Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R INánari upplýsingar á www.fujifilm.is S k i p h o l t i 3 1 , R e y k j a v í k , s : 5 6 8 0 4 5 0 ı K a u p v a n g s s t r æ t i 1 , A k u r e y r i , s : 4 6 1 2 8 5 0 M y n d s m i ð j a n E g i l s s t ö ð u m ı F r a m k ö l l u n a r þ j ó n u s t a n B o r g a r n e s i ı F i l m v e r k S e l f o s s i Fujifilm stafrænar myndavélar, framúrskarandi myndgæði – frábært verð. MYNDARLEGT TILBOÐ 3.24 milljón virkir dílar. Ljósnæmi ISO 100. 6x aðdráttarlinsa (38-228mm). Hægt að fá víðvinkil (30mm) og enn meiri aðdrátt (342mm). Tekur allt að 200 sek kvikm. með hljóði. Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að 30 sek á hverja mynd. Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að taka allt að 300 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Allt sem þarf til að byrja fylgir Verð kr. 59.900,- S304 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Fjöldi myndatökumöguleika; s/h, króm, runur osfrv. Ljósnæmi ISO 200-800. 3x aðdráttarlinsa (38-114mm) auk stafræns aðdráttar. Með F hnapp sem auðveldar allar myndgæða stillingar. Tekur kvikmyndir 320x240 díla, 10 rammar á sek., upp í 120 sek í einu. Hægt að tala inn á myndir. Lithium Ion hleðslurafhlaða og hleðslutæki fylgir. Notar nýju X-D minniskortin. 165 g án rafhlöðu. Verð kr. 49.900,- F410 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Ljósnæmi ISO 100/200/400/800 (800 í 1M). 3x aðdráttarlinsa (38-114mm). Hægt að taka allt að 250 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Tekur allt að 120 sek kvikmynd (án hljóðs). Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að fá vöggu. Allt sem þarf til að byrja fylgir. 155 g án rafhlöðu. Verð kr. 39.900,- A310 FJÁRSTYRKIR til sérleyfishafa í fólksflutningum námu alls tæpum 163 milljónum króna í fyrra og rúm- um 136 milljónum árið 2001. Félag hópferðaleyfishafa hefur lengi gagnrýnt ríkisstyrki til sérleyf- ishafa og telur að með þeim sé verið að stuðla að mismunun í starfsskil- yrðum hópferða- og sérleyfishafa. Vilja hraða útboði á leyfum Steinn Sigurðsson, formaður Fé- lags hópferðaleyfishafa, segir dæmi um að einstakt fyrirtæki hafi fengið tæpar 60 milljónir króna í ríkisstyrk í fyrra sem jafngildi kaupum á tveim- ur splunkunýjum 50 manna hóp- ferðabílum. Í umsögn samgöngu- ráðuneytisins í tengslum við umfjöllun samkeppnisráðs um málið fyrir tveimur árum er bent á að rík- isstyrkir til almenningssamgangna hafi lengi tíðkast í því skyni að „tryggja hreyfanleika þegnanna burtséð frá efnahag, aldri, fötlun og sérstaklega nú hin seinni ár vegna umhverfismála.“ Samkvæmt lögum verða öll sérleyfi boðin út eigi síðar en 1. ágúst 2005. Steinn segir hóp- ferðaleyfishafa óttast að þeir eigi nánast enga möguleika á að bjóða í reksturinn þar sem búið verði að skjóta tryggari stoðum undir rekst- ur núverandi sérleyfishafa með rík- isstyrkjum. Hann segir hópferða- leyfishafa leggja til að öll sérleyfi verði boðin út eigi síðar en 1. ágúst 2004. Í úrskurði samkeppnisráðs frá 2001 eru ekki gerðar athugasemdir við þjónustusamninga Vegagerðar- innar og sérleyfishafa að því gefnu að sérleiðir séu ekki styrktar um- fram það sem nemur mismuni á tekjum og gjöldum og að bókhaldi vegna mismunandi leyfa sé haldið aðskildu hjá leyfishöfum. Ekkert sem sannar hvert greiðslurnar fara Steinn segir að hópferðaleyfishaf- ar hafi í raun ekkert í höndunum sem sanni að styrkirnir fari í að niður- greiða sérleyfisakstur. Í ályktun sem samþykkt var á að- alfundi Félags hópferðaleyfishafa í vor var óskað eftir upplýsingum um með hvaða hætti staðið væri að þessu eftirliti af hálfu Vegagerðarinnar og hvaða rekstrarforsendur lægju að baki útreikningum á kostnaði sér- leyfishafa. Steinn bendir á að sér- leyfishafar aki að stofninum til með erlenda ferðamenn eins og hópferða- leyfishafar sem fái engar greiðslur frá ríkinu. Í svari samgönguráðherra við fyr- irspurn Kristjáns Möller, þingmanns Samfylkingar, á Alþingi í vetur um sérleyfi til fólksflutninga kemur m.a. fram að af tæplega 163 mkr. greiðslum til sérleyfishafa í fyrra námu greiðslur til Austurleiðar- SBS, 57 mkr., til SBA-Norðurleiðar, 36 mkr. og greiðslur til Sæmundar Sigmundssonar námu 20 milljónum. Árið á undan námu heildar- greiðslur til sérleyfishafa 136 mkr. Fjárstyrkir til sérleyfishafa námu 163 milljónum króna á síðasta ári Einn fékk tæpar 60 milljónir ÞEIM fjölgar sífellt sem ganga um skóga og kjörr á haustin í leit að villtum matsveppum. Í ár hefur viðrað vel fyrir sveppi eins og aðr- ar plöntur og er sprettan nú í full- um gangi. Ása Margrét Ásgrímsdóttir er áhugamanneskja um sveppi og skrifaði bókina Villtir matsveppir á Íslandi. „Ástandið er gott, það er mikið um sveppi og verður eflaust enn meira þegar líður á,“ segir Ása. Hún segir ágúst besta mán- uðinn til að tína sveppi, þó að hægt sé að tína einhverjar tegundir frá miðjum júlí. Hægt er að tína sveppi eitthvað fram í september, þar til frystir, en eftir að frystir eru þeir ekki lengur hæfir til átu. Veðurfar undanfarið hefur hentað sveppum vel, hlýtt og rigning reglulega. „Rakt og hlýtt loftslag er mjög gott fyrir sveppi, eins og margar aðrar plöntur.“ Sífellt fleiri safna sveppum á hverju hausti, en ætisveppi er einkum að finna í kjarri og skóg- lendi, þó að sumar tegundir vaxi á túnum og móum, segir Ása: „Þetta er að verða vinsælla og vinsælla og fleiri sem kunna svolítið fyrir sér. Fyrsta skrefið er að vita hvaða sveppi má borða og hverjir eru ekki ætir. Það sést ekki á sveppn- um hvort hann er ætur eða óætur. Það eru til eitraðir sveppir.“ Ása segir auðveldast fyrir byrj- endur að læra að þekkja nokkrar algengar tegundir og halda sig við að tína þær eingöngu: „Fyrir þá sem eru að byrja eru pípusvepp- irnir langbestir. Þeir þekkjast því þeir eru með götum, eða rörum, undir hattinum. Þeir eru öruggir og eru líka bestu matsveppirnir.“ Enginn af pípusveppunum er eitr- aður, og einungis einn er óæski- legur þar sem hann er mjög bragðsterkur. Margar tegundir pípusveppa fylgja ákveðnum trjátegundum, og er oft auðvelt að þekkja þá með því að skoða hjá hvaða trjám þeir vaxa. „Lerkisveppur fylgir lerki, ef þú ert í lerkiskógi og sérð þenn- an gula þá ertu ekki í neinum vafa.“ Með hníf og körfu að vopni Þegar farið er af stað í sveppa- tínslu er mikilvægt að vera með ílát til að tína þá í. Best er að vera með körfu, en pappakassi getur dugað, segir Ása. Hún mælir alls ekki með því að sveppir séu tíndir í plastpoka því sveppirnir geta kramist undan þunganum, verða blautir og klesstir og skemmast oft. Nauðsynlegt er að taka með hníf til að skera skemmdir úr sveppunum og skera neðan af stafnum. „Það þarf að kíkja eftir öllum pípusveppum hvort það sé maðkur í þeim. Það er fluga sem verpir inn í sveppinn og þá þarf að passa sig að skera það frá.“ Þegar heim er komið þarf að ganga fljótt frá sveppunum. Tvær aðferðir eru mest notaðar við að auka geymslutíma sveppana, þeir eru þá þurrkaðir eða frystir. Fyrst þarf að hreinsa sveppina mjög vel og athuga hvort það séu örugg- lega engar lirfur í þeim. Til að þurrka þá segir Ása að best sé að skera þá í eins þunnar sneiðar og hægt er, helst um 1 mm þykkar. Svo eru þeir lagðir til þerris, til dæmis á grind, bök- unarpappír eða viskastykki og snúið reglulega þar til þeir eru orðnir þurrir og stökkir, en það getur tekið nokkra daga. Þá geymast þeir árum saman, til dæmis í glerkrukkum. Svo eru þeir lagðir í bleyti áður en þeir eru notaðir. Áður en sveppir eru frystir þarf að skera þá í sneiðar og hita þá á pönnu við vægan hita til að láta vatnið gufa upp af þeim. Mikilvægt er að nota enga feiti því hún rýrir geymsluþolið. Veðráttan undanfarið hefur góð áhrif á villta matsveppi Hægt að tína matsveppi víðast hvar á landinu Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Eiríkur Jensson líffræðingur lyktar af aníssveppi eða ilmtrektlu sem lykt- ar eins og lakkrís og er m.a. notaður í krydd. Ljósmynd/Ása Margrét Ásgrímsdóttir Kóngssveppur er ekki endilega bundinn við eina trjátegund en hann er að finna þar sem skógur er. Hann er mjög bragðgóður. Kantarellur eru mjög sjaldgæfar hér á landi en þykja góður fengur þegar þær finnast, auk þess að vera fallegar og setja svip á náttúruna. Furusveppurinn er mjög góður matsveppur. Hann er með þægilega lykt og einnig bragðgóður og hent- ar vel í flesta svepparétti. Berserkjasveppur er sennilega þekktasti eitraði sveppurinn sem finnst hér á landi og því nauðsynlegt fyrir sveppatínslufólk að kannast við útlit hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.