Morgunblaðið - 23.08.2003, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
##
"
$" BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
HVER hefur ekki séð hinar ömurlegu
aðstæður sem hesthúsahverfið Neðri-
Fákur býr við? Ein reiðleið, óþolandi
mikil bílaumferð
og mannabyggð
hefur umkringt
svæðið. Þetta
hverfi verður rifið
bráðlega. Nú er að
rísa viðamikil
byggð í kringum
hestamannafélög-
in Andvara í
Garðabæ og Fák í
Reykjavík. Háhýsi
og raðhús eiga eftir að rísa við Elliða-
vatn þar sem áður voru sumarbústaðir,
veiðikofar og mikilvæg reiðleið er
tengir Andvara og Fák saman. Þetta
hét óspillt náttúra. Núna kallast það
víst autt pláss.
Hestamannafélagið Gustur hefur
þegar verið gleypt af byggð og reið-
leiðirnar þar hafa takmarkast mjög.
Þetta er framtíð hestamanna. Íbúðar-
hús, umferð og einhæfar reiðleiðir. Það
eina sem hestamenn ætla sér að gera
er að sjá byggðina kæfa hesthúsa-
hverfin og kvarta svo þegar það er um
seinan. Svona eins og vanalega. Ég hef
ekki heyrt neina athugasemd frá
hestamannafélögunum um byggðina
sem er að rísa. Eiga allar hesthúsa-
byggðir á höfuðborgarsvæðinu að
enda eins og Neðri-Fákur? Sjálf er ég
með hross í Fáki og það er svo sem
ekki í frásögur færandi nema það að
reiðleiðirnar hafa minnkað, mikill há-
vaði berst frá umferð/byggð og sumir
reiðvegir eru orðnir mjög hættulegir –
samanber vegur undir tvenn undir-
göng við Rauðavatn. Hestamenn
kvörtuðu undan þessum breytingum á
reiðvegum við Fák en lítið hefur nú
gerst hvað það varðar. Það var senni-
lega gert of seint. Ráðamenn Íslands,
ásamt ýmsum ferðaþjónustuaðilum
landsins, gorta af gæðum þessa ágæta
lands og nefna alloft þennan einstaka
hest sem á engan sinn líka í öllum
heiminum hvað varðar geðsmuni og
hæfileika. Aldrei er talað um íslenska
fótboltann sem fær þó óhugnanlega
mikið pláss í fréttum ljósvakans á
hverjum degi. Íslenski hesturinn er
fremstur meðal jafningja í dýraríki Ís-
lands og margt hefur verið auglýst
með hann í broddi fylkingar. Heiðurs-
vörður íslenska hestsins og íslenskir
hestar sem gjafir til erlendra ráða-
manna eru góð dæmi um það. Um-
boðsmaður íslenska hestsins? Til hvers
að æða til útlanda þegar svo mikið er
eftir hérlendis sem þarf að vinna í? Að-
staða hestamanna er komin í heilmikil
andþrengsli og sumarexemið víðfræga
er enn stórt vandamál erlendis.
Hví er verið að byggja ofan í hesta-
hverfin? Hví er byggðin ekki tengd við
Mosfellsbæ eða Reykjanesbæ í stað
þess að tengja Kópavogsbæ við Breið-
holt? Hví að æða ofan í sumarbústað-
ina og dýraríkið við Elliðavatn? Nei,
kæru hestamenn, þetta látum við ekki
bjóða okkur. Byggðina verður að
stoppa af. Ef ráðamenn þjóðarinnar
ætla að gorta af íslenska hestinum þá
ættu þeir að taka meira tillit til þeirra
er rækta hann og temja. Án góðrar að-
stöðu fyrir hestamenn verður erfitt að
halda heiðurshestunum þægum við
hlið rauða dregilsins á Keflavíkurflug-
velli. Hættum að hrjóta. Nú pípir vekj-
araklukkan.
LINDA KAREN
GUNNARSDÓTTIR,
nemi og hestakona.
Hestamenn, athugið!
Frá Lindu Karen Gunnarsdóttur:
Linda Karen
Gunnarsdóttir
NICOLE Vala Cariglia sellóleikari og
Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari
héldu tónleika í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar þriðjudagskvöldið 5. ágúst
sl.
Undirrituð hlýddi á leik þeirra
þetta fagra sumarkvöld og langar til
að óska þeim til hamingju með þessa
skemmtilegu tónleika.
Efnisvalið var óvenjulegt, saman-
stóð af verkum spánskra tónskálda;
Manuel de Falla, Pablo Casals, Gasp-
ar Cassado og Alberto Ginastera, auk
eins verks eftir Argentínumanninn
Joaquin Turina. Voru öll verkin mjög
áheyrileg, ýmist spriklandi fjörug og
hrynsterk eða syngjandi ljóðræn.
Nicole Vala Cariglia sýndi
skemmtileg tilþrif. Hún er næmur
tónlistarmaður og skilaði hlutverki
sínu með stakri prýði. Hún hefur
sterka hryntilfinningu og spilar
áreynslulaust erfiðustu fingraflækjur,
en hefur auk þess mjúkan og syngj-
andi tón, sem skilar vel tregablöndn-
um laglínum.
Nicole Vala á heiður skilinn fyrir
verulega metnaðarfulla efnisskrá.
Það er svo sannarlega ekki heiglum
hent að inna af hendi verk á borð við
einleikssvítu Cassadós eða Pampeana
eftir Ginastera. Nicole sýndi, svo ekki
verður um villst, að mikils er að vænta
af henni í framtíðinni.
Samleikur Nicole Völu og Árna
Heimis Ingólfssonar var mjög góður,
og verulega ánægjulegt að heyra
hversu samstilltur leikur þeirra var.
Árni Heimir átti marga góða spretti
og kom glöggt í ljós að hér fer fínn pí-
anóleikari.
Þessir tónleikar voru í heild mjög
ánægjulegir og á tónlistarfólkið heið-
ur skilinn.
Undirrituð hlakkar til að fá að
heyra til þeirra sem fyrst aftur.
LOVÍSA FJELDSTED,
Blönduhlíð 35, Reykjavík.
Sumartónleikar í Lista-
safni Sigurjóns Ólafs-
sonar 5. ágúst 2003
Frá Lovísu Fjeldsted:
Árni Heimir Ingólfsson og Nicole
Vala Cariglia.