jón urðu heiðursfélagar Hugleiks á
tíu ára afmæli félagsins 1994. Það var
félaginu unga mikils virði að eignast
þessa mætu félaga sem stóðu svo föst-
um fótum í þeirri menningu sem hug-
leikshöfundar voru að fást við í skrifum
sínum og ekki man ég eftir að nokkur
þeirra höfunda hafi skrifað leikrit án
þess að þar væri hlutverk ætlað Jóni.
Eftir að hlutverkum hans fækkaði var
atvikum úr lífi hans stundum fenginn
staður í leikritunum.
Á þessum tímamótum þakka ég Jóni
föðurbróður mínum allt það sem hann
gerði fyrir mig og kenndi mér á langri
ævi og óska honum blessunar. Fjöl-
skylda mín öll sendir Stínu, Krist-
björgu og öllum afkomendum Jóns
innilegar samúðarkveðjur.
Margrét Björgvinsdóttir.
Jón Magnússon var einn af stofn-
félögum leikfélagsins Hugleiks, og tók
þátt í fyrstu uppfærslu félagsins, Bón-
orðsförinni, 1984. Þegar félagið hélt
upp á tíu ára afmælið sitt var ákveðið
að gera nokkra félagsmenn að heiðurs-
félögum, og það kom aldrei annað til
greina en að Jón yrði einn þeirra.
Jón var dýrmætur félagi fyrir Hug-
leik. Á meðan honum entist heilsa lék
hann í flestum uppfærslum félagsins,
og urðu öll hlutverk eftirminnileg í
hans meðförum. Einstök sviðsnær-
vera, óbrigðult skopskyn og textanæmi
einkenndu leik hans í smáu og stóru.
Enda freistuðust höfundar félagsins
hin síðari ár til að skrifa hlutverk bein-
línis fyrir Jón, og taka þá tillit til þess
að hreyfigetan var kannski ekki eins og
hún áður var. En það kom út á eitt, allt-
af stóð Jón fyrir sínu.
En það var ekki bara sem leikari
sem Jón var félaginu ómetanlegur. Ut-
ansviðs var hann einhver skemmtileg-
asti maður sem hægt var að hugsa sér,
sögu- og söngmaður góður, og enginn
leikhópur hefur átt tryggari aðdáanda
en Jón tók að sér að vera eftir að hann
hætti sjálfur að stíga á svið. Á hverri
frumsýningunni eftir aðra var Jón allt-
af jafn dolfallinn yfir því hve vel hafði
tekist til. Stundum töldum við hin okk-
ur vita betur, en brosið hans Jóns fór
alltaf langt með að breiða yfir þá bresti.
Við söknum hans. Hugleikur vottar
fjölskyldu Jóns og aðstandendum öll-
um samúð sína, í þeirri fullvissu að
hann sómi sér vel á nýju sviði.
Þorgeir Tryggvason.
Það vantaði sárlega karlmann til að
leika Þórð, ungan bóndason á biðils-
buxum, í leikritinu Bónorðsförinni.
Sindri vinur hans kom með Jón á sam-
lestur, Jón fékk handrit, varð umsvifa-
laust ungur bóndasonur á biðilsbuxum
og þar með hófst leikferill hans og sam-
starf við okkur í Hugleik. Jón lék síðan
ótal hlutverk í uppsetningum leikhóps-
ins þó leikferillinn hæfist er hann var
kominn vel yfir sextugt.
Jón hafði hljómmikla og sterka rödd
og prýðilega framsögn, engin áhuga-
mannsbragur á því. Þá hafði hann til að
bera þann anda og skopskyn að hann
lét sér ekkert fyrir brjósti brenna, tók
að sér öll þau hlutverk er honum voru
falin, meira að segja lamaða, draum-
lynda stúlku í hjólastól og leysti það
sem allt annað af tærri snilld. Það var
mikið ríkidæmi fyrir hópinn að hafa
Jón innanborðs og slíkt punt þótti að
honum að oftast voru hlutverkin sér-
staklega skrifuð með hann í huga og
sárnaði það margri prímadonnunni.
Jón Fö kölluðum við hann alltaf.
Hann var föðurbróðir Margrétar
Björgvinsdóttur einnar af frumkvöðl-
unum, en varð strax föðurbróðir okkar
allra. Þessi flóknu ættartengsl vöfðust
dálítið fyrir nýliðum en alls ekki fyrir
Jóni. Utan sviðs var Jón einstakt ljúf-
menni, svo skemmtilegur að hann var á
stundum óheyrilega fyndinn, aldrei þó
á kostnað annarra.
Nú verðum við að kveðja hann, sem
áður vini hans og gamla leikfélaga okk-
ar; Sindra og Stellu. Við kjósum að sjá
þau fyrir okkur sitjandi í blómskrýddri
brekku, glittir í fífilsprota á lamb-
hústóft og þau syngja saman, – Stella
með gítarinn, Sindri fágar sönginn og
Jón syngur af innlifun. Þarna syngja
þau öll fallegu ljóðin og lögin sem þau
kenndu okkur og við munum aldrei
gleyma.
Við vottum Kristínu og öðrum ætt-
ingjum innilega samúð.
Hjördís Hjartardóttir,
Ingibjörg Hjartardóttir og
Sigrún Óskarsdóttir.
Jón Magnússon, maðurinn hennar
Stínu móðursystur minnar, er látinn og
að leiðarlokum langar mig að minnast
hans með nokkrum orðum. Í flestum
tilfellum er eftirnafni fólks sleppt þegar
minnst er á það innan fjölskyldunnar
en svo var ekki með Jón Magnússon í
minni fjölskyldu því einhverra hluta
vegna var hann yfirleitt nefndur fullu
nafni.
Ég var heimagangur hjá Stínu og
Jóni Magnússynifrá því ég var um 13
ára gömul barnapía í Reykjavík og á
frídögum fór ég oft þeirra og mér er
minnisstætt hvað Jón virtist hafa gam-
an af að tala við þess feimnu unglings-
stelpu og var áhugasamur um mig og
mína hagi. Þegar ég var óvænt flutt til
Reykjavíkur til að eiga elstu dóttur
mína og varð að dvelja í fyrsta skipti að
heiman um jól og áramót opnuðu Stína
og Jón heimili sitt fyrir mér og voru
mér og telpunni minni sem bestu for-
eldrar og er ég þeim ævinlega þakklát
fyrir. Jón Magnússon var raunsæis-
maður og hafði gaman af samræðum
og rökræðum og velti oft upp hinum
ólíklegustu málum og sjónarhornum,
oftar en ekki var hann á öndverðum
meiði við viðmælendur sína, að ég held
til að fá sem fjörlegastar umræður
hvort sem það var um ágæti hafra-
grautar eða þjóðmálin. Mér fannst
þessar samræður skemmtilegar og
veita aðra sýn á tilveruna en gerist og
gengur.
Jón Magnússon var ættaður frá
Geirastöðum á Héraði og var auðfund-
ið að í hans huga var ákveðinn ljómi yf-
ir einfaldleika uppvaxtaráranna og lífs-
ins hér áður fyrr.
Að lokum kveð ég kæran vin og
votta Stínu frænku, Kristbjörgu og
fjölskyldu og öðrum ættingjum Jóns
Magnússonar samúð mína og fjöl-
skyldu minnar.
Þórunn Bernódusdóttir.
Þó að brotni þorn í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustreingur,
eg hef sæmt hann einni fylgju:
óskum mínum hvar hann geingur.
(HKL)
Með þökk fyrir ævilanga vin-
áttu og elskulegheit.
Magnús og Jóna.
HINSTA KVEÐJA
stíll. Það var ekkert hversdagslegt
við Kristján vin minn. Hann var
glæsilegur á velli, svo að eftir var
tekið. Frumlegur í hugsun og
breytni, innleiddi nýja siði og
strauma. Hann var frumkvöðull í
frjálsum viðskiptum, þjóðin fagnaði
þegar alvöru gallabuxur litu dagsins
ljósi á Íslandi, að ekki sé talað um
hrifningu kvenna, þegar nælonsokk-
ar viku fyrir sokkabuxum. Auga
heildsalans var glöggt og framtíð-
arsýnin skýr.
En það var fegurðin í Sigluvoginu,
sem unglingurinn skynjaði, þar ríkti
innri og ytri fegurð. Vináttan hófst
sem varð dýrmæt og ævilöng. Krist-
ján og Guðný voru listunnendur sem
heimilið í Sigluvogi bar glöggt vitni
um, en mesta listaverk Kristjáns var
Guðný, með glimt í augum og bros á
vör. Ást og væntumþykja var þeirra
hjónaband. Þau voru falleg og sam-
hent hjón, þau voru góðar fyrir-
myndir. Kristján aflaði tekna og dró
í búið. Guðný ræktaði börnin sex,
ræktaði garðinn sinn úti og inni í
orðsins fyllstu merkingu. Amma
Guðlín elskaði alla á heimilinu og
það var endurgoldið. Hún sá um að
allir væru mettir og sáttir. Systurn-
ar þrjár lærðu margt í eldhúsinu hjá
ömmu. Kristján launaði tengda-
mömmu gjafir lífsins, það ríkti ein-
stakt samband þeirra á milli. Hann
keyrði hana á milli staða, fór með
,,konurnar“ sínar tvær á frumsýn-
ingar í Þjóðleikhúsinu og á hinar
ýmsu listsýningar í borginni.
Þetta var fjölskyldan sem ég
kynntist þrettán ára gömul. Á þessu
fallega og fjölmenna heimili var allt-
af pláss fyrir vinkonur Bjargar,
frumburðarins. Hvort sem var við
leik, lærdóm, útsaum eða dans.
Kristján sá um að kvennaskólastúlk-
urnar fjórar, sem sátu við útsaum á
laugardagskvöldum, fengju appels-
ín, spur og prins póló. Það var mun-
aður.
Sunnudagur var barnanna. Þá var
gott og gaman að vera vinkona, allt-
af pláss í jeppanum til að komast til
fjalla á skíði, pláss við stóra borð-
stofuborðið að skíðadegi loknum.
Kristján naut útivistar á fjöllum, var
hvata- og stuðningsmaður að upp-
byggingu í Kerlingarfjöllum, þar
sem hann og Guðný áttu margar un-
aðsstundir með fjölskyldu og góðum
vinum.
Skíðadegi lýkur. Guðný dó 1992.
Söknuður Kristjáns var mikill. Sólin
tók aftur að skína þegar Guðfinna
og hann fundu hvort annað og nutu
lífsins í nokkur ár. Ævikvöld Krist-
jáns kom hratt, þá var gott að eiga
Guðfinnu sem besta vin og fjölskyld-
una sem var honum svo kær, þau
sem hafa ræktað lífsgildin hans, feg-
urð og frelsi.
Mesta gæfa unglingsins eru góðar
fyrirmyndir og góðir vinir. Það var
gæfa mín. Vinátta fjölskyldunnar úr
Sigluvoginum hefur verið mér dýr-
mæt í 45 ár. Fyrir þá ,,fögru kjör-
gripi“ er ég þakklát.
Fríða Bjarnadóttir.
Fallinn er frá virðulegur maður
og frændi okkar, sem við systkinin
kölluðum Kidda greifa. Á bak við
það var ekki neikvæð merking held-
ur þótti okkur hann vera flottur
karl. Hann var eins og enskur lá-
varður í klæðaburði.
Hann var ,,litli bróðir“ hennar
ömmu Lóu. Þegar við vorum lítil
fannst okkur sniðugt að hún skyldi
eiga einn slíkan. Í raun var hann
uppeldisbróðir hennar því hann var
bróðursonur hennar. Fyrir ömmu
var hann þó sannur bróðir – hennar
uppáhald.
Þau voru ófá skiptin sem Kiddi og
Guðný komu í heimsókn í Karfavog-
inn. Alltaf þótti okkur jafn gaman að
sjá þau þar enda ljómaði amma í
hvert sinn.
Amma Lóa kvaddi þennan heim
fyrr á árinu. Við áttum ekki von á
því að sjá Kidda við útförina því við
vissum að hann var orðinn veik-
burða en þar var hann mættur
ásamt börnum sínum. Það gladdi
hjörtu okkar að fá að sjá hann þar í
hinsta sinn.
Himnaríki hefur nú eignast alvöru
greifa,
Ragnar, Kristján, Arnar, Lísa
og Stefanía Hjaltested.
fyrir því áfalli að lenda í hjólastól
af völdum bílslyss.
Var þetta auðvitað mikið áfall
fyrir alla mína nánustu; eigin-
konu, börn og foreldra en um-
hyggja þessa fólks var ekki síst til
þess að koma mér áfram í lífinu.
Lóa tók þetta mjög nærri sér en
var ásamt öðrum umhugað um að
mér liði sem best og gerði allt
sem hún gat hugsað sér til að að-
stoða, þetta var henni svo eðlis-
lægt.
Við erum búin að horfa á þessa
glaðværu konu ganga í gegnum
mikil veikindi undanfarið þar sem
hjartað var mikið skaddað og
smám saman dró úr henni þrótt-
inn, en glaðværðin og umhyggjan
fyrir öðrum hvarf ekki fyrr en
hún andaðist. Hún gekk í gegnum
tvö mjög alvarleg tilvik nú í jan-
úar og apríl en neitaði að gefast
upp því henni fannst greinilega að
hún hefði ekki gert allt, og virtist
hún bíða eftir að dótturdæturnar
kæmu heim frá útlöndum. Þá kom
vinkona hennar frá Noregi nú fyr-
ir nokkrum dögum og var eins og
óskir hennar hafi verið uppfylltar
og gaf hún eftir hinn 12. ágúst.
Með andláti hennar höfum við
misst mikinn vin, eiginkonu,
mömmu og ömmu, en hún varð að
fá hvíld því þrekið var búið. Elsku
Jón, ég veit að þú missir mikið en
ég vona að góður guð gefi þér og
allri fjölskyldunni þann frið sem
þarf til að vinna á sorginni og
halda áfram að lifa.
Þinn tengdasonur,
Jón Eiríksson.
Þegar ég sest niður og rita fá-
ein kveðjuorð um vinnufélaga og
vinkonu til margra ára er margs
að minnast.
Hugurinn leitar þá gjarna til
gömlu góðu stundanna, þar sem
málin voru rædd, og hún ötul við
að miðla þekkingu sinni til okkar
sem yngri vorum. En alltaf var þó
stutt í glens og grín því lundin var
létt.
Ólöfu, eða Lóu eins og hún var
kölluð, var gott heim að sækja, og
það lýsir því best hve fjölmennt
þar var oft á tíðum. Heimilið lista-
fagurt og yfir því hvíldi mikill
friður. Þú hafðir góða nærveru,
Lóa mín, og er ég þakklát fyrir að
hafa fengið að njóta hennar.
Við hjónin sendum eiginmanni,
börnum og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Ólöf Gunnarsdóttir.
Í dag kveðjum við elskulega
vinkonu okkar og þökkum henni
allar samverustundirnar sem við
höfum átt saman frá barnæsku og
síðan í gegnum lífið.
Þökkum fyrir allar skemmti-
legu stundirnar í 50 ára sauma-
klúbbnum okkar. Þá var mikið
hlegið og spjallað.
Um leið og við kveðjum Lóu,
viljum við þakka henni og Jóni
fyrir hvað það var gott að koma
inn á þeirra elskulega heimili,
sem var alltaf opið öllum vinum
þeirra. Hvíl í friði, elsku Lóa.
Vinkonan góða, vinaskjólið hlýja,
þú varst oss bjartur geisli Drottni frá,
af honum þáðir þrek og krafta nýja,
ef þungbær sorg á hjarta þínu lá.
Af honum þáðir þroskapundið dýra
og þrótt til dáða heil í starfagnótt.
Þín breytni sýndi sálargullið skíra
og sannan trúnað fram að dauðans nótt.
Og Drottinn lét í friði þjón sinn fara,
nú fagnar önd þín sæl í himins rann.
Þín blíða minning – blessun vina skara,
oss bendir þangað – Vegurinn er Hann.
Svo helga ég þér ljóðið litla snauða,
sem laufblað falli, á gróna beðinn þinn.
Ég þakka kynning þína allt til dauða
og þína elsku’ er tregar hugur minn.
(Sigríður Einarsdóttir, Bæ.)
Þínar saumasystur:
Inga, Anna, Ragnheiður,
Nikólína, Hjördís og Erla.