Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Það þýðir ekkert að kalla „kibba, kibba, komið þið greyin“, púdda, púdda, púdd, eða lambið
segir mee, hæstvirti ráðherra. Þetta er ekki svoleiðis búsmali.
Málþing um Þjórsárdalinn
Leitað nýrra
tækifæra
LandnámsmaðurinnÓlafur tvennum-brúni er einn af
þeim sem eflaust ber á
góma á málþingi um
Þjórsárdalinn, sem haldið
verður í Árnesi á morgun,
laugardaginn 30. ágúst,
frá kl. 10 til 14, og er opið
öllum. Tilefni málþingsins
er þátttaka í verkefninu
„Destination Viking-Saga
Lands“, sem styrkt er af
Evrópusambandinu. Þátt-
takendur eru átján frá átta
löndum og er áherslan á
sögu víkinga og menning-
artengda ferðaþjónustu.
„Í okkar verkefni er
fjallað um Þjórsárdalinn,
sögu hans og landnám, t.d.
fornleifarnar að Stöng,“
segir Ingunn Guðmunds-
dóttir, sveitarstjóri Skeiða- og
Gnúpverjahrepps, en hreppurinn
er formlegur þátttakandi í verk-
efninu.
„Talið er að fleiri bæjarrústir
síðan 1105 séu á kafi undir ösku í
Þjórsárdalnum. Við lítum á hann
sem vannýtta auðlind með hlið-
sjón af ferðamennsku. Við státum
af náttúruperlum eins og Gjánni
við Stöng, Háafossi og Hjálpar-
fossi. Skógurinn, sem búið er að
rækta af Skógrækt ríkisins, er
mikil útivistarperla sem fáir vita
um. Svo ekki sé minnst á hálend-
ið, sem er kjörið til göngu-, hesta-
og jeppaferða. Heimamenn hafa
staðið og standa fyrir mikilli upp-
byggingu í ferðaþjónustu, sem
sést vel á góðu framboði gistirým-
is, hótelinu á Brjánsstöðum, hót-
elinu sem er að rísa í Minni-Más-
tungu, gistiheimilum, t.d. í
Árnesi, og bændagistingu.
En í hverju felst verkefnið?
„Verkefnið miðar að því að rifja
upp söguna, finna leiðir til að
koma henni á framfæri og tengja
hana ferðamennskunni. Menning-
artengd ferðaþjónusta er í örum
vexti og fólk vill fræðast um leið
og það ferðast. Það er skemmti-
legt verkefni að tengja staðinn
sögunni allt frá landnámsöld.
Ferðamálaráðgjafinn Rögnvaldur
Guðmundsson leiðir verkefnið
ásamt Geir Sör-Reime frá Noregi
og Bjorn Jacobsen frá Svíþjóð. Til
er áætlun sem hóparnir vinna eft-
ir og hittast þeir reglulega til að
bera saman bækur sínar. Það er
mjög mismunandi hvað verið er
að gera í hverju verkefni, en fleiri
aðilar frá Íslandi eru þátttakend-
ur. Gaman er að geta þess að eitt
verkefni, sem er á vegum víkinga-
safnsins í Lofoten í Noregi, teng-
ist okkar sveitarfélagi. Ólafur
tvennumbrúni, sem nam Skeiðið,
gamla Skeiðahrepp, og settist að
á Ólafsvöllum, er talinn hafa kom-
ið frá Borg í Lofoten.“
En Þjórsárdalur verður í
brennidepli á málþinginu.
„Já, þetta er málþing um Þjórs-
árdalinn í framtíð og fortíð. Mark-
miðið er að fjalla um hann í víðu
samhengi og frá sem flestum hlið-
um. Þannig fáum við vonandi
fram fjölbreytt sjónar-
horn og ef til vill opn-
ast augu okkar fyrir
nýjum tækifærum. Það
er misjafnt hvernig
verkefnin eru kynnt á
hverjum stað. Í raun er það undir
þeim komið sem stýra verkefn-
unum. Sums staðar hafa verið
haldin námskeið sem tengjast vík-
ingum, t.d. í búningagerð, sumir
halda sýningar, þannig að verk-
efnin eru alls ekki sams konar á
öllum stöðunum. Við eigum t.d.
von á því að norska verkefnið frá
Lofoten, sem ég minntist á, muni
flytja einhvern hluta af sýningu
hjá sér hingað á heimaslóðir land-
námsmannsins, Ólafs tvennum-
brúna.“
Hvaða fyrirlestrar verða haldn-
ir á málþinginu?
„Kynntar verða hugmyndir um
gestastofu í Þjórsárdal, sem Guð-
mundur Jónsson arkitekt hefur
unnið að í samstarfi við hrepps-
nefnd og Landsvirkjun. Gesta-
stofan er hugsuð til að gera skil
sögunni og umhverfinu á svæðinu
með sýningum og fræðslu og eins
til að þjónusta ferðamenn.
Rögnvaldur Guðmundsson mun
kynna verkefnið „Destination
Viking-Saga Lands“. Hreinn Ósk-
arsson, fulltrúi Skógræktar ríkis-
ins, flytur erindi um skóga og
skógarnytjar í Þjórsárdal fyrr og
nú og í framtíðinni. Kristín Huld
Sigurðardóttir frá Fornleifavernd
ríksins fjallar um stefnumörkun
varðandi fornleifavernd og upp-
lýsingamiðlun í Þjórsárdal. Síðan
ræðir Sigþrúður Jónsdóttir, hér-
aðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins,
um gróður sem undirstöðu bú-
setu. Þetta er öllum opið og við
vonumst eftir virkum umræðum.
Þá sérstaklega að áhugamenn um
Þjórsárdalinn, heimamenn og
aðrir, leggi inn sínar hugmyndir
og umræðurnar verði líflegar,
sem geti nýst til stefnumótunar.“
Stutt er síðan þú tókst við sem
sveitarstjóri.
„Ég flutti hingað fyrir ári.“
Og hvernig kanntu við þig?
„Alveg ljómandi vel. Hér býr
gott fólk og tempóið er hægara en
í þéttbýlinu. Skilyrði til búsetu úti
á landi eru orðin önnur
með bættum sam-
göngum og eins þessu
rafræna samfélagi,
sem stuðlar að betri
tengslum við um-
hverfið.“
Koma margir ferðamenn í
Þjórsárdalinn?
„Já, hér er vaxandi umferð
ferðamanna. Áhuginn er æ meiri
á gönguferðum um hálendið og
kannski hefur umræðan um
Þjórsárverin haft sitt að segja.
Fólk vill ekki alltaf fara sama
Laugaveginn, sama Leggjabrjót-
inn. Það leitar að nýjum leiðum.“
Ingunn Guðmundsdóttir
Ingunn Guðmundsdóttir er
fædd árið 1957 á Selfossi og upp-
alin þar. Hún er með versl-
unarpróf úr gagnfræðaskólanum
á Selfossi og próf frá Endur-
menntunarstofnun Háskóla Ís-
lands í opinberri stjórnsýslu og
stjórnun. Hún vann hjá Lands-
bankanum áður en hún tók við
starfi sveitarstjóra Skeiða- og
Gnúpverjahrepps í fyrra. Hún
sat í bæjarstjórn á Selfossi og
síðar í Árborg um tólf ára skeið.
Ingunn á þrjú börn og tvö barna-
börn.
Við tengjum
staðinn sögu
þjóðarinnar
NÝBORINN hreindýrskálfur
fannst á dögunum þar sem hrein-
dýraveiðimenn voru við veiðar und-
ir leiðsögn Sigurðar Aðalsteins-
sonar eftirlitsmanns. Að sögn
Sigurðar var kálfurinn ekki meira
en vikugamall sem er mjög óvenju-
legt þar sem hreindýrskýrnar bera
yfirleitt í maí og kálfarnir eru því
orðnir vel stálpaðir núna og fylgja
hjörðunum auðveldlega á ferð sinni
um austfirsku heiðarnar.
Um veiðitímann er talsverð
hreyfing á hjörðunum og litli kálf-
urinn stóð allt í einu uppi einn og
yfirgefinn þegar hjörðin tók á
sprett. Sigurður Aðalsteinsson
reyndi að hlaupa hann uppi en sá
litli var ekki á því að láta ná sér en
eftir nokkurn eltingaleik var hann
orðinn þreyttur og lagðist niður og
steinsofnaði. Þá gerði Sigurður sér
lítið fyrir og læddist að honum og
greip hann í fangið. Hreinsi litli er
nú kominn í öruggt skjól í Klaust-
urseli í Jökuldal þar sem hann fær
öruggt uppeldi í vetur og fær svo
líklega að fara frjáls ferða sinna
þegar vorar.
Fundu nýborinn hreindýrskálf
Eins og sjá má er kálfurinn hvorki stór né þungur þar sem hann hvílir
öruggur í fangi Sigurðar Aðalsteinssonar.
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ og
Landsvirkjun hafa komist að sam-
komulagi um að Landsvirkjun taki al-
farið við rekstri markaðsskrifstofu
ráðuneytisins og Landsvirkjunar
(MIL) sem þessir aðilar hafa starf-
rækt frá árinu 1988, nú síðast undir
nafninu Fjárfestingarstofa – orku-
svið. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra kynnti þetta á fundi ríkis-
stjórnarinnar.
Fjárfestingarstofa – almennt svið,
sem frá áramótum hefur starfað í
samstarfi ráðuneytisins og Útflutn-
ingsráðs, heldur áfram störfum um
sinn samkvæmt gerðum samningi.
MIL hefur verið til húsa hjá Lands-
virkjun og starfsmennirnir verið fjór-
ir. Munu Landsvirkjun og iðnaðar-
ráðuneytið tryggja þeim sambærileg
störf áfram. Skrifstofan hefur haft
það hlutverk að afla erlendrar fjár-
festingar á sviði orkufreks iðnaðar.
Stjórnvöld og sveitarfélög hafa
fengið aðstoð við samningagerð
vegna stóriðju, unnið að staðarvalsat-
hugunum og aðstoðað erlenda fjár-
festa hér á landi. Meðal verkefna
MIL síðustu árin má nefna stækkun
álverksmiðju Alcan í Straumsvík og
byggingu álvera Norðuráls á Grund-
artanga og Alcoa í Reyðarfirði.
Valgerður segir að markaðsskrif-
stofan hafi náð gríðarlegum árangri
og unnið mikilvægt starf. Nú séu
breyttir tímar og færa þurfi starfið í
annan búning. Ráðuneytið hafi farið
yfir stöðuna síðustu mánuði og komist
að þeirri niðurstöðu að heppilegast sé
að ríkið hætti beinni þátttöku í rekstri
skrifstofunnar. Vegur þar þyngst ný-
skipan raforkumála sem byggist á
samkeppni í raforkuframleiðslu. Tel-
ur ráðuneytið sig ekki geta til lengdar
starfrækt markaðsskrifstofu í sam-
starfi við einn orkuframleiðanda.
Valgerður segir að þrátt fyrir þessa
ákvörðun muni ráðuneytið leita áfram
fjárfesta á sviði orkufreks iðnaðar og í
samstarfi við orkufyrirtækin hverju
sinni. Nýta á til þess þá fjármuni sem
ráðuneytið hefur lagt til MIL, sem
eru 10 milljónir króna samkvæmt
fjárlögum þessa árs. Landsvirkjun og
iðnaðarráðuneytið munu þó halda
áfram þeim verkefnum sem hafa ver-
ið í gangi, t.d. könnun á uppbyggingu
orkufreks iðnaðar á Norðurlandi. Til
greina kemur að gera sambærilega
samninga við önnur orkufyrirtæki og
þá mun ráðuneytið áfram vinna að
uppbyggingu rafskautaverksmiðju á
Katanesi í Hvalfirði.
Landsvirkjun tekur
við rekstri MIL