Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10. B i. 16. Sýnd kl. 5.50. ísl tal.Kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. NÓI ALBINÓI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. KVIKMYNDIR.IS  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL Sýnd. kl. 6. YFIR 35.000 GESTIR! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“ stórkostleg”!  KVIKMYNDIR.COM  Skonrokk FM 90.9 Sýnd kl. 6.40, 9 og 11.15. B.i. 12 ára. Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! HULK B A S I C Ástríkur & Kleópatra BRUCE ALMIGHTY KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50, 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12. 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8 OG 10.20. NÚ ERU liðin rétt um tíu ár síð- an Björk gaf út sína fyrstu einherjaskífu, Debut. Alla tíð síðan hefur hún verið iðin við tónleika- hald. Sú hlið hennar er hér tekin saman á snyrtilegan hátt; fjórir tónleikadiskar fyrir hverja þá hljóðversplötu sem hún hefur gefið út og aukreitis mynddiskur með fimm lögum. Tónleikaupptökur með Björk hafa þvælst manna á millum allan hennar starfstíma en hér er, loksins, því besta safnað saman í einn aðgengilegan og einkar aðlað- andi pakka. Úrvinnsla öll, skemmst frá að segja, er hrífandi. Þetta box, kassi, er ríkt af framúr- skarandi góðri tón- list. Veru- lega ríkt verð ég að segja. Því Björk hefur aldrei, fremur en á hljóðversplötum sínum, fetað troðnar slóðir er að tónleikahaldi kemur. Lögum er snúið á alla lund af sömu andagift og listamaðurinn nálgast hljóðvers- plöturnar. Það er ekki síst vegna þessa sem kassi þessi er mikilvæg viðbót í hljóðritaðar útgáfur Bjark- ar. Debut Fyrsta plata Bjarkar er einn sterkasti frumburður sem út hefur komið í popptónlist. Miðað við þann tíma sem hún var gerð á (er tæknó- tónlist í sem víðustum skilningi var að slíta barnsskóm) ætti hún var að vera barns síns tíma, jafnvel pínu hallærisleg. En þvert á móti hefur hún staðið tímans tönn algerlega og hljómar jafn ævintýralega fersk í dag og hún gerði á sínum tíma. Sí- gilt verk. Þetta stafar fyrst og fremst af þrennu: a) sterkum laga- smíðum, b) sjarmerandi nálægð flytjandans og c) næmu eyra hans fyrir hljóðum og hljómum sem eru í senn með rætur í þeim tíma sem verkin eru gerð á um leið og þau láta lögin hljóma sem framandi væru. Þetta þrennt, þessi gáfa ef svo má segja, skipar Björk í fremstu röð skapandi tónlistar- manna í dag. Fyrsti diskur kassans, Debut Live, inniheldur að mestu upptökur sem gerðar voru fyrir þáttinn MTV Unplugged árið 1994. Enginn listamaður, í stöðu Bjarkar á þeim tíma, hefði tekið þann pól í hæðina sem hún gerir, ef þeim hefði hlotnast svipað tæki- færi. Í stað þess að fara öruggu leiðina og reiða fram nýju plötuna sína á silfurfati snýr Björk glæsi- lega úr henni. Sterkt tákn, snemma á ferlinum, um að hér væri kominn listamaður sem færi eigin leiðir og engra annarra. Ég þykist líka gruna af hverju MTV hefur aldrei gefið þetta út. Þetta hefur einfaldlega þótt of súrt á sínum tíma. Ég þykist þó viss um að stöðin myndi ekki hika við að gefa þetta út núna. Það er unun að heyra lög eins og „Human Behaviour“, „Big Time Sensuality“ og „One Day“ spiluð á torkennileg hljóðfæri, alltént fyrir poppmúsík. Tabla, harpa, túba og ýmisleg ásláttarhljóðfæri m.a. mynda stórundarlegan en fullkom- lega heildstæðan hljómavef sem strípar lögin niður snoturlega. Söngur Bjarkar er frábær – eins og reyndar á öllum diskunum hér. Innlifunin er t.a.m. rosaleg í „Ven- us As Boy“ (tekið upp í þætti Jools Holland, Later) og lyftir þeirri smíð upp á annað plan. Blásturs- hljóðfæri umbreyta „Aeroplane“ í hálfgert jaðardjasslag og síðan er það auðvitað hið tilfinningaþrungna „Anchor Song“ eða „Akkerið mitt“; óður Bjarkar til heimalandsins. Þetta lag er … uu … einhvers kon- ar akkeri framan af ferli Bjarkar og er á öllum diskunum hér nema þeim síðasta. Það er einnig skrýtið og skemmtilegt að heyra að á þessum tíma gerir Björk nokkuð af því að skjóta inn íslenskum línum hér og hvar í ensku textana. Post Hér færum við okkur yfir í Shep- herds Bush-tónleikahöllina í Lond- on, svona að mestu. Þrátt fyrir að vera um margt ójöfn plata inniheld- ur Post mörg af sterkustu lögum Bjarkar; t.d. „Possibly Maybe“, „Isobel“, „Army Of Me“ og ekki síst „Hyperballad“. „Army Of Me“ er hreint ótrúlegt opnunarlag á plötu og hér er það í kraftmikilli og rokkaðri útgáfu. Hiklaust mesta rokklag sem Björk hefur gert enda var það tekið upp síðar af rokksveitunum Helmet og Carcass! Þetta sýnir vel fjölhæfn- ina sem Björk býr yfir. Hljómur hér er allur fremur harður og nokk frábrugðinn því sem á eftir að koma. Það er ein- hvers konar heillandi, vélræn ákefð í gangi. „Isobel“ er frábært og fetil- gítarinn í „Possibly Maybe“ gefur laginu flotta áferð (það lag er tekið úr Later Hollands). Sömuleiðis kemur „Hyperballad“ úr þeim þætti, stingandi fallegt lag. Einnig er hér smellurinn „It’s oh so Quiet“, mögulega einasta feil- spor sem Björk hefur stigið á ferl- inum til þessa. Homogenic Björk hefur sagt eitthvað á þá leið að Debut og Post séu plötur sem hún hafi viljað koma frá sér, þær innihaldi efni sem hafi norpað lengi vel hjá henni (sem útskýrir að einhverju leyti titlana). Þannig má segja að nýr kafli hefjist með Homogenic þar sem Björk stígur að mörgu leyti öruggari og ákveðnari skref en áður. Að vissu leyti er efnið nú heildstæðara og sterkur einkennishljómur er tekinn að stíga upp – lögin hér tilheyra hljóðheimi sem er algerlega Bjark- ar og um leið algerlega einstakur. Lögin eru tekin af hinum og þess- um tónleikum en frá og með Homo- genic gerði Björk það að vinnu- reglu að allir tónleikar skyldu settir á band. Hér fylgir henni strengja- oktettinn íslenski og Mark nokkur Bell, fyrrum meðlimur raftónlist- arbrautryðjendanna í LFO. Sam- sláttur popps og því sem mætti kalla „nútíma klassík“ (eins fárán- legt og það hugtak er) er snurðu- laus. Það er svo eitthvert ergelsi undir öllum þessum fallegu, við- kvæmnislegu lagasmíðum sem gef- ur efninu aukna dýpt (sjá t.d. „5 years“, sem er hreinlega að springa af reiði og „Pluto“ sem er einfald- lega „brjálað“ lag). Maður tekur svei mér þá ofan þegar hér er kom- ið sögu, þar sem hver snilldin rekur aðra. Rennsli efnisins er magnað og gæðin ótvíræð. Vespertine Fjórða og síðasta plata Bjarkar er hennar besta til þessa. Hún er erfiðust í hlustun en verðlaunar að sama skapi vel þegar „inn“ er kom- ið (þessi eiginleiki hennar olli því að undirritaður skrifaði harðan áfellisdóm er platan kom út!). Ef hljóðheimur Bjarkar var opnaður á Homogenic þá erum við nú komin lengst inn í hann, villt í skóginum jafnvel. En það er um leið hlýrra hér en á Homogenic. Lögin eiga það sammerkt að vera næsta inn- hverf, mjúk, þægileg, blíð, næm – einstök og einlæg. Og tónleikaupp- lifunin er ótrúleg. Grænlenskur kór, allra handa hörpuleikari, nær óþekktur rafdúett (Matmos) og heil sinfóníusveit. Og allt nær þetta saman á fumlausan hátt. Það er ástæðulaust að taka út einhver sér- stök dæmi hér en magn þeirra tón- leika sem hægt var að velja úr ger- ir að verkum að lög eins og „Aurora“, „Cocoon“, „Hidden Place“, „Pagan Poetry“ t.d. rista enn dýpra en áður ef eitthvað er. Snilld Bjarkar verður kristaltær á þessum síðasta diski safnsins. Að lag eins og „Generous Palmstroke“ hafi verið sett á b-hlið smáskífu segir t.a.m. ýmislegt um listfengið sem í gangi er. Fimmti diskur kassans er svo mynddiskur og inniheldur upptökur frá MTV þættinum órafmagnaða, Óperuhúsinu í London, Later þætti Jools Holland og þættinum Taratata (þar sem hún flytur „It’s oh so Quiet“ með stórsveit). Hin þekkilegasta viðbót. Að lokum Að auki er hönnun kassans frá- bær, ein sú besta sem ég hef lengi séð. Hljómur allur er þá fyrsta flokks. Bæklingurinn sem fylgir er góð viðbót en hann inniheldur myndir svo og viðtal sem Ásmund- ur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu, tók við Björk varðandi tónleikahald og skylda hluti. Fróð- leg lesning. Texti sem fylgir „nær- buxum“ diskanna keyrir þó úr hófi í tilgerð. Þar er í fyrsta lagi að finna tilvitnanir í Björk, sem lætur hana líta út eins og einhvers konar hálfguð og svo er lýsing Ásmundar á tónlist Bjarkar og tilurð viðkom- andi tónleika full upphafin. Þessu hefði hreinlega verið best að sleppa. Björk er listamaður sem notar sviðið, nærfellt að sama marki og hljóðverið, til að skapa. Þetta safn er því í raun skyldueign fyrir Bjarkaraðdáendur og aðra þá sem vilja heyra einlæga, framsækna og nýskapandi dægurtónlist eins og hún gerist allra, allra best. Safn þetta er hverrar krónu virði, þó að heildarverðið eigi líklega eftir slaga yfir einhverja þúsundkalla. Svo ríkt er það af frábæru efni. Þrátt fyrir orðaleikinn í fyrir- sögninni má ekki skilja svo að allt hér sé á höndum og í heila Bjarkar. Hún hefur alla tíð notið aðstoðar fjölda hæfileikaríkra listamanna. En ferðinni stýrir hún ein, hug- sjónin öll er hennar. Livebox er því sannarlega glæsileg rós í úttroðið hnappagat Bjarkar. Arnar Eggert Thoroddsen „Livebox er … glæsileg rós í úttroðið hnappagat Bjarkar,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen m.a. um nýtt tónleikasafn Bjarkar Guðmundsdóttur. Björk Livebox One Little Indian Tónleikaupptökur með Björk frá 1994– 2001. Fjórir diskar ásamt mynddiski. Einnig veglegur bæklingur. Eins manns herTónlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.