Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 27

Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 27
Hver ber ábyrgð á því? Ekki skip- stjóri bátsins sem sigldi gat á kvína. Ekki eigendur sláturlaxins. Jafnvel þótt eigendur laxeldisfyrirtækjanna væru skyldaðir til að kaupa ábyrgð- artryggingar vegna mögulegs tjóns, þá er ekki líklegt að neinar trygg- ingar geti bætt hugsanlegan skaða. Menn verða að fara að opna augu sín fyrir því að tjón það, sem hlotist getur af eldislöxum sem sleppa í stórum stíl úr kvíum, er óbætanlegt. Verðmæti villtra laxastofna við Ís- land er gífurlegt. Talið er að eig- inlegt verðmæti laxveiðiánna okkar nemi 30 milljörðum króna (sjá Veiði- manninn 2. tbl. 2002). Þetta er ekki óeðlilegt þegar litið er til þess að þær skila 3–4 milljörðum króna til þjóðarbúsins árlega. Það er heldur ekki óeðlilegt að landbúnaðarráð- herra sé krafinn um að axla póli- tíska og siðferðilega ábyrgð, hann hefur jú átt sinn þátt í að heimila hið fyrirhyggjulausa þauleldi á laxi sem stórfyrirtæki telja sig geta grætt stóra peninga á. Græðgin í fiskeld- inu snýst ekki um að fæða jarð- arbúa, heldur um að græða sem mest. Því eins og allir vita þá er ekki lengur í tísku að komast vel af, eng- inn viðskiptajöfur þykir maður með mönnum nema hann sökkvi sér nið- ur í neysluóhóf og þéni miklu meira en hann eða fjölskylda hans komast nokkurn tíma yfir að eyða. Þessara græðgistilburða verður sannarlega vart í laxeldinu. Á örfáum áratugum hefur laxeldi breyst úr heimilislegri aukabúgrein, sem byrjaði í Noregi í kringum 1960, í stóriðju sem veltir 2 milljörðum dollara á ári (163 millj- arðar ÍKR) og framleiðir 1,2 millj- ónir tonna af fiski árlega (National Geographic, júlí 2003). Íslensk fyr- irtæki ætla sér stóran hlut af þess- ari stóriðju, þess vegna hafa þau valið sér hraðvaxinn norskan eld- isstofn til ræktunar. En hagsmunir eldisfyrirtækjanna mega ekki kosta hrun íslenska laxastofnsins, svo dýru verði getum við ekki keypt skammsýna gróðavon einstakra at- vinnugreina. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns fram- boðs. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 27 OFANGREIND fyrirsögn, sem ég sá nýlega í Fréttablaðinu og var höfð eftir forystumanni í ferðaþjónustunni, vakti athygli mína. Þótt ætla mætti að fyrirsögnin lýsti skilningi viðkomandi á því að hval- veiðar lúta að mörgu leyti sömu lögmálum og búrekstur er ég smeyk- ur um að sá skilningur hafi ekki verið efst í huga þess sem orðin voru höfð eftir. Sú staðreynd að dýrum er slátrað og afurðirnar étnar er orðin mörgum nútíma- mönnum ofraun að hugsa til. Það er erfitt að hugsa til þess að litlu lömbin, sem vekja í hverju brjósti upp til- finningar væntumþykju þegar þau skoppa um í hag- anum, eru að hausti orðin að lærasneiðum og kótilettum á veisluborðum. Nautgripirnir – heimspekilegir og gæf- lyndir á svip – eru fyrr en varir orðnir að hamborgurum og allir kjúk- lingabitarnir á skyndibitastöðunum voru einu sinni lifandi dýr, sem ekki höfðu annan tilgang með lífi sínu en að seðja hungur fólks. Þetta eru staðreyndir lífsins og þær breytast ekki þótt höfðinu sé stungið í sandinn. Það er velþekkt í hinum svokallaða „upplýsta“ heimi vesturlanda að fjöldi fólks velur að horfa framhjá hinni augljósu hringrás, sem leiðir til þess að við fáum kjöt að borða. Fávísin í hinum „upplýsta“ heimi er slík að því er haldið fram að fjöldi fólks í Bandaríkjunum gerir sér enga grein fyrir því að kjötið sem þau kaupa í neytendapakkningum í stórverslunum hafi einhvern tímann verið vöðvar lifandi dýra. Það tengir á engan hátt uppruna kjötsins við neitt, sem þau þekkja. Þetta fólk er auðveldur skotspónn þess stóriðnaðar sem nútíma „um- hverfisvernd“ er orðin. Hvalir hafa þá náttúru að vekja upp sérstakar kenndir hjá þessu fólki og því er barátta fyrir „verndun“ hvala sér- lega árangursrík leið að pyngju þess. Fávísin er því oft grundvöllur fjárhagslegs árangurs svokallaðra „umhverfisverndarsamtaka“. Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þeir sem hafa af því atvinnu að sýna ferðafólki hvali skuli vera tortryggnir út í hvalveiðar – jafnvel þótt veiðarnar séu óverulegar og aðeins í því skyni að kanna áhrif hrefnunnar á vistkerfi við strendur landsins. Það sem kemur á óvart er að hér á landi skuli vera farið að örla á því skilningsleysi á sam- hengi hlutanna, sem fyrirsögnin vitnar um. Hvalirnir eru nefnilega ekki einu húsdýrin sem eru skotin. „Hvalveiðar eins og að skjóta á húsdýr“ Eftir Pétur Bjarnason Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands. GOJO hreinlæti w w w . b e s t a . i s Nýbýlavegi 18 • 200 Kópavogi • Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík • Sími: 420 0000 Miðási 7 • 700 Egilsstöðum • Sími: 470 0000 Lotion sápa, Rich heilsusápa, Spa & Bath sturtusápa, Purell sótthreinsigel, Antibac sótthr. sápa. Hagkvæmt, þrifalegt og fyrirferðalítið sápukerfi. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 • Kvöldverðarveisla á einum besta Kínastað í London. • Möguleiki á aukadegi á afmælisflugsýningunni í Duxford. • Kíkt við á flugminjasafni breska flughersins í Hendon. • Samkeppni í flugi gefur farþegum val um aðra brottfarar- og komudaga án aukakostnaðar. • Ódýrt, fróðlegt og skemmtilegt jarðlestarallý milli safna og staða. • Staðkunnugur og flugfróður fararstjóri. Gunnar Þorsteinsson Heill gleðidagur á 100 ára afmæli flugs í heiminum á stærsta og flottasta flugminjasafni Evrópu, í ekta breskri sveitarómantík í Duxford, rétt fyrir utan London. Rauðu örvarnar, listflugssveit breska flughersins, skartar sínu fegursta í 20-30 mínútur á lofti. Ógleymanleg sjón til æviloka! Sérsýning um þróun flugs frá Wright-bræðrum til okkar daga. 50 flugvélar á öllum aldri fljúga viðstöðulaust í þrjá tíma. Safnið í Duxford er 85 hektarar með 140 sögufrægar flugvélar. Auk þess smíðaverkstæði, herbílar, skriðdrekar, skammbyssur og fallbyssur, stórar flugbókaverslanir og flugútmarkaðir. Skemmtileg hjóna- og fjölskylduferð fyrir fluggeggjara – fyrir utan aldarflugafmæli og flugminjasöfn er nóg að um að vera í London fyrir fjölskylduna eða makann! FLUGVÆN FYRIRTÆKI! - BEINIÐ VIÐSKIPTUM TIL ÞEIRRA SEM STYÐJA OKKUR! Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gisting í 3 nætur m.v. 2 í herbergi, íslensk fararstjórn og viðhafnarnafnspjöld. Ekki sitja heima - Komdu með! Líflegt í London í 3 daga og 3 nætur aðeins 45.900.- Nánari upplýsingar alla vikudaga (einnig um helgina) kl. 09-22 í símum 663 5800 • 663 5801 • 663 5802 • 551 5000 HRINGIÐ STRAX – TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.