Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 33
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku afi. Þú varst einstakur. Okk-
ur þykir svo vænt um þig og allar
góðu minningarnar sem við eigum
um þig.
Harpa, Dögg og Skúli
Júlíusarbörn.
HINSTA KVEÐJA
okkur mæðgur er við komum frá
Þýskalandi. Þú tókst nýja hjólið
mitt og settir það í fína bílinn þinn,
þú varst svo hávaxinn með þitt
mikla þykka hár.
Alla tíð síðan hefur þú átt ákveðin
stað í mínu hjarta eins og Helga
heitin konan þín átti einnig. Sem
barn var aldrei skemmtilegra en að
koma og heimsækja stóru frændfjöl-
skylduna mína á Kirkjubraut 13.
Helga frænka og amma voru mjög
nánar systur. Þið voruð samrýnd
hjón, skemmtileg og hress. Enda
þurfti gott skap til að stjórna heim-
ilinu þar sem sjö strákapeyjar voru,
mér fannst ég óendanlega rík að
eiga alla þessa frændur og finnst
það enn, þótt við séum búin að
kveðja Júlíus heitinn langt fyrir ald-
ur fram. Að heimsækja ykkur heið-
urshjón var alltaf tilhlökkunarefni
því það var alltaf svo mikið líf og
fjör á Kirkjubrautinni. Svo má ekki
gleyma hve gaman var að vera hjá
ykkur öll gamlárskvöldin þegar þú
varst brennustjóri, þá voru sko
brennurnar stórar.
Ég man svo vel eftir því þegar
Barbý dúkkurnar voru að byrja að
fást á Íslandi að ég fékk eina og
nokkrar flíkur með. Nú voru góð ráð
dýr, ég vildi búa til fataskáp úr skó-
kassa með prjóni sem slá, en herða-
trén, hvernig átti að redda þeim?
Þá datt mér þú í hug, ég fór niður
á rafmagnsverkstæði þitt við
Bröttugötu 10 og bað um vír. Þú
varst nú ekki lengi að leysa mín mál,
lést mig hafa fínan rafmagnsvír sem
hægt var að beygja svo ég gæti búið
til herðatré í fína fataskápinn.
Þú varst mikill tækni- og verk-
maður, rakst þitt eigið raftækja-
verkstæði á Bröttugötu og síðan
heima á Kirkjubrautinni.
Þú gegndir mörgum trúnaðar-
störfum á Seltjarnarnesi, þú varst
einn af stofnendum Gróttu og
stjórnarmaður í mörg ár. Þú hafðir
mikinn metnað alla tíð fyrir Gróttu
og ræddir oft við mig um væntan-
legan gervigrasvöll sem hanna ætti í
túnjaðrinum hjá þér á Skólabraut
3–5, að með honum yrði aðstaða
Gróttu loksins orðin samboðin iðk-
endum félagsins. Þú varst mikill
sjálfstæðismaður og formaður Sjálf-
stæðisfélags Seltirninga á árunum
1978–1984. Þú varst baráttumaður
og tókst virkan þátt í kosningabar-
áttu flokksins alla þína tíð.
Þú gegndir starfi formanns hús-
félagsins á Skólabraut 3–5 þangað
til í vor, áður en þú hættir varstu
búinn að láta setja fullkomið eld-
varnarkerfi í bæði húsin og fram-
kvæma allsherjarviðhald utanhúss
sem lauk í sumar.
Þú varst sáttur við þitt ævistarf,
stoltur af strákunum þínum og öll-
um barnabörnunum og langafabörn-
unum, glaður og ánægður. En þú
varst ekki skoðunarlaus, nei, þú
gast verið fastur fyrir ef þér sýndist
svo. Þú hafðir réttlætið að leiðarljósi
og þinn mesti kostur var hversu
góðhjartaður þú varst og hvað þú
varst tilbúinn að hlusta.
Rétt áður en þú veiktist var ég á
leiðinni að fá hjá þér afleggjara af
sveppnum þínum, hollustudrykkn-
um sem þú gafst mér oft af í vetur.
Það var fastur liður hjá okkur Viggó
að líta við hjá þér þegar spilakvöldin
voru á Skólabrautinni. Þú spilaðir
aldrei sjálfur en í kaffihléinu náði ég
að hitta á þig, spjalla um daginn og
veginn og fá sopa af drykknum þín-
um góða. Þá sýndir þú mér margar
greinar af Netinu um þennan of-
urdrykk sem félagi þinn á nesinu
gaf þér.
Elsku Skúli, ég og fjölskylda mín
og þá sérstaklega Viggó kveðjum
þig með söknuði. Guðjón, Kristinn,
Skúli, Helgi, Þráinn og Stefán og
fjölskyldur ykkar, megi Guð styrkja
ykkur í sorg ykkar.
Ásgerður H.
Hann var hreinn og beinn. Sagði
óhikað skoðanir sínar á mönnum og
málefnum. Aldrei flár – ávallt heill.
Ungur fylkti hann sér í raðir þeirra
sem trúa á mátt einstaklingsins, fái
einstaklingurinn ráðið lífi sínu,
frjáls og laus við fjötra sósíalískrar
forræðishyggju.
Þegar sjálfstæðismenn á Sel-
tjarnarnesi þéttu sínar raðir upp úr
miðri síðustu öld, var Skúli í hópi
frumherjanna. Hann gaf sig heilan
til starfa.
Heimilið á Skólabrautinni þar
sem hans góða kona Helga réð ríkj-
um, og þar sem hvellar hljómmikl-
ar drengjaraddir margra tápmikilla
sona bergmáluðu um stofur, varð
fljótt einn af samkomustöðum okk-
ar sjálfstæðismanna á Nesinu.
Hér skulu þökkuð margra ára-
tuga kynni. Hér skulu og Skúla
þökkuð störf hans sem formanns
Sjálfstæðisfélags Seltirninga um
árabil. Hann átti sinn þátt í að gera
Seltjarnarnes að öflugasta vígi
Sjálfstæðisflokksins, prósentvís á
landinu öllu. Vígi sem staðið hefur í
fjóra tugi ára – og sterkara nú sem
nær aldrei fyrr.
Við gömlu „bakverðirnir“ minn-
umst Skúla með djúpri virðingu og
þökkum að hafa átt hann sem bar-
áttufélaga og traustan vin.
Merkið stendur þótt maðurinn
falli.
Verði okkar góða gamla félaga
Skúla Júl. hvíldin vær.
Magnús Erlendsson.
Fleiri minningargreinar um
Maríu Þorgrímsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu daga.
María átti eftir að verða ein af
þessari stóru fjölskyldu sem okkar
menn koma frá. Það kom ferskleiki
með Maríu og aldrei var nein logn-
molla þar sem hún fór, hún var orð-
heppin og varð aldrei orða vant. Við
áttum eftir að eiga góðar stundir
saman, börn okkar eru á svipuðum
aldri og það tengdi okkur enn betur.
Frumburðir okkar beggja eru
stúlkur og þær eignuðust sín systk-
in á sama tíma. Dóttir Maríu fékk
bróður en dóttir mín fékk systur,
sem er svo sem ekki í frásögur fær-
andi nema af því Bjarni sem þá var í
siglingum til Þýskalands keypti for-
láta barnavagna, bláan fyrir son
þeirra Maríu og rauðan fyrir dóttur
okkar Guðmundar. Svo voru einnig
keyptir dúkkuvagnar fyrir stóru
systurnar sem þá vou fjögurra og
fimm ára.
Sú sem átti bróðurinn fékk bláan í
stíl við barnavagninn en hin fékk
rauðan eins og systirin litla átti. Á
þeim tíma var ekki mikið um þvílík
flottheit og vöktum við mikla athygli
þegar við örkuðum um miðbæ
Reykjavíkur sumarið 1970, og höfð-
um mikið gaman af. Það voru farnar
margar ferðirnar frá Hvassaleitinu
vestur á Bræðraborgarstíg á þeim
tíma. Ekki má gleyma ferðunum
sem farnar voru í sundlaugarnar, í
Nauthólsvík, í Heiðmörk og ógleym-
anlega ferð, fjallabaksleið í sól og
sumarblíðu. En þetta er það sem að
mér og mínum snýr, síðan eru allar
þær ferðir sem María og Bjarni hafa
farið ein eða ásamt vinum og fjöl-
skyldu. Þau lifðu lífinu lifandi og
þorðu að láta draumana rætast. Þau
áttu bát í nokkur ár og sigldu hon-
um við Ísland. María dreif sig þá í
að taka hið svokallaða pungapróf til
þess að takast á við sjóinn með vél-
stjóranum sínum honum Bjarna.
Einnig hafa þau ferðast mikið á hús-
bílnum sínum.
María var bókelsk, kunni góð skil
á mönnum og málefnum. Það var
varla nefnd sú persóna að hún kynni
ekki skil á því hverra manna hún
væri eða hvaðan hún kæmi. Það var
mikil glaðværð í kringum Maríu,
stór systkinahópurinn og allar syst-
urnar sjö samrýmdar mjög. Það er
ekki hægt annað en að minnast á
barnabörnin, allar litlu Mæjurnar
og Bjarna Val sem áttu svo stóran
stað í hjarta ömmu. Alltaf kom ný
Mæja þegar stúlka fæddist.
Myndir minninganna líða hjá. Ein
sú síðasta er 60 ára afmæli Bjarna í
Næfurholtinu í júlí síðastliðnum. Þá
var María orðin mjög veik en gat þó
komið til að hitta vini og vandamenn
í veislunni. Það gladdi hana að geta
það og hún skemmti sér eins og
hægt var miðað við aðstæður. En sá
sem gladdi hana hvað mest var
söngvasveinninn glaðværi Erlingur
Snær Guðmundsson, frændi Bjarna,
sem söng fyrir hana og veislugestir
tóku undir. Þessi tregablandna
kvöldstund mun lifa okkur í minni
um ókomin ár. Kvöldstund á heim-
ilinu þeirra sem er svo fallegt,
hverjum hlut vandlega valinn stað-
ur, svo mikil hlýja og alúð, allt svo
persónulegt. María átti stuðning og
hlýju fjölskyldu sinnar í veikindun-
um og það er aðdáunarvert hversu
sterk börnin hennar hafa verið og
tekið þessu með æðruleysi. Þar
kemur uppeldi þeirra skýrt í ljós
eins og dóttirin Kristín Birna sagði,
við erum bara börnin hennar og við
stöndum okkur. María tók áskorun
lífsins, sem veitti henni mikla ham-
ingju. Nú er dýrasta djásnið fjöl-
skyldunnar horfið þeim sjónum, en
áfram mun minning um hamingju-
ríka samfylgd lifa með þeim.
Elskulega fjölskylda, Guð geymi
ykkur og blessi minningu ykkar ást-
kæru Maríu.
Viltu leiða vininn minn
verndarengill fagur,
þar sem heiða himininn
hyllir kveldlaus dagur.
(Höf. ók.)
Álfheiður Guðjónsdóttir.
Samstarfskona okkar til margra
ára, María Þorgrímsdóttir, lést fyrir
aldur fram laugardaginn 23. ágúst
sl. eftir erfið veikindi. María hóf
störf á Félagsþjónustunni árið 1989
eftir að hafa verið leikskólakennari
og síðast leikskólastjóri hér í Hafn-
arfirði. Eins og starfsval hennar
gefur til kynna var María mjög
barngóð kona og hafði einlægan
áhuga og yndi af börnum. Þetta
fundu börnin og hændust mjög að
henni.
Hvar sem María kom var glatt á
hjalla. Hún var mjög fróð og hafði
frá mörgu að segja og var alltaf
tilbúin til að taka þátt í samræðum
dagsins á sinn gamansama hátt.
Þrátt fyrir mikil veikindi tók María
virkan þátt í síðustu vorhátíð okkar
starfsmannanna og var þar hrókur
alls fagnaðar eins og hún ævinlega
var.
Fáa þekkjum við sem voru jafn
gestrisnir og María. Við vinnufélag-
ar hennar nutum þess oft á tíðum
því hún var ólöt við að bjóða okkur
heim. Í heimboðum hennar urðum
við gjarnan aftur börn á leikskóla
undir dyggri stjórn Maríu sem setti
okkur í margvíslega leiki okkur til
ómældrar skemmtunar.
Við söknum góðs vinar og vinnu-
félaga.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til fjölskyldu henn-
ar. Hugur okkar er hjá henni þessa
erfiðu daga.
Vinnufélagar á
Félagsþjónustunni
í Hafnarfirði.
Nú er komið að því að kveðja
kæra vinkonu og samstarfskonu eft-
ir harða baráttu þar sem hún varð
að láta undan að lokum.
Kynni okkar þróuðust í gegnum
árin, á Mæju-róló eins og við köll-
uðum gjarnan gæsluvöllinn okkar í
Norðurbænum, og synir mínir sóttu,
og einnig nálægð okkar þegar hún
bjó á Norðurvanginum.
Síðar kom að því að við áttum
langt og gott samstarf eftir að þú
tókst að þér starf umsjónarfóstru
dagmæðra. Við áttum það til að
lenda á löngu spjalli og verður að
segjast eins og er að aldrei þraut
umræðuefni okkar á milli og hafði
ég mikla ánægju af að hitta þig
kæra vinkona og ræða um lífið og
tilveruna.
Elsku María, það er komið að
kveðjustund og þakka ég þér góð
kynni og bið Guð að styðja þína ynd-
islegu fjölskyldu.
Steinunn Ólafsdóttir.
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og systir,
INGIBJÖRG ÞÓRSTÍNA EINARSDÓTTIR
RAINS
frá Vestmannaeyjum,
Beloit, Wisconsin, USA,
lést á Mercy Hospital í Janesville sunnudaginn
17. ágúst.
Jarðarför hennar fór fram í Rockford Illinois
fimmtudaginn 21. ágúst.
Russell Rains,
Daniel Einar Rains, Colleen Rains,
Ronald John Rains,
Guðbjörg Einarsdóttir,
Sigurjón Einarsson.
Elskuleg systir okkar og mágkona,
BIRGITTA ÍRIS HARÐARDÓTTIR,
sem lést mánudaginn 25. ágúst, verður jarð-
sungin frá Landakirkju miðvikudaginn 3. sept-
ember kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Vilhjálmur Jóhannes Bergsteinsson, Sigurlaug Harðardóttir,
Jóhann Freyr Frímannsson,
Helena Ósk Harðardóttir, Magnús Eðvald Pétursson.
Ástkær móðir okkar,
ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR RINGSTED,
Víðilundi 10c,
Akureyri,
er látin.
Gunnur, Sigurður, Gunnar, Ingibjörg,
Guðbjörg og Baldvin.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ANNA INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
frá Ísafirði,
Digranesheiði 21,
Kópavogi,
andaðist miðvikudaginn 27. ágúst.
Þráinn Árnason,
Rebekka Þráinsdóttir,
Sigurður Á. Þráinsson,
Þór Þráinsson,
Þráinn Vikar Þráinsson
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
Skálholtsvík,
lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga aðfaranótt
miðvikudagsins 27. ágúst.
Sigurrós Magnea Jónsdóttir, Hilmar Guðmundsson,
Sveinbjörn Jónsson, Jóhanna Guðrún Brynjólfsdóttir,
Jóhannes Jónsson, Birna Hugrún Bjarnardóttir,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubarn.
Lokað
verður eftir hádegi í dag, föstudaginn 29. ágúst, vegna jarðarfar-
ar GUNNARS MAGGA ÁRNASONAR.
LITLAPRENT ehf.,
Skemmuvegi 4, 200 Kópavogi.