Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Mágkona mín og föðursystir okkar, LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Árskógum 2, sem lést mánudaginn 18. ágúst, verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Valdís Brandsdóttir og bræðrabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR ÁSTRÁÐSDÓTTIR Dista, Vesturgötu 7, Reykjavík, sem andaðist laugardaginn 16. ágúst, verður jarðsungin frá Kristskirkju, Landakoti, þriðju- daginn 26. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög. Ástráður S. Guðmundsson, Erlín Óskarsdóttir, Reynir K. Guðmundsson, Gunnar F. Guðmundsson, Guðmundur Garðar Guðmundsson, Sigríður Valgeirsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÞÓR SIGURÐSSON, Grettisgötu 46, er lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 18. ágúst verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 27. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barna- spítala Hringsins. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Friðriksdóttir, Guðmundur Örn Sigurþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Jóhanna Guð-mundsdóttir fæddist á Hellis- sandi 23. maí 1930. Hún lést á Landspít- alanum sunnudag- inn 17. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Hjartardóttir frá Hellnum á Snæfells- nesi, f. 21. nóv. 1902, d. 22. nóv. 1989, og Guðmund- ur J. Sæmundsson frá Gufuskálum, f. 6. júní 1895, d. 28.3. 1949, skipstjóri á Hellissandi. Jóhanna var þriðja í röð fimm systkina en þau eru: Sigríður, f. dal, börn þeirra eru: Jóhanna Rós, f. 26.5. 1978, og Róbert Már, f. 7.7. 1982, þau skildu, seinni maður Guðbjargar er Jósavin Hlífar Helgason, f. 17.12. 1945. 3) Birna, f. 6.11. 1960, var gift Magnúsi Gíslasyni, f. 25.3. 1957, börn þeirra eru: Helga Clara, f. 4.12. 1985, Sandra Karen, f. 16.2. 1990, og Alexander Róbert, f. 9.11. 1996, þau skildu. 4) Birgir, f. 14.1. 1963. Jóhanna ólst upp á Hellissandi en flutti til Reykjavíkur 16 ára gömul og bjó þar síðan alla tíð. Hún stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Löngumýri, og var hús- móðir í Reykjavík í mörg ár, auk þess vann hún við ýmis þjónustu- störf og hjá Leikskólum Reykja- víkur til margra ára, lengst af við gæsluleikvöllinn við Safamýri. Útför Jóhönnu fer fram frá Bú- staðakirkju mánudaginn 25. ágúst og hefst athöfnin klukkan 13.30. 30.8. 1923, d. 8.11. 1987, Þorbjörn, f. 27.4. 1925, d. 30.9. 1981, Sæmundur El- ínbergur, f. 21.7. 1934, og Guðrún Kol- brún, f. 24.10. 1942. Jóhanna giftist Ró- bert Sigmundssyni, f. 25.5. 1925, þau skildu. Börn þeirra eru 1) Ellert, f. 12.3. 1954, giftur Bryndísi Theódórsdóttur, f. 4.12. 1957, börn þeirra eru: Aníta, f. 15.8. 1974, Inga Dóra, f. 17.3. 1979, og Eva Rut, f. 15.6. 1987. 2) Guðbjörg Rannveig, f. 3.4. 1955, var gift Kristni V. Blön- Ver þú sæll í heimi hljóma, himneska áttu leyndardóma, fólgna í sál og fingrum þér, oft svalað hafa sálu minni, samhljómar frá hendi þinni. Guð launi allt er gafstu mér. (Geirrún Ívarsdóttir.) Þín tengdadóttir, Bryndís. Heimsins besta amma, okkur langar að þakka þér fyrir allt. Það var dýrmætt veganesti að fá að eiga samfylgd með þér og ótal góðar minningar eigum við í hjörtum okkar frá undanförnum árum, elsku amma. Þú hafðir unun af að gleðja aðra á allan hátt og gerðir það í ríkum mæli, þér var það svo eðlislægt en gerðir sjálf svo ósköp litlar kröfur til lífsins, ósjaldan fengum við kveðjur frá vin- um okkar sem sögðu: „Við hittum ömmu þína úti í búð og hún gaf okk- ur ís.“ En á lífsleiðinni eignaðist þú marga góða vini af yngri kynslóðinni sem oft voru börn úr hverfinu eða gamlir „rólóvinir“. Við hugsum með hlýhug til þeirra minninga þegar þú komst og heim- sóttir okkur til Danmerkur, í þau 6 ár sem við bjuggum þar, þá var oft glatt á hjalla og þú varst ófeimin við að tala íslensku við Danina og ef þeir skyldu þig ekki áttir þú til að nota látbragð við að tjá þig og þegar þess- ar gömlu slóðir hafa verið heimsótt- ar spyrja allir um fréttir af „mor- mor“. Ávallt var mikil gleði í kringum þig og ein þín mesta skemmtun var að dansa og við minn- umst þess hvernig leikfimisæfingar á stofugólfinu í Valhals Kvarter end- uðu oft með dansi. Gestrisni þín var með eindæmum, jafnvel var tekið á móti öllum hvort sem um var að ræða okkur barna- börnin, vini á öllum aldri, blaðburð- arfólk sem kom að rukka, trúboða, iðnaðarmenn, eða jafnvel menn að grafa skurð úti í götu, allir lentu í veislu hjá Jóhönnu ömmu. Við sáum þig einu sinni leggja þig í lífshættu við að rétta málurum í stigum á 3. hæð í Hvassaleitinu kók og kleinur út af svalahandriðinu. Umhyggja þín fyrir okkur barna- börnunum var mikil, mörg góð ráð komu frá ömmu sem við munum minnast um ókomin ár, sem dæmi sagðir þú oft að skófatnaður væri grunnurinn að vellíðan og allir fyrstu skórnir okkar af vönduðustu gerð komu frá þér. Þið ömmurnar Helga amma og Jó- hanna amma lögðuð oft á ráðin sam- an um velferð okkar og samglöddust yfir stóru stundunum í lífi okkar þeg- ar við bjuggum í Danmörku og þið á Íslandi. Þið voruð jafngamlar og við kveðjum ykkur nú með 2 mánaða millibili en við trúum því að þið vakið nú saman yfir velferð okkar, Alex- ander Róbert er viss um að þið sitjið nú saman sem tveir englar á sama skýi og fylgist með öllu sem við tök- um okkur fyrir hendur. Þú talaðir stundum um guð við okkur, og í ófá skipti fórum við í kirkju saman og perlubækurnar um sögu Jesú eigum við margar frá þér. Í veikindum þínum talaðir þú gjarnan um að þú værir ávallt að hressast og við lifðum í þeirri von, í sumar eigum við þó ljúfa minningu frá síðustu ferð okkar saman, sem var í Laugardalsgarðinn og yndis- lega ferð til Gunnu systur þinnar og fjölskyldu til Keflavíkur í maí, þá leið þér svo vel að þú söngst fyrir okkur í bílnum alla leiðina heim. Draumur- inn var að komast á Hrafnistu og þegar við fórum með þig í heimsókn þangað fyrir rúmu ári, spurðir þú alla sem þú mættir hvort það væri ekki laust herbergi, nú trúum við því að þú hafir fengið þitt draumaher- bergi á himnum, laus við alla verki. Okkur langar að kveðja þig með uppáhaldsbæninni þinni sem þú baðst oft með okkur. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Með ástar- og saknaðarkveðjum, elsku amma. Helena Clara, Sandra Karen og Alexander Róbert. Elsku amman mín. Þín verður sárt saknað úr mínum heimi, en þú munt ávallt vera með mér í hjarta mínu og það mun hjálpa mér að stíga skrefin hér á jörðu niðri. Þæt sitja fast í minningu minni þær dásamlegu stundir sem ég fékk að deila með þér á róluvellinum og ávallt beið ég spennt til loka dagsins þegar kom að launagreiðslu fyrir hjálpina og þú sagðir mér hlaupa út í búð eftir vanilluís með hrískúlum sem þú vissir að myndi gleðja hjarta mitt meir en hvað annað! Þín endalausa gjafmildi er engu öðrum lík. Nú ert þú komin í endurnær- inguna miklu. Ég þarf ekki nema að horfa á þessa líka blómstrandi fal- legu náttúru sem nú er í sínum skín- andi skrúða og þá skýrist þetta allt. Innan fárra vikna fara laufin að falla til jarðar og ferskir sprotar munu skjótast út í ljósi vorsins. Þessi hringrás heimsins á sér stað í sköpun alls lífs. Er ansi hrædd um að við myndum ekki standast álagið hér jörðinni ef við fengjum ekki að hvílast með Guði svona þess á milli og ná okkur í ferska orku til að takast á við ólokin verkefni á þessari plánetu. Með þér að eilífu. Inga Dóra. Elsku besta Hanna amma. Ég er strax farin að sakna þín, en mér finnst gott að nú líður þér vel. Það getur verið gott að fá hvíldina eftir svona erfið veikindi. Þú dekraðir við mig þegar ég kom í heimsókn, þú hafðir alltaf svo mikið fyrir mér og öllum sem komu til þín. Þú verður alltaf með mér í hjarta mínu. Ástar- og saknaðarkveðja. Eva Rut. Minningarnar um ömmu hrannast upp í huga okkar. Þó svo við höfum aðeins verið tæplega 3ja og 7 ára þegar við fluttum til Þýskalands, rofnuðu aldrei náin tengsl við ömmu. Hún var dugleg að heimsækja okkur þangað bæði um jól og yfir sumar- tímann því hún elskaði að vera í sól og hita. Þá kom hún fullhlaðin af alls kyns dóti sem hún vissi að ekki væri til í Þýskalandi og væri ómissandi fyrir okkur, m.a. Cheerios og Cocoa puffs, sem hún vissi að við söknuðum mikið. Amma vildi alltaf vera fín og flott og átti mikið af fallegum, vönduðum fötum, því var fastur liður í komu hennar til Hamborgar að skreppa í búðir og fór ég, Jóhanna Rós, þá gjarnan með henni til halds og trausts og til þess að túlka fyrir hana. Vorum við orðnar þekktar í uppáhaldsbúð ömmu og höfðu af- greiðslustúlkurnar á orði við mig að ég ætti að passa ömmu mína vel og að týna henni ekki í öllu mannhafinu í ókunnu landi, þetta fannst mér nokkuð skondið, að ég ætti að passa ömmu en hún ekki mig, þar sem ég var ekki há í loftinu þá. Þessar búð- arferðir okkar enduðu oftast með því að fá sér stóran, ítalskan ís á uppá- halds ís-kaffihúsi beggja. Amma passaði líka alltaf upp á að ég, Róbert Már, ætti Vals-galla þar sem Valur var uppáhaldslið fjöl- skyldunnar og ekki kom annað til greina en að ég yrði Valsari líka þó svo að ég spilaði fótbolta með þýsku liði úti. Amma var alla tíð dugleg að ganga og fylgdi hún okkur alla daga í skól- ann og kom á móti okkur að honum loknum þó svo um langan veg væri að fara og var þá stundum komið við á útimarkaðnum í leiðinni sem henni þótti skemmtileg tilbreyting að sjá. Við vorum líka dugleg að heim- sækja ömmu til Íslands, komum á hverju ári og gistum þá alltaf hjá henni. Þar var tekið fagnandi á móti okkur og stjanað við okkur alla daga. Amma var mikil húsmóðir og ein- staklega gestrisin, eldaði frábæran mat og bakaði mikið um árin, enda var alltaf mikill gestagangur hjá henni alla tíð og heimili hennar stóð ætíð opið fyrir alla og var vinsæll við- komustaður margra. Stundum komum við ein að utan í heimsókn og fórum þá gjarnan með henni á róluvöllinn þar sem hún vann og munum við sérstaklega eftir því hvað við vorum stolt af því að hún væri „alvöru“-amman okkar þegar við heyrðum hina krakkana á róló líka kalla hana ömmu. Amma var alltaf hress og kát, glaðleg og í góðu skapi sem hún smitaði út frá sér til annarra. Hún sýndi okkur alla tíð mikla umhyggju og ræktarsemi. Þegar við fluttum aftur til Íslands eftir rúmlega 10 ára dvöl erlendis, hafði hún miklar áhyggjur af því að kuldinn færi illa í okkur og að við værum nú vel klædd og hringdi hún oft í okkur til þess að láta okkur vita að nú væri sérstak- lega kalt úti og betra fyrir okkur að muna eftir að vera með vettlinga og trefil þegar við færum í skólann. Að leiðarlokum viljum við þakka þér elsku hjartans amma fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur gegn- um árin og verið okkur sú fyrirmynd sem þú varst. Hvíl í friði, elsku amma, við mun- um sakna þín sárt. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Jóhanna Rós og Róbert Már. JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT LILJA EGGERTSDÓTTIR, Seljahlíð, áður Drápuhlíð 13, sem andaðist fimmtudaginn 14. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Sveinn Sveinsson, Ragnheiður Valtýsdóttir, Sigurlaug Sveinsdóttir, Sigurður Vilhelmsson, Gunnhildur Sveinsdóttir, Steini Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.