Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 14
ÚR VERINU
14 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
AFKOMA tryggingafélaganna af
ökutækjatryggingum hefur batnað
og framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda telur iðgjöld
bifreiðatrygginga óeðlilega há. Tals-
menn tryggingafélaganna segja öku-
tækjatryggingar hafa verið lækkaðar
á þessu ári og því síðasta og að þær
séu í stöðugri endurskoðun.
Hagnaður stóru tryggingafélag-
anna þriggja, Sjóvár-Almennra
trygginga, Tryggingamiðstöðvarinn-
ar og Vátryggingafélags Íslands, af
bifreiðatryggingum á fyrri hluta árs-
ins nam samtals 1.072 milljónum
króna. Þar af var hagnaður af lög-
boðnum ökutækjatryggingum 807
milljónir króna.
Bifreiðatryggingar hækkuðu mikið
á árunum 1999 til 2001 og alls nam
hækkun þessara þriggja ára 68,7%
samkvæmt vísitölu bílatrygginga
Hagstofunnar. Hækkun lögbundu
ábyrgðartrygginganna var meiri, eða
sem nemur 78,2% á þessum þremur
árum. Á sama tímabili hækkaði vísi-
tala neysluverðs um 19,4%.
Lækkun frá ársbyrjun 2002
Frá ársbyrjun 2002 hefur hins veg-
ar orðið breyting á og bílatrygginga-
vísitalan hefur lækkað um 2,1% á því
tímabili. Lögboðnu ábyrgðartrygg-
ingarnar hafa þó haldið áfram að
hækka og frá ársbyrjun 2002 hafa
þær hækkað um 5,3%. Lækkunin
skýrist af því að húftryggingar,
kaskó-tryggingarnar, hafa lækkað
um 9,5% á tímabilinu. Vísitala neyslu-
verðs hefur hækkað um 3,1% frá árs-
byrjun 2002.
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda, segir að afkomutölur trygg-
ingafélaganna staðfesti málflutning
FÍB um það að iðgjöld bifreiðatrygg-
inga hafi verið óeðlilega há. Ljóst sé
að aðeins hluti af hagnaði félaganna
vegna ökutækjatrygginga komi fram
með beinum hætti í bókum þeirra, en
hagnaðinn megi einnig sjá af því að
vátryggingaskuld félaganna, bóta-
sjóðirnir svokölluðu, hafi hækkað
langt umfram það sem eðlilegt geti
talist. Vátryggingaskuldin vegna öku-
tækjatrygginga sé að minnsta kosti
ríflega 25.000 milljónir króna. Sjóð-
irnir vaxi stöðugt þrátt fyrir færri
tjón og stórbætta afkomu trygginga-
félaganna. Að mati FÍB hafi Fjár-
málaeftirlitið ekki sinnt því sem
skyldi að hafa eftirlit með þessari
sjóðasöfnun tryggingafélaganna.
Afkoman eðlileg
Gunnar Felixson, forstjóri Trygg-
ingamiðstöðvarinnar, segir spurður
að því hvort iðgjöld bifreiðatrygginga
verði lækkuð í ljósi bættrar afkomu af
þeim að félagið hafi lækkað iðgjöld af
bifreiðatryggingum með auknum af-
sláttum bæði á þessu ári og því síð-
asta. Hann segist telja að samanlagt
nemi lækkunin um 10%.
Spurður að því hvernig hann meti
afkomuna af bifreiðatryggingum nú
segist hann telja hana eðlilega.
Hagnaður Tryggingamiðstöðvar-
innar af lögbundnum ökutækjatrygg-
ingum nam 180 milljónum á fyrri
hluta ársins og hagnaður af öðrum
ökutækjatryggingum 76 milljónum.
Þorvarður Sæmundsson, fram-
kvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá
Sjóvá-Almennum tryggingum, segir
iðgjöldin í stöðugri endurskoðun,
enda sé hörð samkeppni á þessum
markaði og sífellt sé verið að leita
leiða til þess að bjóða sem hagstæðust
iðgjöld.
Aðspurður segir Þorvarður erfitt
að segja til um hver sé eðlilegur hagn-
aður af ökutækjatryggingum, en af-
koman hafi batnað og ef afkomubat-
inn haldist verði skoðað hvernig megi
skila honum til viðskiptavinanna.
Hann segir að afkoma annars fjórð-
ungs ársins hafi þó verið lakari en af-
koma fyrsta fjórðungs, þannig að
nokkur óvissa sé um hversu varanleg-
ur afkomubatinn sé.
Hagnaður Sjóvár-Almennra trygg-
inga af lögboðnum ökutækjatrygg-
ingum nam 135 milljónum og hagn-
aður af öðrum ökutækjatrygginum
139 milljónum.
Tap án fjárfestingartekna
Ásgeir Baldurs, forstöðumaður al-
mannatengsla hjá Vátryggingafélagi
Íslands, segir að iðgjöld hafi verið
lækkuð lítillega bæði á síðasta ári og í
byrjun þessa árs samfara endurskoð-
un á afsláttarkerfi félagsins, en erfitt
sé að segja til um hver lækkunin sé í
prósentum talið. Hann segir bætt tíð-
arfar og minni tjón skýra bætta af-
komu og ef sú þróun haldi áfram verði
iðgjöldin endurskoðuð þar sem ið-
gjöld taki mið af tjónum á hverjum
tíma. Það sé því vonandi að þessi þró-
un í fækkun slysa og lækkun tjóna-
kostnaðar haldi áfram.
Ásgeir segist aðspurður ekki telja
að afkoman af bifreiðatryggingum sé
of mikil, og segir að fjárfestingar-
tekjur bæti afkomuna. Án þeirra
tekna væri tap af rekstri lögboðinna
ökutækjatrygginga. Hann segir að
áður hafi lengi verið tap af rekstri bif-
reiðatrygginga og að hafa verði í huga
að sveiflur séu í afkomunni.
Hagnaður Vátryggingafélagsins af
lögboðnum ökutækjatryggingum
nam 493 milljónum og af öðrum öku-
tækjatryggingum 51 milljón.
Bifreiðatryggingar eftir fyrstu sex mánuði ársins 2003
Iðgjöldin of há
Formaður FÍB gagnrýnir iðgjöld af bifreiðatryggingum.
Talsmenn tryggingafélaganna segja iðgjöld hafa lækkað.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lögboðnar ábyrgðartryggingar bifreiða hafa frá ársbyrjun 2002 hækkað
um 5,3% en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,1% á sama tíma.
HAGNAÐUR Hampiðjunnar hf.
eftir skatta á fyrri árshelmingi var
156 milljónir króna samanborið við
190 milljóna króna hagnað á sama
tíma í fyrra. Rekstrartekjur sam-
stæðunnar námu 2.163 milljónum á
tímabilinu sem er 1% minnkun frá
fyrra ári.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði nam 231 milljón króna
eða 11% af veltu.
Fjármagnsliðir námu 22 milljón-
um til gjalda en voru 133 milljónir
til tekna á sama tíma í fyrra. Áhrif
af rekstri hlutdeildarfélaga voru 76
milljónir til tekna. Er þar um að
ræða hlutdeild í hagnaði Granda
hf.
Í fréttatilkynningu frá félaginu
segir að áætlun ársins gerði ráð
fyrir að velta samstæðunnar ykist
um 5% á milli ára og framlegð yrði
svipuð á þessu ári og því síðasta.
„Ekki er talin ástæða til að endur-
skoða áætlun ársins,“ segir í til-
kynningunni.
Hampiðjan með
156 milljónir
króna í hagnað
!"#
! $#
%$
&
%"
'
& %
& #
(
! $$
#$)
# #%*
!+
! $%!
+!
!##
'
&)$
&#*
!!
! %)!
# *
# ))
!""#
TAP Heklu hf. á fyrstu sex mánuðum
ársins nam 8 milljónum króna eftir
skatta. Á sama tímabili á síðasta árið
var tapið 74 milljónir. Tap félagsins
fyrir skatta var á þessu ári 30 millj-
ónir en um 96 milljónir í fyrra.
Veltufé frá rekstri nam 4 milljónum
króna á fyrri helmingi þessa árs en á
sama tímabili árið 2002 var veltufé til
rekstrar 73 milljónir. Í lok júní síðast-
liðinn var eigið fé Heklu 1.053 millj-
ónir og eiginfjárhlutfall 23% en í árs-
lok 2002 var eigið fé félagsins 1.060
milljónir og eiginfjárhlutfall 22%.
Í tilkynningu frá Heklu segir að af-
koma félagsins sé að mati stjórnenda
þess viðunandi. Endurskipulagning
undanfarinna mánaða sé enn í gangi
og stjórnendur Heklu séu ánægðir
með þau skref sem tekin hafi verið og
telji þau hafa bætt rekstur félagsins
og framtíðarhorfur þess.
Heildartekjur Heklu hf. á fyrri
helmingi ársins 2003 námu 4.554
milljónum króna og jukust um 14%
frá fyrra ári. Rekstrargjöld jukust
hins vegar um 12% og námu 3.979
milljónum.
Heildareignir Heklu voru í lok júní
2003 bókfærðar á 4.548 milljónir
króna samanborið við 4.843 milljónir í
árslok 2002.
Verulega
dregur úr
tapi Heklu
ÍSLENDINGAR eiga talsvert eftir
af úthafsveiðiheimildum sínum á
árinu. Aðeins er búið að veiða um
fjórðung af leyfilegum rækjukvóta á
Flæmingjagrunni og enn standa eftir
rúm 10 þúsund tonn af úthafs-
karfakvótanum. Hinsvegar er þegar
búið að veiða nánast allan kvóta Ís-
lendinga í norsk-íslenska síldarstofn-
inum og hratt hefur gengið á þorsk-
kvóta Íslendinga í Barentshafi
síðustu vikur.
Úthafskarfaveiðum á Reykjanes-
hrygg er skipt milli tveggja svæða.
Annað tekur einkum mið af fiskveiði-
lögsögunni en þar er íslenskum skip-
um heimilt að veiða 45 þúsund tonn á
þessu ári. Þar hafa veiðar gengið
ágætlega það sem af er árinu, aflinn
er orðinn rúm 43 þúsund tonn.
Á því svæði sem er fjær landi, utan
ákveðinnar línu, er íslenskum skipum
heimilt að veiða 10 þúsund tonn en
aflinn þar er hinsvegar aðeins 356
tonn það sem af er árinu.
Íslenskum skipum er heimilt að
veiða 13.500 tonn af rækju á Flæm-
ingjagrunni á árinu. Aðeins hafa tvö
íslensk skip stundað veiðar þar á
þessu ári og er afli þeirra rétt ríflega
3.000 tonn, þar af hefur Pétur Jóns-
son RE veitt rúm 2.300 tonn. Því eru
ennþá rúm 10 þúsund tonn eftir af
kvóta Íslendinga á Flæmingjagrunni
og má ljóst vera að ekki næst að veiða
nærri allan kvótann. Dræm sókn ís-
lenskra skipa á Flæmingjagrunn
helgast fyrst og fremst af lágu verði
fyrir rækjuafurðir.
Gengur hratt á kvótann
í Barentshafi
Töluverður gangur hefur verið í
þorskveiðum íslenskra skipa í Bar-
entshafi síðustu vikur en þeim er
heimilt að veiða þar ríflega 5.000 tonn
á árinu. Þar af mega þau veiða rúm
3.100 tonn á norsku hafsvæði en nú er
sá kvóti uppurinn, aðeins um 2 tonn
eftir. Hinsvegar hefur gengið verr að
veiða kvóta Íslendinga innan rúss-
nesku lögsögunnar en þó hefur geng-
ið hratt á kvótann á allra síðustu dög-
um. Þar er kvótinn um 1.938 tonn og
er aflinn orðinn 1.256 tonn það sem af
er árinu.
Íslendingum er heimilt að veiða
rúm 91 þúsun tonn úr norsk-íslenska
síldarstofninum árinu, auk 12 þúsund
tonna sem veiða má innan norsku
lögsögunnar. Íslensku skipin hafa
þegar veitt upp kvóta sinn á þessu ári
og vel það, aflinn er orðinn rúm 96
þúsund tonn. Þau hafa hinsvegar
ekkert veitt af síldinni innan norsku
lögsögunnar það sem af er árinu.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Úthafskarfaveiðar hafa sóst vel það sem af er árinu en enn eru þó um 10
þúsund tonn óveidd af kvóta Íslendinga.
Talsvert eftir af
úthafskvótanum
Aðeins búið að veiða tæpan fjórðung
rækjukvótans á Flæmingjagrunni
UNDIRBÚNINGUR fyrir komandi
síldarvertíðar er í fullum gangi
þessa dagana, þannig að allt verði
klárt þegar skipin halda til veiða í
byrjun september. Hjá Skinney-
Þinganesi hf. á Hornafirði er verið
að leggja lokahönd á nýtt sjálfvirkt
pækilblöndunarkerfi og segir Her-
mann Stefánsson, framleiðslustjóri,
að kerfið muni gjörbreyta ná-
kvæmni og afköstum í pækilblönd-
un, auk þess sem það muni létta
verulega vinnuálag. „Kerfið er mik-
ið framfaraskref í verkun saltsíldar
en þar hafa vinnubrögð verið
óbreytt í áraraðir. Kerfið er hannað
og smíðað af starfsmönnum Skinn-
eyjar-Þinganess,“ segir Hermanna.
Hönnun og smíði þess er styrkt af
Vöruþróunar- og markaðs-
öflunarsjóði síldarútvegsins. Þá er
verið er að setja upp fituskilju sem
hreinsa á fitu úr frárennsli frá
frystihúsinu. Skiljan er smíðuð hjá
SR vélaverkstæði á Siglufirði. Ýmis
verk fylgja því að gera klárt fyrir
síldarvertíð en alls þarf 40–50
manns til síldarvinnslunnar og eitt-
hvað þarf að ráða af nýju starfsfólki.
Tvö skip munu hefja veiðarnar fyrir
Skinney-Þinganes í september, Jóna
Eðvalds SF og Steinunn SF en Ás-
grímur Halldórsson SF fer til síld-
veiða fyrir félagið í október.
Síldarvertíðin er nú undirbúin af fullu kappi hjá Skinney-Þinganesi á
Hornafirði og verður tekið í notkun nýtt pækilblöndunarkerfi.
Gert klárt fyrir síldina