Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 55

Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 55 Golfklúbbur Sandgerðis Kirkjubólsvöllur Minningarmót Sigurðar Bjarnasonar Sunnudaginn 24. ágúst Ræst verður út frá kl. 9.00 til 11.00 og frá kl. 13.20 til 15.20. Skráning er á www.golf.is/gsg eða í síma 423 7802. Hl. m/án. Hámarks forgj.: Karlar 24 - Konur 28. „Glæsileg verðlaun“ Styrktaraðilar mótsins eru: Útisport Keflavík - Óskin KE - Sjáfarmál ehf Láttu sjá þig - Mótanefnd GSG  BLACKBURN hefur gert tilboð í Barry Ferguson, fyrirliða Rangers. Ekki er vitað nákvæmlega upp á hvað tilboðið hljóðar en Graeme Souness, knattspyrnustjóri Black- burn, hefur staðfest fréttina. Fergu- son lýsti nýlega yfir áhuga á að reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeild- inni.  SOUNESS segist gjarnan vilja fá Ferguson í raðir síns liðs, en þeir hafa þekkst árum saman. Þá vonast Souness til að kunningsskapur hans við stjórnarmenn Rangers liðki til fyrir kaupunum. Talið er að Black- burn verði að greiða á milli 7 og 10 milljónir punda fyrir Ferguson verði af kaupunum.  GLENN Hoddle, knattspyrnu- stjóri Tottenham, vonast til að geta gengið frá kaupum á brasilíska tán- ingnum Diego á næstu dögum. Tott- enham hefur boðið nærri átta millj- ónir punda, jafnvirði eins milljarðs króna, í pilt sem þykir vera einstakt knattspyrnuefni. Tilboðið var hækk- að um nærri tvær milljónir punda í gær og þá munu forráðamenn San- tos hafa verið til umræðu um við- skiptin. Þá hefur faðir Diegos sam- þykkt tilboðið en hann fær um 40% kaupverðsins í sinn hlut, eftir því sem fjölmiðlar í Brasilíu greina frá. Forráðamenn Tottenham vilja sem minnst segja um málið, segja það vera í réttum farvegi.  DIEGO er af ítölsku bergi brotinn og vonast er til að það nægi til þess að hann fái ítalskt ríkisfang því þurfi ekki að sækja um atvinnuleyfi fyrir hann gangi hann til liðs við Totten- ham eða annað evrópskt félagslið fari hann ekki til Englands.  NÝLIÐAR ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu, Siena, hafa krækt í Tore Andre Flo, en hann hefur verið á söluskrá hjá Sunderland síðan í vor að liðið féll úr ensku úrvalsdeild- inni. Flo gerir eins árs samning við ítalska liðið með möguleika á fram- lengingu um annað ár takist liðinu að halda sér í efstu deild ítölsku knatt- spyrnunnar þegar dæmið verður gert upp næsta vor. FÓLKÍslandsmeistarar ÍBV í hand-knattleik kvenna eru líklegabúnir að finna arftaka VigdísarSigurðardóttur markvarðar sem leikið hefur lykilhlutverk í Eyjaliðinu undanfarin ár. Julia Gantimurova, 27 ára gamall markörður frá Rússlandi mun standa á milli stanganna hjá ÍBV á komandi tímabili en samningur við hana verður handsalaður á næstu dögum. Gantimurova hefur undanfarin ár leikið í heimalandi sínu með liði Ekaterenburg. Hún og Alla Gorkorian, skytta ÍBV-liðsins, léku saman á árum áður. Rússi í mark meistara ÍBV ARGENTÍNUMAÐURINN Hern- an Crespo, leikmaður Inter Mil- ano, verður bráðlega seldur til Chelsea að sögn Massimo Moratti, forseta Inter. Moratti sagði við ítalska fjölmiðla í gær að aðeins ætti eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum áður en gengið yrði frá sölunni. Moratti telur að Crespo hafi neikvæð áhrif á aðra sóknarmenn Inter með því að heimta að fá að spila hvern einasta leik. Crespo er 28 ára sóknarmaður og hefur lengi verið einn af mark- sæknustu leikmönnum í ítölsku knattspyrnunni. Það er ljóst að með komu Crespo til Chelsea verður enn erfiðara fyrir Eið Smára Guðjohnsen að tryggja sæti sitt í byrjunarliðinu hjá félaginu. Vieri óánægður Christian Vieri er mjög óánægður með að Crespo sé að fara frá Inter og telur að félagið ætti frekar að selja sig en Argentínumanninn. „Mig langar ekki að vera hjá Inter og enda alltaf í öðru, þriðja eða fjórða sæti í deildinni. Forráðamenn liðsins ættu að vera að styrkja liðið en í stað þess er leikmannahópurinn að veikjast. Inter seldi Ronaldo og keypti Crespo í hans stað en nú er ákveðið að selja hann. Mér finnst þetta óþolandi og Inter ætti bara að selja mig í staðinn fyrir Crespo,“ sagði Vieri í samtali við ítalska dag- blaðið Gazzetta dello Sport. Crespo til Chelsea WILLUM Þór Þórsson, þjálfari KR- inga, er vongóður um að geta stillt upp sínu sterkasta liði í leiknum við Fylki á morgun. Hann segir að Arnar Gunnlaugsson sé allur að koma til eftir meiðsli og líklega verði hann klár í slaginn en eins og staðan er hjá KR-ingum er Sölvi Davíðsson eini leikmaðurinn sem er á sjúkralistanum. Ekki er sömu sögu að segja af Fylkismönnum. Valur Fannar Gíslason er aftur kominn á sjúkra- listann og verður ekki með, jafnvel ekkert meira í sumar en hann er líklega kviðslitinn. Að sögn Að- alsteins Víglundssonar, þjálfara Fylkis, er Helgi Valur Daníelsson tæpur en hann meiddist á ökkla fyrir Evrópuleikinn á móti AIK í síðustu viku og hefur ekkert getað æft síðan. Það skýrist ekki fyrr en á leikdag hvort Helgi geti spilað en Aðalsteinn er ekki bjartsýnn á að svo verði. Of snemmt að tala um úrslitaleik Margir vilja meina að leikurinn í Frostaskjóli annað kvöld sé nánast úrslitaleikur mótsins en þjálfarar liðanna eru því ekki alveg sam- mála. „Það er alltof snemmt að stilla leiknum upp sem úrslitaleik. Það verða þrjár umferðir eftir þegar þessum leik lýkur og það getur ým- islegt gerst í þeim leikjum. Ég get viðurkennt að staðan lítur ekki illa út fyrir okkur ef við vinnum en þetta getur verið fljótt að breyt- ast,“ segir Willum Þór. „Eins og mótið hefur spilast er fullsnemmt að tala um einhvern úr- slitaleik. Bæði við og KR höfum verið að taka dýfur í allt sumar og bæði lið eiga erfiða leiki í loka- umferðunum. Ef KR-ingarnir vinna verða þeir í vænlegri stöðu svo við þurfum að ná góðum úrslitum, jafn- tefli en helst sigri,“ sagðir Að- alsteinn Víglundsson. Búist er við miklum mannfjölda á KR-vellinum og verða félögin með forsölu. KR-ingar í KR-heimilinu við Frostaskjól og Fylkismenn í Fylkishöllinni og þá verður hægt að nálgast miða í forsölu á Shell- stöðvunum Birkimel, Suðurströnd og Hraunbæ fram að leiknum. Fylkir án tveggja sterkra? Það er í rauninni bara eitt semer alveg ljóst fyrir þennan leik og það er að þetta verður hörkuleikur. Fylkismenn hljóta að mæta til leiks til að sigra og auð- veldasta leiðin til þess er að fá ekki á sig mörk og setja einhver sjálfur. Þeir verða að leggja áherslu á að stöðva Veigar Pál, það er ekkert flóknara en það. Þó svo KR-ingar hafi marga góða leikmenn, hefur Veigar Páll verið driffjöðrin í liðinu í sumar og ef þeim tekst að halda honum niðri eru þeir hálfnaðir. Ég lét í fyrsta sinn á ævinni sem þjálfari mann til höfuðs öðrum leikmanni. Það gekk vel í fyrri hálfleik en Veigar Páll var færður út á kant í síðari hálfleiknum og ég vildi ekki riðla of miklu og lét manninn ekki fyglja honum út á kantinn – en hefði trúlega átt að gera það,“ sagði Ásgeir. Um toppslaginn sagði Ásgeir: „Þetta mót í sumar er þannig að allt getur gerst og það á ennþá við því úrslitin ráðast ekki á KR-vell- inum á sunnudaginn. Þá eru níu stig eftir í pottinum og það getur allt gerst. Nánast hver einasti leik- ur er úrslitaleikur fyrir öll lið. Ef við tökum okkur sem dæmi, hef ég það á tilfinningunni að við séum sloppnir við fall með 21 stig, en það er þó alls ekki víst og við ætl- um okkur ekki að treysta á að þessi stig sem eru í húsi dugi. Ég man eftir því að 1984 gátum við í Þrótti fallið með 22 stig og sú staða gæti hæglega komið upp í ár líka. Það er enginn munur á liðunum, við förum úr sjöunda sæti í það þriðja með sigri í síðustu umferð. Ef KR vinnur er liðið komið vel á veg að titlinum en það er samt ekki víst því KR á erfiða leiki eftir, fara til Grindavíkur, taka á móti ÍBV og loks FH í Hafnarfirðinum. Þetta ræðst ekki í næstu umferð og ég efast um að það geri það í næstu umferð heldur, ekki nema KR vinni næstu tvo leiki og Fylkir tapi að sama skapi,“ sagði Ásgeir. Morgunblaðið/Kristinn Veigar Páll Gunnarsson hefur leikið mjög vel með KR-liðinu í sumar. Hér hefur hann snúið á varnarleikmann armenska liðsins FC Pyunik í Evrópuleik á Laugardalsvellinum. Fylkismenn verða að stöðva Veigar Pál „ÆTLI Fylkismenn sér að vinna KR þá verða þeir að leggja áherslu á að stöðva Veigar Pál. Ef það tekst hjá þeim eru þeir hálfnaðir með verkið,“ segir Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar, um stórleik þann þegar KR tekur á móti Fylki á morgun í Kaplaskjóli. Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar, spáir í leik KR og Fylkis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.