Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN 20 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ VÍKVERJI skrifar um auglýs- ingar í Morgunblaðinu, fimmtudag- inn 21. ágúst. Víkverji hefur orðið fyrir áhrifum aug- lýsinga frá Brim- borg en niðurlag þeirra er ávallt það sama. Brimborg – öruggur staður til að vera á. Víkverji seg- ir: „Alltaf koma fram nýjar tískubylgjur í auglýs- ingaritun. Nú er í tísku að segja að ákveðin bílasala (lesist Brimborg) „sé öruggur staður til að vera á““. Það má lesa það úr orðum Víkverja að hann telji það harla ólíklegt að þessi einkunnarorð komi frá bílasal- anum. Að ekkert sé á bak við þetta. Þetta hljóti að vera klisja sem fundin sé upp hjá auglýsingamanni úti í bæ og muni þar með fara úr tísku fljót- lega. Að nota orðið tíska hér í þessari merkingu er beinlínis rangt að okkar mati. Ef það væri rétt hefði okkur hjá Brimborg mistekist ætlunarverk okkar. Tíska er eitthvað sem kemur og fer. Tíska er oft innantóm – vant- ar innihald. Talsmenn framleiðenda nýja Mini-bílsins sem náð hefur miklum vinsældum voru spurðir að því í vetur hvort hann væri í tísku. Þeir sögðust vona ekki því þá hefði þeim mistekist. Hugmyndafræðin og öll hugsun á bak við þessi ein- kunnarorð kemur frá Brimborg. Að koma þessari hugsun og hug- myndafræði í orð er síðan unnið í samvinnu við almannatengslafyr- irtækið GCI-Iceland. En útskýrum þessi einkunnarorð aðeins nánar. Frá árdögum bílsins hefur hann breyst úr farartæki í öndvegi fólks og hásæti í samskiptum við annað fólk og dvalarstað þess á milli staða. Sérstaða bílsins sem neytendavöru er auðskilin en bíllinn er stór og slungin vara sem kostar, með skatt- lagningu, mikla peninga. Hann er sennilega mesta fjárfesting sem hver venjulegur maður ræðst í, fyrir utan íbúðarkaup. Þess vegna gera neytendur miklar kröfur um öryggi á öllum sviðum vörunnar. Neyt- endur vilja meira öryggi. Samvinna aðila endar ekki eftir að bíllinn er keyptur, heldur gera neytendur kröfur um aðgengilega og einfalda þjónustu eftir kaupin sem fyrir selj- anda er í raun mjög flókin og dýr í rekstri. Neytendur vilja trygg gæði, örugga viðgerðarþjónustu, öryggi fyrir farþega og ökumann og aðra vegfarendur og rétt verð. Síðast en ekki síst vilja neytendur öryggi við gerð kaupsamninga. Fólk vill eiga viðskipti við aðila sem það getur treyst algerlega til þess að koma heiðarlega fram. Brimborg vill auka samvinnuna og vinna náið með við- skiptavinunum. Samhjálp er nýtt lykilorð að betri viðskiptum. Sam- hjálp er í stuttu máli gagnkvæmt fyrirbæri veitenda og neytenda. Boðskiptahluti rekstrarstefnu Brimborgar boðar samhjálp sem komið er á framfæri með athygl- isverðum hætti, sbr. áhuga Víkverja, í auglýsingum fyrirtækisins. Sjá má og heyra skilaboð og áskorun til samfélagsins og allra starfsmanna Brimborgar um að alltaf og á hverj- um degi, eigi fólk að vera gott við hvert annað og treysta hvert öðru. Laða til sín það besta úr lífinu. Hvern dag. Eins og fyrr segir skýrir hugtakið samhjálp ákveðna aðferðafræði í heildrænni boðskiptastefnu fyr- irtækja sem Brimborg vinnur eftir. Samvinna og samhjálpin á við hvort sem um er að ræða viðskiptavini, starfsmenn, birgja og aðra sam- starfsaðila. Ef við drögum þetta saman í fá orð getum við sagt að unnið sé að því markmiði að endur- staðfæra Brimborg frá því að vera þjónustufyrirtæki í að vera kunnáttufyrirtæki. Á því er veruleg- ur munur. Brimborg hefur unnið árum sam- an að þessari breytingu og um ára- mótin hófst fjórða stig áætlunar- innar. Þar er lögð áhersla á Köllun Brimborgar (The Call) þar sem sam- félagslegri ábyrgð fyrirtækisins er komið á framfæri. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif til hins betra á starfs- fólkið og þar með viðskiptavinina. Þetta er ekki bara ný sölutækni og allra síst tískufyrirbæri heldur al- gerlega önnur nálgun á viðskiptum kunnáttufyrirtækisins – persónu- legum bílamarkaði. Að lokum kem ég að einkunn- arorðum Brimborgar sem eru upp- hafið að þessum skrifum. Brimborg – öruggur staður til að vera á. Þau tákna ástand og þá verður setningin og ástandið væntanlega að eiga eitt- hvað sameiginlegt en setningin er dulbúið form þessa verks. Ef ein- kunnarorð spegla ekki veruleikann hjá Brimborg með beinum hætti væri útlokað að setningin hefði merkingu. Þess vegna hófum við hjá Brimborg fyrst vinnuna við að um- mynda og endurstaðfæra fyrirtækið. Við höfum unnið dag og nótt svo ár- um skipti að þessu markmiði að Brimborg sé öruggur staður til að vinna á og eiga viðskipti á. Okkur hefur tekist að ná þeim markmiðum sem við lögðum upp með. Vegna þessa er samræmið milli einkunn- arorða og veruleika Brimborgar auðgreinanlegt. En þetta er aðeins byrjunin. Það er síðan sérlega athyglisvert að skoða þetta í ljósi þeirrar umræðu og atburða sem verið hafa í kastljósi fjölmiðlanna undanfarna mánuði. Það er því engin furða að við- skiptavinir skuli flykkjast til Brim- borgar þar sem áherslan er á trú- verðugleika, samkvæmni og öryggi. Brimborg er í hópi fimm stærstu bílaumboða landins og er umboðs- aðili Volvo, Ford, Daihatsu og Citr- oën ásamt því að vera umboðsaðili Volvo-vörubíla, Volvo-vinnuvéla, Volvo-hópferðabíla og Volvo Penta- bátavéla. Fyrirtækið starfar í Reykjavík og á Akureyri og er með rúmlega 90 starfsmenn. Vöxtur þess hefur verið mestur í þessum hópi undanfarin tvö ár og hefur salan aukist um 114% fyrstu 7 mánuði árs- ins. Velta fyrirtækisins jókst um 1,3 milljarða á sama tímabili eða um 74%. Brimborg er öruggur staður til að vera á fyrir viðskiptavini, starfs- menn, birgja og aðra samstarfsaðila. Þar sem Víkverji ber bílasöluna Brimborg saman við Blóðbankann þá er ekki úr vegi að nefna það að Blóðbíllinn kemur reglulega við hjá Brimborg og eru starfsmenn fyr- irtækisins stór blóðbirgir hjá bank- anum. Hafa jafnvel einstakir starfs- menn gefið allt að 25 lítrum í gegnum árin. Svar við grein Víkverja Eftir Egil Jóhannsson Höfundur er framkvæmdastjóri Brimborgar ehf. ÞESSA dagana er hagnaður bankanna til umræðu í fjölmiðlum. Fram eru reiddar samanburðartölur þar sem annars vegar er sýndur hagnaður eftir skatta á fyrri hluta árs 2002 og hins vegar samsvar- andi tölur fyrstu 6 mán. 2003. Búnaðarbankinn/ Kaupþing skilaði nú 3.065 milljónum, samanborið við rúmar 1.900 milljónir á fyrri hluta síðastliðins árs. Landsbankinn skilar nú um 1.400 milljónum og Ís- landsbanki um 2.400 millj. króna. Sóloni Sigurðssyni bankastjóra þykir þetta síst of mikið, þ.e. eigið fé bankans sé um 35 milljarðar króna. Þetta þýði því „einungis“ 19% arð af eigin fé. Eðlilegt er talið, að hans sögn, að arðsemi eigin fjár í bankastarfsemi sé um það bil 20% á ári! Með sama áframhaldi munu þessir þrír höfuðbankar raka til sín um það bil 14 milljarða hagnaði á þessu ári.Við getum rétt ímyndað okkur hvort miklar líkur séu á að sá gífurlegi vaxtamunur sem viðgengst á Íslandi fari lækkandi meðan höfuðbankar landsins snúa bökum saman í vaxtaokri og enginn er til að veita þeim aðhald. Þvert á móti hælast ráðandi öfl yfir því hversu mikið fékkst fyrir Landsbankann og Bún- aðarbankann. Þetta hafa þeir leyft sér að gera þrátt fyrir að allir sem kynnt hafa sér málin sjái að bankarnir voru seldir frá þjóðinni á gjafa- kjörum. Nú er í ofanálag að koma í ljós að nýir eigendur beita yfirráð- um sínum yfir bönkunum til að afskrifa lán hjá fyrirtækjum, sem eru undir þeirra handarjaðri. Þar með munu bankarnir lækka enn í verði! Ríkisstjórnin samdi nefnilega þannig fyrir hönd skattborgaranna, fyrr- um eigenda bankanna, að kæmi í ljós að viðskiptavinir þeirra gætu ekki staðið í skilum myndi verðið lækka. Ekki nóg með þetta. Frá því var gengið að ef verðið lækkaði hjá Landsbankanum myndi hið sama gegna um Búnaðarbankann! Hinir nýju eigendur þjóðbankanna gömlu munu á met tíma endurheimta það sem þeir lögðu fram til fjárfesting- arinnar og virðast vera mjög samstiga, líkt og olíufélögin og trygging- arfélögin í að halda þessum „eðlilegu“ aðstæðum; jöfnum skiptum upp úr skattpyngjum almennings og „eðlilegum“ lágmarks vöxtum og vaxtamun, sem þeir telja að sjálfsögðu fráleitt ástæðu til að „keppa“ um lækkun á. Hvaða ástæða er til slíks í því góðæri sem þeir búa við? Góðæri Eftir Ögmund Jónasson Höfundur er er alþingismaður og formaður BSRB. HINGAÐ til hafa samgöngur milli Vopnafjarðar, Bakkafjarðar og Raufarhafnar verið í miklum ólestri. Fyrir löngu hefðu kjörnir þingmenn Austfirðinga átt að leggja fram tillögur sem þurfa að byggj- ast á nýjum og breyttum áherslum. Sem eðlilegt er þykir íbúum á norðausturhorninu óþolandi að kjörnir þingmenn sem fulltrúar landsbyggðarinnar gagnvart mið- stjórnarvaldinu í Reykjavík skuli ekki ganga á undan með góðu for- dæmi. Viðurkennt er í lang- tímaáætlun í vegagerð fyrir tímabilið 1999–2010 að til sé fé til uppbygg- ingar vega þar sem samgöngur eru erfiðar yfir vetrarmánuðina. Sums staðar verður vegasamband um erf- iða fjallvegi alltaf takmörkunum háð. Sneiðingar í bröttum hlíðum í mikilli hæð yfir sjávarmáli verða oft illir við- ureignar en geta verið viðráðanlegir í lítilli hæð. Ekki er sjálfgefið að upp- byggðir vegir verji sig fyrir blindbyl og miklum snjóþyngslum eins og landslagi er háttað. Tekið skal fram að flestar ferðir fólks eru til að sækja þjónustu og tómstundir en innan við fimmti hluti er vegna vinnu. Ef meirihluti ferða væri vegna vinnu- sóknar þegar menn þurfa alltaf að komast á réttum tíma er hætt við að mun meiri truflanir yrðu á ferðum yfir fjallvegina. Vegagerðin hefur á undanförnum árum kannað mögu- leika á að byggja göng úr stáli, þ.e. yfirbyggingar á hefðbundna vegi. Tilgangurinn er að sjá hvort tækni- legar lausnir kunni að vera fyrir hendi og hver kostnaðurinn yrði. Oft hagar þannig til að snjósöfnun við fjallvegi er afmörkuð við ákveðna staði. Ef unnt er að hindra hana eyk- ur það þann tíma sem vegurinn er opinn og sparar vetrarþjónustu. Hér er talað um yfirbyggingar til að verj- ast skafrenningi og snjósöfnun. Slík mannvirki hafa verið reist á snjó- flóðasvæðum í Noregi, þar hefur ver- ið fyllt yfir rörin með jarðvegi og þau felld inn í landslagið. Í stað jarð- ganga sem ekki koma til álita fyrr en eftir 20–30 ár eiga kjörnir þingmenn að berjast fyrir því að Vegagerðin kanni möguleika á því hvort heils- árssamgöngur á báðum heiðunum milli Vopnafjarðar, Þórshafnar og Raufarhafnar og á Öxarfjarðarheiði séu best tryggðar með því að grafa djúpa skurði sem yrðu með steypt- um vegskálum og síðan fyllt yfir þá með jarðvegi um leið og þeir yrðu felldir inn í landslagið. Fyrr skal verslunin á Bakkafirði aldrei verða lögð niður. Sala ríkiseigna sem tekist hefur að selja segir ekkert að þetta sé allt of dýrt ef hægt er að réttlæta 10 milljarða króna fjáraustur í Héð- insfjarðargöng undir því yfirskini að vonlaust sé að fjármagna jarðgöng á Mið-Austurlandi. Með vel upp- byggðum vegum á Sandvíkur- og Brekknaheiðum og Öxarfjarðar- heiði, sem aldrei verða öruggir fyrir miklum blindbyl og snjóþyngslum, er dýrara að viðhalda óbreyttu ástandi. Einbreiðar brýr á norðaust- urhorninu hafa kostað allt of mörg mannslíf. Svona mannskaðar hafa hingað til tekið allt of stóran toll sem enginn hefur efni á. Kjósendur á þessu svæði eiga það inni að kjörnir þingmenn ásamt hreppsnefndum Raufarhafnar, Þórshafnar, Bakka- fjarðar og Vopnafjarðar fylgi þess- um málum eftir hið snarasta. Fyrir löngu hefði átt að vera búið að taka á þessu. Það er fjandi hart að vegur sem átti að leggja inn Hofsárdal í Vopnafirði skuli hafa kostað mikil ill- indi við veiðimannafélögin og Nátt- úruverndarsamtökin sem oft hafa hótað málaferlum gegn svona fram- kvæmdum. Fyrrverandi þingmenn Norðurlands eystra og vestra, sem buðu Austfirðingum heilsársvegi í sárabætur á snjóþungum þrösk- uldum í stað jarðganga, geta spurt sig að því hvort þeir hafi gefið Sigl- firðingum og Ólafsfirðingum loforð á fölskum forsendum eftir að sam- gönguráðherra þótti leitt að tilkynna frestun Héðinsfjarðarganga. Þessi loforð sem heimamenn í litlu sjáv- arplássunum við utanverðan Eyja- fjörð fengu fyrir kosningarnar 1999 geta orðið stuðningsmönnum Héð- insfjarðarganga dýrkeypt. Enn eru efasemdir um að Héðinsfjarðargöng verði örugg fyrir snjóþyngslum og snjóflóðum sem enginn gæti séð tím- anlega fyrir. Loforð gefin á fölskum forsendum Eftir Guðmund Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. UM þessar mundir eru skólarnir að taka til starfa eftir sumarleyfi nemenda og starfsmanna. Þús- undir nemenda um allt land setjast nú að skólaborðinu misjafnlega spennt eins og gerist og gengur. Tilefni þessa greinarstúfs er að velta aðeins upp þeirri spurningu hvað er gott skólastarf eða hvort dæma á skólann aðeins út frá þeim einkunnum, sem nást á samræmd- um prófum. Skólar með lélega meðaleinkunn fá harða dóma og heilu sveit- arfélögin fá á sig stimpil. Sveit- arstjórnir gera samþykktir og vilja rannsókn og skýringar o.s.frv. Oft á tíðum finnst mér þessi umræða verulega ósanngjörn og segja oft ansi lítið um það hvernig skóla- starfið sé. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að meðaleinkunn skóla er lág. Sem betur fer erum við ekki öll eins af Guði gerð og alls ekki víst að hæfileikar allra séu til stað- ar að geta náð góðum árangri á bóklega sviðinu hversu gott sem skólastarfið er. Oft á tíðum er það blásið upp í fjölmiðlum hversu lág meðal- einkunn hafi verið í einhverjum grunnskóla en lítið fer af fréttum um ýmsa jákvæða starfsemi sem fram fer í sama skóla. Skýrasta dæmið um þetta er úr mínum gamla skóla, sem ég kenndi í um nokkurt skeið, Barnaskóla Vest- mannaeyja. Hamrað var á því í fjölmiðlum hversu lág meðal- einkunn var en lítið hef ég séð um jákvæða starfið, sem ég veit að er unnið þar og hefur vakið athygli m.a. erlendis. Staðreyndin er sú að það geta ekki allir unnið störf sem krefjast námsárangurs á bókina. Þjóðfélag- ið þarfnast starfskrafta á mörgum sviðum. Nauðsynlegt er að skapa það umhverfi að við berum virð- ingu fyrir öllum störfum. Það er einn af meginþáttum skólastarfs að leggja áherslu á þann þátt við nemendur. Það er hlutverk skóla að skapa jákvætt viðhorf nemenda til lífsins og samfélagsins og að virðing sé borin fyrir öðrum og skoðunum þeirra. Líði nemendum vel í skólanum og fari út í lífið eft- ir sína skólagöngu sem góðir og nýtir þjóðfélagsþegnar þá hefur skólastarfið tekist vel, hvað sem líður útkomu á samræmdum próf- um. Í grunnskólalögum stendur að hver og einn nemandi eigi að fá nám við sitt hæfi. Það hlýtur að vera grundvallaratriðið að skól- arnir uppfylli það skilyrði. Við megum ekki falla í þá gildru að mæla skólastarfið eingöngu út frá meðaleinkunnum samræmdra prófa. Sveitarfélögin hafa mikinn metn- að til að búa vel að öllu skólastarfi. Það er ástæða til að hvetja fjöl- miðla til að kynna sér vel og birta um það fréttir hvað gott starf er unnið víða í skólum landsins. Segja einkunnir allt? Eftir Sigurð Jónsson Höfundur er sveitarstjóri í Garði. LOKSINS kom að því! Stjórn- völd tóku skarið af og hófu aftur alvöru rannsóknarveiðar á hval. Framgöngu sjáv- arútvegsráðherra og forstjóra Haf- rannsóknarstofn- unar í málinu tel ég vera ábyrga og til mikillar fyrir- myndar. Nú fáum við væntanlega nýjar upplýsingar um það hvort breyt- ingar hafi orðið á vaxtarhraða þeirra dýra sem veidd verða, sam- anborið við þegar síðast var veitt. Hafi vaxtarhraði lækkað eftir aldri er það vísbending um að fæðu- framboð fari minnkandi fyrir þessi dýr. Ýmsar vísbendingar eru að koma fram um að eftirspurn eftir fæðu í hafinu kring um landið sé orðin háskalega mikið meiri en framboð sbr. ástand ýmissa sjó- fugla nú. Þetta kann að reynast varasamt hvað varðar afrakstur mikilvægra nytjastofna okkar. Ef hvalir taka í dag t.d. 300% meira af lífmassa fæðu en þeir gerðu fyrir 40 árum þá er tæplega forsenda fyrir eins stóra stofna nytjafiska og talið hefur verið. Þess vegna tel ég minni áhættu í dag að veiða 20-40% meira úr flestum stofnum bolfisks en gert hefur verið. Ástæðan er einföld. Hætta á fæðuskorti hjá umrædd- um nytjastofnum kann að vera meiri áhætta en aukin veiði, sem minnkar heildareftirspurn í fæðu. Fyrir þessu sjónarmiði má færa margvíslegar haldbærar röksemd- ir. En í tilefni þessara rannsókn- arveiða vil ég koma á framfæri árnaðaróskum til sjávarútvegs- ráðherra og forstjóra Hafrann- sóknarstofnunar vegna þess hve vel þeir hafa skipulagt þessi mik- ilvægu tímamót. Ég hvet þá til að halda árfam á næsta ári með rannsóknarveiðum á fleiri tegundum. Frábært! Eftir Kristin Pétursson Höfundur rekur fiskverkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.