Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI REF hefur fjölgað mikið við Mý- vatn og annars staðar á landinu síðustu misseri og hafa Mývetn- ingar áhyggjur af þróuninni. Í áratugi hefur lágfótu verið haldið í skefjum í Skútustaðahreppi með ítarlegri grenjaleit. Fram á síðasta ár var árleg veiði í hreppnum um 50 dýr og ástand í jafnvægi. En á þessu ári hafa verið unnin 90 dýr í 14 grenjum, þar af 24 fullorðnar tófur. Það er til marks um aukna ásókn að kominn er skolli í greni sem mjög langt er síðan lagt hefur verið í. Áki Ármann Jónsson, for- stöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar, segir að stofn tófunnar sé nú í uppsveiflu og það sé eðlilegt í lífríkinu. Hann segir ekki svara kostnaði að leggja í miklar aðgerðir vegna stofnstækkunarinnar, enda hafi refaveiðar hingað til miðað að því að takmarka tjón en ekki stjórna stofnstærð. Inga Þór Yngvasyni á Skútu- stöðum, sem er aðal refa- og minkaveiðimaður sveitarinnar, líst ekki á þá þróun sem nú er að verða. Hann telur stefnu þá sem veiðistjóraembættið rekur al- ranga og meginorsök þess hvern- ig komið er með fjölgun refa á Ís- landi. Hann bendir á að refur er a.m.k. fimmfalt stærra dýr en minkur og lifir hér langmest á fugli. Hann heggur því afar stór skörð í fuglastofna og er þar mun stórtækari nú heldur en minkur- inn að mati Inga Þórs. Hann bendir einnig á að hlutverk veiði- stjóra hafi áður verið að hemja varg en sé nú aðallega farið að snúast um að þjónusta veiðimenn með veiðikortum og afla þannig rekstrartekna. Á árinu 2002 var kostnaður við eyðingu vargs í Mývatnssveit 4,5 milljónir króna sem eru 10 þús- und krónur á hvern íbúa. Þar af greiddi ríkissjóður tæpar 700 þúsund eða 16%. Það liggur fyrir að kostnaður mun hækka mikið á þessu ári vegna fjölgunar í stofni. Uppsveifla í stofninum Komið hefur fram í Morgun- blaðinu fyrr í sumar, að refa- skyttur teldu tófuna hafa fjölgað sér mikið. Í viðtali við Keran Stueland Ólason, í Breiðuvík í Vestur–Barðastrandarsýslu, kom fram að hann hafi veitt 120 tófur sem af er árinu, en í með- alári hafi hann áður veitt um 70. Áki Ármann Jónsson, for- stöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar, segir að stofn tófunnar sé nú í uppsveiflu og það sé eðlilegt í lífríkinu. „Sveiflan náði hámarki að okkar mati vestast á landinu nú í sumar og er jafnvel farið að fækka þar aftur. Nú leitar sveiflan austur yfir landið og gerum við ráð fyrir að hún fari yfir á næstu fimm til tíu árum,“ segir Áki. Ref hefur fjölgað mjög við Mývatn undanfarið Ljósmynd/Daníel Bergmann  Melrakki/6 KR-INGAR höfðu betur gegn Fylki, 4:0, uppgjöri efstu liðanna í Landsbankadeild karla í knatt- spyrnu á KR-vellinum í gærkvöld. KR-ingarnir eru þar með komnir í vænlega stöðu í baráttunni við Fylkismenn um Íslandsmeistaratitilinn en þeg- ar þremur umferðum er ólokið hefur vesturbæj- arliðið fjögurra stiga forskot og fátt sem bendir til annars en að titllinn hafni í höndum KR-inga annað árið í röð. Á þessari skemmtilegu mynd þar sem leikmenn beita öllum brögðum til að ná til boltans eru KR-ingarnir Bjarki Gunnlaugsson og Veigar Páll Gunnarsson í baráttu við Sverri Sverrisson og Björn Viðar Ásbjörnsson. Morgunblaðið/Jim Smart Vænleg staða Vesturbæinga  Íþróttir/2, 3, 6 LÖGREGLAN í Reykjavík elti uppi sextán ára ökumann grun- aðan um ölvun við akstur snemma í gærmorgun. Hafði ökumaðurinn ekki sinnt stöðv- unarmerkjum lögreglu er hún ætlaði að kanna ástand hans. Keyrði ökumaðurinn öfugu megin eftir Snorrabrautinni, yfir gatnamót og áfram upp Bústaðaveg. Skammt frá Litlu- hlíð lenti hann í árekstri við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Sá jeppi fór útaf en öku- maður hans slapp, að sögn lög- reglu, án teljandi meiðsla. Áfram hélt hins vegar öku- maðurinn ungi niður eftir Litluhlíð, þrátt fyrir að eitt dekkið á bílnum hafi farið und- an við áreksturinn, að sögn lög- reglu. Skömmu síðar stoppaði bíllinn og ökumaðurinn hljóp úr bílnum. Lögreglumönnunum tókst hins vegar að hlaupa hann uppi. Var hann handtek- inn og fluttur í fangageymslu. Bíll ökumannsins er í eigu fjöl- skyldu hans. 16 ára öku- maður reyndi að stinga af SPRENGJA úr síðari heimsstyrjöld fannst vest- an við Siglufjörð, í Hafnarhyrnu, fyrir skömmu. Guðmundur Lárusson á Siglufirði gekk fram á torkennilegan hlut, sem reyndist vera sprengja. Hann segir sprengjuna liggja í um 600 metra hæð í fjallinu. Sigurður Ásgrímsson, sprengju- sérfræðingur hjá sprengjudeild Landhelgisgæsl- unnar, segir sprengjuna stórhættulega og munu menn frá Landhelgisgæslunni fara á staðinn og eyða henni hið snarasta. Sigurður segir sprengj- una vera svonefndan breskan tveggja tommu Mostar, sem notaður hafi verið við æfingar breska setuliðsins um 1940. Margar sprengjur af þessu tagi hafi fundist hér á landi eftir æfingar hersins. Landhelgisgæslan brýnir fyrir almenningi og sjómönnum að láta strax vita ef torkennilegir hlutir af þessu tagi koma í leitirnar. Mikilvægt er að snerta hvorki né hreyfa hlutinn, því hann gæti sprungið þá og þegar. Ljósmynd/Guðmundur Lárusson Fann sprengju í Hafnarhyrnu Stórhættuleg að sögn sprengjusérfræðings ♦ ♦ ♦ KONA í Kópavogi ók í gær fram á lundapysju á Kársnesbrautinni. „Án umhugsunar stoppaði ég bifreiðina, enda búin að heyra kvöldfréttir um aðra pysju á Reykjavíkursvæðinu. Eftir nokk- urn eltingarleik náði ég litla greyinu, fór með hana niður í fjöru og sleppti henni út í sjó. Ég prísaði mig sæla fyrir að hafa verið einu sinni í Vestmannaeyj- um á pysjutímanum sem barn, því sú reynsla kom sér mjög vel í þetta sinn,“ sagði konan. Lundapysja í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.