Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 25 RAÐAUGLÝSINGAR BÁTAR SKIP Til sölu Ferðamálasjóður auglýsir til sölu vélskipið Andreu # 2241, 38 tonna stálskip, smíðað í Svíþjóð 1956, skráð sem farþegaskip til sjó- stangveiði með meiru. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Ferðamála- sjóði, Borgartúni 21 í Reykjavík, eða í síma 540 7510. Ferðamálasjóður. NÚ ER kornakur Egilsstaðabænda orðinn bleik- ur, eins og sagt var forðum í Njálu um kornakr- ana í Fljótshlíðinni á dögum Gunnars og Njáls. Milli kornaxa skjóta upp kollinum þau Hrafn- kell og Bryndís Sigurgeirsbörn. Mikil gróð- ursæld hefur verið um allt land í sumar. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Börn á vappi um bleika kornakrana Egilsstöðum. Morgunblaðið. TUTTUGU OG EIN ferða- skrifstofa í Evrópu hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær taka afstöðu gegn hval- veiðum á Íslandi. Ferðaskrif- stofurnar eru víðs vegar um Evrópu og árlega koma marg- ir ferðamenn til Íslands á þeirra vegum. Að því er fram kemur í yfirlýsingunni er hvalaskoðun oft hápunktur Ís- landsferða viðskiptavina ferða- skrifstofanna en í nýlegri skýrslu kemur fram að 62.050 ferðamenn hafi farið í hvala- skoðun á Íslandi árið 2002. Meiri hluti þessa fólks er út- lendingar og í sömu skýrslu er því spáð að árið 2007 fari á milli 80.000 og 106.000 manns í hvalaskoðun á Íslandi. Geta haft hörmuleg áhrif Ferðaskrifstofurnar lýsa yf- ir áhyggjum af því að Íslend- ingar hefji hvalveiðar og benda á að margir ferðamenn væru líklegir til að endurskoða og jafnvel hætta við ferðalög til Íslands. Þess vegna hvetja ferða- skrifstofurnar íslensk stjórn- völd til að endurskoða áætl- anir um hvalveiðar þar sem þær geta haft hörmuleg áhrif, ekki eingöngu á hvalina sem eru veiddir heldur jafnframt á blómstrandi hvalaskoðunarút- gerð og íslenskt efnahagslíf í heild sinni. Ferðaskrif- stofur í Evrópu mótmæla hvalveiðum ÍSLENSKA Lionshreyfingin er mjög sterk og hefur unnið frábært starf í þágu samfélagsins og hinna þurfandi,“ segir dr. Tae-Sup Lee, forseti alþjóðahreyfingar Lions, sem lauk þriggja daga heimsókn sinni til Íslands sl. föstudag. „Miðað við höfðatölu er íslenska Lionshreyfingin öflug- asta hreyfingin í ver- öldinni og ég er mjög ánægður með starf hennar.“ Um 4.500 fé- lagar eru í Lionshreyf- ingunni í 88 klúbbum um land allt. Á heims- vísu eru 1,4 milljónir meðlima í Lions í 191 þjóðlandi. Fyrstu 70 árin var einungis um karlaklúbb að ræða en árið 1987 var hreyfing- in opnuð fyrir konum. „Við þurfum að fjölga Lionsmeðlimum til að sinna þurfandi fólki og viljum fjölga klúbbum í því augna- miði,“ sagði dr Lee. „Ég legg áherslu á að fá fleiri konur til liðs við okkur, enda hef ég komist að því að þær eru stundum duglegri en karlmennirnir. Konur eru 52% af jarðarbúum en aðeins 13% meðlima Lions eru konur. Ég vildi sjá þetta hlutfall hækka uppi í 25%.“ Barátta gegn augnsjúkdómum Lions starfar að fjölda góðgerð- armála, en hreyfingin er þó hvað þekktust fyrir baráttu sína gegn augnsjúkdómum. Fyrir tilverknað Lions hafa verið gerðar 3,3 millj- ónir augnskurðaðgerða á fólki með ský á auga, þar af 2,5 milljónir að- gerða í Kína síðastliðin sex ár. Næstu fjögur árin er stefnt að því að greiða fyrir 2 millj- ónir aðgerða þar í landi. Einnig er verið að reisa spítala í N-Kóreu fyrir augn- sjúklinga fyrir fé sem Lions hefur safnað. „Við erum líka á kafi í verkefnum sem lúta að því að sigrast á augn- sjúkdómum tugmillj- óna manna í Afríku og S-Ameríku s.s. ár- blindu og egypsku augnkvefi.“ Gríðar- legum fjármunum er varið til þessara verk- efna og má nefna að um 300 milljónir bandaríkjadala eru í sjóði Lions til lækn- ingar á augnsjúkdómum. Dr. Lee leggur einnig áherslu á þjónustu Lions við götubörn víða um heim og menntun ungs fólks til að fyrirbyggja að það leiðist út í fíkniefnaneyslu. „Við förum þangað sem okkar er þörf og meðlimir Lions verja tíma, fé og orku í að hjálpa hinum þurfandi.“ Næstu landssöfnun Lions á Ís- landi, sem jafnframt er sú fyrsta síðan 1998, verður hleypt af stokk- unum fyrstu helgina í apríl 2004 með sölu á Rauðu fjöðrinni. Forseti alþjóðahreyfingar Lions í heimsókn á Íslandi Íslenska Lions- hreyfingin sú öfl- ugasta í veröldinni Dr. Tae-Sup Lee, forseti alþjóðahreyf- ingar Lions. VEIÐI með maðki hefur snar- hækkað veiðitölur í nokkrum ám að undanförnu, t.d. Langá á Mýr- um og Laxá í Kjós. Til dæmis veiddust 345 laxar í Langá á einni viku, frá 14. ágúst til 21. ágúst, en inni í því tímabili var fyrsta mað- kveiðihollið eftir flugutímann. Svipaða sveiflu var að sjá í Kjós- inni, en í lok vikunnar voru komnir 1.334 laxar úr Laxá og 1.319 úr Langá. Báðar eiga eftir að hækka verulega, því mikill lax er í þeim og enn ber á göngum. Þá hefur Selá í Vopnafirði bæst í hóp þeirra áa sem gefið hafa yfir 1.000 laxa og aðeins mínútuspursmál hvenær Hofsá bætist einnig við. Lengra er hins vegar í Grímsá sem hefur gef- ið um 800 laxa. Álftá góð Dagur Garðarsson, einn leigu- taka Álftár á Mýrum, sagði allan ágúst og síðustu daga júlí alla hafa verið góða í ánni, en vissulega hefði veiðin verið stirð framan af júlí vegna hita og þurrka. „Það var holl sem lenti t.d. í því síðastliðinn mánudag að áin óx og varð mó- rauð. Ekkert veiddist þá, en aftur á móti 13 laxar á stangirnar tvær á seinni deginum og flestir þeirra voru nýgengnir. Þá voru menn í einn dag fyrir skemmstu með 12 laxa og tveggja daga holl þar á undan með 11 laxa. Það eru komn- ir um 150 laxar á land og auk þess um 120 birtingar. Tölur sjóbirt- inga hjá hverju holli fara stig- hækkandi. Það stefnir í góðan endasprett í Álftá,“ sagði Dagur. Straumfjarðará betri Veiði í Straumfjarðará er betri í sumar heldur en í fyrra þrátt fyrir erfiða daga í júlí. Að sögn Katr- ínar Ævarsdóttur, bústýru í veiði- húsinu í Dal, voru í lok síðustu viku komnir 243 laxar á land, en í fyrra veiddust 232 laxar og þótti gott. Að sögn Katrínar sjá menn mikinn lax um alla á og eru nýir fiskar enn að skila sér úr hafi. Rúmlega 300 sjóbleikjur og nokkrir tugir urriða, auk tveggja laxa, hafa veiðst í Hrollleifsdalsá í Skagafirði í sumar. Veiðin fór ró- lega af stað, jókst jafnt og þétt í júlí og um mánaðamótin voru nokkur holl að veiða mikið af bleikju. Síðan hefur veiðin dofnað nokkuð, en þó alltaf komið skot og skot. Hópur sem var í ánni í vik- unni fékk 16 bleikjur, nokkrar þeirra 2-3 punda, en engin var ný- gengin. Skrýtin tilviljun, að lax- arnir tveir veiddust sama daginn, ekki þó í sama hyl. Maðkveið- in hækkar tölurnar Sigurður Garðarsson með 15 punda hæng sem veiddist í Kríugrjóti í Skógá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.