Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 21 ✝ Gísli Þorvaldssonfæddist í Reykja- vík 12. október 1941. Hann lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans – háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut 19. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Margrét Gísladóttir, f. í Reykjavík 7. október 1918, og Þorvaldur Jónsson, f. í Reykja- vík 25. desember 1916, d. 9. janúar 1993. Systkini Gísla eru Ingibjörg, f. 22. ágúst 1937, Kristín, f. 10. júní 1940, Jón, f. 11. mars 1943, Karen, f. 7. maí 1945, Ásgeir, f. 23. apríl 1947, Ragnar, f. 17. febrúar 1949, Sigurður, f. 25. september 1950, og Hildur, f. 16. apríl 1963. Hinn 8.2. 1964 og 31.12. 1971 kvæntist Gísli Elínu Gunnarsdótt- ur ríkisstarfsmanni, f. 23.7.1943, þau skildu. Dóttir þeirra er Mar- grét húsmóðir, f. 27.12. 1963, maki Carsten Arberg Jensen húsasmíðameistari, f. 4.4. 1956. Börn hennar eru Ástríður Katrín Jó- hannsdóttir, f. 28.5. 1982, d. 13.9. 1982, Linda Jóhannsdótt- ir, f. 10.1. 1984, Leo Ernis Óðinsson, f. 31.7. 1991, og Bjarki Ernis Óðinsson, f. 18.5. 1993. Hinn 29.6. 1968 kvæntist Gísli Agnesi Pálsdóttur hárgreiðslukonu, f. 25.11. 1947, þau skildu. Dóttir þeirra er Ingibjörg Gréta háskólanemi á Bifröst, f. 31.10. 1966. Börn hennar eru Mario Ingi Martel, f. 11.11. 1997, og Jóhanna Alba Martel, f. 24.5. 2000. Gísli vann mestalla starfsævi sína hjá Icelandair, fyrst sem verkstjóri hjá Flugfélagi Íslands og síðar lagerstjóri hjá Iceland- air. Hann var í bridge-klúbbi fé- lagsins og keppti fyrir hönd þess um víða veröld. Útför Gísla verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Í sjúkralegu föður míns ræddum við mörg minningarbrot frá ýmsum tímum og fannst mér yndislegt að rifja þau upp með honum. Ferðalög sem við fórum saman í, skemmtilegt fólk sem við höfðum kynnst, gam- anmál, og svo minntist hann á þann draumatíma sinn þegar ABBA-æði mitt stóð sem hæst (og stendur reyndar enn) en þá var alveg sama hvað hann gaf mér í jóla- og afmæl- isgjöf svo framarlega sem ABBA stóð á því varð ég himinlifandi og hann sló í gegn. Við faðir minn bjuggum aldrei saman og framan af hittumst við að- eins einu sinni á ári – á jólunum. Þá gisti ég hjá honum í nokkra daga og var það alltaf mikið tilhlökkunarefni. Ég, pabbi og Magga stóra systir mín púsluðum púsluspil, spiluðum kana, fórum í fjölskylduboð, á jóla- böll og vorum einsog ein fjölskylda, alvöru fjölskylda og var ég alltaf jafn sæl að dvelja þann tíma með þeim. Á tímabili unnum við bæði hjá Icelandair og varð það eitt af okkar sameiginlegu áhugamálum sem færði okkur nær hvort öðru. Mörg- um sinnum ræddum við vinnuna, menn og málefni og björguðum flug- heiminum hvað eftir annað, skemmtilegar stundir sem rifjuðust aftur upp þegar við ræddum Flughátíðina sem haldin var á Menningarnótt nú í ár. Það var skrýtin tilfinning að kveðja hann, því ég þurfti að fara í stutt ferðalag. Hann var orðinn langt leiddur af sjúkdómnum og ég beið þess að hann rumskaði. Ég kyssti hann á hendina, strauk hon- um um höfuðið og sagði honum hve vænt mér þætti um hann, ég væri ánægð með að hafa átt hann sem pabba og við sæjumst kannski þegar ég kæmi tilbaka. Daginn eftir var hann allur og skilja því leiðir um sinn en eftir standa minningar, góð- ar minningar. Ingibjörg Gréta. Fallinn er langt fyrir aldur fram vinur okkar og samstarfsmaður til margra ára, Gísli Þorvaldsson. Flugrekstur á Íslandi hefur haft á að skipa dugnaðar og atorkufólki í gegnum tíðina og á engan er hallað þó minnst sé á hlut „strákanna í skýlinu“ eða þeirra er sjá um rekst- ur, viðhald og öryggi flugvélanna á jörðu niðri en Gísli var einn af þeim. Hann valdist snemma til trúnaðar- starfa hjá Flugfélagi Íslands en þar hóf hann störf árið 1959 á Hlaðdeild en flutti sig yfir á Tæknideild eftir sameininguna og starfaði nánast óslitið þar allar götur síðan, síðast sem lagerstjóri. Meðfæddir eigin- leikar Gísla, samviskusemi og áreið- anleiki nýttust honum vel í um- gengni við flugflota fyrirtækisins en það sem Gísli tók að sér stóð sem stafur á bók og að hlífa sjálfum sér fyrirfannst ekki í orðabókinni hans Gísla. Við sem störfuðum með Gísla söknum nú vinar í stað og þó að vinnustaðurinn okkar sé stór þá verður hann ekki samur eftir. Hann Gísli sem undirbúið hefur margt ferðalagið í gegnum tíðina sem tek- ist hefur giftusamlega stendur nú sjálfur frammi fyrir ferðalaginu stóra sem bíður okkar allra. Ég er þess fullviss að til þess sé hann ekki vanbúinn og honum fylgja hjartan- legar óskir samstarfsfóksins um góða ferð og góða heimkomu með þökk fyrir allt og allt. Ástvinum öllum sendum við okkar samúðarkveðjur. Vertu kært kvaddur og Guði falin. Ólafur Ág. Þorsteinsson. Góður drengur og vinur er fallinn frá langt um aldur fram. Það var fyrir um 44 árum að Ella æskuvinkona mín hitti Gísla. Allan þennan tíma hef ég vitað af Gísla. Þótt hlé yrði á samskiptum vissi ég alltaf af honum og þeim og eftir að þau rugluðu reytum sínum fylgdist ég enn betur með. Það var svo fyrir um 13 árum að óvart og óvænt urðum við Jón, Gísli og Ella nágrannar á hjólhýsasvæð- inu á Laugarvatni. Eftir það urðu samskiptin meiri og reglulegri nán- ast hverja helgi frá páskum allt fram í október á Laugarvatni og oft um helgar á öðru hvoru heimilinu. Það var setið fram á nótt og allt undir morgun á báðum stöðum við spilamennsku og var ekki komið að tómum kofunum hjá Gísla í þeim efnum. Það var grillað og haldnar veislur, stundum fyrir fleiri ná- granna. Oft æði glatt á hjalla. Fyrir um þremur árum skiptum við Jón um hjólhýsi og keyptum eldra hús á svæðinu en við nánari at- hugun kom í ljós að það var ekki í sem bestu ásigkomulagi og var ráð- ist í að laga. Það stóð ekki á Gísla að bjóða fram aðstoð og var hún vel þegin því þá vissi maður að vel væri gert og vel myndi ganga. Það var smíðað, sagað, neglt og skrúfað, sama hvað var; allt gat hann og hjálpaði Jóni mikið. Gísli hafðu þökk fyrir það. Um svipað leyti kom í ljós að Gísli gekk ekki heill til skógar. Engan grunaði þó hvað málið var alvarlegt enda kom það ekki almennilega í ljós fyrr en síðar. Maður vonaði þó alltaf að þetta gengi yfir en svo fór sem fór. Ekki er hér hægt að láta staðar numið því minnast verður á ferð sem við fórum með þeim hjónum ár- ið sem við Ella urðum 50 ára. Það var byrjað í New York í þrjá daga, þaðan haldið til Orlando í hús sem við höfðum fengið leigt. Þar höfðum við sólarparadís í tvær vikur. Á þeim tíma komu Rósa systir mín og Gunnar maður hennar í fimm daga heimsókn frá Seattle og kynntust Gísla og var með þau eins og aðra sem honum kynntust, fólk vissi að þar fór góður drengur, og hafa þau fylgst með honum í gegnum mig símleiðis og hittu hann er þau voru stödd hér eftir kynnin í Orlando. Að þessum tveimur vikum liðnum ókum við til Miami og gengum um borð í eitt af þessum lúxusskipum og sigld- um um Karíbahafið í viku. Sáum margt og skemmtum okkur hið besta. Að þeirri viku lokinni ókum við aftur til Orlando og eyddum þar síðustu fimm dögunum af þessari ferð. Þess má geta að Gísli sá að mestu um akstur og taldi ekki eftir sér frekar en annað. Það sést best á starfsferli hans hversu traustur hann var. Vann hjá Flugleiðum frá árinu 1958 fram á nánast síðasta dag, að tveimur árum undanskildum sem hann vann við önnur störf. Gísli var ljúfur og traustur maður og góður vinur. Við Jón þökkum honum samfylgd- ina gegnum árin og teljum okkur töluvert ríkari fyrir að hafa átt Gísla að vini. Vottum öllum sem hlut eiga að máli okkar dýpstu samúð. Far þú í friði kæri vinur. Erla og Jón. GÍSLI ÞORVALDSSON Sælar þær sálir eru sem hér nú skiljast við, frá holdsins hryggðar- veru og heimsins göldum sið hvílast í himnafrið, þar sem með sætum hljóðum syngur lof drottni góðum lofsamlegt engla lið. (Hallgrímur Pétursson.) Það er sorgleg tilhugsun og þraut- inni þyngri að setjast niður og skrifa kveðju til vinar okkar og ættingja, Grétars N. Eiríkssonar, sem skyndi- lega var kallaður burt. Allt okkar líf höfum við þekkt Grétar en kona hans, Þorgerður, er móðursystir okkar. Á milli foreldra okkar og Þor- gerðar og Grétars hefur ávallt verið einstaklega gott og sterkt vinasam- band og eru ófáar stundirnar sem við höfum eytt í návist þeirra. Grétar var einstakur maður sem gaman var að vera í kringum og spjalla við en alltaf var hann svo áhugasamur um líf okkar. Í hvert sinn sem við hittum Grétar tók hann ávallt utan um okk- ur og kyssti og sýndi okkur mikla væntumþykju. Hann var með ein- dæmum barngóður og gaf sér alltaf tíma til að ræða við börnin í kringum sig og tók hann nýjum fjölskyldu- meðlimum einstaklega vel. Síðustu ár höfum við verið svo einstaklega lánsöm þar sem Þorgerður og Grét- ar festu kaup á sumarbústað í göngu- færi frá okkar bústað. Nutum við þar góðar samverustundir sem aldrei eiga eftir að hverfa úr huga okkar. Þar undi Grétar sér vel og var bú- GRÉTAR NÖKKVI EIRÍKSSON ✝ Grétar NökkviEiríksson kaup- maður fæddist í Reykjavík 4. apríl 1940. Hann lést mið- vikudaginn 13. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 22. ágúst. staðurinn og garðurinn þar í kring líf hans og yndi. Auðsjáanlegt var að Grétari og Þorgerði leið vel í bústaðnum og voru þau einstaklega natin við að gera hann hlýlegan og glæsilegan. Við erum afar þakk- lát fyrir að eiga svona mikið af minningum um þig Grétar því þær hjálpa á svona erfiðum stundum.Við þökkum þér samfylgdina elsku vinur og hafðu þökk fyrir allt og allt. Minn- ing um góðan mann lifir. Elsku Þorgerður okkar, örlög manna eru misjöfn. Sumir auðnast að komast að mestu áfallalaust í gegnum lífið á meðan aðrir verða fyrir þungum áföllum. Munum því bænina hennar ömmu því hún segir okkur svo margt. Við trúum því að Grétars hafi beðið annað hlutverk ásamt ömmu sem hefur tekið vel á móti honum. Við biðjum góðan guð að styrkja Þorgerði, Jón Pál, Eirík og fjölskyld- ur í þessari miklu sorg. Hugur okkar er hjá ykkur. Adolf, María S. og börn, Helga Sigrún og Jónas. Nú þegar við kveðjum Grétar vilj- um við minnast hans og þakka allar samverustundirnar sem við höfum átt með honum. Grétar var eiginmaður Þorgerðar frænku okkar sem ólst upp ásamt okkur heima á Hlíðarenda á Ísafirði og hefur samband okkar alla tíð ver- ið náið. Leiðir þeirra Þorgerðar og Grétars lágu saman er þau unnu bæði í versluninni Liverpool í Reykjavík og hefur heimili þeirra alla tíð verið í þar í borg. Ásamt sonum sínum, Jóni Páli og Eiríki, hafa þau í mörg ár rekið leik- fangaverslunina Leikbæ. Grétar var rólegur og þægilegur maður í umgengni, vingjarnlegur og viðræðugóður þannig að fólk laðaðist að honum, jafnt börn sem fullorðnir. Heimili þeirra Þorgerðar hefur ævinlega staðið okkur opið og verið vel tekið á móti okkur og þau boðin og búin að veita okkur aðstoð sína ef svo hefur borið undir. Við höfum átt margar ánægjulegar samverustund- ir með þeim hjónum við ýmsar uppá- komur hjá fjölskyldum okkar, í af- mælum, á ættarmótum og þegar við vorum á ferð í Reykjavík eða þau á Ísafirði. Það var gaman að vera með þeim og fjölskyldum þeirra, þar ríkti gleði, hressileiki og hlýlegt viðmót. Grétar og Þorgerður festu fyrir nokkrum árum kaup á sumarbústað við Gíslholtsvatn í Rangárvallasýslu og gerðu hann upp. Hefur Grétar notið þess að vera í sveitinni sem honum þótti svo vænt um og rækta garðinn sinn. Ber bústaðurinn og nánasta umhverfi hans þeim hjónum fagurt vitni. Og nú þegar sumarið skartaði sínu fegursta kvaddi Grétar þennan heim við sumarbústaðinn þeirra, þar sem þau Þorgerður dvöldu ásamt nánum ættingjum. Það er með söknuði sem við kveðj- um Grétar. Við þökkum honum sam- fylgdina í gegnum árin og biðjum Guð að blessa minningu hans. Elsku Þorgerður, Jón Páll, Eirík- ur og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Garðar S. Einarsson, Þorgerður S. Einarsdóttir, Ingibjörg S. Einarsdóttir, Guðmundur S. Einarsson, Tryggvi S. Einarsson og fjölskyldur Kæri vinur, ekki hefði hvarflað að mér þegar við sátum saman í brúð- kaupi 19. júlí, að þetta yrði í síðasta skipti sem við hittumst í þessu lífi. Þú ljómaðir af ánægju nýkominn úr sumarbústaðinum ykkar og sagðir að það væri paradís á jörð að vera þar og dytta að garðinum þínum. Þú sagðir stundum við mig að það væri bara ein umferð í þessu lífi og þú ætl- aðir að lifa hana til fulls. Það var gott að fylgjast með þér hvernig þér tókst að fá ánægju við að rækta við bústað- inn þinn. Í nokkur ár hafðir þú verið sjúklingur og gast ekki verið við vinnu og ekki hefði ég látið mér detta í hug að þú ættir eftir að fá þvílíka ánægju út úr lífinu í sveitinni, en vegir Guðs eru órannsakanlegir sem betur fer. Elsku Grétar minn, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir hana mömmu á liðnum árum. Elsku Þorgerður ég veit að það á eftir að koma mikið tómarúm hjá þér við að missa hann Grétar, því þið voru ekki bara hjón og vinnufélagar heldur líka bestu vinir sem voru samtaka við að gera alla hluti saman. Ég bið góðan Guð að gefa þér styrk og ég veit að hann mun hjálpa þér í gegnum þennan mikla missi. Elsku Jón Páll, Eiríkur, Magga, Anna og börn, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Kristín Adolfsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Grétar, takk fyrir allar sam- verustundirnar. Saknaðarkveðjur Sólveig (yngri). Kæri vinur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Grétar, takk fyrir að vera vinur minn. Takk fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman meðal annars við að klippa og snyrta fal- lega garðinn ykkar Þorgerðar. Ég skal passa að vel verði hugsað um Þorgerði og garðinn. Guð geymi þig. Saknaðarkveður. Þinn vinur Sigurbjörn. Mikill heiðursmaður hefur kvatt þetta líf, langt um aldur fram. Kynni með okkur Grétari hófust fyrir fáeinum árum þegar við eign- uðumst sumarhús við Gíslholtsvatn og urðum næstu grannar þeirra hjóna Grétars og Þorgerðar. Þau voru fyrst allra til að bjóða okkur velkomin á svæðið og þá strax fundum við hversu nærvera þessa manns var góð. Rólegur í fasi, æðru- laus og grandvar í orðum voru ein- kenni þessa höfðingja. Daginn áður en við fréttum lát Grétars vorum við full tilhlökkunar að hitta þau hjónin á þeim stað sem ég held að Grétar hafi unnað mest. Í júlí sl. sagði hann er við sátum sem oftar á spjalli, að þetta væri staður- inn þar sem hann helst vildi vera, frí í útlöndum né annars staðar heilluðu ekki lengur. Hann leyndi því aldrei hversu mikið hann mat friðsæld sveitarinnar. Við hverja komu austur lék gleði- bros um varir þegar við sáum ljós loga í Leikbæ. Merima dóttir okkar hljóp alltaf beinustu leið til Grétars og Þorgerðar þegar bíllinn stansaði. Það segir sína sögu. Barnið fann ein- mitt þá miklu hlýju og væntumþykju sem geislaði af Grétari í garð allra sem hann umgekkst. Grétar hafði mikinn áhuga á trjá- og garðrækt og það sást best á garð- inum við sumarhúsið. Þar voru tré og runnar klippt af listfengi, svo af bar. Hann var fullur fróðleiks um trjá- rækt og var hann alltaf fús að miðla okkur af sinni reynslu og þekkingu. Vantaði verkfæri eða garðáhöld var leitað til Grétars, sem svaraði gjarnan: „Þið þurfið ekki að spyrja, bara sækja hlutina.“ Svo sjálfsagt var þetta í hans huga. Lífið er hverfult og breytingum háð. Það verður skrýtið að koma í bústaðinn og sjá Grétar ekki við vinnu í garðinum eða í slökun á sól- pallinum. En minningin um góðan dreng lifir og það munu kynnin við samheldna fjölskyldu hans einnig gera. Kæra Þorgerður, synir og aðrir ástvinir, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur á þessari sorgar- stundu. Kristján, Sigríður og Merima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.