Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 29 DAGBÓK Mörkinni 6 • Sími 588 5518 STÓRÚTSALA Síðustu dagar Yfirhafnir í úrvali Klassa stuttkápur 50% afsláttur Nýjar vetrarvörur 20% afsláttur Hattar og húfur Opnum kl. 10.00 STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Töluvert ber á því að þú þurfir að berjast fyrir því að hljóta viðurkenningu fyrir störf þín. Þú lætur þér lynda vel við aðra og ert sam- vinnufús. Spennandi val- kostir eru framundan. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Innan vinnustaðarins er von á hindrunum. Þú vilt koma viss- um hlutum í verk en stjórn- völd eða einhver önnur stofn- un hefur önnur plön. Naut (20. apríl - 20. maí)  Lostinn lætur á sér kræla hjá þér í dag. Í það minnsta eru allar líkur til að þú hafir gam- an af daðri og rómantík í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Heimilið er gott að lagfæra í dag, sérstaklega ef dytta þarf að einhverju sem krefst list- rænnar innsýnar. Ljúktu við hverskonar skreytingar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Afar sterk löngun til að hafa betur í samskiptum þínum við aðra kemur fram í dag. Þér liggur margt á hjarta og fólkið í kringum þig verður sammála þér á endanum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Muni þig langa í eitthvað í dag muntu líklega láta vaða og kaupa það. Þú kannt líka að kaupa eitthvað handa ein- hverjum hjartfólgnum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Illindi gætu sprottið fram í dag vegna þess að þú ert hrif- in(n) af einhverjum en gerir þér jafnvel ekki grein fyrir því. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú liggur þér sérstaklega á að koma þínu á framfæri á vinnu- stað. Þú gerir rétt með því að setja öðrum fordæmi með eljusemi og samviskusemi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gleðilegt og rómantískt tíma- bil kann að hefjast í dag. Þig langar í spennu en að auki ertu frá náttúrunnar hendi ástríðufull manneskja. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Jafnaðargeðið skortir þig í dag og þú einsetur þér að hafa betur í rifrildi við foreldri eða yfirmann í dag. Þú vilt ná þínu fram en mundu að enginn er eyland. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Umhverfis þig er fólk sem þú vilt að sé þér sammála, sér- staklega í trúarlegum eða heimspekilegum skoðunum. Öskur duga skammt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hverfa viltu til fjarlægra slóða. Aðstæður í vinnunni eru farnar að íþyngja þér. Berðu höfuðið hátt þó að vindar blási. Það styttir upp um síð. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Líflegar umræður eru fram- undan við kunningja og vini. Það er töluverð kynferðisleg spenna til staðar sem þú gerir þér ekki grein fyrir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. RÉTTARVATN Efst á Arnarvatnshæðum oft hef ég fáki beitt. Þar er allt þakið í vötnum, þar heitir Réttarvatn eitt. Og undir norðurásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan hvannamó. Á engum stað ég uni eins vel og þessum mér. Ískaldur Eiríksjökull veit allt, sem talað er hér. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 25. ágúst, er níræð Lára Böðv- arsdóttir, Barmahlíð 54, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Haukur Eggerts- son. Þau eru að heiman í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 25. ágúst, er áttræður Kjartan Th. Ingimundarson, skip- stjóri, Flúðaseli 88, Reykja- vík. EINMENNINGUR var meðal keppnisgreina á Sum- arleikunum í Kaliforníu í síð- asta mánuði. Þekktur töflu- skýrandi og keppnisstjóri, Chris Compton að nafni, fór með sigur af hólmi, en hann er augljóslega mikill einleik- ari og óhræddur að spila „gegn salnum“. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 109 ♥ D10 ♦ G8642 ♣Á543 Vestur Austur ♠ G73 ♠ 65 ♥ 62 ♥ G8743 ♦ 109753 ♦ KD ♣G97 ♣K862 Suður ♠ ÁKD842 ♥ ÁK95 ♦ Á ♣D10 Compton var með sterku spilin í suður og stýrði sögn- um í þrjú grönd eftir létta opnun austurs á hjarta í þriðju hendi: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 hjarta Dobl Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Auðvitað gerði Compton sér grein fyrir því að flestir myndu spila spaðasamning, fjóra spaða eða jafnvel slemmu. Compton bjóst hins vegar við útspili í hjarta og ákvað á þeirri forsendu að freista gæfunnar í grandinu í þeirri von að það skilaði jafn- mörgum slögum og spaðinn. Vestur hafði enga ástæðu til annars en að spila út hjarta og þá blöstu við sagn- hafa 12 slagir. En Compton lét ekki þar við sitja og nældi sér í þann þrettánda með víxlþingun. Hann tók fjóra slagi á hjarta og sex á spaða. Svona var staðan áður en síð- asta spaðanum var spilað: Norður ♠ – ♥ – ♦ G8 ♣Á5 Vestur Austur ♠ – ♠ – ♥ – ♥ – ♦ 109 ♦ KD ♣G9 ♣K8 Suður ♠ 8 ♥ – ♦ Á ♣D10 Compton spilaði spaðaátt- unni og lét laufi úr borði. Austur á ekkert svar við þessu; ef hann hendir tígli verður gosi binds slagur, annars drottning suðurs í laufi. Sagnhafi tekur ásinn í þeim lit sem austur hendir frá og ásinn í hinum litnum er innkoma á fríslaginn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson GULLBRÚÐKAUP. Í dag, mánudaginn 25. ágúst, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Bára Jónsdóttir og Sigurður Hjartarson, bakarameistari, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði. Þau eru erlendis á þessum merkisdegi. 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4. e3 Bg4 5. Rc3 e6 6. Db3 Db6 7. c5 Dc7 8. Be2 Rbd7 9. Bd2 g6 10. Dd1 Bg7 11. b4 O-O 12. O-O Hfe8 13. Hc1 h5 14. h3 Bxf3 15. Bxf3 e5 16. dxe5 Rxe5 17. Be2 Had8 18. Db3 g5 19. Dc2 g4 20. Hcd1 gxh3 21. gxh3 Dc8 22. Kh2 Rg6 23. f4 d4 24. exd4 Hxd4 25. Bd3 Rh4 26. Re2 Hdd8 27. Rg3 Kf8 28. Hf2 Dd7 29. Bc3 He3 30. Bxf6 Bxf6 31. Be2 De6 32. Hxd8+ Bxd8 33. Bxh5 Bc7 34. Dh7 Df6 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Málmey. Hinn risa- vaxni danski al- þjóðlegi meistari Ole Jakobsen (2381) hafði hvítt gegn koll- ega sínum úr Svía- ríki, Johan Hellsten (2511). 35. Bxf7! Bxf4 36. Dg8+ og svartur gafst upp enda mát í næsta leik. Frægt er þegar Ole Jak- obsen tefldi við þáverandi heimsmeistara, Anatoly Karpov, á Ólympíuskákmóti fyrir aldarfjórðungi að allir blaðaljósmyndarar héldu að sá danski væri heimsmeist- arinn í skák og beindu ein- göngu myndavélum sínum að honum. Skýringin á þess- um misskilningi ljósmynd- aranna stafaði að því að Ole var mikill vöxtum og með kokhrausta framkomu á meðan Anatoly var agn- arsmár og lítillætið upp- málað! SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Lægstu laun hækkuð Vegna fréttar á laugardag um launabreytingar á almennum vinnu- markaði skal leiðrétt að Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að lagt hafi verið upp með það í síð- ustu kjarasamningum að hækka meira lægstu laun umfram önnur. Það hafi skilað sér í auknum kaup- mætti kvenna þar sem þær séu fleiri en karlar í lægstu launaflokkum. Gaf Pétri og Agli tíu krónurnar Gústaf Adolf, Svíaprins og síðar konungur, sendi Pétri Ámundasyni skipstjóra og Agli Egilssyni vél- stjóra hvorum sínar tíu krónurnar í þakklætisskyni fyrir bátsferð um Þingvallavatn árið 1930 en rangt var farið með þetta í greininni „Mann- flutningar á Þingvallavatni“ sem birtist í Morgunblaðinu í gær, sunnudag. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT FRÉTTIR OPINN skógur er samstarfsverk- efni skógræktarfélaganna í land- inu, Olís og Alcan á Íslandi. Hrútey í Austur-Húnavatnssýslu við Blönduós er annar skógurinn sem er opnaður almenningi í þessu verkefni. Það voru frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Ís- lands, Páll Ingþór Kristinsson, for- maður Skógræktarfélags Austur- Húnvetninga, Hermann Guð- mundsson frá Olís, Lind Einars- dóttir frá Alcan á Íslandi og Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Íslands, sem opnuðu Hrútey formlega nýverið. Ávörp voru flutt og Jón Ísberg, fyrrverandi sýslumaður Húnvetn- inga, var heiðraður af Skógrækt- arfélagi Austur-Húnvetninga fyrir störf í þágu skógræktar. Jón Ís- berg og skátar gróðursettu veg- legt birkitré og skátasöngvar voru sungnir. Hrútey er 11 hektarar að stærð, þar er fjölbreytt gróðurfar og fuglalíf auðugt. Hrútey var frið- uð sem fólkvangur árið 1975, hún var friðuð fyrir búfé 1933 og vorið 1942 hófst skógrækt í eynni. Voru fyrstu trén gróðursett af skátum undir handleiðslu Jóns Ísberg. Nú- verandi brú var vígð árið 1988. Fjölmenni var athöfnina í blíðskap- arveðri. Opinn skógur í Hrútey Þau voru fimm skærin sem hafin voru á loft þegar skógurinn var opnaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.