Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 17
ERLENT
NÝTT útivistarsvæði á Víði-
staðatúni í Hafnarfirði var form-
lega tekið í notkun við afar lit-
ríka og gleðilega athöfn í gær.
Útivistarsvæðið, sem hefur hlotið
nafnið Hraungerði, er hannað, út-
fært og unnið í samvinnu nokk-
urra kennaramenntunarstofnana
á Norðurlöndunum. Samstarf
stofnananna, Norræna menning-
arnetið, felst í því að miðla
fræðslu um listir og menningu og
standa fyrir gerð sérhannaðra
útivistar- og leiksvæða í þátt-
tökulöndunum. Um fimmtíu kenn-
arar og kennaranemar frá öllum
Norðurlöndunum tóku þátt í
verkefninu og komu saman í
hálfa aðra viku til að vinna verk-
ið, fræðast um listir og menningu
og efla uppeldislega þekkingu.
Naut hópurinn leiðsagnar lista-
mannsins Halldórs Ásgeirssonar,
sem kenndi þeim á ýmis tól og
tæki og aðferðir í sköpun og mót-
un efnis.
Litrík skemmtun fyrir börnin
Opnunarathöfnin var vægast
sagt litrík og gleðileg, leikið var
á hljóðfæri, sungið og sprellað
fyrir hafnfirsk leikskólabörn sem
kunnu vel að meta skemmtunina.
Settur var upp leikþáttur í
hrauninu þar sem komu við sögu
litlar álfadísir, allmyndarleg álfa-
drottning, úlfar, fimm stríðin
tröll, Batman, draugur, seiðkona
og tveir lögreglumenn sem að
lokum tóku úlfana grimmu til
fanga eftir miklar hremmingar
álfadísanna sem komust loks
heilu og höldnu til móður sinnar.
Tungumálin voru enginn múr í
gleðilegri uppfærslu norrænu
kennaranemanna, enda ná lát-
bragð og söngur yfir öll landa-
mæri.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, segist afar ánægð-
ur með hvernig til tókst.
„Víðistaðasvæðið er að vissu leyti
hjarta Hafnarfjarðar sem útivist-
arsvæði, ekki ólíkt Laugardalnum
í Reykjavík. Þetta svæði er kjörin
viðbót í þá flóru sem er að mynd-
ast hér og frábært að sjá hvernig
tekist hefur að ná samspili við
hraunið. Fjölmargir starfsmenn
bæjarins komu einnig að þessu og
það var sérstaklega gott að sjá
hvað samstarfið við garð-
yrkjudeildina okkar gekk vel, hér
hafa myndast mörg góð vin-
áttutengsl í allar áttir.“
Frábært að prófa nýja hluti
Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, lekt-
or við KHÍ og kennari á nám-
skeiðinu sem nemendurnir
stunda, tekur undir orð Lúðvíks
um samstarfið. „Það er líka svo
merkilegt að hér
komum við saman
og sköpum eitthvað
sjáanlegt og var-
anlegt í stað þess
að tala bara út í
eitt. Leiðtogar
heimsins ættu að
prófa eitthvað
svona í stað þess að
sitja bara við borð
og ræða málin.
Það var líka frá-
bært að fá tækifæri
til þess að prófa ný
verkfæri og til
dæmis að bræða
hraun, sem er al-
veg ný upplifun
fyrir okkur öll.
Halldór Ásgeirsson
listamaður var
ómetanleg hjálp og
hann kynnti okkur
fyrir mörgum
spennandi hlutum.
Nokkrir nemend-
anna hafa sagt mér
að þetta hafi verið
lærdómsríkasta
reynslan í þeirra
námi.“ Jóhanna
var einnig ánægð með uppfærslu
leikþáttarins. „Það er frábært að
nota náttúruna sem leiksvið. Það
kostaði ekki neitt og svo voru
rekaviðardrumbar notaðir sem
sæti.
Við erum mjög þakklát öllum
sem lögðu þessu verkefni lið því
að án hjálpar þeirra hefði aldrei
orðið neitt úr þessu.“
Nýtt útivistarsvæði tekið í notkun á Víðistaðatúni
Ánægjulegt samstarf
norrænna kennaranema
Morgunblaðið/Svavar
Stríðin tröll og úfnir úlfar gerðu aðsúg að álfameyjunum tveimur, sem sýndu djörfung og dug í mótlætinu.
Álfadrottningin var hin sköruglegasta og vakti
mikla kátínu með blómlegri framkomu sinni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Börnin brostu sínu blíðasta og kunnu vel að meta leik norrænu nemanna.
Hafnarfjörður
Morgunblaðið/Jim Smart
FINNSKIR vísindamenn hafa
komist að því að lesblinda kunni
að orsakast af galla í erfðaefni
og það skýri hvers vegna les-
blinda sé algengari í sumum
fjölskyldum en öðrum. Telja
þeir að í framtíðinni verði jafn-
vel hægt að þróa lyf gegn les-
blindu.
Vísindamennirnir rannsökuðu
20 finnskar fjölskyldur þar sem
lesblinda var algeng og komust
þeir að því að ákveðið erfðaefni,
svokallað DYXC1 var gallað í
mörgum þeirra.
Segja þeir niðurstöðurnar
benda ótvírætt til þess að les-
blinda tengist gerð erfðafnis.
Rannsóknin var unnin við há-
skólann í Helsinki og birtust
niðurstöðurnar í tímaritinu Pro-
ceedings of the National Aca-
demy, að því er fram kemur hjá
BBC.
Talið er að 3–10% fólks þjáist
af lesblindu sem lýsir sér í erf-
iðleikum við að þekkja og lesa
orð. Komið hafa fram kenningar
þess efnis að lesblindir noti ekki
sömu hluta heilans og annað
fólk. Einnig hefur því verið
haldið fram að þeir noti hægra
heilahvelið þegar þeir lesa í stað
þess að nota vinstra hvelið, en
með því sé auðveldara að greina
orð.
Ef fleiri rannsóknir styðja
kenningu finnsku vísindamann-
anna munu læknar í framtíðinni
geta prófað hvort börn séu les-
blind og þannig verður hægt að
tryggja betur að þau fái alla þá
hjálp sem þau þurfa til að drag-
ast ekki aftur úr námi.
Telja galla í erfða-
efni orsaka lesblindu
ÞJÓÐVERJAR verða að hækka
eftirlaunaaldurinn úr 65 árum í 67
ár og draga úr bótagreiðslum til
þess að bregðast
við auknum byrð-
um sem leggjast
munu á almanna-
tryggingakerfið í
kjölfar þess að
hlutfall aldraðra
af þjóðinni hækk-
ar. Kemur þetta
fram í skýrslu
sem nefnd 26
fulltrúa úr röðum
hagfræðinga, vísindamanna, verka-
lýðsleiðtoga og sérfræðinga í
stjórnmálum hefur sett saman og
unnið að í níu mánuði.
Formaður nefndarinnar, Bert
Rürup, sagði að yrði tillögunum
hrundið í framkvæmd gætu þær
orðið öflugur grundvöllur umbóta.
Margir hafa bent á að haldi sem
horfir komist kerfið í þrot innan
nokkurra áratuga. Nú er eftirlauna-
aldur miðaður við 65 ár en margir
Þjóðverjar fara mun fyrr á eft-
irlaun. Nefndin gerir ráð fyrir að
eftirlaunaaldurinn verði hækkaður í
áföngum í 67 ár frá 2011 til 2035 og
greiðslurnar verði frystar næstu
tvö árin.
Ungt fólk hefur í vaxandi mæli
fundið að því að þeir sem nú eru
farnir að þiggja eftirlaun og fólk
sem nálgast þann aldur muni í
reynd lifa góðu lífi vegna framlaga
þeirra sem nú eru ungir og á
starfsaldri. En síðar verði hinir síð-
arnefndu að greiða reikninginn og
þá verði að lækka mjög greiðsl-
urnar.
„Þetta mun dreifa útgjöldunum
með réttlátari hætti á kynslóðirn-
ar,“ sagði Rürup um hækkun eft-
irlaunaaldursins. Hann sagði að
menn gætu ekki endalaust sópað
undir teppið erfiðum spurningum
varðandi aukinn kostnað við eft-
irlaunakerfið.
Schröder virðist tvístígandi
Nú þegar hafa sumar tillögurnar,
sem hafa lekið út, verið gagnrýndar
hart og sagðar brjóta rétt á þeim
sem hafi unnið hörðum höndum allt
sitt líf. Ulla Schmidt heilbrigðis-
málaráðherra sagði að margt væri
„skynsamlegt og rétt“ í tillögunum.
En spurð um hækkun eftirlaunaald-
urs sagði hún aðeins að hún væri
sammála því að sporna bæri gegn
því að fólk hætti að vinna fyrir 65
ára aldurinn.
Gerhard Schröder kanslari fól á
sínum tíma nefndinni verkefnið en
hann virtist á þriðjudag forðast að
láta bendla sig um of við þær. Sagði
hann að skýrslan væri engin „bibl-
ía“ og hann vonaðist til þess að
hægt yrði að koma því til leiðar að
fólk færi að jafnaði ekki fyrr á eft-
irlaun en við 65 ára aldurinn.
Efnahagsumbótatillögur í Þýskalandi
Hærri eftir-
launaaldur og
bætur lækkaðar
Gerhard Schröder
Berlín. AFP.
BRESKA tryggingafélagið Lloyd’s of
London hét í gær „verulegum verð-
launum“ fyrir upplýsingar, sem kom-
ið gætu lögreglunni á slóð þeirra, sem
stálu einni kunnustu Maríumynd
Leonardos da Vincis í fyrradag.
Meira en 30 lögreglumenn vinna í
málinu en málverkinu, sem er mjög
lítið, 48,3 sinnum 36,9 sm, var stolið í
Drumlanrig-kastala í Skotlandi þar
sem það hékk uppi ásamt myndum
eftir aðra meistara, til dæmis Holbein
og Rembrandt. Hefur málverkið ver-
ið í eigu hertogafjölskyldunnar af
Buccleuch í 250 ár. Er málverkasafn
hennar metið á 52 milljarða ísl. kr. að
minnsta kosti. Er verðmæti málverks-
ins, sem var stolið, áætlað 7,3 millj-
arðar kr.
Lögreglan leitar fjögurra manna,
tveggja, sem komu í kastalann sem
ferðamenn, og tveggja, sem biðu fyrir
utan í bíl, líklega hvítum Volkswagen.
Lloyd’s lofar verðlaunum
Reuters
Madonnumynd Leonardos sem
stolið var í Skotlandi.
Edinborg. AFP.