Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir hundrað árum og þar um kring bjuggu sæmdarhjón á Jófríðar- stöðum, býli á mörkum Reykjavíkur og Sel- tjarnarness. Þau hétu Jóhannes Kristjánsson og Málfríður Ólafsdóttir og áttu allmargt barna. Yngstur í þeim systkinahópi var góð- ur vinur minn, Björgvin, sem nú var að falla frá á nítugasta aldursári, fæddur 1. marz 1914 Okkur var báðum hestamennska í blóð borin, og því kynntumst við. Björgvin hafði þá leiguhald á hálfri stórjörðinni Nesi við Se1tjörn, hélt þar hesta og heyjaði handa þeim. Var BJÖRGVIN GUÐMUNDUR JÓHANNESSON ✝ Björgvin Guð-mundur Jóhann- esson fæddist í Reykjavík 1. mars 1914. Hann lést á Landakoti 25. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey 14. ágúst síðastliðinn. hann aflögufær um hesthús, og því gat ég komizt þar að með hross mín tvö og síðar þrjú. Þarna voru líka á húsi hross, sem synir hans áttu, svo og Har- aldur bróðir hans, en hann var í tölu hinna þekktari lögreglu- manna í borginni. Sumarhaga fengum við vestan til í Esjuhlíð- um og riðum þarna á milli vor og haust. Einn- ig riðum við þrisvar úr sumarhögunum austur á Þingvöll og gistum þar í rúmgóðum skála, sem stóð í Skógarhólum og stendur kannski enn. Voru þeir feðg- ar hinir skemmtilegustu ferðafélagar, allir glaðsinna og Björgvin til viðbótar söngmaður góður. Hann var um ára- tugi einn af söngbræðrum Karlakórs Reykjavíkur. Fóru þeir félagar í lang- ferðir út um lönd, bæði til Suðurlanda og Vesturheims. Ævistarf sitt vann Björgvin hjá einu og sama fyrirtækinu, H. Ólafs- son & Bernhöft. Þangað réðst hann 15 ára gamall unglingur, er heild- verzlunin var nýstofnuð. Hann gerð- ist þar áður en langt leið verkstjóri á vörulager og hafði því umsjón með öllum vörutegundum, sem þetta vin- sæla fyrirtæki flutti til landsins. Naut hann óskoraðs trausts húsbænda sinna og viðskiptamanna. Eg var mál- kunnugur Guido Bernhöft stórkaup- manni og heyrði hann bera óskorað lof á Björgvin, enda bundust þeir vin- áttuböndum. Þarna starfaði Björgvin samfellt í rúma sex áratugi, allt þar til fyrirtækið lagðist af við fráfall Bern- höfts. Óneitanlega er þetta sérstök saga. Björgvin var kvæntur Kristínu Hjartardóttur, mikilli myndarkonu og góðri húsmóður, ættaðri vestan úr Dölum. Börn þeirra eru fjögur, Nína, Haraldur, Ólafur og Logi, öll hið ágætasta fólk. Eg votta allri fjölskyld- unni innilega samúð mína um leið og eg óska látnum vini velfarnaðar á ei- lífðarleiðum. Baldur Pálmason. Gullý var einn af fyrstu starfsmönnum leikskólans Lautar í GUNNLAUG MAÍDÍS REYNIS ✝ Gunnlaug MaídísReynis fæddist á Húsavík 24. júlí 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 15. ágúst síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Grindavíkurkirkju 21. ágúst. Grindavík. Við sem unnum með henni minnumst stundvísi, röggsemi og snyrti- mennsku hennar. Fyrrverandi og nú- verandi starfsmenn minnast hennar með þakklæti og hlýhug. Óla, börnum og fjöl- skyldum þeirra send- um við samúðarkveðj- ur. Starfsmenn leik- skólans Lautar. Takið því hver annan að yð- ur, eins og Kristur tók yður að sér, Guði til dýrðar. (Rm. 15:7.) Haustið 1993 komu saman átta nemar til að hefja 30 ein- inga djáknanám við guðfræðideild Háskóla Íslands. Námið var nýtt og kannski ekki ljóst til hvers það mundi leiða hjá öllum. Kristín hafði lengi haft köllun til kristilegrar þjón- ustu eins og hún átti kyn til. Þessir átta einstaklingar náðu vel saman og KRISTÍN BÖGESKOV ✝ Kristín Bögeskovdjákni fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1935. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- ala í Fossvogi 15. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digranes- kirkju 21. ágúst. fimm þeirra vígðust síðan í febrúar 1995 og voru þar með fyrstu kandídatarnir sem vígðust sem djáknar. Kristín vígðist til Neskirkju og hennar aðalstarf var að skipu- leggja heimsóknar- þjónustu í sókninni. Sem dæmi um áhuga Kristínar fór hún í upp- hafi þjónustu sinnar til Danmerkur til að kynna sér heimsóknar- þjónustu þar. Hún skrifaði áhugaverða grein um Danmerkurferðina í „Víð- förla“, blað kirkjunnar. Kristín tók að sér starfsþjálfun djáknanema í heimsóknarþjónustu þar sem hún miðlaði fræðslu og heimsóknum. Kristín hafði mikinn áhuga á sam- starfi norrænna djákna og hugðist félagið nýta sér krafta hennar og bakgrunn í undirbúningi norræns djáknamóts hér á landi á næsta ári. Góð kunnátta hennar í dönsku og ís- lensku varð til þess að hún var fengin til að þýða efni um kærleiksþjónustu kirkjunnar fyrir fræðsludeild Bisk- upsstofu. Síðar vann Kristín hjá Hjálparstarfi kirkjunnar þar sem hún kynntist neyð samborgaranna. Reynslu sína í þessum störfum flutti Kristín með sér er hún hóf störf hjá Félagsþjónustu Kópavogs, þar sem hún starfaði til dauðadags. Kristín var ung í anda og hafði mikinn metnað fyrir hönd djákna- samfélagsins. Djáknafélag Íslands vill þakka Kristínu setu í stjórn og þátttöku á vettvangi kirkjunnar. Guð blessi minningu mætrar konu. Við sendum Birni og öðrum ástvinum Kristínar innilegar samúðarkveðjur. Drottinn minn og Guð minn, þú gefur lífið og þú einn getur tekið það aftur. Þú hylur það eitt andartak í leyndardómi dauðans til að lyfta því upp í ljósið bjarta, sem eilífu lífi til eilífrar gleði með þér. Félagar og vinir í Djáknafélagi Íslands. Sigursteinn Guð- mundsson, nágranni minn í sumarbústaða- hverfinu í Vaðnesi í Grímsnesi, lést 2. ágúst sl. eftir stutt og erfið veikindi. Ég kynntist Sigursteini þegar þau hjónin Oddný og hann byggðu sér sumarbústað í næsta nágrenni við okkur hjónin fyrir um 30 árum. Upp frá því tók- ust með okkur góð kynni. Betri ná- granna var vart hægt að fá. Sig- ursteinn var afskaplega glaðlyndur maður og var ætíð hrókur alls fagn- aðar á mannamótum. Hann var söngmaður góður og var alltaf fremstur í flokki á útihátíðum okkar Vaðnesmanna um verslunarmanna- helgar, þegar að söngnum kom. Það var gott að leita til Sigursteins ef eitthvað fór úrskeiðis og hann var alltaf boðinn og búinn að veita hjálparhönd. Mér er sérstaklega minnisstætt, þegar hann bauð mér að tengjast sinni kaldavatnslögn, en hann og Sigurður bróðir hans höfðu SIGURSTEINN GUÐMUNDSSON ✝ Sigursteinn Guð-mundsson fædd- ist á Núpi í Fljótshlíð 30. júní 1931. Hann andaðist á heimili sínu, Birkigrund 32 á Selfossi, 2. ágúst síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Sel- fosskirkju 11. ágúst. þá borað eftir köldu vatni í landareign sinni. Upp frá því veitti hann mér alltaf hjálp- arhönd vor og haust í sambandi við tenging- ar og aftengingar. Síð- ar meir lét ég bora eft- ir köldu vatni í mínu landi og veitti hann mér þá góða hjálp. Þau hjón voru afskaplega góð heim að sækja og gestrisin. Sigursteinn var virkur i félagsmálum okkar Vaðnesmanna, var m.a. formaður veganefndar um margra ára skeið svo og í skemmtinefnd. Sigursteinn var fæddur og uppal- inn í Fljótshlíðinni, þeirri fögru sveit, og unni hann sínum æskuslóð- um mjög og sagði oft skemmtilegar sögur þaðan og eins þegar hann keyrði mjólkurbíl hjá Mjólkurbúi Flóamanna um sveitina. Það verður tómlegra í Vaðnesinu nú þegar Sig- ursteinn er allur. Að ferðarlokum viljum við Gerður votta Oddnýju og dætrum þeirra hjóna svo og fjöl- skyldu allri innilega samúð um leið og við þökkum Sigursteini fyrir hjálpsemi hans og hlýju í okkar garð. Daníel Guðnason. MINNINGAR FLESTIR garðeigendur eru þeirrar skoðunar að plönturnar sem þeir velja í garða sína eigi ann- aðhvort að vera einærar, þ.e. sum- arblóm, eða að þær lifi endalaust, séu með öðrum orðum fjölærar. Fjölærar plöntur koma upp ár eft- ir ár og það þarf ekki að hafa fyrir því að gróðursetja nýjar á hverju ári. Tré og runnar eru auðvitað fjölærar plöntur en sú hefð hefur skapast fyrir því að nota hugtakið fjöl- ærar plöntur yfir jurtkenndar, fjölær- ar plöntur sem falla niður yfir veturinn og vaxa upp aftur að vori. Tvíærar plöntur eru þeirrar náttúru að þær lifa einungis í tvö ár eða tvö vaxt- artímabil. Fyrra sumarið spíra þær upp af fræi og mynda laufblöð. Þessi laufblöð geta í sumum tilfellum staðið yfir veturinn en oft falla þau niður. Þetta sumar nota plönturnar til að byggja upp myndarlegan forða í rótum sínum. Yfir veturinn þurfa þær svo á kuldatímabili að halda til þess að blómgun geti átt sér stað. Þurrkur hefur svipuð áhrif á plöntur og kuldi og því getur verið nóg fyrir plönturnar að lenda í hressilegum þurrki, þá geta þær átt það til að blómstra. Seinna sumarið á svo blómgunin sér stað. Blómgun tvíærra plantna getur verið stór- glæsileg enda hafa þær verið dug- legar við að safna sér forða árið áð- ur. Plönturnar eru frekar lágvaxnar á fyrra ári enda enginn blómstöngull á þeim og ekki gott að eyða dýrmætri orku í óþarfa. Árið sem þær blómstra koma svo oft upp háir og tignarlegir blóm- stilkar sem bera uppi mikið blóm- skrúð. Eftir að blómguninni lýkur deyja plönturnar enda hafa þær uppfyllt hlutverk sitt í þessu lífi, að skilja eftir sig afkomendur sem tryggja áframhaldandi líf tegund- arinnar. Fáar tvíærar plöntutegundir eiga sér eins merkilega fortíð og fingurbjargarblómið, Digitalis purpurea. Fingurbjargarblóm hef- ur verið ræktað um aldaraðir vegna lækningaeiginleika sinna. Það hefur verið notað sem lyf við geðveiki og segir sagan (höfum þá í huga að góð saga ætti aldrei að gjalda sannleikans) að van Gogh hafi drukkið seyði af fingurbjarg- arblómi en eins og alþjóð veit var þessi mikli listamaður illa geðveik- ur. Ein af aukaverkunum fingur- bjargarblóms er sú að sá sem not- ar það sér gula áru í kringum alla hluti í kringum sig. Á þar að vera komin skýringin á því hversu hrif- inn van Gogh var af gula litnum … Fingurbjargarblóm hefur einnig verið notað til hjartalækninga. Það er þó rétt að benda á að eins og með allar góðar lækningajurtir þá borgar sig ekki að reyna lækninga- máttinn á sjálfum sér án leiðbein- inga fagmanns, oft getur ríflegur skammtur af lækningajurtinni verið hreinlega banvænn. Fingur- bjargarblómið er mjög glæsilegt, blómstönglarnir geta verið yfir 1,5 m háir. Blómin eru lútandi klukk- ur, freknóttar innan í og í bleikum litum. Fingurbjargarblómið hefur getað viðhaldið sér með sáningu í skjólgóðum görðum hérlendis en í flestum tilfellum þarf að gróður- setja nýjar plöntur árlega. Önnur bráðhugguleg tvíær teg- und er sumarklukkan, Campanula medium. Sumarklukkan er ýmist bleik, blá eða hvít og blómstrar hún stórum, belgvíð- um blúndulegum klukkum sem minna mig alltaf svolítið á gamaldags undirbux- ur kvenna, þessar hnjásíðu með víðu skálmunum sem voru teknar saman með teygju neðst og eru ákaflega sjaldgæf sjón nú á tímum g-strengja. Sumar- klukkan er mjög áberandi í blóma því klukkurnar raða sér eftir endilöngum blómstilkunum sem eru yfirleitt um það bil 60–80 cm á hæð. Ólympíukyndill, Verbascum olympicum, er stór- glæsilegur fulltrúi tvíærra plantna. Hann er sérlega voldugur í blóma, verður allt að 2 m hár. Blómstilkurinn er þykkur og mikill og greinist mikið ofan til. Hann verður þakinn skærgulum blómum þegar líður á sumarið. Margir rugla ólympíukyndlinum saman við náfrænda hans, kóngakyndil eða kóngaljós en sú tegund er fjöl- ær og með ívið loðnari blöð en ólympíukyndillinn. Kyndlanafnið er réttnefni á þessa tegund því það hreinlega lýsir af honum í rökkri íslensks sumarkvölds. Margar aðrar algengar tegundir í íslenskum görðum eru í raun tvíærar, þótt þær séu einungis ræktaðar sem einærar. Þar má nefna skrautkál, sem myndar fal- legan og þéttan haus úr laufblöð- um fyrra sumarið og blómstrar svo skærgulum blómum á háum stilk seinna sumarið. Reyndar sjáum við stundum blómgun hjá skraut- kálinu strax á fyrra ári en þær plöntur hafa þá annaðhvort þornað ótæpilega eða lent í kuldahreti og hafa því ruglast í ríminu. Að sama skapi eru rófur, gulrætur og stein- selja tvíærar plöntur. Stjúpur, þessi algengu sumarblóm, eru í raun tvíærar en í dag eru í ræktun yrki af stjúpum sem hafa verið kynbætt þannig að þau geta blómstrað strax á fyrra ári án þess að þurfa til þess sérstakt kulda- tímabil. Það er jafnauðvelt að gera ráð fyrir tvíærum plöntum í garðinum hjá sér eins og sumarblómum. Flestar gróðrarstöðvar bjóða upp á heilmikið úrval af tvíærum plöntum og kosturinn við að kaupa þær í gróðrarstöðvum er sá að þar eru þær yfirleitt seldar á öðru ári þannig að ekki þarf að bíða eftir blómum í heilt ár. Vissulega þarf aðeins að annast þær meira en sumarblóm, flestar þessara teg- unda þurfa uppbindingu vegna þess hversu hávaxnar þær eru en blómskrúðið er svo sannarlega þess virði. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. Blóm sumarklukku. Blóm fingurbjargarblóms. TVÍÆRAR PLÖNTUR VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 499. þáttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.